Morgunblaðið - 28.08.1983, Page 39

Morgunblaðið - 28.08.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 39 Niven þótti leika best þegar hann var sem líkastur sjálfum sér. Hér er hann í hlutverki Fíleas Foggs { Um- hverfis jörðina á 80 dögum. seinna sænskri fyrirsætu, Hjördísi Tersmeden, og ættleiddu þau tvö börn. Velgengni Það var ekki fyrr en á sjötta ára- tugnum sem Niven kom aftur undir sig fótunum sem vinsæl kvik- myndastjarna og hann fór að fá betri hlutverk. Otto Preminger valdi hann í aðalhlutverkið f mynd- inni The Moon is Blue, sem var gamanmynd og frægust varð fyrir að lenda í útistöðum við kvik- myndaeftirlitið í Bandaríkjunum. Enn festi hann sig f sessi þegar Niven með Douglas Fairbanks og konu hans, Sylvíu, á upptökustað myndar- innar The Prisoner of Zenda. þeir góðir vinir og drykkjufélagar. I myndinni lék Niven hugrakkan ungan foringja, sem er drepinn þar sem hann er að beriast í gegnum víglínu óvinanna. I Prisoner of Zenda lék hann á móti Ronald Colmann, í endurgerð myndarinnar The Dawn Patrol lék hann aftur á móti vini sínum Flynn og hann veitti Sir Laurence Olivier harða samkeppni sem Edgar Linton i mynd Williams Wylers, Wuthering Heights, 1939. Fyrsta myndin sem Niven lék í sem stjarna í aðalhlut- verki, var á móti Ginger Rogers í Barchelor Mother en þar lék hann Raffles, heiðursmann og þjóf. Aftur í herinn Þegar hér var komið sögu var seinni heimsstyrjöldin skollin á og Niven ákvað að hverfa frá Holly- wood og snúa til Bretlands að leika sitt hlutverk þar. Hann var skráð- ur í riffilsveit breska hersins og var hækkaður í tign eftir nokkurn tíma, úr lautinant i ofursta. Hann þjónaði f Normandí, Hollandi, Belgíu og Þýskalandi. Honum var tvisvar veitt leyfi frá hernum til að leika í kvikmyndum. Það voru First of the Few með Leslie Howard, sem fjallaði um Spitfire-flugvélarnar, og The Way Ahead, sem Carol Reed gerði og var áróðursmynd fyrir breska herinn. Skömmu eftir strfð lék hann svo í enn einni strfðs- myndinni, A Matter of Live and Death. Á meðan á strfðinu stóð hitti hann f Englandi konu að nafni Primula Rollo, sem var yfirmaður f flughernum og tfu dögum eftir að hann hafði hitt hana voru þau gift. Þau áttu tvo syni saman, David Jr. og James Graham. Erfiðir tímar Árið 1946 snéri Niven aftur til Hollywood. Hann hafði alltaf gam- an af því að segja mönnum frá því þegar hann sneri aftur í fyrirtækið hans Göldwyns. Kvikmyndaverið var alsett borðum sem buðu hann velkominn aftur og sjálfur Samuel Goldwyn stóð í hliðinu að taka á móti honum. „Velkominn heim, David,“ sagði framleiðandinn glað- hlakkalegur. „Ég var að lána þig til Universal." Það var erfitt fyrir Niven að ná þeirri stöðu í Holly- wood, sem hann hafði haft fyrir stríðið. Hann var lánaður f hinar og þessar myndir og græddi Gold- wyn vel á því, en Niven lék hvergi stór hlutverk. Eftirspurnin eftir breskum leikurum hafði minnkað til muna. Það voru erfiðir tfmar fyrir Niven og við þessar raunir hans á kvikmyndasviðinu, bættist lát konunnar hans, 25 ára gamall- ar. Hún hrasaði niður stiga i dimmum kjallara i samkvæmi á heimili leikarans, Tyrone Powers. Niven giftist aftur tveimur árum hann lék Fíleas Fogg í stórmynd Mike Todds, Around the World in 80 Days, 1956. Ekkert annað hlut- verk hentaði honum betur, en leikhæfileikar Nivens voru meiri en svo að hann hefði nokkra ánægju af að festast í þessari „nivensku rullu“. Tveimur árum seinna var hann kominn með óskarsverðlaunin í hendurnar, sem besti karlleikari f aðalhlutverki. Það var fyrir mynd- ina Separate Tables, sem gerð var eftir samnefndu leikriti Terence Rattigans. Hann var á hátindi fer- ils síns. Á eftir fylgdu myndir eins og Ask Any Girl, gamanmynd, þar sem hann lék á móti Shirley Mac- laine, stríðsmyndin The