Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 27

Morgunblaðið - 31.08.1983, Síða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 Stórglæsilegur árangur íslendinga á liðnum Evrópumótum Höfum unnið tíu Evrópumeistara- titla á sex mótum Með sigurbros á vör. Sigurbjörn Bárdarson sigurvegari mótsins í Larvík ’81 á Adam frá Hólum. I’egar íslenskir íþróttamenn etja kappi við erlendar þjóðir er það yfir- leitt svo að minnsta kosti háíf þjóðin fylgist spennt með, og ef von er á sigri eða góðum árangri bætist hinn helm- ingurinn gjarnan við. Og nú þegar óðum styttist í það að íslenskir hesta- íþróttamenn hefji keppni á Evrópu- móti á íslandshestum, er óhætt fyrir hina íslensku þjoð vora að sperra augu og eyru. Þetta Evrópumót er hið sjöunda sem haldið er, og hafa íslend- ingar alltaf átt velgengni að fagna í keppni þessari, sérstaklega hin síðari ár. Alls hafa íslendingar unnið tíu EM-titla á þeim sex mótum sem hald- in hafa verið, og er þetta sú íþrótta- grein sem við höfum náð bestum ár- angri í, í keppni við erlendar þjóðir. Eftir því sem Þórarinn Kagnarsson, fréttaritari Mbl. kemst næst, koma frjálsar íþróttir næst með fimm EM- titla. Nú kann einhver að segja sem svo að það væri lélegt ef við værum ekki í fremstu röð f keppni á okkar „eigin hestum", en þess ber að geta að keppinautar okkar eru margir hverjir stórsnjallir reiömenn og standa okkur framar að mörgu leyti. Þeir hafa einnig að öllu jöfnu mun betri aðstöðu til þjálfunar fyrir keppni sem þessa og sumir hverjir hafa at- vinnu sína af því að þjálfa fyrir og taka þátt í keppni á íslenskum hest- um. Það er einkum í tveimur greinum sem við höfum haft yfirburði f, þ.e. fimmgangi og skeiði, og virðast út- lendingarnir eiga í erfiðleikum með að ná tökum á skeiðinu þó til séu reiðmenn erlendis sem standa okkur fyllilega á sporði. Reynir fyrstur til að vinna EM-titil Eftirsóttustu EM-titlarnir hafa fram að þessu verið í töltinu og sig- urvegari mótsins í samanlögðum stigum. Á þrem síðustu Evrópumót- um hafa fslendingar sigrað f þeirri keppni en hins vegar hefur aðeins einn íslendingur sigrað í töltinu, en það var Reynir Aðalsteinsson á Degi frá Núpum, og var það á EM í Semriach í Austurríki 1975. (Sjá mynd á forsfðu). Verðlaun í töltinu er svokallað tölthorn sem gefið var af landbúnaðarráðuneytinu ís- lenska á fyrsta Evrópumótinu sem haldið var í Þýskalandi 1970. En þetta var ekki eini titillinn sem vannst á mótinu ’75, því Albert Jónsson sigraði öllum á óvart í B-hlýðnikeppninni sem Þjóðverjar höfðu nær verið einráðir í. Ekki var þessi sigur síður óvæntur fyrir þær sakir að Albert og hestur hans, Ljóski frá Hofsstöðum, höfðu tveim mánuðum fyrir keppnina aldrei komið inn í gerði og því síður átt við hlýðniæfingar. Einnig var Albert í úrslitum í svokölluðum fjölgangi, en þá voru fjór- og fimmgangshest- ar í einni og sömu keppninni, og tölti, ásamt Reyni og Aðalsteini Að- alsteinssyni, sem keppti á Hrafni frá Kröggólfsstöðum. Varð Reynir þriðji, Aðalsteinn fjórði og Albert fimmti. En fyrsti EM-titill fslendinga vannst á Evrópumótinu f Þýska- landi 1970 og var Reynir þar að verki á Stjarna frá Svignaskarði og unnu þeir í fjórgangi. Sigurður Sæmundsson stigahæstur í Danmörku 77 Næsta mót á eftir Austurríkis- mótinu var svo í Skiveren f Dan- mörku. Fyrir mótið var