Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reýkjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakið. Erfitt fjárlagadæmi Eins og menn muna stjórnaði Ragnar Arn- alds, fjármálaráðherra Al- þýðubandalagsins, ríkissjóði eins og stórskuldugur maður sem telur fjárhag sínum borgið svo framarlega sem ávísanareikningur hans er ekki innistæðulaus í árslok. Fjárlagagerðinni var einnig þannig hagað undir stjórn Ragnars Arnalds að hún mið- aðist við tilbúna reiknitölu þegar teknar voru ákvarðanir um hækkanir á milli ára vegna verðbólgunnar. Af þessu hefur til dæmis leitt í ár, þegar verðbólguvöxturinn hefur náð mestum hraða, að hver ríkisstofnun eftir aðra kemst í greiðsluþrot. Sam- hliða því sem þannig er starf- að eftir fjárlögum sem byggj- ast á vitlausum reiknitölum hafa tekjur ríkissjóðs dregist saman vegna samdráttar í innflutningi. Þrátt fyrir óvild alþýðubandalagsmanna fyrr og síðar í garð frjálsra milli- ríkjaviðskipta og innflytj- enda byggðist góð staða í tékkhefti ríkissjóðs í tíð Ragnars Arnalds þó á inn- flutningi sem að verulegu leyti var fjármagnaður af skuldasöfnun í útlöndum — enda stefnir nú í það að er- lendar skuldir nemi 60% af þj óðarf ramleiðslu. Morgunblaðið skýrði frá því í gær að í útreikningum sem gerðir hafa verið vegna fjárlagagerðar fyrir árið 1984 komi fram, að á því ári muni tekjur ríkissjóðs af innflutn- ingsgjöldum og söluskatti minnka um sem nemur 1600 til 1800 milljónum króna, eða sem svarar til 10% af heild- arútgjöldum ríkissjóðs á ár- inu 1983. Það munar um minna en slíkan tekjumissi, en hann er óhjákvæmileg af- leiðing þess að hætt er botn- lausri óráðsíu sem byggist á lántökum hjá bönkum í City of London eða Wall Street á Manhattan. Hugarfar þeirra alþýðubandalagsmanna kem- ur vel fram í því að Þjóðvilj- inn fjargviðrast yfir því í rit- stjornargrein í gær, að Morg- unblaðið hvatti til þess á sunnudag að þjóðarbúinu yrði sniðinn stakkur eftir vexti. Kemur þar enn fram að fjármála- og efnahagsstefna kommúnista er að lifa um efni fram í von um að á rúst- um gjaldþrotabús auðvalds- ins megi reisa fátæktarríki sósíalismans. Víxlgengi kaupgjalds og verðlags var stöðvað 1. júní síðastliðinn, gengi hefur ver- ið stöðugt í þrjá mánuði og verðbólga fer hjaðnandi. Um þessar staðreyndir verður ekki deilt. Það getur ekki heldur verið ágreiningur um að staða ríkissjóðs er hættu- lega slæm og ríkissjóðsdæm- ið verður að gera upp með skynsamlegum hætti og án óráðsíu, ef endar eiga að ná saman í þjóðarbúinu. Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, glímir hér við erfitt en verðugt viðfangsefni. Hvað sem líður yfirlýsingastríði eða auglýsingaherferð sem Alþýðusamband íslands ætl- ar að verja stórfé til á næstu dögum og vikum, mega menn ekki missa sjónar á því sem brýnast er, að snúa af þeirri óheillabraut sem þjóðin var leidd inn á með efnahags- stjórn vinstrimanna á síðustu fimm árum. Til þess að treysta tiltrú al- mennings á að ríkisstjórn- arstefnan sé rétt og takast muni að ná stjórn á verðbólg- unni þrátt fyrir allt, er nauð- synlegt að staðið sé að gerð fjárlaga fyrir árið 1984 með þeim hætti að ríkissjóður axli byrðar og eyðslu hans séu sett þröng mörk, ekki síður en einstaklingunum. Frjáls verslun á Seltjarnarnesi Furðulegt er að lesa það í Morgunblaðinu í gær að borgarstjórn Reykjavíkur undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna skuli á ár- inu 1976 hafa sett fram þá