Morgunblaðið - 31.08.1983, Page 48

Morgunblaðið - 31.08.1983, Page 48
Þú svalar lestrarþörf dagsins i Moggans! Benzín- lítrinn hækkar um 60 aura VERÐLAGSSTOFNUN samþykkti á fundi sínum í gær að heimila verð- hækkun á bensíni og olíu frá og með deginum í dag. Nemur hækkunin frá 2,3% upp í 7,1%. Frá því um síðustu áramót hefur verð á bensíni og olíu hækkað á bilinu 41,9% til 73,2%. Alls hefur bensín hækkað 6 sinnum en olía 5 sinnum. Bensínlítrinn hækkar nú úr 21,90 krónum í 22,50 eða um 2,7%, gasolíulítrinn úr 8,60 krónum í 8,80 eða um 2,3% og lestin af svartolíu hækkar úr 7.000 krónum í 7.500 eða um 7,1 %. Helztu ástæð- ur þessara hækkana eru hækkun innkaupsverðs vegna styrkinga Bandaríkjadollars, ásamt lítils- háttar hækkun erlendis á bensíni oggasolíu og nokkurrar hækkunar svartolíu frá síðustu verðákvörð- un. Um áramót var í gildi verð frá 16. nóvember 1982 og kostaði bensín þá 13,80 krónur lítrinn og hefur því hækkað um 63%, gasolía kostaði þá 6,20 krónur lítrinn og hefur því hækkað um 41,9% og svartolía kostaði þá 4.330 krónur lestin og hefur þvf hækkað um 73,2%. Á sama tíma hefur hækkun Bandaríkjadollars gagnvart ís- lenzku krónunni verið 74,1% eða úr 16,101 í 28,03 krónur. Margeir Pétursson, fyrirliði íslenzku skáksveitarinnar, fylgist með viður- eign Jóhanns Hjartarsonar og eins kínversku skákmannanna í Chicago á sunnudag. r Islendingar með IV2 vinn- ing á móti V-Þjóðverjum JÓN L. Árnason sigraði V-Þjóðverjann Bischoff í 8. umferð heimsmeistara- móLs skákmanna 26 ára og yngri í ('hicago í Bandarfkjunum í gær og hef- ur íslenzka skáksveitin V/t vinning gegn '/2 vinning V-Þjóðverja. Elvar Guðmundsson gerði jafntefli við Greszik, en skákir Margeirs Péturs- sonar og Lobrons og Jóhanns Hjart- arsonar og Lau fóru í bið. Staða ís- lenzku skákmannanna er heldur lak- ari, en þó eiga þeir allgóðar jafnteflis- líkur. íslenzka skáksveitin tapaði 2 '/2—1 '/2 í 7. umferð fyrir banda- rísku sveitinni. Margeir Pétursson gerði jafntefli við Kudrin, Jón L. Arnason gerði jafntefli við Federowicz, Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Wilder. Jó- hann átti í vök að verjast, Wilder fórnaði manni og náði öflugri sókn, sem leiddi til þess að Jóhann varð að gefast upp. Karl Þorsteins og Whitehead sömdu jafntefli á 4 borði. Flest benti til þess í gærkvöldi, að Sovétmenn ynnu stórsigur yfir Frökkum, 4—0. Þá höfðu Kínverjar undirtókin í viðureign sinni við Bandaríkin. Veist þú umeinhverja góöa frétt? H ringdu þá í 10100 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1983 BMW-bifreiðin gjörónýt við Móakotsá. Hún kastaðist yfir ána, skall með framendann á grjótinu, kastaðist fram yfir sig og hafnaði á toppinum. Morgunbladió/Julius. „Kastaðist frá bitanum er hann gekk í gegnum bílinn" Mildi að ekki varð stórslys er bifreið valt við Móakotsá LITLU munaði að alvarlegt slys yrði, þegar BMW-bifreið valt við Móakotsá, skammt frá Kára- stöðum í Þingvallasveit aðfara- nótt þriðjudagsins. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni skömmu áður en hann kom að Móakotsá með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti á brúarhand- riði, kastaðist fram af allháum vegarkantinum, yfír ána og hafn- aði á toppinum. Stór biti úr brúarstöplinum gekk upp og í gegn um bílinn og er mikil mildi að bitinn skuli ekki hafa lent á fólkinu. „Allt gerðist þetta ákaflega snöggt; ég man það eitt að bif- reiðin rann til í lausamölinni og allt var á tjá og tundri og bíllinn á toppinum þegar ég rankaði við mér,“ sagði Ragn- ar Breiðfjörð Gestsson, frá Grindavík, eigandi bifreiðar- innar í samtali við Mbl. en hann sat í aftursætinu þegar slysið varð. Systir hans ók bif- reiðinni. „Við mér blasti gríðarstór biti, sem hafði gengið í gegn Kagnar Breiðfjörð Gestsson Mynd Mbl. Kr. Ben. um bílinn. Mikil mildi er að hann hafnaði ekki á systur minni, því hann gekk upp þar sem hún hafði setið og virðist sem hún hafi kastast frá bit- anum þegar hann gekk í gegn um bílinn. Enginn vafi leikur á því, að öryggisbelti forðaði þeim frá alvarlegum meiðsl- um, en svefnpoki var í aftur- sætinu hjá mér og skorðaði mig fastan. Við vorum flutt í sjúkrahús en meiðslin reynd- ust sem betur fer ekki alvar- leg. Ég fékk að fara heim, en þær liggja á sjúkrahúsi. Ekki alvarlega slasaðar sem betur fer — hlutu aðeins skrámur,“ sagði Ragnar Breiðfjörð Gestsson. Hugmyndir landbúnaðarráðherra vegna búvöruverðs 1. okt.: Vill endurgreiöa til bænda toila af vélum og varahlutum MEÐAL þeirra hugmynda, sem landbúnaðarráðherra Jón Helgason hefur samkvæmt heimildum Mbl. lagt fram í þeim tilgangi að ná niður landbúnaðarvöruverðshækkunum 1. október n.k., er að bændur fái endurgreidda tolla og jafnvel einnig söluskatt af landbúnaðarvélum og varahlutum. Til frádráttar við verðákvörðun komi 15 milljón króna styrkur, sem veittur var bændum í sumar vegna vorharöinda, einnig hefur niðurgreiðsla á áburði verið til umfjöllunar. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra vildi ekki tjá sig um hug- myndir sínar hvað þetta varðar, er blm. Mbl. ræddi við hann í gær. Hann sagði þær allar á athugun- arstigi. Aðspurður um markmið þeirra sagði hann: „Það er verið að reyna að koma verðlagsgrundvell- inum sem næst launahækkuninni 1. október, það er sem næst 4%. 1 því skyni er ég að athuga hvort hægt er að hafa einhver áhrif á stærstu liðina: kjarnfóður, áburð og vélakostnað." Landbúnaðarráðherra mun hafa gert grein fyrir hugmyndum sínum á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Varðandi endur- greiðslur tolla og söluskatts af landbúnaðarvélum mun vera reiknað með að bændur fái endur- greiðslur frá 1. september eða 1. október n.k. Niðurfelling eða lækkun tolla og söluskatts af vél- um og varahlutum til landbúnaðar hefur einnig verið rædd, en sú að- ferð talin þeim annmörkum háð, að dráttarvélar og fleiri tæki sem notuð eru í landbúnaði eru einnig nýtt í fleiri atvinnugreinum. Þá mun landbúnaðarráðherra hafa reifað hugmyndir um að fá auknar niðurgreiðslur á gömlum kjötbirgðum til að örva söluna, en sú niðurgreiðsla mun ekki hafa áhrif á búvöruverð 1. október.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.