talið að ís- lenska sveitin hafi aldrei mætt eins vel undirbúin til leiks fram að þessu, og árangurinn sannaði það. Sigurður Sæmundsson, sem keppti á Leikni frá Dýrfinnustöðum, stóð sig frábærlega vel og varð hann stigahæstur allra keppenda og hlaut þar með hinn eftirsótta titil, „sigurvegari mótsins". En hann sigraði einnig í 250 metra skeiði á 24,0 sek. sem þykir afbragðs tími á Albert Jónsson kom skemmtilega á óvart í Austurrfki með því að sigra í hlýðnikeppni B en hann náði einnig ágætum árangri í öðrum greinum. erlendri grund. En það var ekki bara Sigurður sem gerði góða hluti í Skiveren, því árangur fslend- inganna í heild var hreint frábær. Á eftir Sigurði í skeiðinu komu Sig- urbjörn á Gými frá Miklaholti í öðru sæti, Ragnar Hinriksson á Gretti frá Fáskrúðsbakka þriðji, og Reynir á Stokkhólma-Blesa frá Stokkhólma í fjórða sæti, sannköll- uð draumaúrslit. f stigakeppninni voru fslendingar einnig atkvæða- miklir, Siggi Sæm í fyrsta sæti eins og áður sagði, Reynir þriðji, Aðal- steinn fjórði og Sigurbjörn í fimmta sæti. Martröðin sem breyttist í sigurgleði Eftir góða frammistöðu, bæði í Austurríki og Danmörku, átti að gera enn betur í Hollandi 1979. Or- takan var haldin síðast i júll og að henni lokinni var ljóst að ísland hafði á að skipa mjög sterkri sveit, sennilega þeirri sterkustu frá upp- hafi. Ágætlega var staðið að undir- búningi eftir úrtökuna og engum duldist að markið var sett hátt. Tal- ið var að við ættum möguleika á fimm efstu sætunum í fimmgangi og þrem efstu í skeiðinu. Að sjálf- sögðu átti svo að vinna í keppninni um stigahæsta knapa mótsins. En það sem var kannski mest spáð í var hvort einhver af íslendingunum kæmist í úrslit í töltinu. íslend- ingar hafa alltaf litið tölthornið góða girndaraugum eftir að Reyni tókst að vinna það í Austurríki og sýndi þar fram á að þetta var hægt. En þegar út var komið hrundu þessar vonir líkt og spilaborg sem blásið er á. Fljótlega eftir að hest- arnir komu út, smituðust þeir af inflúensu sem herjað hafði á hesta í Evrópu þá um sumarið og útséð var að þeir kepptu ekki næstu daga og jafnvel vikur. Þetta var mikið reið- arslag fyrir fslendinga, einmitt þegar átti að sýna hvers við vorum megnugir. Aldrei áður hafði annar eins fjöldi fslendinga komið á Evr- ópumót fyrst og fremst til að fylgj- ast með sínum mönnum sigra og fannst manni á mörgum að úr því sem komið var, væri enginn til- gangur lengur með þessu ferðalagi. En Þjóðverjar brugðu skjótt við og buðust til að lána fslendingunum hesta til að keppa á, þannig að þeir gætu verið með þótt sigrarnir yrðu ef til vill að bíða um sinn. Þessu boði var tekið með þökkum og voru hestarnir sendir með hraði til Hol- lands og náðu þeir rétt í tæka tfð. Fjórir íslendingar voru með að þessu sinni, því matareitrun herjaði á nokkra liðsmenn og eiginkonur þeirra. Það kom því í hlut þeirra Reynis, Sigga Sæm, Aðalsteins og Ragga Hinriks að verja heiður fs- lands þótt á brattan væri að sækja. Reynir fékk þýskfæddu hryssuna Pöndru, sem var alhliða hross. Ragnar fékk stóðhestinn Fróða frá Ásgeirsbrekku, frekviljugan alhliða hest, og Sigurður og Aðalsteinn fengu fjórgangshesta, Sigurður var á Fjalari frá Ystabæli og Aðal- steinn á Grákolli frá Heggsstöðum. Þegar upp var staðið var Ragnar þrefaldur Evrópumeistari, sigraði í