Morgunblaðið - 28.08.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 28.08.1983, Síða 48
.^^skriftar- síminn er 830 33 iOrDJinMaMt* juglýsinga- síminn er 2 24 80 SUNNUDAGUR 28. ÁGÍJST 1983 * Island vann England ÍSLENSKA skáksvcitin sigraði England 2Vi—V/i í 5. umferð á heimsmeistaramóti skákmanna 26 ára og yngri, sem nú fer fram í Chi- cago í Bandaríkjunum. Jón L. Árna- son vann skák sína gegn Hebden, en skákir Margeirs Péturssonar og Chandlers, Jóhanns Hjartarsonar og Flears og Elvars Guðmundssonar og Hogdsons fóru allar í bið. Allir áttu íslensku skákmennirnir í vök að verjast, en þeim fataðist ekki vörnin og héldu allir jöfnu. íslenska sveitin er nú í öðru sæti á eftir stórmeistarasveit Sovét- manna, sem vann Bandaríkjamenn, 3—1, í 5. umferð. Sovétmenn hafa hlotið 15 vinninga, ísland 14, síðan koma Bandaríkin og Kína í 3—4. sæti með 12Vfc vinning. íslenska sveitin mætir þeirri kínversku í 6. umferð. í fyrradag voru tefldar biðskákir úr 3. og 4. umferð mótsins. Jón L. Árnason tapaði sinni skák gegn Brasilíumanninum Braga og skildu Islendingar og Brasilíumenn því jafnir, 2—2. Elvar Guðmundsson gerði jafntefli við Sovétmanninn Ehlvest. íslendingar og Sovétmenn skildu því jafnir, 2—2, og er ís- lenska skáksveitin eina sveitin sem náð hefur þeim árangri á mótinu til þessa. Bjargað af þakinu ÍBÚA herbergis í Brautarholti 20 var bjargað af þaki hússins eftir að eld- ur kom upp í herbergi hans laust eftir klukkan 5 í fyrrinótt. Maðurinn flúði út á þak hússins þegar honum tókst ekki að ráða niðurlögum elds- ins. Hann var fluttur í slysadeild þar sem hann skarst á höndum þegar hann barðist við eldinn. Það var laust eftir klukkan 5 að tilkynning barst til Slökkviliðsins í Reykjavík um að eldur væri laus í Þórscafé. Fjölmennt lið var þeg- ar sent á vettvang. Eldur reyndist ekki vera í veitingahúsinu, heldur í bakhergi á 3. hæð hússins. Tveir reykkafarar voru þegar sendir inn með háþrýstislöngu og gekk greið- lega að ráða niðurlögum eldsins, sem logaði í stól og fötum. Skömmu áður hafði slökkvilið- inu borist tilkynning um að eldur væri laus á Leifsgötu 10. Þar hafði gleymst að slökkva á eldavél. Yfir þúsund miðar seldir í forsölunni á Akranesi ÚRSLITALEIKUR Bikarkeppni KSÍ fer fram á Laugardalsvelli í dag og hefst klukkan 14. Mikill áhugi er á leiknum á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Þannig höfðu yfír þúsund aðgöngumiðar á leik- inn verið seldir á Akranesi á Tóstudag og mikill viðbúnaður var í Eyjum. Skagamenn urðu bikarmeist- arar í fyrra þegar þeir sigruðu Keflvíkinga, 2—1. Skagamenn hafa tvívegis orðið bikarmeist- arar en alls keppt 10 sinnum til úrslita. Eyjamenn hafa fimm sinnum leikið til úrslita og þrí- vegis farið með bikarinn til Eyja. Morgunbladid/ Kristján Einarsson Fengur veiðimanna er ærið misjafn eins og gengur. Sverrir Scheving Thorsteinsson, formaður Skotveiðifélags íslands, var nýkominn úr veiðiferð á Vesturlandi er Ijósmyndarinn tók þessa mynd af honum með afrakstur veiðiferðarinnar og þarf hann greinilega ekki að kvarta. Á blaðsíðu 2 er rætt við Sverri og Erling Ólafsson dýrafræðing um gæsaveiðar og gæsategundir hérlendis. * Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI, um útflutningstekjiir 1982: Samdráttur nam 26.500 kr. á hvern landsmann Erlendar skuldir stefna í 60% af þjóðarframleiðslu „SAMDRÁTTUR í tekjum af