Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 14 VETRARMYND 1983 Myndlist Bragi Ásgeirsson Sýningarhópurinn Vetrarmynd er kominn á kreik aftur og að þessu sinni á gjörningurinn sér staö í hinu ágæta húsnæði Listasafns Al- þýðu að Grensásvegi 16. Eiginlega hefur þessi hópur sérstöðu í is- lenzkri myndlist, því að hér er frekar um að ræða kjarna nokk- urra listamanna er fá svo annað hvert ár nokkra aðra til liðs við sig. Þetta gerir sýningarnar litríkari en ef að jafnan væru sömu menn að sýna, býður upp á ýmislegt óvænt. Sýnendum fjölgaði áður með hverri nýrri sýningu og voru síðast orðnir ellefu talsins, en að þessu sinni sýnir sjálfur kjarninn alfarið. í sýningarskrá er þetta þannig orðað: „f desember 1977 hélt hópur myndlistarmanna sýningu í kja.ll- ara Norræna hússins og nefndi hana Vetrarmynd. Önnur sýning Vetramyndar var haldin 1979 og sú þriðja 1981. Alls hafa 15 myndlist- armenn tekið'þátt í þessum sýning- um, en nú í fjórða sinn sýna fjórir sem hafa átt verk á fyrri sýningum öllum. Aðstandendur Vetrarmyndar leggja áherzlu á það, að á sýning- um þeirra gæti fjölbreytni í vali myndefnis og annarra listaverka og ólíkum listaverkum og lista- stefnum sé gert jafn hátt undir höfði.“ Hér er sem sagt lýðræðið í önd- vegi en þó ekki í þá veru, að allt fái að fljóta með heldur er áherzla lögð á fágun og fjölbreytni ásamt lífi og fjöri. Vart er hægt að hugsa sér myndlistarmenn af ólíkara upplagi en þá fjórmenningana og þó má segja, að landslagið f einhverri mynd sé uppistaðan í verkum þeirra á þessari sýningu. Skoðand- inn kynnist þannig fjórum sjón- arhornum yfir svipað grunnþema á myndfleti, einmitt eins og vera ber í allri rökræðu ... Baltazar hefur tekið hrjúf og margþætt veðrabrigði fslenzkrar náttúru til meðferðar að þessu sinni, rétt glittir í form hlutveru- leikans í þessum lipurlega máluðu myndum, sem eru bornar uppi af hraða og innlifun. Þessi málun- armáti er í bezta lagi sértækur og byggist á beinum skynhrifum lista- mannsins gagnvart náttúrunni. Með þessum myndum finnst mér Baltazar sýna á sér nýja og áhuga- verða hlið og stórum raunsærri en oft áður. Verður fróðlegt að fylgj- ast með framvindunni. Bragi Hannesson málar hins veg- ar hlutveruleikann eins og hann kemur honum fyrir sjónir. Þó er hann ekki natúralisti í orðsins eig- inlegu merkingu heldur öllu frekar málari síkvikulla ljósbrigða ís- lenzks veruleika. Ég held að Bragi hafi aldrei átt betri myndir á sýn- ingum Vetrarmyndar og myndir hans falla mjög vel inn í þessa sýn- ingu því að þær eru hreinar og beinar og lausar við allar mynd- rænar vangaveltur og heimspeki- legar hugleiðingar. Gerandinn kemur til dyra eins og hann er klæddur, hrifnæmur unnandi hins myndræna í umhverfinu. Baltazar Þorbjörg Höskuldsdóttir Magnús Tómasson Bragi Hannesson Erlingur Yigfússon Tónlist Jón Ásgeirsson Erlingur Vigfússon óperu- söngvari hefur um árabil starfað við óperuna í Köln en lítið látið í sér heyra hér heima, utan hvað hann söng á nokkrum sýningum á Cavelleria Rusticana, sem upp- færð var í Þjóðleikhúsinu sl. vet- ur. Auk þess sem hann að þessu sinni söng með í upptöku til hljómplötuútgáfu af áðurnefndri óperu, hélt hann tónleika í Nor- ræna húsinu sl. miðvikudag. Efnisskráin var að mörgu leyti sérkennilega saman sett. Tón- leikarnir hófust á Dichterliebe eftir Schumann og Heine en seinni hluti tónleikanna var helgaður Lehár, Tosti og Card- illo, auk þess sem Árni Thor- steinsson og Markús Krist- jánsson áttu tvö lög hvor. Ástir skáldsins eftir Schu- mann er vandasamt verk en í flutningi Erlings og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara gætti þess nokkuð, að stuttur tími hefur gefist til samæfinga. Erlingur Vigfússon Það er ekki efi að falleg rödd Erlings fellur vel að liedersöng, þó brygði fyrir ójafnri tónmynd- un á stöku stað. Starfs síns vegna hefur Erlingur