ósk í bréfi til sveitarstjórnar- innar á Seltjarnarnesi að „samdræmdur opnunartími milli Reykjavíkur og Sel- tjarnarness yrði tekinn til mikillar athugunar," eins og Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, orðaði það. Bréf þetta var skrifað í tengslum við makaskipti milli bæjarfélaganna og er efni þess nú rifjað upp í til- efni af því að Vörumarkaður- inn hefur opnað glæsilegan stórmarkað á Seltjarnarnesi. í orðalagi bréfs borgarstjórn- ar Reykjavíkur felst, að verslanir séu ekki endilega opnar á þeim tíma sem kem- ur sér best fyrir viðskiptavin- ina heldur eins og stjórnum Verslunarmannafélagsins og Kaupmannasamtakanna hentar, án þess þó að þessir aðilar semji sín á milli. Stjórnendur á Seltjarnarnesi eiga ekki að víkja frá þeirri frjálsræðisstefnu sem þeir hafa mótað, hún ætti þvert á móti að verða borgarstjórn Reykjavíkur fyrirmynd. íslendingarnir komu um tíuleytið á þriðjudagskvöldið . Eftir að þeir höfðu skoðað mótssvæðið var byrjað að járna og þegar þessi mynd var tekin hafði Eyjólfur nýlokið við að járna Krák sem hjá honum stendur. Næstur Eyjólfi er Tómas, þá Aðalsteinn, Lárus, Gunnar og Reynir. Olil og Sigurður liðsstjóri voru að kanna víðavangs- hlaupabrautina þegar rayndin var tekin. Evrópumót íslandshestaeigenda í Þýskalandi: Frábær aðstaða Roderath, Þýskalandi, 30. ágúst. Frá Valdimar Kristinssyni fréttamanni Morgunbladsins á Evrópumóti íslands- hestaeigenda: Stórkostlegt var fyrsta orðið sem kom í huga manns eftir að hafa skoð- að aðstöðuna hér f Roderath þar sem mótiö verður haldið. Hér búa ná- kvæmlega 153 íbúar og er þetta minnsta þorpið í Eifel-héraði. fslenska sveitin kom um tfuleytið á þriðju- dagskvöldið að staðartíma en hestarn- ir komu hinsvegar um sexleytið í morgun eins og áætlað hafði verið. Þeir Aðalsteinn og Lárus sem fylgdu hestunum sögðu að ferðin hefði gengið vel í alla staði. Að vísu hefðu þeir þurft að bíða í tvo og hálfan tíma á landamærum Þýska- lands en við því hafði verið búist fyrirfram. Aðspurðir sögðu þeir hestana vera vel hressa eftir þetta níu tíma ferðalag. í morgun fylgd- ust liðsmenn íslensku sveitarinnar með æfingum hjá Þjóðverjum og Dönum. Reynir og Eyjólfur kváðu sérstaklega einn hest hafa vakið at- hygli þeirra en það var Skolli sem Hans Georg Guldlach keppir á. „Hann er ofsa mjúkur og fimur, jafnvægið er frábært og ber klárinn sig vel uppi að framan þótt riðið sé við hangandi taum. Knapinn Hans Georg Guldlach sýnir frábæra reið- mennsku," var umsögn Eyjólfs fs- ólfssonar um Skolla og Guldlach. Einnig kvaðst hann telja möguleika fsiendinga í töltinu minni en hann hafði reiknað með fyrirfram eftir að hafa fylgst með þessum tveimur þjóðum. „En rétt er að taka það fram að þetta eru fyrstu viðbrögð," sagði Eyjólfur ennfremur. Greinilegt er að útlendingarnir eru með langþjálfaða hesta sem standa framar í þjálfunarstiganum en hestar íslendinganna eins og oft hefur verið á þessum mótum og á þetta sérstaklega við þýsku hestana. Er því útlit fyrir að á brattann verði að sækja fyrir fslendingana en þrátt fyrir þetta sögðu Eyjólfur og Reynir að þeir væru bjartsýnir og létu þeir engan bilbug á sér finna. Aðstæður eru eins góðar og hugsast getur hér í Roderath. