Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 37 Foreldrar þeirra eru hjónin í Ásgarði, Aðalheiður Sigfúsdóttir og Ási Markús Þórðarson. Mig setti hljóðan er ég heyrði um hinn voða atburð er skeði nán- ast uppi í landsteinum á Eyrar- bakka 7. september sl., þegar fiskibáturinn Bakkavík ÁR 100 fórst þar í innsiglingunni og með honum tveir vaskir sjómenn, bræður frá Ásgarði, en þriðja bróðurnum tókst með undraverðu þreki að fleyta sér til lands. Þetta atvik minnir okkur enn á ný á hversu skemmt er milli lífs og dauða. Þarna sáu foreldrar á bak tveim elskulegum sonum i blóma lífsins, tveim harðduglegum sjómönnum, sem hvorki skeyttu um hættu né eigin hag, þegar annarra líf var í veði, má þar vitna til björgunar þeirra á skipshöfn mb. Vers, sem fórst við Vestmannaeyjar 1979. Bræðurnir í Ásgarði voru aldir upp við ást og umhyggju foreldra sinna, og enn höfðu þeir ekki hleypt heimdraganum er þeir kvöddu svo sviplega þetta líf. Þegar hugur minn hvarflar til baka til æsku.og uppvaxtaráranna á Eyrarbakka vilja mörg atvik fanga hugann. Þarna var líf okkar og tilvera bundin fjörunni og sjáv- arlífinu, aflaföngum og afkomu, enda má segja með sanni, að „snemma beygist krókurinn til þess er verða vill“. Þegar við, þess- ir leikfélagar, náðum aldri og þroska, lá leið okkar á sjóinn, eins og ótal annarra ungmenna. Ég var vinnufélagi þeirra bræðra til sjós í nokkur ár á ýms- um bátum. Ekki var hægt að kjósa sér betri og samstilltari vinnufé- laga. Fljótlega fann maður inn á það, að sú vinnutilhögun, að vera undirmaður — öðrum háður með tilskipanir — átti ekki við fram- tíðaráætlanir Þórðar Markússon- ar, enda réðst hann í útgerð á eig- in fari tiltölulega ungur. Bróðir- inn Sigfús fylgdi honum jafnan og annaðist um vélgæsluna og sá yngsti kom með þegar aldur leyfði. Hugur þessara ungu manna var bundinn atvinnusköpun í sinni heimabyggð, því var það ekkert álitamál, að þar var útgerðinni búinn staður. Við sjáum haustið nálgast allt í kringum okkur, en minningar vorsins og gróanda lífsins munu sigra dauðann í vitund okkar, sem eftir stöndum á landi lifenda. Við minnumst þessara góðu og vamm- lausu drengja, sem fórnuðu lífi sínu á altari þrautseigju og dugn- aðar, færandi þjóðarbúinu orku sína til hinstu stundar. Bræðurnir í Ásgarði voru ætíð glaðsinna og góðir félagar, en það duldist engum að þeir áttu báðir til einurð og ákveðnar skoðanir, enda þarf oft að grípa til kaldrar rökhyggjunnar í fangbrögðum við „Ægi konung". Ég hugsa til ykkar í Ásgarði, foreldra og bróður, sem hafið misst svo mikið. Þar megna engin orð að sefa þann ómælisharm, sem á herðar ykkar er lagður. Það er huggun í harmi, að nú erum við þess fullviss, að þeir sigla sjó hins eilífa lífs, og þar á sólríkri strönd bíða þeir okkar hinna, sem á eftir komum. Samúðárkveðjur sendi ég for- eldrum og bróður. Bið guð að blessa minningu bræðranna frá Ásgarði. Hreinn Hjartarson Miðvikudaginn 7. september síð- astliðinn varð hörmulegt sjóslys í innsiglingunni í Eyrarbakkahöfn, þegar vélbáturinn Bakkavík ÁR 100 fórst og með honum bræðurnir Þórður og Sigfús Markússynir, en yngsta bróðurnum var bjargað en börgun hans er talið kraftaverk, sem þakkað er ásamt öðru karl- mennsku hans, sem var viðbrugð- ið. íslenskir sjómenn verða árlega að gjalda toll af stétt sinni og höf- um við Eyrbekkingar ekki farið varhluta af því. En hvað er átak- anlegra en að horfa upp á bát far- ast, nánast úti fyrir landsteinum og ekkert er hægt að gera, þótt skjótt hafi verið brugðist við. Þetta verður hin íslenska sjó- mannastétt að búa við og því vil ég taka undir orð Ellerts B. Schram, þegar hann skrifaði í DV að menn þessir séu hetjur lands vors. Þeir bræður voru prúðir, dreng- lundaðir og mannkostamenn hinir mestu. Hugurinn stefndi snemma á sjóinn. Að loknu námi í íþrótta- skóla Sigurðar Greipssonar fór Þórður á sjóinn. Sama var hvar hann var í skipsrúmi eða að hvaða vinnu hann gekk, alls staðar