Morgunblaðið - 01.10.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 01.10.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 17 Útflutningur á sjúklingum — eftir Hauk Benediktsson Það er mikið uppáhaldsefni dagblaða að skýra frá því sem er að gerast í útflutningsmálum. Verður þá flest að fréttaefni. Jafn- vel hvort nokkrir hertir þorsk- hausar hafi verið sendir utan eða ekki. Svo ekki sé nú minnst á öll sýnishornin af lambakjötinu. Það er rannsóknarefni af hverju „pressan" hefur aldrei séð neitt fréttnæmt við útflutning sem þró- ast hefur upp á nokkurra ára tímabili, en að vísu dvínað — veri útrýmt á milli, þar til opnast hafa nýir útflutningsmöguleikar. Þetta er útflutningur á sjúklingum. Aðalútflutningsvaran um þess- ar mundir eru hjartasjúklingar, sem þarfnast skurðaðgerðar. Á síðasta ári voru yfir 100 sjúklingar sendir utan í þessu skyni. Lang- flestir til Bretlands og nokkrir til Bandaríkjanna. Áður voru þeir sem þurftu að gangast undir heilaskurðlækningar glæsilegasti útflutningurinn. Þeir komust í um 100 á ári þar til Borgarspítalinn kom á fót þeirri þjónustu í hálf- gerðum blóra við heilbrigðisyfir- völd fyrir 10 árum. Fyrir nokkrum árum hófst út- flutningur á sjúklingum sem þurftu á rannsókn að halda i svo- kölluðum cat.scanner, eða tölvu- sneiðmyndatæki. Tæki þetta olli „En það er ekki traust- vekjandi að á sama tíma og mælt er með þessari framkvæmd, virðist hjartaþræðingarmiðstð sú sem sett var á lagg- irnar á Landspítala fyrir 10—12 árum og annast rannsóknir á þeim sem gangast undir aðgerðir, hafa verið látin drabb- ast svo niður, að undan- farið hafa fársjúkir sjúklingar orðið að bíða mánuðum saman eftir rannsókn, og er sú staða mála rannsóknarefni út af fyrir sig.“ byltingu á sínu sviði, bæði hvað snerti rannsóknarniðurstöðu og meðferð á sjúklingi og hefur verið talið ómissandi annars staðar í Evrópu sl. 12 ár, ekki síst við rannsókn á sviði heilaskurðlækn- inga. Útflutningur þessa sjúkl- ingahóps var kominn í 50—60 á ári þegar Borgarspítalinn „stalst" til að kaupa notað tæki fyrir kr. 2,0 millj. árið 1981 og útrýmdi þessum útflutningi. Var þetta gert með góðu samþykki borgarstjórn- ar en í andstöðu við heilbrigðisyf- irvöld og greiddu Reykvíkingar einir, auk kaupverðs, kr. 1,0 millj. í tolla af tækinu. Hælir fyrrver- andi heilbrigðisráðherra sér enn af því að neita þátttöku í greiðslu kostnaðar. Á næstu 2 árum, þar til full- komnara tæki kom, spöruðust þessar 2 millj. eingöngu með því að hætta útflutningnum, auk þess sem þeir sem ekki þoldu siglingu fengu mannsæmandi meðferð. Er þaö ekki í lagi aö senda sjúklinga utan? Að sjálfsögðu verður alltaf uppi sú staða að einstök sjúkdómstil- felli verður að senda utan. En þeg- ar ákveðinn sjúkdómshópur er orðinn svo fjölmennur, sem raun ber vitni um hjartasjúklinga, ætti að vera ástæða til að taka afstöðu til málsins. Hvort áfram skuli haldið útflutningi eða leysa málið heima. Sérstaklega vildi ég benda heilbrigðisyfirvöldum á að meðan þessu heldur fram óbreyttu, sé lágmarks krafa að sjúklingar sitji við sama borð og sjúklingar heima, að því er snertir greiðslu kostnaðar. Þegar sjúklingur fer utan fær hann tvö umslög hjá Trygginga- stofnun. 