Morgunblaðið - 31.08.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
5
82 fluttir
í „loftbrú“
í GÆRKVÖLDI lauk tveggja daga
loftnutningum milli Reykjavíkur og
Kulusuk-flugvallar vid Angmagsalik
austurströnd Grsnlands.
Það var Grænlandsflug Helga
Jónssonar flugmanns, sem annað-
ist þessa flutninga, fyrir félag í
Bretlandi, British Schools Explor-
ing Society. Helgi sótti til Græn-
lands 82 skólanema, og allan við-
legubúnað. Nemarnir dvöldu í
tjaldbúðum á Grænlandi nú síðari
hluta sumars. Flugvél frá Flugfél.
Norðurlands tók þátt í þessum
flutningum. Fóru flugvélarnar alls
11 ferðir á milli. Voru flugmenn-
irnir eins heppnir með veður og
hugsast gat. Hinir bresku nem-
endur voru ánægðir með Græn-
landsvistina. Veðrið hafði hag-
stætt. Þeir halda áfram heim
flugleiðis á föstudaginn.
Óháði söfnuðurinn:
Séra Emil
Björnsson
hættir
SÉRA Emil Björnsson, sem verið
hefur prestur Oháða safnaðarins frá
stofnun hans, hefur látið í Ijósi við
safnaðarstjórn að hann muni fljót-
lega sskja um lausn frá starfi, eigi
síðar en um nsstu áramót.
Samkvæmt lögum safnaðarins
fer ekki fram almenn prestskosn-
ing, heldur ræður safnaðarstjórn
og safnaðarráð nýjan prest. I frétt
frá Óháða söfnuðinum segir að
starfið verði auglýst innan
skamms.
Laxar merktir
í Ölfusá
veiddust í
Borgarfirði
ÞAÐ ER alls ekki óþekkt fyrirbsri
að lax sem merktur er í einni á finn-
ist síðar í annarri á, að sögn Þórs
Guðjónssonar, veiðimálastjóra, en
frá því var sagt í Morgunblaðinu um
miðja síðustu viku, að lax sem
merktur hefði verið í Blöndu hefði
skömmu síðar veiðst í Laxá á Ásum.
Merkingar á laxi og silungi fóru
fram í Ölfusárósi á árunum 1960-
72 á vegum Veiðimálastofnunar í
samvinnu við Árnesinga. Alls
voru merktir 1.070 laxar. 327
merki endurheimtust, þar af sex í
öðrum ám en ölfusá. 5 laxar
veiddust í Borgarfirði og 1 í
Þjórsá, sem er um 1,8%. Sagði Þór
að alltaf mætti gera ráð fyrir að
eithvað af laxi flæktist svona á
milli.
Þá sagði Þór að af löxum sem
keyptir hefðu verið í Kollafirði og
slepppt í Kálfá, sem rynni í
Þjórsá, hefðu nokkrir skilað sér
aftur í Kollafjörð. Það væri vitað
erlendis frá, þar sem meira hefði
verið merkt af laxi en hér á landi,
að svona lagað gæti gerst, í sam-
bandi við þann eiginleika laxsins
að leita aftur á heimaslóðirnar.
FLUGLEIDIR
Gott fólkhjá traustu félagi
Nú bjóða Flugleiðir farþegum, sem ferðast innanlands sérstök safnviðskipti.
Safnviðskipti Flugleiða eru fyrir alla farþega, sem telja sig ná ákveðnum ferðafjölda
á 3 mánuðum eða skemmri tíma. Þeir sem þannig safna 100 ferðastigum eiga
möguleika á ókeypis farseðli, sem gildir fram og til baka á einhverri flugleið Flugleiða
innanlands.
Safnkort
Flugleiðir gefa út sérstakt safnkort fyrir þá, sem vilja safna ferðastigum. Á framhlið
kortsins er skráð nafn farþega, heimilisfang og nafnnúmer. Á bakhlið kortsins eru
reitir, þar sem flugferðir viðkomandi farþega eru skráðar, - dagsetning, flug- og
farseðilsnúmer, stigafjöldi og kvittun afgreiðslumanns. Framvísa ber
persónuskilríkjum við hverja skráningu á kortið.
Uppgjör
Ef handhafi safnkorts telur sig hafa náð 100 ferðastigum innan
3ja mánaða frá fyrsta skráða flugdegi afhendir hann kort sitt á
afgreiðslu Flugleiða. Hafi hann unnið sér inn tilskilinn stigafjölda
fær hann afhentan farseðil á flugleið innanlands að
eigin vali. Farseðlinum má hann síðan ráðstafa að eigin vild.
Aðeins skráðar ferðir eru gildar í uppgjöri.