áreiðan- lega meira fengist við óperusöng en ljóðasöng, enda var túlkun og framsetning öll á seinni hluta tónleikanna mun sterkari og eðliegri en í seinni hlutanum. Undirritaður vildi fá að heyra Erling syngja með hljómsveit í einhverjum þeim óperuupp- færslum, sem hér á landi gefast, þó ekki væri nema sem gestur, svona rétt til að upplífgunar og til að skapa svolitla spennu og tilbreytingu í skipan þessara mála. Við íslendingar eigum orð- ið nokkra góða söngvara og nokkrir þeirra starfa erlendis. I samstarfi óperuhúsa er oft hliðr- að til, svo söngvarar geti reynt sig á öðrum leiksviðum en þar sem þeir eru fastráðnir. íslensk ópera hefur nokkra sérstöðu og er fráleitt að hún muni standa í samkeppni við óperur í Evrópu um söngvara eða annan „sukk- sess“ varðandi óperuuppfærslur. Það mætti því hugsa sér þann möguleika, að þeir sem starfa heima fengju að reyna sig er- lendis, t.d. 1 skiptum við þá er koma heim sem gestir. Þannig væri með lipurð hægt að efla söngmennt hér á landi og koma f veg fyrir að íslendingar týndu söngvurum sínum til útlanda, eins og nærri því hefur átt sér stað með Erling Vigfússon. Jón Ásgeirsson Hið sanna eðli tónlistar Gunnar Kristinsson tónlistar- þerapisti hélt tónleika í Nor- ræna húsinu sl. fimmtudag. Hljóðfærin sem Gunnar lék á voru alls konar málmgjöll, trommur, flautur, hringlur, koto og steinspil. Steinspilið er í rauninni það eina sem er nýjung, þó það hljóðfæri sé talið elst með manninum. Því hefur verið hald- ið fram, að könnun mannsins á eðliseigindum efnisheimsins hafi verið hljóðfikt hans með allskonar tóngjafa. Af tónblæ tóngjafans gat frummaðurinn ráðið í eiginleika efnisins, sem hann aftur skilgreindi sem töfra, að hljóðið væri mál þess anda er í efninu bjó, sem má til sanns vegar færa. Samhliða því sem maðurinn uppgötvaði tónun efn- isins, er talið að hann hafi bæði uppgötvað áhrif hljóðsins á dýr og menn. Hljóðótti dýra varð manninum bæði nytsamur til varnar og veiða, en áhrif hljóðs og hljóðfalls á menn grundvöllur trúarlegrar sefjunar. Enn í dag er t.d. notkun stóru málmgjall- anna bundin túlkun athafna sem með einhverjum hætti teljast ógnvænlegar, en minni gjöllin tengjast gjarnan trúarathöfn- um. Málmhljómur eða klukku- hljómur hefur trúarlegt innihald og því er trúað að klukkuhljóm- ur sé gæddur þeim hreinleik að illir andar geti ekki staðist hann. Hjarðmenn, sem einir sátu yfir fé, léku ekki á flautu sér til skemmtunar eingöngu, heldur til að fæla frá sér og hjörð sinni hættuleg dýr. Hringlur og trommur voru notaðar til að reka stór veiðidýr í gildrur, auk þess sem tromman var mikil- vægur hreyfihvati. Eitt hljóðfæri lék Gunnar á, sem ekki er alls kostar réttilega fyrir komið innan um þessi hljóðfæri og það er eins konar eftirlíking af japanska hljóðfær- inu koto. Koto er ævafornt hljóðfæri og til í ýmsum gerðum hjá Asíuþjóðum. Hjá Japönum er það margbrotið hljóðfæri og gegnir svipuðu hlutverki í jap- anskri tónlist og píanóið á Vest- urlöndum. Til er mikið af fal- legri og mjög „teknískt" erfiðri tónlist fyrir þetta hljóðfæri og færir koto-leikarar eru mikils virtir í Japan. Því miður kunni Gunnar ekki mikið til verka á þetta glæsilega hljóðfæri, en það bætti nokkuð að tónblær þess var þó nokkuð fagur. Hvort Gunnar telur sig geta nálgast „hið sanna eðli tón- listar", eins og segir í einu dag- blaðanna, verður sjálfsagt ekki hægt að staðhæfa neitt um, hvorki til eða frá, en sem tón- smíð var þessi tónleit Gunnars harla laus í reipunum og fátt í Gunnar Kristinsson leik hans, sem getur talist neitt sérstakt, hvorki frá tæknilegu sjónarmiði eða sem nýjung í leik á slaghljóðfæri. Það sem var einkar forvitnilegt var hversu gott safn hans af stórum og hljómgóðum málmgjöllum var og má vera, að í þeim megi finna grunntón hins sanna eðlis tón- listarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.