Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 33 Þótt spennandi væri að fylgjast með keppninni þá vakti EM-blað Morgun- blaðsins einnig athygli. Hér deila þau Gunnar og Olil með sér einu blaði. í fljótheitum var snarað upp einni sextán hundruð og fimmtíu fermetra skemmu svo hægt væri að halda dansleiki innanhúss. Grindin er úr áli síðan var það klætt með þykkum segldúk. Já, það var svo sannarlega tilefni til að gleðjast en þessi mynd er tekin eftir fyrstu tvo sprettina í skeiði og sýnt að íslendingar myndu sigra með yfirburð- um. Þetta voru eftirminnilegir dagar fyrir Tómas Ragnarsson og fjölskyldu hans því auk þess að verða tvöfaldur Evrópumeistari opinberaði hann og sú lukkulega er Þóra Þrastardóttir. En þar með er ekki allt upp talið því foreldrar hans, þau Ragnar Tómasson og Dagný Gísladóttir, áttu tuttugu ára brúðkaupsafmæli og Dagný hélt einnig upp á fertugsafmæli sitt. Voru þeim færðir blómvendir frá íslensku keppnissveitinni í grillveislu sem haldin var í tilefni dagsins. Ljósmyndir Valdimar Kristinsaon Þessi mynd er tekin augnabliki áður en Olil fór inn á völlinn í fjórganginn. Sigurður liðstjóri bograr aftan við Blika og er hann greinilega að pússa gæðinginn. * Operan Cavalleria Rusti- cana hljóðrituð til útgáfu Ljósniynd Mbl./Friiþjófur. Hljóðupptökur á óperunni Cavalleria Rusticana hafa að und- anförnu staðið yfir í Háskólabíói, en óperan var flutt í Þjóðleikhús- inu sl. vor. Fimm einsöngvarar taka þátt í flutningnum, en það eru Erlingur Vigfússon, Ingveldur Hjaltested, Halldór Vilhelmsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir og Sól- veig Björling. Þá hafa Þjóðleik- húskórinn og Sinfóníuhljómsveit fslands einnig stóru hlutverki að gegna. „Þetta er í fyrsta skipti sem ópera, flutt á íslensku af íslend- ingum hér á landi, er hljóðrituð til útgáfu," sagði Sverrir Kjart- ansson i samtali við Mbl. „Ein ástæðan fyrir því að við förum út í þetta nú, er að í ár á Þjóð- leikhúskórinn 30 ára starfsaf- mæli, og okkur langaði að sýna fram á að þegar búið er að kosta uppsetningu og sýningu á óperu eða konsert er það ekkert stór- fyrirtæki að hljóðrita hana og þannig varðveita þessa list augnabliksins. Staðreyndin er nefnilega sú að gott úrval er til af því sem söngvarar okkar gerðu fyrir 1950, en eftir þann tíma er við höfðum eignast ríkis- sinfóníuhljómsveit og atvinnu- leikhús, tæki og möguleika til að geyma hljóðritanir hefur ekkert verið gert til að varðveita dýrar uppfærslur og óperusöng okkar bestu söngvara. Það er mikill skaði því þannig hefur skapast eyða í okkar menningarsögu og þær heimildir sem við höfum um söng og söngvara á þessum tíma. Til að mynda hafa aldrei verið Frá upptöku óperunnar í Háskólabíói. gerðar hlóðupptökur af óperu- söng þeirra Sigurðar Björns- sonar og Erlings Vigfússonar en þeir hafa um áratugaskeið starf- að við óperur erlendis. En við höfum ákveðið að láta þessa þrjátíu ára eyðu nægja, og ríkir einhugur að baki þessari framkvæmd. Útvarpið átti þessa viku með Sinfóníuhljómsveitinni en gaf hana lausa. Stjórnandi sveitarinnar, Jean-Pierre Jacqu- illiat, hætti við þrenna tónleika í jafnmörgum löndum til að kom- ast hingað í tæka tíð til að stjórna. Erlingur Vigfússon fékk sig lausan úr 10 sýningum til að geta komið og sungið hlutverk Turiddu og söngvararnir hér hafa allir gefið sína vinnu. Hljóðupptökustjóri er Sigurður Rúnar Jónsson úr Stemmu og er tekið upp á 22 rásum. Útvarpið hefur lánað mikið af tækjum og aðstoðarmann til að sjá um þau. Og er það fyrst og fremst góð samvinna milli allra aðila sem gerir þetta mögulegt. Plöturnar verða tvær og munu kom út í lok nóvember. Upplagið fer eftir því hversu margir ger- ast áskrifendur, en skrifstofa Þjóðleikhússins og þáttakendur í flutningnum munu taka við áskriftum fram í miðjan næsta mánuð. Áætlað verð er 800 krón- ur til áskrifenda og 1200 krónur út úr verslunum. Við vonumst til að þetta eigi eftir að verða mörgum til ánægju og jafnframt að hugað verði að því framvegis að varð- veita valdar uppsetningar og konserta. Þjóðleikhúskórinn ætti ekki að þurfa að sjá fyrir því að það sé gert.“ Burstafell er flutt... í nýtt rúmgott húsnæði að Bíldshöfða 14. Nú erum við í næstu nálægð við öll helstu nýbyggingasvæði Reykjavíkur og með bættri aðstöðu bjóðum við aukna þjónustu og vöruval. Góð aðkeyrsla — Næg bílastæði. Eftir 20 ára veru í Smáíbúðahverfi þökkum við íbúum hverfisins ánægjuleg samskipti á liðnum árum og bjóðum þá velkomna til viðskipta á nýjum stað. BURSTAFELL Byggingavöruverslun Bíldshöfða 14, Símar: Verslun 38840/Skrifstofa 85950 Opið frá 10 - 4 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.