út- fluttum sjávarafurðum og iðnvarn- ingi á milli áranna 1981 og 1982 nemur 221,3 milljónum dollara eða 6,2 milljörðum íslenskra króna á gengi í dag. Þessi tekjumissir jafn- gildir því að hver íbúi landsins hafi tapað 26.500 krónum, eða hver fimm manna fjölskylda 132.500 krónum. Það munar um minna,“ sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Þá kom fram hjá honum að í árslok mætti reikna með að erlendar skuldir þjóðarinn- ar næmu um 60% af þjóðarfram- leiðslu sem er um 13% hærra hlut- fall en áður hefur verið talað um opinberlega. „Til að glöggva okkur á stöðu atvinnuveganna og þjóðarbúsins á þessum örlagatímum," sagði Magnús Gunnarsson, „höfum við tekið saman útflutningstekjurnar í dollurum á meðalgengi hvers árs undanfarin tíu ár. Uppsveiflan er misjafnlega mikil en stöðug fram til 1981. Þannig var verðmæti út- fluttra sjávarafurða 214 milljónir dollara 1973 en 715,2 milljónir dollara 1981. í fyrra, 1982, datt út- flutningsverðmæti sjávarafurða svo niður um tæpa 200 milljón dollara eða í 520,5 milljón dollara. Svipaða sögu er að segja um út- flutningsverðmæti iðnvarnings, það nam 64,5 milljónum dollara 1973 en 191,6 milljónum dollara þegar það var mest 1980. Á árinu 1981 voru útflutningstekjur af iðnaðarvörum 164,8 milljónir doll- ara en 138.2 milljónir í fyrra, 1982. Tekjurnar hafa þannig dregist saman í heild um 221,2 milljónir dollara, eins og áður sagði.“ Jón sagði að viðkomandi aðilar hefðu ekki ákveðið sig í þessu efni enn sem komið væri en það þyrfti að skýrast fljótlega. Ekki vildi „Skuldastaðan út á við er mikið áhyggjuefni," sagði framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins. „Horfur eru á að um næstu ára- mót nemi erlendar skuldir 60% af þjóðarframleiðslunni. Við stönd- um frammi fyrir því að af hverri krónu sem aflað er með útflutn- ingi renni mun meira en fjórðung- ur til erlendra lánadrottna í hann nefna neinar tölur um vandann en sagði að um mikla upphæð væri að ræða. Aðspurður staðfesti Jón að meðal annars greiðslu á afborgunum og vöxtum, fjórðungi útflutningskrónunnar er varið í aðföng þeirra fyrirtækja sem skapa útflutningstekjurnar. Þannig er minna en helmingur út- flutningstekna til skipta innan lands. Þegar þessar tekjur ganga einnig saman svo mjög sem raun ber vitni hlýtur það að bitna þungt á afkomu hvers og eins." væri vonast til að Reginn hf., sem á 5% núverandi hlutafjár félags- ins, Olíufélagið hf. og Patreks- hreppur legðu fram hlutafé, en einnig fleiri aðilar, en Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga, sem á um 90% hlutafjár félagsins, væri varla í stakk búið til að leggja fram hlutafé vegna fjárhagserfið- leika þess sjálfs meðal annars vegna sláturhússbyggingar sem það ætti í erfiðleikum með. Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Rætt við ýmsa aðila um hlutafjárkaup „FYRST OG FREMST er verið að ræða um stóraukið hlutafé í fyrirtækið en einnig hefur verið rætt um lengingu á skammtímalánum hjá ýmsum lána- stofnunum," sagði Jón Kristinsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar hf., í samtali við Mbl. er hann var spurður að því hvað verið væri að gera til að leysa framtíðarvanda fyrirtækisins, en eins og fram hefur komið í fréttum hefur fyrirtækið átt í miklum fjárhagserfiðleikum og gat ekki greitt út laun um tíma í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.