Morgunblaðið - 31.08.1983, Side 23

Morgunblaðið - 31.08.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 27 hafa fylgst raeð Dönum og Þjóðverjum á æfingu fór Reynir Aðalsteinsson að skoða lutina og var hann nokkuð ánægður með hana. Þegar myndin var tekin hafði hann lier Guðmundsson sem keppir fyrir hönd Danmerkur þótt íslenskur sé. Símamynd Mbl./Valdimar Kri.stin.sson. Eðlilegt að vísitölutryggð lán séu til lengri tíma — segir Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbankans „ÉG HELD að það geti orðið að ýmsu leyti til bóta og aö það muni gefa sannari og réttari mynd af ástandinu hverju sinni,“ sagði Bragi Hannesson, bankastjóri í Iðnaðarbankanum, aðspurður um hugmyndir um breyttan útreikn- ing lánskjaravísitölu, þ.e. að hún verði reiknuð út mánaðarlega. „Ef sú þróun heldur áfram sem nú er, að verðbólgan fari niður á við, þá er mjög eðlilegt að það sé horft á það að lækka vextina. Þar má þó ekki fara að með neinum flýti,“ sagði Bragi aðspurður um lækkun vaxta. „Lengri tími þarf að líða áður en það er gert, ástandið þarf að ná jafnvægi og liggja þarf ljósar fyrir hver efnahagsstefna næsta árs verður, til dæmis hefur hvorki frumvarp till fjárlaga né lánsfjáráætlun litið dagsins ljós. En fjær eru hugmyndir um afnám verðtryggingar. Það kemur til greina að hverfa frá henni, verði um verulega hjöðn- un á verðbólgu að ræða. Aðal- atriðið er að menn séu ekki of skjótráðir hvað þetta varðar," sagði Bragi. Nú hafa húsbyggjendur sett fram kröfur um lengingu lána. Hvað er um þær að segja? „Ég tel það mjög eðlilegar óskir og í eðli sínu eiga vísitölu- tryggð lán að vera til lengri tíma en önnur lán. Með þeim hætti er tryggt að greiðslubyrð- in verður viðráðanleg," sagði Bragi Hannesson að lokum. Búið að hlunnfara spari- fjáreigendur í fjöldamörg ár — segir Guðmundur Guðmundsson, spari- sjóðsstjóri í Sparisjóði Hafnarfjarðar „ALLT tal um þessi peningamál hefur mótast af því hver hagur lántakanda sé. Það hefur ekkert komið fram um hina hliðina sem snýr að sparifjáreigendum, en þeirri hlið má undir engum kring- umstæðum gleyma“ sagði Guðmundur Guðmundsson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarð- ar, í samtali við blm. Morgun- blaðsins í tilefni af þeirri umræðu sem skapast hefur um lán, lána- möguleika og verðtryggingu lána. „Eg viðurkenni fúslega að það er erfitt hjá ungu fólki og lán- takendum nú, því hin almennu bankalán eru til stutts tíma, en sá sem er að byggja þarf að fá lán til langs tíma, til 25—30, eða jafnvel 40 ára. En þá er það spurningin, hvaðan eiga pen- ingarnir að koma. Sparifjareig- endur hafa rétt til að binda sparifé í 3 mánuði og ef gengið er á þeirra rétt, er sjálfsagt að þeir endurskoði sín mál og þá situr bankakerfið eftir með sárt ennið," sagði Guðmundur. „Það sem ég hef orðið var við og er undrandi yfir, er tal um það að sparifjáreigendur geti nú tekið á sig einhverjar byrðar. Það er búið að hlunnfara spari- fjáreigendur í svo fjöldamörg ár, því hér hafa alls ekki verið raunvextir, eins og öllum er kunnugt, og með tilliti til þess hverjir eiga spariféð, sem flest er láglaunafólk, finnst mér þetta forkastanlegt. Og ég er al- veg undrandi á því að sparifjár- eigendur skuli ekki hafa mynd- að með sér samtök, hagsmunum sínum til varnar. Hitt er annað mál að ef verðbólgan er að hjaðna, þá eiga vextirnir að sjálfsögðu að fylgja í kjölfarið, en ef að ætlunin er að lækka vexti á undan verðbólgunni þá er ég því andvígur. Almenningur hefur verið hvattur til sparnaðar af ríkis- valdinu með ýmsum hætti, m.a. með skattaívilnunum og útgáfu ríkisskuldabréfa. Þess vegna má ríkisvaldið alls ekki koma aftan að sparifjáreigendum, hvað ávöxtunarmál varðar," sagði Guðmundur að lokum. iorgarstjórans í Reykjavík frá 20. feb. Itjarnarncsi, Sigurgeiri Signrðssyni. Þá kom það fram hjá Magnúsi að á því léki engin vafi að lengdur af- greiðslutími verslana þýddi hærra vöruverð fyrir neytendur. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands Hákon Bjarnason, fyrrv. skógræktarstjóri, gróðursetur eitt af trjánum sem Skógræktarfélag fslands færði Laugaskóla í Sælingsdal að gjöf í tilefni aðalfundarins. 53. AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags íslands var haldin að Laugum í Sælingsdal í Dalasýslu dagana 26.-28. ágúst. Fundinn sátu full- trúar frá aðildarfélögum Skógrækt- arfélags íslands, sem eru rúmlega 30 talsins, og allmargir gestir. í upphafi fundar ávarpaði land- búnaðarráðherra, Jón Helgason, fundarmenn. Auk almennra aðal- fundarstarfa flutti Þorsteinn Tómas- son fróðlegt erindi um rannsóknir sínar á kynbótum íslenska birkisins. Fundarmenn fóru í skoðunarferð um Dalasýslu og A-Barðastrandar- sýslu og komu við m.a. í Barmahlíð og þörungaverksmiðjunni. Fundar- störfum lauk á sunnudag með af- greiðslu eftirfarandi ályktana: 1. Aðalfundurinn ... „hvetur alla, sem hlut eiga að máli til sér- stakrar varkárni varðandi hverskyns innflutning trjá- plantna og annars gróðurs með tilliti til hættu á plöntusjúk- dómum og skordýraplágu". 2. Aðalfundurinn ... „skorar á landbúnaðarráðherra að hlutast til um að stórauka fjármagn til tilrauna og rannsókna í skóg- rækt. Fundurinn telur einnig að í þessu sambandi beri að nýta þá möguleika, sem skógrækt- arfélögin hafa upp á að bjóða í héraði". 3. Aðalfundurinn ... „ítrekar fyrri áskoranir um stórátak við skjólbeltarækt í íslenskum landbúnaði til viðbótar því fjár- magni, sem fengist hefur í land- græðsluáætlun". 4. Aðalfundurinn ... „telur brýnt að auðvelda þéttbýlisstöðum að fá land á leigu til skógræktar. Fundurinn felur stjórn Skóg- ræktarfélags Islands að gera samningsdrög um leigu lands til skógræktar og kynna þau skipu- lagsyfirvöldum, sveitarfélögum og búnaðarsamböndum. í drög- unum verði gert ráð fyrir að leiga fyrir landið verði greidd með skógrækt og að byggingar verði flytjanlegar". 5. Aðalfundurinn ... „beinir þeim tilmælum til Skógræktar ríkis- ins að hún láti gera áætlun úm ræktun skóga og skjólbelta í Eyjafirði og verði hún þáttur í heildar landnýtingaráætlun fyrir svæðið." 6. Aðalfundurinn ... „fagnar vax- andi áhuga á skógrækt og þá sérstaklega svonefndum bænda- skógum. Log og reglur þurfa að vera þannlg að skógrækt hafi ekki lakari réttarstöðu en önnur ræktun. — Fundurinn bendir á þann mun, sem er á 17. gr. laga um skógrækt og 30. og 31. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. — Fundurinn bein- ir því til landbúnaðarráðherra að hann láti endurskoða ákvæði 17. gr. skógræktarlaga með það fyrir augum, að hún tryggi rétt skógareigenda sem best“. 7. Aðalfundurinn ... „beinir þeim tilmælum til landbúnaðarráð- herra að hann leggi fyrir alþingi frumvarp til laga um viðauka við skógræktarlögin, er fjalli um skógrækt á bújörðum og beiti sér þar með fyrir því að ákvæði um héraðsskógræktar- áætlanir og skógrækt á vegum bænda verði lögfest". 8. Aðalfundurinn ... „hvetur stjórn félagsins til að vinna að því, að reglum um úthlutun styrkja til girðinga verði breytt þannig, að skógræktargirðingar njóti sömu réttinda og landbún- aðargirðingar". 9. Aðalfundurinn ... „skorar á orlofsheimilasjóði, sem fá lönd til ráðstöfunar, að vernda og bæta skógargróður, sem fyrir er, og stuðla að plöntun í skóg- laus svæði". Tveir menn, þeir Kristinn Skær- ingsson og Bjarni K. Bjarnason voru endurkjörnir í stjórn félags- ins. Að öðru leyti er stjórn Skóg- ræktarfélags Islands þannig skip- uð: Hulda Valtýsdóttir, formaður, Jónas Jónsson, búnaðarmála- stjóri, Bjarni Helgason, Ólafur Vilhjálmsson og Kjartan ólafs- son. Varamaður í stjórn var kos- inn Þorvaldur S. Þorvaldsson en fyrir voru í varastjórn Ásgrímur Halldórsson og Baldur Helgason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.