Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 35 Tómas Lárusson Álftagróf - Minning Regntjöld votviðranna voru venju fremur þykk og óvenjulega lengi dregin fyrir heyskaparsviðið á Suðurlandi sl. sumar. Viku eftir viku fól sólin sig bak við gráa skýjaflóka og dag eftir dag streymdi regnið úr loftinu án þess að tæki af steini, óþurrkasumar í algleymingi. Loksins, seint og síð- armeir, í kringum höfuðdaginn, komu hin miklu og langþráðu um- skipti. „Undir septembersól, sá ég sumarið fyrst." Og mikil voru viðbrigðin. Logn og ljómandi fegurð fylltu loftið þessa síðsumardaga með sinni mildu og kyrru blíðu, svo að öllum hefði þá átt að vera ljúft að lofa dýrð himinsins og gæsku skapar- ans. Um það leyti, sem þessi miklu og eftirminnilegu umskipti urðu í ríki náttúrunnar og veðurfarsins, kom gamli bóndinn í Álftagróf í Mýrdal hingað suður til að deyja. Lengi höfðu læknar og annað þjónustulið heilbrigðismála haldið sjúkdómi hans í skefjum, linað þjáningar hans, létt honum bar- áttuna, sem hann háði af frábæru þreki og æðruleysi með umönnun eiginkonu sinnar og annarra vandamanna. En þegar heiðríkja himinsins ljómaði eftir hina löngu þokufullu daga, hvarf hann burt frá þjáningum og þrengingum lík- amslífsins þangað sem „hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til, hið fyrra er farið", samkvæmt fyrirheitum í orði Guðs (Op. Jóh. 21.4.). Tómas Lárusson fyrrum bóndi í Álftagróf í Mýrdal var fæddur í Álftagróf 20. júní 1904 og var því á áttugasta aldursári er hann dó í Landakotsspítala hér í Reykjavík þ. 19. september sl. Foreldrar hans voru Lárus Mikael Pálmi Finnsson, bóndi i Álftagróf, og kona hans Arnlaug Einarsdóttir frá Steinum undir Eyjafjöllum. Þau giftust árið 1892 og bjuggu allan sinn búskap í Álftagróf og önduðust þar hjá syni sínum og tengdadóttur. Þau eignuðust alls 11 börn og komust þau öll til fullorðinsára nema eitt, Arnlaug Lilja, sem andaðist á barnsaldri. Hin voru Einar, mál- Bjartsýni Drýgir kristinn maður synd, ef hann er svartsýnn? Stundum er ég mjög svartsýnn. Nú ætti kristinn maður að vera mesti bjartsýnis- maður í heimi, þ.e. að því er varðar frið í þessu lífi og öryggi um eilífa lífið. Kristinn maður er bjartsýnn, af því að hann lítur til Krists, en ekki sjálfs sín. Hann trúir á hann, en ekki á stöðugleika heimsins. Engin ástæða er til að vera bjartsýnn varðandi hinn óendurfædda mann. Hann hefur alltaf gert mistök og mun halda því áfram. Þess vegna er margt í heiminum, sem hlýtur að valda svartsýni. En við trúum á alvaldan Guð himins og jarðar, og við vit- um, að um síðir mun hann ríkja yfir öllu. Kristnir menn ættu að vera bjartsýnir, ekki að- eins af því að þeir eiga himneskan föður, heldur líka vegna Krists, sem er frelsari okkar og Drottinn. Biblían kennir greinilega, að hann muni koma aftur til þess að ríkja í réttlæti og að sérhver tunga muni viðurkenna hann og hvert kné beygja sig fyrir hon- um. Ennfremur getum við verið með öruggum huga vegna safnaðar Krists. Kirkjan, sem er söfnuður allra sannkristinna manna, mun standa óhögguð, og hlið heljar skulu ekki verða henni yfirsterkari. Það er rétt, sem einhver hefur sagt: „Eg óttast hvorki þetta líf né hið komandi, því að eg á Guð að föður, Krist að frelsara og heilagan anda að leiðbeinanda." Perusala Lionsmanna í Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi LIONSKLÚBBARNIR í Garðabæ, Bessastaðahreppi og Kópavogi verða með árlega perusölu sína nú um helgina. Verður gengið í hús og íbúum boðið að birgja sig upp af ljósaperum. Lionsklúbburinn Munin í Kópa- vogi lætur meginhluta ágóðans renna til hjúkrunarheimilisins í Kópavogi, en í Garðabæ og Bessa- staðahreppi rennur ágóði til greiðslu á vistrými fyrir aldraða, sem Lionsklúbbarnir eru að byggja í samvinnu við Hrafnistu á Álftanesi. ari í