Morgunblaðið - 01.10.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 01.10.1983, Qupperneq 48
Tölvupappír IMI FORMPRENT Hverfisgotu 78. simar 25960 25566 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 Hagkaup vill breyttan afgreiðslutíma vegna samkeppnisaðstöðu: Núverandi afgreiðslu- tímakerfi að springa — segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR „MÁLIÐ er á umræðustigi og ég vil ekki tjá mig um þaö að svo stöddu. Hagkaupsmenn hafa verið í viðræðum við mig og þeir hafa áhuga á að breyta þessu,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, þegar hann var spurður um viðhorf VR til hugmynda Hag- kaups um breytingu á verslunartíma í verslunum sínum í þá veru að opna ekki fyrr en klukkan 10 á morgnana. en hafa opið til 19 á kvöldinn. Starfs- fólk Hagkaups lcitaði til VR vegna þessara fyrirhuguðu breytinga og verður almennur fundur með því og Magnúsi L. Sveinssyni í dag um þetta mál. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það eru ákvæði í samningum okkar um afgreiðslutíma verslana og reglugerð Reykjavíkurborgar hveður ótvírætt á um hann,“ sagði Magnús ennfrem- ur. „Núverandi afgreiðslutimakerfi er bara allt að springa, það liggur alveg ljóst fyrir. Þess vegna er um að gera að menn ræðist við. Það eina sem við höfum áhyggjur af er vinnu- tími fólksins og vinnutími er ekki lítill hluti af kjörum fólks. Það er einfaldlega að koma á daginn núna, þegar þetta er að springa, þá standa launþegar frammi fyrir því að þurfa að vinna fram eftir öllu á kvöldin," sagði Magnús. Magnús sagði að það yrði að ræða þessi mál í víðara samhengi en að aðeins um eitt fyrirtæki væri að ræða. „Við höfðum áhuga á að breyta opnunartímanum hjá okkur núna um mánaðamótin, en höfum hins vegar frestað aðgerðum um ein- hverja daga til þess að freista þess að ná góðri samstöðu með starfsfólk- inu í þessu rnáli," sagði Gísli Blöndal hjá Hagkaup. Hann sagði að fyrir- tækið skildi það mjög vel að svona breyting hefði röskun í för með sér fyrir starfsfólkið og fólk þyrfti tíma til að átta sig á hvað hún hefði í för með sér. Hagkaup vill hafa opið 10—19 virka daga nema föstudaga til kl. 21 og laugardaga til kl. 16. Aðspurður hvort þessi opnunar- tími væri ekki reglugerðarbrot sagði Gísli að það væri spurning, þeir hefðu reynt að fá þennan opnunar- tíma samþykktan í tvö ár, en ýmsir aðilar staðið á móti því. Nú þegar ljóst væri að einn af þeirra aðal- samkeppnisaðiljum hefði tekið sér þennan opnunartíma og reyndar mun lengri og það væri látið óátalið, þá gæfi það augaleið að þeir gætu ekki setið aðgerðarlausir í harðri samkeppni. „Meirihluti starfsfólksins er á móti þessari breytingu, þar sem það hentar fólkinu illa að hætta ekki fyrr en kl. 7 á kvöldin," sagði Bertha Biering, trúnaðarmaður starfsfólks í verslun Hagkaups í Skeifunni, er álits hennar var leitað. Sagði hún að flest starfsfólkið væri húsmæður og hentaði þessi opnunartími þeim illa en einnig hefði það sjónarmið komið fram að kvöldin og helgarnar yrðu fólkinu ódrjúg. Þó sagði Bertha að hugsanlegt væri að eitthvað af starfsfólkinu væri tilbúið til að vinna þannig vinnutíma og væru for- ráðamenn fyrirtækisins allir af vilja gerðir til að hliðra til þannig að hugsanlegt væri að þetta mál leyst- ist með samkomulagi. rektors NEMENDUR í Menntaskólanum við Hamrahlíð, sem höfðu safnað undirskriftum með áskorun til yf- irstjórnar menntamála um að hefj- ast þegar í stað handa við að koma upp fyrirhugaðri hjólastólalyftu í skólanum, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að málið hafi ekki strandaö „í kerfinu", heldur í skólanum sjálfum. Hættu nemendur því við að afhenda menntamálaráðuneyt- inu undirskriftalistana og færðu Örnólfi Thorlacius rektor þá í staðinn. Hann tekur hér við list- anum úr hendi Eddu K. Hauks- dóttur, einum fulltrúa nemenda í hagsmunaráði nemenda. Sjá nánar á miðsíðum blaðsins. Morgunblaúid/RAX. Nýtt landbúnaðarvöruverð: Hækkun á mjólkurvör- um og nautakjöti 4% Kindakjöt mun hækka um allt að 15% á næstunni Skákeinvígi milli Verslunarskóla íslands og Menntaskólans við Hamrahlíð var háð á útitaflinu í Reykjavík í góðviðrinu í gær. Fylgdust hundruð skólanema og annarra forvitinna (eða skákáhugasamra) vegfarenda með. Karl Þorsteins tefldi fyrir Verslunarskólann en Halldór G. Einarsson, Bolvíkingur, fyrir