fimmgangi, varð í fyrsta sæti í 250 metra skeiði ásamt tveim öðrum og að síðustu stigahæsti knapi mót- sins. Reynir varð í þriðja sæti í fimmgangi og Aðalsteinn varð fimmti f fjórgangi, keppnisgrein sem við höfum ávallt átt erfitt upp- dráttar í. Sigurður var svo í úrslit- um um sjötta til tíunda sæti í bæði fjórgangi og tölti. Þetta voru úrslit sem enginn hafði látið sig dreyma um og tvímælalaust stærsti sigur okkar á Evrópumóti. Þarna kom fjölþætt reynsla íslensku knapanna sér í góðar þarfir og undravert var hversu fljótir þeir voru að átta sig á hestunum sem þeir fengu aðeins tæpum tveim timum fyrir keppni. Tveir EM-titlar í Noregi Eftir þessa velgengni á síðustu mótum var allt kapp lagt á að halda fengnum hlut í Larvik í Noregi, og þá sérstaklega samanlögðum sigur- vegara, en hins vegar var talið að við ættum litla möguleika á að komast i úrslit f tölti og fjórgangi. Okkar möguleikar lágu eins og áður fyrst og fremst f fimmgangi og skeiði. Sigurbjörn Bárðarson keppti á Adam frá Hólum, sem hafði ein- göngu keppt sem skeiðhestur hér heima. Sigurbjörn dubbaði aðeins upp á hann og fór með hann í þær fjórar keppnisgreinar sem þarf til að vera með í keppninni um stiga- hæsta knapann. Og dæmið gekk upp. Hann fékk flest stig allra keppenda og enn einu sinni var tit- illinn í höfn. Var það fyrst og fremst skeiðið sem skóp þennan sigur en hann varð einnig Evrópu- meistari í þeirri grein, tfminn var 23,0 sek. og jafnframt langbesti tími sem náðst hefur á Evrópumóti. í úrslitum í fimmgangi voru tveir Islendingar í baráttunni, Benedikt Þorbjörnsson frá Valsa frá Lamb- haga og Ragnar Hinriks á Nasa frá Akureyri. Benedikt varð að láta í minni pokann eftir harða og jafna keppni við Walter Feldmann á Eldjárni frá Laangelandsgáarden. Ragnar hafnaði í þriðja sæti og þriðji íslendingurinn, Hreggviður Eyvindsson, átti góða möguleika á að komast í úrslit, en vegna mis- taka í stökksýningu missti hann af þeim góða bita. Reyndar var þriðji Islendingurinn f úrslitunum, því Sigurfinnur Þorsteinsson keppti fyrir Frakkland á þessu móti, var í úrslitum á Gusti frá Varmalæk. Á þessu móti var einnig keppt í gæð- ingaskeiði sem aukagrein til kynn- ingar, og voru Islendingar þar f fjórum efstu sætunum. Af framansögðu má sjá að árang- ur Islands á þessum vettvangi er í einu orði sagt stórglæsilegur og mættu landsmenn að ósekju gefa þessari íþróttagrein meiri gaum. Níu Evrópumeistaratitilar í harðri keppni er meira en fólk 1 öðrum íþróttagreinum getur státað af. Sigurður Sæmundsson, Evrópumeistari í skeiði og sam- anlögðu á EM í Danmörku 77 á Leikni frá Dýrfinnu- stöðum og sést hann hér taka Leikni til kostanna í Skiveren 1977. .iliteji. uvwlififi ^jUV^iiLLiU .161 Jjj>V¥>Ué‘ Aðalsteinn Aðalsteinsson fékk hestinn Grákoll frá Heggstöðum að láni þegar hestur hans veiktist af inflú- ensu í Hollandi 79 og náði hann þeim ágæta árangri að komast í úrslit í fjórgangi. , i .iiy- iBv í.ul ‘ííjijíí ij*l yji Qi UU Ragnar Hinriksson þrefaldur Evrópumeistari f Hollandi 79 á stóðhestinum Fróða frá Ásgeirsbrekku, en það var mikið þrekvirki hjá Ragnari því Fróði er með afbrigðum erfiður hestur og hafði hann margsinnis rokið með eiganda sinn út af hringvöllum víða um Þýskaland. ■Uiili v*' J ..irj-iiK\so :h.': íjjir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.