Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 13 Helgi Hálfdanarson: Lauf og barr Aldrei get ég komizt nógu oft á Þingvöll. Sá staður kem- ur sí og æ á óvart með undar- legri fegurð sinni, svo maður er alltaf að koma þangað í fyrsta sinn. Þó að við íslendingar séum einatt hirðulausir í sambúð- inni við land okkar, megum við þó eiga það, að við látum okkur annt um Þingvöll. Þrátt fyrir mikla mannaferð, hygg ég að umgengni þar sé okkur á eng- an hátt til vansa. En náttúra Þingvalla er með þeim hætti, að lítið má út af bera, svo ekki verði spjöll að. Og þeim svip staðarins, sem markast af lit- ríku kjarri og lyngi í sælli sambúð við andstæðu sína, hraun og berg, má ekkert spilla. Nokkuð hefur komið til álita gróðursetning barrviðar innan þjóðgarðsins. Aldrei hef ég nennt að hneykslast á því lít- ilræði, sem þar var stungið niður á sínum tíma. En grenið og furan eru steigurlátir þjarkar, sem gera sig breiða og láta mikið á sér bera, þar sem þeim vegnar vel á annað borð; og er þá hætt við að metnað- arlítill laufviður, eins og ís- lenzkt birki og víðir, lúti nokk- uð í lægra haldi. Ekki veit ég hvort í ráði er að auka við þennan barrgróður á Þingvöllum; en það held ég væri mjög varhugavert. Jafn- vel einangraðir reitir, þar sem tré þessi fá að vaxa í mikla hæð, verða sem stílbrot og stinga óþægilega í stúf við um- hverfi sitt með annarlegu formi og megnum óboðnum lit. Og naumast hefði Jakob Smári heyrt sinnar „þjóðar þúsund ár“ sem þyt í barri á Þingvöll- um. Við Reykvíkingar erum svo bráðheppnir að eiga í grennd við okkur aðra eins gersemi og Heiðmörk. Þangað þykist ég eiga erindi helzt nokkrum sinnum á sumri. Að þessu sinni leið þó hjá, að ég kæmi þar fyrr en nokkuð var tekið að hausta, en þá er hún einmitt að jafnaði hvað fegurst. Á liðnum árum hefur mér ekki staðið verulegur stuggur af greninu og furunni í Heið- mörk; en nú leizt mér satt að segja ekki á blikuna. Þessum gróðri er farið að fleygja mjög ört fram frá ári til árs; og þá kemur það æ betur í ljós, að þarna hefur barrviði verið plantað allt of víða og allt of þétt, svo að til verulegra lýta er orðið á mörgum fegurstu stöðunum. Það er ekki laust við að stát- in grenitré hafi táldregið Is- lendinga, sem ganga með trjá- leysis-geðhnútinn á heilanum. En öllum er bezt að fá hlut- verk við hæfi, einnig trjá- gróðri. Grenið eigum við að rækta til nytja, og til þess skortir ekki landrýmið. En við skyldum planta því með gát innan um þann gróður, sem gert hefur ýmsa fegurstu staði landsins að Paradís á jörðu. Greniskógur er tilkomumikill á sinn hátt, alltannan hátt en íslenzkt birkikjarr. Og það tvennt á ekki skap saman. Birkið laðar og býður skjól, en barrviður hrindir frá sér með þótta. Vist geta vel vaxin grenitré verið skemmtileg á sínum stað í skipulögðum heimagörðum; en það er önnur saga. Þar sem birki, víðir og lyng í mosavöxnu hrauni ráða yfir- bragði landsins, verður dýrð haustsins umfram allt hríf- andi fyrir það, hve litirnir í þessum gróðri eru kurteislega samstilltir. Þó að fjölbreytnin sé endalaus, er þar fullkomin sátt og samlyndi; hvergi gætir ósamræmis í neinu. En barr- viður, sem ryðst inn í þetta prúða samfélag og fer að slá um sig með sínum glannalega frekjulit, er eins og hjáróma bylmingsrödd upp úr fínlega samstilltum kór. Vera má, að barrgróður á Þingvöllum verði ekki til stór- lýta næstu árin; en í Heiðmörk er hann þegar orðinn eins og risavaxið illgresi, sem mjög er tímabært að gjalda varhuga við. NI5SAN MÍCfíA sem s/egid hi&fuir öll m&t f>ótt ung Viö ætlum ekki aö demba yfir ykkur stöðluðum auglýsingaförsum um NISSAN MÍCRA, þaö er MÍCRA ekki samboöiö. Viö látum okkur nægja aö vitna í stærstu tímarit heims. Viö viljum bara taka fram, aö bensíneyðsla í sparakstri og raunbensíneyðsla er sitt hvaö. Bensíneyöslu í sparakstri er einungis náö meö ótöldum töfrabrögöum og sérstöku aksturslagi. Þær tölur um bensíneyöslu, sem tilvitnuö tímarit gefa upp, eru raunbensíneyðsla, án nokkurs útbúnaöar, eöa sérstaks akstursmáta, bensíneyösla sem þú getur sjálfur náö og veriö stoltur af. AUTO MOTOR SPORT: -Að meöaltali eyöir NISSAN MÍCRA aöeins 5,4 I. á hundraði. Enginn annar bíll nálgast MÍCRA í bensínsparnaöi.“ MOTOR: „MÍCRA er eyöslugrennri, en nokkur annar bfll, sem Motor hefur reynsluekiö og þaö er þeim mun lofsveröara aö MÍCRA kemst mjög hratt og er þess vegna bensíneyðsla bílsins mæld á meiri hraöa en venja er til." QUICK: „Bensíneyösla er aöeins 4,2 I á hundraöi á 90 km hraöa og 5,9 I á hundraði í borgarakstri.1' BÍLAR, MOTOR OG SPORT: Stór fyrirsögn á grein er fjallaöi um reynsluakstur á NISSAN MÍCRA var svona: „Nýtt bensínmet — 19,2 km á líterinn, „Þaö jafngildir 5,208 á hundraði. í greininni segir m.a. „MÍCRA er lang sparneytnasti bíll sem viö höfum nokkurn tíma reynsluek- iö. Bersýnilega vita NISSAN framleiöendur hvaö bensínsparn- aður er, því sá sem kemst næst NISSAN MÍCRA er NISSAN SUNNY 1,6 meö 17,2 á líterinn." Þaö jafngildir 5,813 á hundr- aði. AUTO ZEITUNG: Eftir mikiö lof á NISSAN MÍCRO segir svo: „En einnig hiö mikla innanrými á lof skiliö. MÍCRA býöur ekki bara ökumanni og farþega í framsæti upp á frábært sætarými, heldur gildir þaö sama um þá sem í aftursæti sitja." STORKOSTLEG SÝNING Á NISSAN MÍCRA í fyrsta skipti á íslandi laugardag og sunnudag kl. 2—5. TÖKUM FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLA UPP í NÝJA. Afturhurö opnast niöur aö stuö- ara og gerir þaö alla hleöslu eins þægilega og hagkvæma og hægt er. Bíllinn er hannaöur meö ör- yggi og notagildi í huga. Spar- neytni en þó snerpu og góö viöbrögö. MÍCRA er byggö til aö endast og endast, jafnvel á íslandi þar sem slæmir vegir og selta leggjast á eitt aö granda bílum okkar. NISSAN MÍCRA er klædd Zink- kromíum stáli og hiö sterka stálbúr (styrktarstoðir bílsins) nánast einsdæmi aö rammleik í bíl af þessari stærö. H/F. SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI S33560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.