MH. Lyktir urðu þær, að Karl (til vinstri) mátaði Halldór við gríðarleg fagnaðarlæti skólasystkina sinna. NYTT verð á landbúnaðarvörum tekur gildi í dag, en samkvæmt því hækka mjólkurvörur um 4% í verði. Sömu sögu er að segja af nautakjöti, en hins vegar mun hækkun á kinda- kjöti, sem koma mun fram á næstu dögum, verða nokkru meiri, eða allt að 15%, samkvæmt upplýsingum Mbl. Hækkunin til bænda verður um 4%. Hvalsnesskriður: Töldu manninn drukk- inn og óku af slysstað llöfn í llornafírdi, 30. september. Fiskflutningabifreið ók út af veg- inum í Hvalsnesskriðum á miöviku- dagskvöldið, og hafnaði um 80 metr- um fyrir neðan veginn. Ökumaður, Lúðvík Jónsson, verkstjóri, var einn í bílnum og kastaðist hann út úr bifreiðinni og staðnæmdist loks um 60 metrum neöan vegarins. Hann marðist illa og skrámaðist talsvert, en líðan hans er nú eftir atvikum góð. Lúðvík hafði verið á leiðinni til Fáskrúðsfjarðar með fisk, en óhappið varð sem fyrr segir í Hvalsnesskriðum milli Breiða- dalsvíkur og Stöðvarfjarðar. Lúð- vík hafði haft öryggisbelti bifreið- arinnar spennt, en af einhverjum ástæðum spennti hann þau ekki aftur er hann hafði tekið elds- neyti á bifreiðina á Breiðdalsvík. Telur hann það hafa bjargað sér, að hann kastaðist út úr bílnum, því hann er mikið skemmdur. Lúðvík tókst að komast af sjálfsdáðum upp á veginn, og þar reyndi hann að stöðvá bifreið skömmu síðar er leið átti hjá. Ökumaður bifreiðarinnar stöðv- aði bifreiðina um stund, en ók síð- an á brott á ný án þess að tala við Lúðvík. — Síðar kom í ljós, að tvær stúlkur, sem í bílnum voru, þorðu ekki að taka manninn upp í bílinn, þar sem þær töldu hann drukkinn. Lúðvík tókst síðan að komast af eigin rammleik á næsta bæ, um tvo kílómetra frá, og þaðan var honum ekið af lögreglu frá Breið- dalsvík á Djúpavog, og sóttur þangað af sjúkrabíl frá Höfn. Má því segja að Lúðvík hafi verið heppinn er allt kom til alls, þrátt fyrir óhappið og það að fá ekki far með stúlkunum, og biður hann fyrir þakklæti til allra þeirra er veittu honum aðstoð og umönnun eftir slysið. — Fréttaritari. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í gærmorgun, þar sem tek- in var ákvörðun um að greiða landbúnaðarvöruverð niður um 23 milljónir króna. Um 18,3 milljónir króna fara til að greiða niður hækkun á áburði og 4,7 milljónir fara aðallega til að greiða niður mjólkurvörur. Sem dæmi um hækkunina á mjólkurvörum má nefna, að lítra- ferna af mjólk hækkar í dag úr 16,60 krónum í 17,25 krónur. Þá hækkar V* lítra ferna af rjóma úr 26,70 krónum í 27,80 krónur. Kíló af skyri hækkar úr 25,95 krónum í 27,00 krónur. Þá hækkar smjörkílóið úr 192,70 krónum í 212,00 krónur. Ostur, 45%, hækkar úr 165,95 krónum hvert kíló í 172,60 krónur. Ef um 30% ost er að ræða hækkar hvert kíló úr 138,05 krónum í 143,60 krónur. Ef litið er á dæmi um hækkanir á nautakjöti, þá hækkar hvert kíló af nautakjöti í heilum eða hálfum skrokkum úr 133,05 krónum í 138,40 krónur, ef um 1. flokk er að ræða. Eins og áður sagði hefur ekki verið gengið frá nýju kindakjöts- verði, en samkvæmt upplýsingum Mbl. má gera ráð fyrir að hækkun- in verði allt að 15%. Það hefur í för með sér, að kílóið af súpukjöti hækkar úr 106,25 krónum í liðlega 122 krónur. Læri og hryggur hækka úr 127,30 krónum kílóið í liðlega 146 krónur. Þá hækka heil- ir skrokkar úr 101,20 krónum hvert kíló í um 117 krónur. Borgin vatnslaus tæpan sólarhring VATNSLAUST verður í stórum hluta Reykjavíkur næstu nótt og eitthvað fram eftir sunnudegi vegna viðgerða á aðalæð inn ( borgina. Vegna þess verð- ur að loka fyrir og hleypa vatni af kerf- inu en vonir standa til að viðgerðin gangi fljótt og vel, svo vatn komist aft- ur á síðdegis á morgun. Vatn verður þó í nokkrum fjöl- mennustu hverfum borgarinnar, svo sem Árbæjarhverfi, Breiðholti, Fossvogshverfi, Háaleiti og hluta Hlíðanna. Svo og verður vatn í öðr- um bæjarhlutum eftir því sem vatn á kerfinu endist. Áætlað er að lokað verði fyrir vatnið um kl. 02 í nótt og að viðgerð geti hafist i birtingu. Sjálf viðgerðin tekur að minnsta kosti fjóra tíma en talsverðan tíma tekur að hleypa vatni af kerfinu og á það aftur og að ná upp þrýstingi. Vegna viðgerðarinnar verða sund- laugarnar í Laugardal lokaðar á morgun og sömuleiðis Sundhöllin og Sundlaug Vesturbæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.