Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 Alþýðuleikhúsið óskar að taka á leigu húsnæði, sem hentað gæti fyrir leiksýningar. Staðsetn- ing æskileg innan gamla miöbæjarkjarnans. Húsnæöiö þarf að vera vind- og vatnshelt og lágmarks lofthæð 4—5 metrar. Vinsamlegast hringiö í síma 19792 eða 14021, eða sendiö tilboð í pósthólf 45. Alþýóuleikhúaid. Þjálfarar — Þjálfarar Knattspyrnuþjálfara vantar fyrir alla aldursflokka fyrir íþróttafélag í Reykjavík. Tilboö leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir 6. okt. merkt: „Þjálfari — 8548“. ÓLAFSBÓK ÁSKRIFTARSÍMI17165 Opid til kl. 20 í kvöld og næstu kvöld Hraðlestrarnámskeið Viltu auka lestrarhraða þinn um a.m.k. helming, jafnvel enn meir? Ef svo er skaltu skellta þér á hraðlestrarnámskeið. Námskeiöið hentar öllum sem vegna náms, vinnu eða af öðrum orsökum þurfa að lesa mikið. Næsta námskeið hefst 3. október. Skráning í síma 16258, öll kvöld kl. 20—22. Hraðlestrarskólinn. GHLHNT Verö kr. 297.000 (Q.ngl 5.8 '83) MetsöluMaó á liverjum degi! Arnarflugsmenn í pflagrímaflug UM 30 starfsmenn Arnarflugs munu næstu 12 daga sjá um pílagrímaflug milli Jeddah í Saudi-Arabíu og Trípóli og Seba í Líbýu, að sögn Agnars Friðrikssonar, fram- kvæmdastjóra Arnarflugs. Agnar sagði að flogið yrði með pflagrímana í flugvél af gerðinni Boeing 707 og hæflst flugið á sunnudag, en síðan yrðu farnar a.m.k. tvær ferðir á dag næstu tólf dagana. Þó væri gert ráð fyrir, að óskað yrði eftir ein- hverjum aukaferðum. Agnar sagði aðspuröur, að gera mætti ráð fyrir, að fluttir yrðu á bilinu 4—5 þúsund pflagrímar á þessum tólf dögum. Kagnar Axelsson, Ijósmyndari Mbl., tók mynd af hluta hópsins, þegar lagt var af stað frá Reykjavík í gærdag. Sfld til söltunar 1982: Verðið á íslandi 110% hærra en í Kanada Ef sfldarverð til söltunar hefði verið hið sama og til frystingar, hefði verið hægt að selja enn meira af sfld, segir Gunnar Flóvenz EINS OG Mbl. skýrði frá í gær heflr verð á fersksfld til söltunar nú verið ákveðið 40% hærra en til frystingar. Samkomulag varð í yflrnefnd Verð- lagsráðs um söltunarverðið, en fryst- ingarverðiö var ákveðið af fulltrúum frystiaðila og oddamanni, gegn at- kvæðum fulltrúa sjómanna og út- vegsmanna. I tilefni þessa hafði Mbl. sam- band við Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóra Síldarútvegsnefnd- ar, og spurði hann hvaða áhrif jæssi verðmunur hefði á sölumál saltsíldar. „Það fer ekki á milli mála að erfitt er að selja frysta síld, en allir þeir, sem til þekkja, ættu einnig að vita að markaðir fyrir saltaða síld eru síst betri. Auk þess er mikill hluti af markaðs- svæði saltsíldar lokaður okkur vegna geysihárra innflutnings- tolla á öllum tegundum saltaðrar síldar. Ég tek undir það sem haft hefir verið eftir óskari Vigfússyni, formanni Sjómannasambands ís- lands, í fjölmiðlum, að það er mik- ið ranglæti að versnandi ástand á mörkuðunum fyrir hinar ýmsu fisktegundir okkar er fyrst og fremst látið bitna á þeim sem síst skyldi, það er sjómönnum. Það er einmitt með tilliti til þessara kringumstæðna sem við höfum neyðst til þess að láta slitna uppúr samningaviðræðum um sölu saltaðrar síldar til vissra markaðslanda. Ég efast þó um að við hefðum látið slitna upp úr þessum samningaumleitunum ef síldarverð til söltunar hefði verið ákveðið hið sama og meirihluti yfirnefndar hefir nú ákveðið til frystingar. Ég hygg að við hefðum getað náð sölusamningum um enn meira magn, ef saltsíldin hefði fengið sömu afgreiðslu í Verð- lagsráði og notið sömu tollfríðinda í Efnahagsbandalagslöndunum og freðsíldin. Niðurstaðan af verðlagningunni hlýtur að gefa manni til kynna að oddamaður yfirnefndar — fulltrúi ríkisvaldsins — telji meira áríð- andi að halda velli á freðsíldar- mörkuðunum en saltsíldarmörk- uðunum. Ég fagna því þó ákveðið að sölu- samningar þeir, sem við höfum gert um mikið magn af saltsíld, hafa leitt til þess að samkomulag náðist milli allra aðila í Verð- lagsráði um fersksíldarverðið til söltunar, en að sjálfsögðu harma ég að við njótum ekki sömu að- stöðu og frystingin, til að reyna að halda velli á mörkuðunum. Ég vil nota tækifærið og lýsa undrun minni yfir þeim villandi ummælum, sem fram komu í Rík- isútvarpinu í fyrrakvöld, að verð á ufsa upp úr sjó sé langtum hærra en verð á fersksíld. Auk þess vil ég benda á að útilokað er að gera slíkan samanburð fyrr en vitað er í lok ársins hvernig stærðarskipt- ing þessara tveggja fisktegunda verður í aflanum. Til viðbótar er ekki úr vegi að vekja athygli á því, að hluta af útflutningsgjöldum af saltsíld er varið til greiðslu uppbóta á ufsa og karfa. Það vill svo til að vegna sam- keppninnar frá Kanada var í júnf sl. sumar gerður ítarlegur sam- anburður á því verði sem fisk- vinnslustöðvar á íslandi og Atl- antshafsströnd Kanada greiddu fyrir helstu fisktegundirnar á sl. ári. Við höfum ekki talið ástæðu til að birta þennan samanburð, enda ekki gerður í því skyni, en vegna áðurnefndra ummæla í Ríkisút- varpinu er fuilt tilefni til að birta nú þennan samanburð." SAMANBURÐUR A MEÐALVERÐI SEM ISLENSKAR OG KANADÍSKAR FISKVINNSLUSTÖBVAR A ATLANTSHAFSSTRÖNDINNI GREIDDU FYRIR NEDANSKRABAR FISKTEGUNDIR 1982 lSLAND KANADA ísl.kr. ísl.kr. ££-k3 Pr • k9 SÍLD söltunarverð 3,46 1,65 110% hærra á fslandi ÞORSKUR 4,76 3,78 26% hærra á Islandi ÝSA 4,03 5,05 25% hærra í Kanada UFSI 2,85 ♦ uppbætur 0,40 2,45 3,01 23% hærra 1 Kahada KARFI 3,56 * uppbætur 0,63 2,93 2,11 39% hærra á íslandi 1. fslenska verMíi er byggt á upplýsingum frá riskifélagi fslands. 2. Kanadíska verdid er byggt á opinberura skýrslun kanadískra stjórnvalda 'g á medalgengi ársins 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.