Morgunblaðið - 28.08.1983, Side 44

Morgunblaðið - 28.08.1983, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 Lech Walesa og fjölskylda hans öll hafa verið mikið í sviðsljósinu síðustu ár, heimilisföðurins getið í fréttum alltaf öðru hvoru, ekki síst vegna heimsóknar páfa. Lech Walesa missti ungur föður sinn og móðir hans flutti til Banda- ríkjanna eftir síðari heimsstyrjöldina, þar sem hún ætlaði að reyna að koma undir sig fótunum og senda svo eftir börnum sínum. En margt fer öðruvísi en ætlað er, móðirin lést í umferðar- slysi og Lech Walesa ólst því upp hjá ættingjum í Póllandi. Hann lærði raf- iðn og hóf störf hjá Lenin-skipasmíða- stöðinni í Gdansk. Þegar Lech Walesa var 25 ára gam- all gekk hann í hjónaband með ungri stúlku, Danuta, sem þá var aðeins 19 ára gömul. Þá tóku við barneignir, þeim hjón- um fæddust sex börn með stuttu milli- bili og það sjöunda, telpa, fæddist á meðan Walesa var í stofufangelsi í febrúarmánuði 1982. Það hefur verið hljóðara um eiginkon- una, Danuta Walesa, en það hefur mikið hvílt á hennar herðum við umönnun barnanna. Á meðan hún gekk með sjöunda barnið, og óvíst var um örlög manns hennar, var haft eftir henni í viðtali, að hún hafi ekki getað stutt mann sinn nægilega í verkalýðsbarátt- unni, enda hafi hún orðið að hugsa um bömin, hefðu þau bæði verið hneppt í fangelsi hefði verið úr vöndu að ráða. Hún hafi aðeins getað séð til þess að vel færi um hann heima og veitt honum andlega uppörvun og hvatningu. Síðar sagðist hún hafa verið hrædd- ust um, að hann yrði sendur til Sov- étríkjanna eins og Álexander Dubcek og aðrir leiðtogar í Tékkóslóvakíu. En það fór allt betur en á horfðist, eins og kunnugt er, Walesa fékk að fara frjáls ferða sinna og hóf störf á ný. Ungu hjónin hefðu getað farið troðn- ar slóðir, gengið í Kommúnistaflokk landsins, sótt um stærri íbúð, átt kost á að mennta börn sín o.s.frv. En þau kusu að hafa annan hátt á, þau þráðu frelsi til handa samlöndum sínum og tóku áhættuna, sem því fylgir að setja sig upp á móti stjórnvöldum landsins. Þau hafa nú fengið stærra húsnæði en þau höfðu, eru flutt úr tveggja her- bergja íbúðinni í fimm herbergja. En erfiðleikarnir eru ekki að baki, börnin eru mörg, sem sjá þarf farborða, og staða heimilisföður sjálfsagt ekki alveg örugg ef hann heldur uppteknum hætti. Sama er að sjálfsögðu að segja um aðra meðlimi í Samstöðu, allt það fólk setur sig í hættu með þátttökunni. Þegar Lech Walesa missti vinnuna við skipasmíðastöðina og á meðan hann var í fangelsi, hjálpuðust vinir og samherj- ar að við að sjá Danuta og börnunum farborða og þegar litla dóttirin var skírð og Walesa fékk ekki að vera viðstaddur, flykktust borgarbúar út á göturnar til að sýna þeim hjónum sam- hug, eins og menn muna. Danuta Walesa sagði í fyrrnefndu viðtali að þau hjón, ásamt öðrum Pól- verjum, tryðu á frelsið, þau vildu leggja sitt í sölurnar til að börnin í Póllandi fengju að kynnast því í reynd, þeirra væri framtíðin og engar fórnir væru of stórar til að ná því markmiði. B.I. Þýtt og endursagt. Walesaog fiölskylda í Pófiandí Brídge Arnór Ragnarsson Sumarbridge aö Ijúka Þættinum hefir borist eftir- farandi pistill frá ólafi Lárus- syni keppnisstjóra i sumar- bridge: Spilað var í 5 riðlum í sumar- bridge sl. fimmtudag, eða um 60 pör. Úrslit urðu þessi: A-riðill: Vigdís Guðjónsdóttir — Inga Bernburg 244 Þórir Leifsson — Steingrímur Þórisson 244 Baldur Árnason — Sveinn Sigurgeirsson 237 Þórarinn Árnason — Ragnar Björnsson 237 B-riAilI: Erna Hrólfsdóttir — Jón Ámundason 188 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórsson 187 Ása Jóhannsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 185 Hörður Blöndal — Sigurður Sverrisson 181 C-riðill: Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 125 Högni Torfason — Steingrímur Jónasson 123 Óskar Karlsson — Tómas Tómasson 115 D-riðill: Sigríður S. Kristjánsdóttir — Bragi Hauksson 204 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 187 Aðalsteinn Jörgensen — Georg Sverrisson 174 Kristján Blöndal — Valgarð Blöndal 167 E-riðill: Hjálmar Pálsson — Andrés Þórarinsson 126 Hjálmtýr Baldursson — Ragnar Hermannsson 121 Hermann Lárusson — Lárus Hermannsson 114 Meðalskor í A var 210, í B og D 156 og 108 í C og E. Og efstu menn eftir 13 kvöld í sumarbridge eru: Hrólfur Hjaltason 20,5 Jónas P. Erlingsson 18,5 Gylfi Baldursson 17 Esther Jakobsdóttir 17 Sigurður B. Þorsteinssonqbl6 Guðmundur Pétursson 16 Sigfús Þórðarson 14 Vigdís Guðjónsdóttir 13,5 Samtals hafa 178 spilarar fengið vinningsstig á 13 spila- kvöldum i sumarbridge. Meðal- talsþátttaka á kvöldi er yfir 60 pör, sem er mjög góð aðsókn. Sumarbridge lýkur fimmtudag- inn 8. september nk., með verð- launaafhendingu sigurvegara sumarsins. Það þýðir að stiga- keppni lýkur næsta fimmtudag, skv. venju. Búast má við að félögin hefji vetrarstarfsemi sína uppúr miðjum september. Og þá er ekkert annað en að minna á næsta fimmtudag i Domus og allir að sjálfsögðu velkomnir. Spilamennska hefst i síðasta lagi kl. 19.30. Guðmundur Páll á verðlaunapalli f Wiesbaden. Guðmundur hlaut verðlaun fyrir bestu varnarspilamennskuna í mótinu. Við hlið hans stendur Kirsten Möller, eiginkona eins þekktasta spilara Dana, Steen Möller, en hún skrifaði um spilið í mótsbiaðið. Þau fengu um 600 mörk sem þau skiptu bróðurlega á milli sín. Myndir Arnór. ítalir urðu í öðru sæti á Evrópumótinu og fengu þeir þar með farseðil á Heimsmeistaramótið í Stokkhólmi í haust. Þekktustu spilarar ítala eru Belladonna í Ijósum fotum fyrir miðri mynd og Garozzo annar frá haegri. nioiiti fiiilaK in93 icj cnu ogoinJol Is islsi nnsri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.