Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 17 Frá Óháða söfnuðinum: Kona kjörin formaður Aðalfundur safnaðarins var haldinn 13. mars sl. Þá lét af störfum sem formaður Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri, sem verið hafði formaður í mörg ár, eða frá láti Andrésar Andrés- sonar, sem var fyrsti formaður safnaðarins. Einnig gekk úr safn- aðarstjórninni frú Rannveig Ein- arsdóttir, sem setið hafði í stjórn frá upphafi, eða í 33 ár. Núverandi stjórn Óháða safnaðarins skipa: Hólmfríður Guðjónsdóttir, for- maður, og mun það vera í fyrsta sinn sem kona er safnaðarformað- ur í Reykjavík, Erla Gísladóttir, varaformaður, Guðrún Magnús- dóttir, ritari, ólafía Axelsdóttir, gjaldkeri, og meðstjórnendur Bragi Sigurjónsson, Friðrik M. Friðleifsson, Ómar Ragnarsson, Sigurður Arnórsson og Þórarinn Jónsson. Endurbygging kirkju- turns — þakviðgerðir Um þessar mundir þarf margs við hjá Óháða söfnuðinum. Flest gefur sig með tímanum og þarfn- ast endurnýjunar. Kirkjuþakið, sem er með litlum vatnshalla, hef- ir ekki reynst vatnshelt fremur en mörg önnur hallalítil þök hér á landi og þarf nú að klæða það allt og vatnsverja sem er mikil og fjár- frek viðgerð og þegar byrjað á henni. Einnig kom í ljós við athug- un að turn kirkjunnar var í hættu- legu ástandi vegna skemmda af vatni og frosti. Það reyndist því óhjákvæmilegt að endurbyggja hann og er verið að slá upp fyrir nýjum turni í sama formi og gamli turninn var eins og sést á með- fylgjandi mynd af kirkjunni með uppslætti kringum turninn. Að endurbyggingu turnsins og við- gerð þaksins lokinni verður kirkj- an með öllu óbreytt að útliti, en hún hefir alla tíð þótt sérlega fal- leg bygging og fékk viðurkenningu Fegrunarnefndar Reykjavíkur þjóðhátíðarárið 1974. Hana teikn- aði Gunnar Hansson, arkitekt. Af framansögðu má sjá að mikil þörf er á fjármagni til fram- kvæmda í okkar fáinenna söfnuði. I framhaldi af þessu mun stjórnin leita eftir fjárstuðningi frá safn- aðarfólki og velunnurum, og verð- ur hans leitað bráðlega með bréfi til safnaðarfólks. Vonumst við einlæglega til þess að þeirri mála- leitan verði vel tekið. Ráöning nýs prests framundan Þá er þess að geta að presturinn okkar, séra Emil Björnsson, hefir látið í ljós við safnaðarstjórnina að hann muni bráðlega sækja um lausn frá því starfi og eigi síðar en um næstu áramót. Hann hefir gegnt hálfu prestsstarfi frá stofn- un Óháða safnaðarins. Þarna er til athugunar starf fyrir presta eða guðfræðinga, sem vildu gegna hálfu starfi í Reykjavík. Sam- kvæmt lögum safnaðarins fer ekki fram almenn prestskosning held- ur ræður safnaðarstjórn og safn- aðarráð nýjan prest. Starfið verð- ur auglýst innan skamms. Örstutt ágrip af sögu Óháöa safnaðarins Óháði söfnuðurinn í Reykjavík var stofnaður veturinn 1950. Aðal- hvatamaður að stofnun hans var Andrés Andrésson, klæðskera- meistari. Hann var einnig fyrsti formaður safnaðarstjórnarinnar og gegndi því starfi til dauðadags, eða um tvo áratugi. Söfnuðurinn átti enga kirkju og var messað í Stjörnubíói fyrsta misserið en síð- an í Aðventkirkjunni. Á árinu 1956 var ráðist í kirkjubyggingu, sem unnið var að af miklum