var hann vel liðinn fyrir einstakan dugnað, handlagni og ósérhlífni. Var hann einstakt snyrtimenni og þeir bræður báðir, sem sést á því hve bátar þeirra voru vel tilhafðir. En þeir bræður byrjuðu útgerð um tvítugt og voru í henni til æviloka. sem söng og dansaði af kátínu, lék við okkur og umbar, leyfði okkur að koma í prívatið sitt til að skoða gömul blöð og nýjar bækur, sí- vinnandi á sjó og landi og eins og margir sjómenn með mikinn áhuga fyrir blómum og ræktun. Við viljum þakka Steina frænda allt gott og biðjum algóðan Guð að taka á móti honum í dýrð sína, að hann fái að vera á þeim stað sem hann vissi einn öruggan. Þann Guð sem segir: Gakk inn til fagn- aðar herra þíns. Við biðjum Guð að blessa nágranna Steina og þá sem voru nálægir þegar han þurfti á þeim að halda og starfsfólk sjúkrahússins, sem gerði allt til þess að honum mætti líða vel síð- ustu ævidaga sína. „Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi." Frændsystkin JW orgtmWato tt» reglulega af ölmm fjöldanum! Lögðu þeir metnað sinn í að útbúa farkosti sína sem best úr garði, en yngsti bróðirinn, sem var alltaf með þeim á sumrin, bjargðist í aukagúmmíbát, sem þeir bræður voru með um borð þótt reglur krefðust þess ekki. Á ýmsu gekk í sjómennskunni en Þórður taldi sitt mesta happ að vera þegar þeir bræður björguðu 2 mönnum af VB Ver 200, sem fórst við Vestmannaeyjar 1. mars 1980. Sigfús lauk námi við Vélskóla Vestmannaeyja og var hann ein- staklega rólyndur og athugull. Þórður var í forystu fyrir þeim bræðrum, þótt allar ákvarðanir væru teknar sameiginlega, enda þeir bræður mjög samrýndir, reyndar eins og fjölskyldan öll, svo einstakt má telja. Það er því sárt að missa ekki aðeins syni og bræður heldur fé- laga líka. Það er huggun harmi gegn fyrir foreldrana, að Vigfús skyldi bjargast. Framtíðin virtist blasa við þess- um ungu mönnum, þeir voru heil- brigðir, áttu gott heimili og voru um það bil að flytja inn í nýjar íbúðir. Voru þeir nýbyrjaðir með veiðarfæri, sem þeir vonuðust til að gæfu vel af sér. Að leiðarlokum, þegar ég kveð þessa vini mína, vil ég þakka sam- fylgdina, gleðina og hjálpina, sem þeir veittu mér og fjölskyldu minni. Minningin um góða drengi lifir. Vona ég að góður Guð styrki foreldra, bróður og ástvini alla í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning þeirra. Valdimar Sigurjónsson Alvíddar dimmbláa djúp dregur mig allan til sín. Ég er með himninum eitt eilífð í huga mér skín. (Magnús Þór.) Vegir guðs eru órannsakanlegir. Hinn slyngi sláttumaður getur knúið dyra hvar og hvenær sem er, og eftir stendur fólk harmi lostið. Eins og nú, er hann þrífur til sín tvo unga menn í blóma lífsins, þá bræðurna Þórð og Sigfús mark- ússyni. Hvers vegna? Við þessu fæst víst ekkert svar, annað en það að þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Við verðum að trúa því að þeirra hafi beðið annað og meira starf handan við móðuna miklu. Við fermingarsystkini Þórðar, kveðjum hann með sárum trega og þökkum honum samfylgdina öll bernsku- og unglingsárin. Minn- inguna um lífsglaðan og kátan, en þó prúðan og hjálpsaman félaga, munum við geyma og varðveita alla tíð. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við bræðurna tvo og biðj- um algóðan guð að gefa foreldrum, bróður og öðrum ástvinum styrk í þessari þungu sorg. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Vald. Briem.) Kveðja frá ferm- ingarsystkinum ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. l»ess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. llandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kalmar eldh úsinnrétting hefur bað sem barf Sú mikla fjölbreytni sem er að finna í útliti og skápagerðum gerir okkur kleift að laga innréttingar að hvaða rými sem er. Við ráðleggjum, mælum og teiknum yður að kostnaðarlausu. Sá sem eignast Kalmar-innréttingu, eignast vandaða vöru á vægu verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.