Morgunblaðið - 31.08.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983
45
VUT7P\
Ingvar Agnarsson skrifar:
„Velvakandi.
f flestum stjörnufræðibókum,
erlendum, sem út hafa komið á
síðari árum, er talað um hin
svörtu göt eða svarthol, en kenn-
ingar um þau hafa mjög verið á
dagskrá.
Eg tek sem dæmi eina stutta
setningu úr stjörnufræðibókinni
„Discovering Astronomy", eftir
Jacqueline & Simon Mitton, útg.
1980, en þar stendur m.a. um
kvasarana, hinar ofurlýsandi,
fjarlægu vetrarbrautir:
„Kvasar-leyndardómurinn
liggur í því að finna uppsprettu
orkunnar. Sennilega er um að
ræða óhemjustórt „svarthol" í
miðju kvasarsins. Efni sem fell-
ur inn í þetta hol leysir úr læð-
ingi þann kraft, sem við verðum
varir við. Aðeins með þessu móti
gæti orðið um næga orkufram-
leiðslu að ræða. Stjarnspreng-
ingar og kjarnasamruni gætu
engan veginn haldið við þeirri
orku sem kvasarar senda frá
sér.“ Þessar fullyrðingar eru
ekkert einsdæmi í stjarnfræði-
ritum.
millistig hvað birtu snertir, á milli kvasara og venjulegra vetrarbrauta.
Hvernig má ímynda sér að slík ofurbirta stafi frá „svörtum götum“, sem
enga geislun eiga að geta gefið frá sér?
Svartholasýki stjörnufræðinga
Einkennilegt virðist mér,
hversu stjarneðlisfræðingar eru
uppfullir af hugmyndum um
svartholin. Varla kemur út sú
bók um stjörnufræði, að hún
helgi sig ekki fyrst og fremst
kenningunni um svarthol á öll-
um stigum: Einstakar stjörnur
verða svarthol, miðkjarnar vetr-
arbrauta verða svarthol, kvasar-
ar sem heild verða svarthol.
Stjörnufræðingar eru komnir
með einskonar svartholasýki,
sem virðist ágerast með hverju
árinu sem líður.
Ekki er svo, að þeir hafi neitt
raunhæft fyrir sér í þessum hug-
arórum sínum. Enda eiga
svarthol, samkvæmt kenningum
þeirra, að vera allt að því ófinn-
anleg og ómælanleg öllum tækj-
um, því aðdráttarkraftur þeirra
á að vera svo mikill að enginn
geisli neinnar bylgjulengdar geti
sloppið frá þeim út í geiminn.
Það virðist því skjóta nokkuð
skökku við þegar stjörnufræð-
ingar telja kvasara til svarthola,
því kvasarar senda einmitt frá
sér meiri geislaorku en öll önnur
þekkt fyrirbæri geimsins.
Svarthola-kenningin virðist
vera ein allsherjarniðurrifs-
kenning, gagnstæð þeim heims-
þróunar- og heimssköpunar-
kenningum, sem áður höfðu þó
náð að koma fram.
Hér mun vera um að ræða ein-
hverja þá umfangmestu hel-
stefnukenningu, sem skotið hef-
ur upp kollinum á okkar jörð, og
mun vera andstæðust þeim
raunveruleika, sem ætla mætti
að ríkjandi sé í heimi stjarn-
anna.“
Réttur íbúa miðbæjarins ekki virtur
KGS hringdi:
„Mikið er ég sammála öilu
því sem Stella skrifar í Vel-
vakanda í síðustu viku um
umgengni og hávaða að næt-
urlagi í miðbænum. Hjá mér
er ástandið ekki betra, þó ég
hafi ekki enn sem komið er
þurft að hreinsa af tröppun-
um hjá mér eftir fólk sem þar
hefur gert þarfir sínar. En
oftar en einu sinni hefur það
komið fyrir að öskutunnum
sem standa í portinu hjá mér,
hefur verið velt um koll og
ruslið jafnvel fokið í næstu
garða.
Þá er hreint makalaust
hvað fólk getur haft mikinn
hávaða á götum úti þegar
langt er liðið fram á nótt og
flestir vilja fá að sofa, enda
virðist litlu skipta hvort fólk
þarf að mæta til vinnu daginn
eftir eður ei. Flokkar ungl-
inga ganga hér um bæinn með
hrópum og óhljóðum og virða
að engu rétt íbúa miðbæjar-
ins til kyrrðar á nóttunni.
Flestir þessir krakkar búa
ekki hér í miðbænum og satt
best að segja fannst mér hálf
furðulegt þegar ég bjó um
tíma hjá dóttur minni í
Breiðholtinu, þar sem margir
unglingar búa, að þar ríkti
friður og ró alla nóttina. Ekki
nema von ef unglingar þar og
úr öðrum hverfum eru allir
niður í miðbæ og gera íbúum
þar lífið leitt.
Vísan á
vel við
„Húsið“
J.J. skrifar.
Velvakandi.
Þegar ég sá kvikmyndina
„Húsið“ á síðastliðnu vori,
kom í huga minn vísa sem ég
lærði í bernsku vestur á fjörð-
um. Eigi vissi ég um höfund
hennar.
Vel finnst mér við eiga að
hugsa til Egils Eðvarðssonar
og félaga hans með þessari
vísu, þegar þeir fara ókunnar
slóðir með hina stórbrotnu
mynd sína.
Yndi og lán þér Kgill minn
ávallt fylgi í heimi.
Ilúsid b«eði og hópinn þinn
llerrann sjálfur geymi.
Vona ég að sem flestir taki
undir þá hugsun sem í vísunni
felst — þeim félögum til
handa — þótt upphaflega sé
hún öðrum ætluð.
HEILRÆÐI
Það er of seint að hejast handa, þegar slys hefur orðið, er
heilræði, sem felst í gömlum og góðum íslenskum málshætti,
sem við öll þekkjum og kunnum. Það er einmitt þessi sann-
leikur, sem er grundvöllurinn fyrir öllum slysavörnum.
Festum okkur þessi heilræði vel í minni og höfum þær stað-
reyndir hugfastar frá morgni til kvölds.
GÆTUM TUNGUNNAR
Hvorugkynsorðið prósent merkir: hundraðasti hluti;
áhersla er að sjálfsögðu á fyrra atkvæði: þrjú pró-
sent.
Kvenkynsorðið prósenta merkir: fjöldi hundraðs-
hluta. (T.d. þrjú prósent eru ekki há prósenta, þegar
um fólksfjölgun er að ræða.)
Kjarakaup
Ijósritunarvélar
Öflug Nasua 1220 Ijósritunarvél meö sjálfvirkum
frumritamælara til sölu. 30 Ijósrit á mínútu, einnig
eldri og lítið notuö vél, 8 Ijósrit á mínútu.
Upplýsingar í síma 26234.
HRÍSGRJÓNIN FRÁ RIVIANA
BROSTU!
MYNDASÖGURNAR
Vikuskammtur af skellihlátri
Wterkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!