dugn- aði og áhuga safnaðarfólks. Safn- aðarheimilið Kirkjubær, sem' er áfast kirkjunni, var tekið í notkun á undan kirkjunni sjálfri og mess- að þar um tíma, en kirkjan var vígð á sumardaginn fyrsta 1959. Prestur safnaðarins hefir frá upp- hafi verið síra Emil Björnsson. Hann hefir unnið meira en prests- verk innan safnaðarins. Alla tíð hefir hann verið virkur þátttak- andi í öllu félagslifi innan safnað- arins og aðalhvatamaður að því. Þess má geta að hann stofnaði unglingafélag og hafði sunnu- dagaskóla fyrir börn í fjöldamörg ár, sem vakti athygli á þeim árum. Með þökk fyrir birtinguna. Stjórn Óháða safnaðarins í Reykjavík. Fimm nýjar bækur frá Bjöllunni NÝLEGA komu út hjá bókaútgáf- unni Bjöllunni bækurnar Heimur dýranna eftir Chris Grey og Salik- bækurnar (4 hefti) eftir Keld Han- sen. Heimur dýranna í þýðingu Óskars Ingimarssonar segir frá dýrategundum í heiminum. Fjall- að er um umhverfi, lifnaðarhætti og útbreiðslu dýra í öllum heims- álfum. í bókinni er fjöldi lit- mynda, korta og ítarleg efnisorða- skrá. Salik-bækurnar í þýðingu Björns Þorsteinssonar og Guðrún- ar Guðmundsdóttur segja frá lifn- aðarháttum eskimóa á Grænlandi fyrr á tímum. Salik-bækurnar eru 4 og heita: Salik á hérna heima, Salik og stóra skipið, Salik og hvalurinn og Salik og Arnaluk. (Fréttatilkynning.) Bolholt Allt á fullt 5. sept. i Suðurver Allt á fullu í Suðurveri! s Munið okkar vinsælu nuddstofu í Bolholti, partanudd, heilnudd, hand- og fótsnyrting. Tímapantanir í síma 36645. Lokaðir og fram- halds.fl. ath.! 4 vikna haustnámskeiö Opnum eftirtalda flokka: 4.30 m.m. ( 9.15 þ—f) 5.30 m.m. (10.15 þ—f) 6.30 m.m. hádegistími 12.05 7.30 m.m. 8.30 m.m. ( 1.30 þ-f) Þær sem ætla að vera í framantöldum flokkum á vetrarnámskeiði en koma ekki á haustnámskeiðið láti okkur vita strax svo við getum tekið frá plássin, annars ganga þær fyrir sem taka tím- ana núna á haustnámskeiöin. Nú hættum við ad slóra og störtum Bolholti med „Sæluvikustemmningu“ Kennarar: Bára og Anna (yfirkennari í jassb.) Gjald meö Ijósum 1.200 kr. Innritun í síma 36645. 50 útna kerfi JSB með músik Nú er það 4ra vikna haust- námskeið 5. sept. ★ Áfram með kúrana, tímar 4 sinn- um í viku. ★ Nýir og spennandi matarkúrar ★ Opnum alla flokka ★ Morgun-, dag- og kvöldtíma ★ Tímar tvisvar og 4 sinnum í viku ★ „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnu- fólk ^ ★ Sturtur — sauna — Ijós (innifalið) Ath.: afsláttarkort í sólbekkina í Bolholti Það er frábær stemmning í Suðurveri núna Sjáumst léttar og/ eða kátar Kennarar: Bára, Sigríður og Margrét Innritun í síma 83730 Líkamsrækt JSB Suðurveri — Bolholti 6. Við kynnum LK-NES raflagnaefni í rafmögnuðu hjólhýsi hjá Sætúni 8 Notið tækifærið og kynnist LK-NES. iþ Heimilistækí hf Sætúni 8. — Sími 27500 Heimilistæki hafa fengið til landsins hjólhýsi þar sem komið er fyrir sýnishornum af siökkvurum, tenglum, „dimmerum" og öllu því raflagnaefni sem þarf í íbúðarhúsnæði. Allt er tengt og tilbúið, til þess að fólk geti kynnst LK-NES af eigin raun. Hjólhýsiö verður viö verslunina í Sætúni 8 á veniu- legum opnunartíma alla næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.