Vestmannaeyjum, Sigfinnur, formaður í Vestmannaeyjum, drukknaði innan við þrítugt, Guð- laugur, verslunarmaður hér í Reykjavík, kunnur ljósmyndari og ferðamaður, Lárus, rafvirki, Reykjavík, Guðfinna, húsfreyja, Vestmannaeyjum, Guðrún var á vist með bróður sínum í Álftagróf, Elín, húsfreyja á Hellu við Steingrímsfjörð, Haraldur, hár- skeri hér í borg ,og Lilja, gift Pétri Guðjónssyni múrara, Reykjavík. Hún er sú eina, sem lifir nú af þeim Álftagrófarsystkinum. Tóms Lárusson tók við búi af foreldrum sínum í Álftagróf árið 1931. Árið áður hafði hann kvænst heitmey sinni, Sigurbjörgu Bjarnadóttur frá Hvoli í Mýrdal. Bjuggu þau búi sínu í Álftagróf (með Keldudal) í meira en hálfan fjórða áratug uns þau létu jörð og bú í hendur dóttur sinnar og tengdasonar, sem hafa búið þar síðan og hjá þeim dvaldist Tómas tii æviloka. Börn þeirra Sigurbjargar og Tómasar eru fjórar dætur, sem hér skulu taldar í aldursröð; Elín, húsfreyja Vík í Mýrdal, gift ólafi Björnssyni loftskeytamanni, Erna Lára, býr í Hafnarfirði, maður hennar er Kristinn Jóhannsson trésmiður, Helga, kennari Hafn- arfirði, gift Auðunni Oddssyni rafvirkjameistara. Yngst er Sig- ríður, gift Valdimar Gíslasyni trésmið. Þau tóku við búi af þeim Sigurbjörgu og Tómasi í Álftagróf fyrir nokkrum árum. Þau Tómas og Björg höfðu allt- af gott bú og komust vel af þótt ekki væri þar neinn auður í garði frekar en hjá öðru bændafólki, ekki síst á þeim árum þegar kreppa var í efnahagslífi og mis- jafnt árferði til lands og sjávar. Tómas bætti ábýlisjörð sína bæði að ræktun og byggingum. Og rétt áður en hann hætti búskap hafði hann lokið við að reisa þar stór útihús undir einu þaki, sem rúma 20 kýr og 160 fjár með 10—12 hundruð hesta hlöðu. Var það mikil framkvæmd, sem jörðin mun búa að um langa framtíð. Um búskap Tómasar i Gróf munu samferðamenn hans helzt minnast þess, hve mikill hesta- maður hann var og hvert yndi hann hafði af þeim og kunni vel með þá að fara. Af hestum hans fór mikið orð, ekki síst Sörla, dökkjörpum gæðingi, sem færði eiganda sínum heim tvær silfur- skeifur í verðlaun úr góðhesta- keppni. Enda þótt bærinn Álftagróf sé ekki í alfaraleið og í raun og veru all torfarið þangað áður en vegur var lagður og árnar brúaðar, var þar alltaf mjög gestkvæmt í tíð þeirra Bjargar og Tómasar. Hvort tveggja var, að húsbændurnir voru skemmtilegir, gestrisnir með afbrigðum og góðir heim að sækja. Tómas var líka mikill fyrir- greiðslumaður, eignaðist snemma bíl (jeppa) og óspar á að greiða fyrir ferðum annarra og spara þeim ómak án þess að ætlast til borgunar. Þótt hann væri ein- stakiingshyggjumaður að lífsskoð- un, vildi hann taka ríkan þátt í félagslífi eftir því sem tilefni og aðstaða gafst. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd Dyrhólahrepps og„ tók þátt í ýmsum samtökum og félagsskap innan sveitar sinnar og sýslu. Tómas Lárusson var einlægur sjálfstæðismaður og einarður málsvari flokksins á mannamót- um þótt ekki temdi hann sér ræðumennsku, t.d. sat hann á mörgum Landsfundum Sjálfstæð- isflokksins hér í Reykjavík. Allir þeir, sem kynni höfðu af Tómasi í Álftagróf munu með ánægju minnast þeirrar samferð- ar, sem þeir áttu með honum á lífsleiðinni. Við sem nutum þeirr- ar samferðar um lengri eða skemmri tíma þökkum honum margar skemmtilegar samveru- stundir. Við blessum minningu þessa góða drengs og sendum ekkju hans og öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. G.Br. ÞARNA KEMUR HANN BLESSAÐUR GÍRÓSEÐILLINN, nú er bara að drífa sig í bankann og borga. EKKI SATT! frjáls verz/un iönaðarblaöiö liT &Q (B Barna- og tómstundablað sjávarfréttir Öku-þór íþróttablaöiö FRJÁLST FRAMTAK hf. \J*gá1a timama oq bótui. augtysngagarö og r*ög|0< Armula 18 - 105 Raykjavtk - lalaod - Svni 82300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.