1 öðru er ávísun á flug- farseðil og i hinu er ábyrgðartil- kynning til spítalans um greiðslu. Svo er hann á eigin vegum með tilkynningu um að mæta á þessum degi klukkan þetta á tilteknu sjúkrahúsi erlendis. Hjartasjúkl- ingur sem bíður aðgerðar stekkur nú ekki upp í flugvél og kemur heim eftir 10—14 daga á eigin spýtur. Sjúklingur og eða vanda- menn verða að greiða fargjald og hótelkostnað fyrir fylgdarmann og jafnvel tvo vegna tungumála- vandamáls og ýmissa annarra ástæðna. Mér telst til að sá kostn- aður liggi milli 50—100 þús. kr. Sá baggi er örugglega mörgum sjúkl- ingum þungur ofan á annað sem veikindunum fylgja. Það er ein- kennileg árátta tryggingakerfisins að notfæra sér svona möguleika til „sparnaðar" meðan það greiðir baki brotnu niður ýmis lyf sem kosta minna en bíóferð. Er ódýrara að senda sjúklinga utan? Allar götur frá því að fyrrver- angi borgarlæknir fól sérfræðing- um Borgarspítala og Landspítala á þessu sviði að semja álitsgerð um framkvæmd hjartaskurðlækn- inga hér á landi árið 1971, hefur það legið ljóst fyrir ágreinings- laust, að stefna bæri að því að koma þessari þjónustu á fót hér- lendis. Er þá bæði tekið tillit til sjúklinganna sjálfra, ekki síst þeirra sem veikjast svo hastarlega að þeir verða ekki fluttir, svo og kostnaðar tryggingakerfis og að- standenda. Það er löng og skrautleg saga af þróun þessa máls síðan 1971 þegar þessi fyrsta álitsgerð var samin og einstaklingur bauðst til að gefa Borgarspítalanum dýrasta hluta tækjabúnaðarins. Mjög nýlegir út- reikningar staðfesta ótvírætt að fjárhagslega er mjög hagkvæmt að flytja þessa starfsemi heim, að ekki sé talað um manneskjulegu hliðina, sem hér að framan hefur verið minnst á. En það er ekki traustvekjandi að á sama tíma og mælt er með þessari framkvæmd, virðist hjartaþræðingarmiðstöð sú sem sett var á laggirnar á Landspítal- anum fyrir 10—12 árum og annast rannsóknir á þeim sem gangast undir aðgerðir, hafa verið látin drabbast svo niður, að undanfarið hafa fársjúkir sjúklingar orðið að bíða mánuðum saman eftir rann- sókn, og er sú staða mála rann- sóknarefni út af fyrir sig. Með þeim búnaði, sem notaður er til hjartaþræðingar, hafa á síð- ustu árum hafist tiltölulega ein- faldar aðgerðir, sem í vissum til- fellum koma i stað skurðaðagerða, en ekki er forsvaranlegt að gera starfslið sé til staðar. Ýtir það undir að aðstöðu þessari verði komið hér upp. Um leið og undirritaður brýnir heilbrigðis- og fjármálayfirvöld til að taka faglega afstöðu til þessa máls, vekur hann athygli á, að þvi fylgir órofa skylda til að standa þannig að verki að fullkomin að- staða sé fyrir hendi hverju sinni á þeirri stofnun sem falið verður að veita þjónustu og frá þeirri ábyrgð verði ekki hlaupið. Sept., 1983 Haukur Benediktsson er íram- kræmdastjóri Borgarspítalans. buríWopí'OQ larúrþeim sérstök sérstaka sýningu Þurrblóm eru auy listgrein. Blómaval á þurrblómaskreyti Purrblón5ayet| VÍðTíöfúnvfeng io1 Berty M' meistara Símar 36770 Gróðurhúsmu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.