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun kom fram að aðstand- endur reikna með að hingað komi hátt í 10 þúsund manns ef veður verður eins gott og það er núna, um 30 stiga hiti, logn og léttskýjað. Að- spurður kvað framkvæmdastjóri mótsins, Karl Heinz Koll, lítinn áhuga þýskra fjölmiðla vera fyrir þessu móti. Helst væru það staðar- blöðin hér í nágrenninu sem ein- hvern lit sýndu en þó bjóst hann við þýskum og belgískum sjónvarps- mönnum á sunnudaginn. „Það er fótboltinn sem er númer eitt, tvö og þrjú hjá Þjóðverjum," sagði hann að lokum með mæðusvip. fslensku keppendurnir búa í hjólhýsum rétt við mótssvæðið og tekur það eina til tvær mínútur að ganga út á völl. „Æðisleg aðstaða," sagði Gunnar Arnarson þar sem við höfum hest- ana, „bæði gott hús og góð girðing og mótssvæðið það besta sem maður hefur séð.“ Keppnin byrjar um klukkan 10 fyrir hádegi á föstudag. Eftir að skeiðbri hitt Lutl Bæjarstjórinn rangtúlkar samkomulagið — segir Magnús E. Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna „Bæjarstjórinn rangtúlkar þarna bréf og samkomulag, sem að gert er 1976 og er reyndar loforð bæjarstjórn- ar Seltjarnarness til þáverandi borgar- stjóra í Reykjavík,“ sagði Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtakanna í samtali við Morgunblaðið, í tilefni af samtali við Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, í blaðinu í gær, um bréf sem bæjarstjórnin skrifaði borg- arstjóranum í Reykjavík varðandi opnunartíma verslana á lóð, sem að Seltjarnarnesskaupstaður fékk í makaskiptum við Reykjavíkurborg. „Bréfið er dagsett 20. febrúar 1976 og síðasta málsgrein þess hljóðar svo, en áður er komið fram að bréfið er skrifað í beinu fram- haldi af undirritun samningsins: „Jafnframt mun bæjarstjórnin tryggja, að innan þessa svæðis gildi ekki rýmri reglur um afgreiðslu- tíma verslana, en gilda í Reykjavík hverju sinni." Af þessu geta menn dæmt um það sjálfir hvað hefur verið missagt um þetta efni. Að mínu mati er það í fyrsta lagi, að þetta bréf er hluti af makaskiptasamningnum og Iíklegt að það sé forsendan fyrir því að báðir aðilar náðu samkomulagi og undirrituðu samninginn. f öðru lagi tel ég, að það sé allt of vægt til orða tekið að nefna þetta viljayfirlýs- ingu. f bréfinu segir ótvírætt að bæjarstjórn muni tryggja að ekki rýmri reglur gildi á Seltjarnarnesi, en í Reykjavík, m.ö.o. þarna er um loforð að ræða. í þriðja lagi segir bæjarstjórinn í samtalinu, að þeir menn sem gert hafi þetta samkomu- lag, hafi gert það í þeirri trú að þeir byggju við frjálsa verslun á því herrans ári, sem miðbærinn yrði opnaður. Þetta skil ég ekki og reyndar hefur ekkert breytst í þess- um málum frá því þetta bréf var undirritað, nema ef vera kynni það, að reglur um afgreiðsiutíma versl- ana eru rýmri nú, en þær voru þá, þannig að ef þeir hafa treyst sér til að undirrita þetta bréf þá, þá ættu þeir að geta staðið við þetta loforð í dag,“ sagði Magnús. „Það er skoðun Kaupmannasam- takanna að það eigi að vera í gildi reglur um afgreiðslutíma verslana," sagði Magnús ennfremur. „Reglur um þetta efni eru í gildi alls staðar þar sem við þekkjum til, þegar litið er til þeirra landa sem við eigum mest samskipti við, eins og Norður- landanna. Það er hins vegar mats- atriði nákvæmlega hvaða reglur eigi að gilda. Núverandi reglur er niður- staða samkomulags launþega, kaup- manna, borgaryfirvalda, þar sem Bréf bæjarstjórnar Seltjarnarness til b 1976, undirritað af bæjarstjóranum á Se höfð var hliðsjón af óskum neyt- enda, því þeir áttu einnig sæti í þeirri nefnd, sem mótaði þessar reglur á sínum tíma,“ sagði Magnús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.