Guns of Navarone, geysivinsæl mynd, 55 Days at Peking og loks The Pink Panther, þar sem hann lék íðil- snjallan gimsteinaþjóf, sem In- spector Clouseau, eða Peter Sellers, átti í útistöðum við. Sú mynd var frumsýnd 1964 og reyndist vera síðasta myndin þar sem Niven naut einhverra vinsælda að ráði. Hann hélt áfram að leika í einni eða tveimur myndum á ári, en hann hefur eflaust haft meiri áhrif í röð sjónvarpsauglýsinga um duftkaffi. Árið 1971 kom út sjálfsævisaga hans, The Moon’s a Balloon, og með henni var hann kominn f röð met- söluhöfunda. Hann var fæddur sögumaður og bókin var samansafn skemmtilegra frásagna úr lífi hans í hernum og í Hollywood og í henni var aragrúi frægra nafna sem allt- af er gaman að lesa um. Vinsældir bókarinnar urðu til þess að hann gerði aðra endurminningabók, sem fjallaði aðallega um frægar perón- ur í Hollywood og kallaði hann bókina, Bring on the Empty Hors- es. Tíu árum eftir að fyrri endur- minningabókin kom út, gaf Niven út aðra skáldsögu sína, Go Slowly, Come Back Quickly. Eftirsóttur í rabbþætti En Niven fékkst við meira en kvikmyndaleik og skriftir. Snemma á sjötta áratugnum setti hann á fót fyrirtæki ásamt Charles Boyer og Dick Powell, Four Star Television, til að gera myndir fyrir sjónvarp. Það framleiddi meira en 2000 myndir og hjálpaði mörgum Holly- woodstjörnum til að koma undir sig fótunum í iðnaðinum. Niven gerði sína eigin sjónvarpsþætti og varð síðar eftirsóttur í rabbþáttum í sjónvarpinu þar sem frásagnar- hæfileikar hans nutu sín frábær- lega. Lífsgladur Niven Hann skorti aldrei sögur til að segja fólki. Hann þreyttist til dæmis seint á því að segja frá því þegar hann var einu sinni að vinna við kvikmynd og borðaði þá alltaf í búningsherberginu sínu fremur en í matsal kvikmyndafólksins. Einn daginn ruglaði kokkurinn hans hitabrúsum Nivens og sonar hans, þannig að þegar Niven ætlaði að fá sér drykk, komst hann að því að í brúsanum hans var tómatsafi en ekki þetta venjulega innihald nefnilega „Bloody Mary“. „Sonur minn, David yngri, var kátasti drengurinn í skólanum þann dag- inn,“ sagði Niven og fór að hlæja. Lífið var ein stór skemmtun fyrir Niven og hann hegðaði sér alltaf eins og hann ætti heiminn, still hans var óaðfinnanlegur, smekkur hans einstakur og hann var alltaf, alltaf fyndinn. Samantekt — ai John Houston leikstýrir Niven og Deborah Kerr í Casino Royale, 1%7. Kennsluhúsnæói óskast Félagasamtök óska að kaupa ca. 300 fm húsnæði sem næst miðbænum. Húsnæðið þarf aö henta sem kennsluhúsnæði og verður að liggja vel við strætis- vagnasamgöngum. Tilboð og upplýsingar sendist augld. Mbl. fyrir 2. sept. merkt: „D — 8821“. /. i t AVOXTUNSf^jy VERÐBRÉFAMARKAÐUR Ávöxtun s f. annast kaup og sölu verðbréfa, fjárvörslu, fjármálaráðgjöf og ávöxtunarþjónustu. Ekki var Róm byggð á einum dq|i. * Islendingar! — Rétt ávöxtun sparifjár er besta kjarabótin í dag! Verötryggð spariskírteini ríkissjóðs Gengi 29.08.83 Ár FL Sg./100 kr. Ár Fl. Sg./100 kr. Gengi 1970 2 15.161 1977 2 1.536 Overðtryggð 1971 1 13.861 1978 1 1.221 Veðskuldabréf 1972 1 13.286 1978 2 981 Ár 20% 47% 1972 2 10.450 1979 1 849 1 63,0 77,2 1973 1 8.053 1979 2 633 2 52,6 70,3 1973 2 8.128 1980 1 541 3 45,4 65,3 1974 1 5.125 1980 2 408 A 40 1 61,4 1975 1 4.038 1981 1 351 c HU, 1 oe n CQ A 1975 2 2.966 1981 2 265 D doy Dö,4 1976 1 2.602 1982 1 248 1976 2 2.152 1982 2 185 1977 1 1.801 1983 1 144 Kaupendur óskast að góðum verðtryggðum veðskuldabréfum. Höfum kaupendur að óverðtryggðum veðskuldabréfum. ÖIl kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan gengisútreikning. * Avöxtun ávaxtar fé þitt betur AVOXTUNSf^/ LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10-17 - SÍMI 28815 MetsöhiUadá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.