Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 Úr tónlistarlffmu MARGRÉTT HEINREKSDÓTTIR Á fyrstu hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands á starfsárinu, sem nú er að hefjast, verður frumfluttur nýr cellókonsert eftir Jón Nordal. Er hann saminn fyrir dansk-íslenzka cellósnillinginn Erling Blöndal Bengtson, sem leikur hann undir stjórn Jean-Pierre Jacquil- lat. Það er jafnan viðburður, þegar íslenzkum tónbókmenntum bætist nýtt listaverk, ekki sízt, þegar höfundurinn er Jón Nordal, slíkur fengur, sem er í hverju verki frá hans hendi. Jón Nordal er, eilns og þeir vita, sem til þekkja, maður mjög hógvær og lítt fyrir það gefinn að hafa sig í frammi í fjölmiðlum. J»ó féllst hann á, af þessu sérstaka tilefni, að setjast að spjalli dag einn í vikunni og segja lesendum svolítið frá sjálfum sér og tónsmíðum sínum um árin. Það var fagurt um að litast frá húsi Jóns við Skeljatangann þenn- an dag; dimmblár Skerjafjörður- inn framundan og Álftanesið og stálblá suðurfjöllin böðuð síðdeg- issól. Leiðin þangað hafði kippt mér á svipstundu aftur í tímann til bernskuáranna á þessum slóð- um, þegar þar voru þúfur einar sem nú stendur þorri byggðarinn- ar sunnan við Bauganes — og minnt á vorið 1949, þegar Jón Nordal hafði iokið burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Lokaprófsnemendur á hvaða hljóðfæri sem var nutu óskoraðrar aðdáunar og virðingar smápeð- anna í skólanum, hvað þá sá, sem líka var tónskáld. Það vildi svo til, að þetta ár er sjálfri mér sérstaklega minnis- stætt og það var líka um svipað leyti, sem mér hafði fyrst gefizt kostur á að heyra Erling Blöndal Bengtson leika, þá kornungan, en ótvíræðan snilling á hljóðfæri sitt. Samtalið og tilefni þess snerta þannig ýmsa strengi og tengdi mér fortíð og nútíð. ★ ★ ★ Að loknu námi hér heima hafði Jón Nordal haldið til framhalds- ekki verða af því að fara þangað fyrr en þarna sumarið 1957, rétt áður en ég fluttist endanlega heim. Sú tónlist og þær fagurfræði- legu hugmyndir, sem ég kynntist þarna, höfðu á mig mjög sterk áhrif, þessi hreyfing var geysilega öflug, en ég gat ekki beygt mig undir hana og það tók mig tals- verðan tíma að vinna úr þessum áhrifum. Stemmningin yfir þessu var dá- lítið eins og geometríska abstrak- tionin í málaralistinni á „bannár- unum“, sem Sverrir Haraldsson listmálari kallaði svo, þegar allir urðu að mála abstrakt, hvort sem það samræmdist þeirra eigin til- finningu eða ekki. — Það vekur manni stundum furðu, hvernig listamenn, sem ætla mætti að væru manna sjálf- stæðastir, geta stundum ánetjast stefnum og stíltegundum nánast skilyrðislaust. — Já, þetta kemur kannski til af því, að menn langar að reyna eitthvað svipað og aðrir eru að gera en missa svo jarðsamband við sjálfa sig. Nýjar stefnur opna nýjr leiðir, en ég tel, að sá, sem vill Rætt við Jón Nordal, tón- skáld. sannfæra sjálfan sig um, að mað- ur geti, ef svo má segja, staðið við hverja nótu, sem sett er niður. Þetta gerir verkin kannski erfið- ari áheyrnar, en mér er í mun að þau haldi utan um þann, sem á annað borð hlustar; að hann finni, að þau séu rökrétt frá upphafi til enda. En þegar ég er kominn í gang með að skrifa fellur oftast hver hlutur á sinn stað og skriður- inn getur orðið mjög hraður. Ég skrifaði til dæmis cellókonsertinn á einum mánuði í sumar, en að- dragandinn hafði verið langur. Það eru 3—4 ár frá því að Bengt- son pantaði konsertinn og stóð til, að hann væri fluttur í fyrra, en í millitíðinni kom pöntunin frá Mstslaw Rostropovich í tilefni Scandinavia Today og það verk varð að vera tilbúið á tilteknum tíma, þar sem það átti að flytjast á sérstökum hátíðarhljómleikum í Kennedy Center í Washington. ★ ★ ★ Jón Nordal hefur lítið samið fyrir söngrödd um árin, en þar á meðal eru þó perlur á borð við „Hvert örstutt spor“ og heilræða- vísuna „Stundaðu á það, stúlkan mín“. Ég spurði hann, hvort hann hefði ekki skrifað ljóðasöngva (Lieder). Hann kvað svo ekki vera en sagði, að sig langaði til þess. „Það er bara svo einkennilegt, að þyki mér vænt um eitthvert ljóð og finnist það stórkostlega fallegt, Mér finnst ég þinfa a5 finna verk inín gegnum merg og bein náms í píanóleik og tónsmíðum er- lendis; var í nokkur ár í Sviss, þar sem hann „fékk góða mið-evr- ópska þjálfun í tónsmíðatækni, kontrapunkti og öðru handverki“, eins og hann komst að orði, en kennari hans þar var Willy Burkhard. Síðan dvaldist Jón um hríð með fjölskyldu sinni í Kaup- mannahöfn, þar sem faðir hans, Sigurður Nordal, var sendiherra; ferðaðist síðan um Mið-Evrópu og fór sumarið 1957 á tónsmíðanám- skeið i Darmstadt í Vestur- Þýzkalandi, þar sem þá var mið- stöð hinna nýjustu strauma í evr- ópskri músik. Þessi námskeið höfðu hafizt strax eftir lok heimsstyrjaldar- innar síðari og voru sótt af fram- úrstefnutónskáldum hvaðanæva. „Sumarið, sem ég var þarna," sagði Jón, „voru allsráðandi þeir Karlheinz Stockhausen, Luigi Nono og Pierre Boulez, þá allir postular hinnar njörvuðu rað- tækni. Ég hafði sjálfur fyrst kynnzt nýjum straumum í tónlist síðustu tvö árin í Tónlistarskólan- um hér heima, hjá Jóni Þórarins- syni, sem þá var nýkominn heim frá námi í Bandaríkjunum. Hann hafði lært hjá Paul Hindemith, sem hafði á sínum tíma þótt mjög nýstárlegt tónskáld, en þegar hér var komið, var honum algerlega vísað á bug. Nú skyldu allir semja „serialt". „Ég hafði heyrt um Darmstadt- námskeiðin á námsárum mínum í Sviss, sem þá stóð enn utan við þessar nýjustu hræringar — þar voru menn varla komnir lengra en að Bartók og Stravinsky — en lét vera hreinskilinn við sjálfan sig og í því, sem hann hefur að segja, hljóti að verða að sveigja þær að sínum eigin persónuleika. Það er einfalt að apa eftir stefnum sé maður sáttur við það eitt, en sá, sem vill nota þær til að víkka eitthvað í sjálfum sér, getur þurft til þess langan tíma. ★ ★ ★ Jón Nordal var með fyrstu tónskáldum, sem komu heim frá námi á eftir Jóni Þórarinssyni; um svipað leyti kom einnig Magnús Blöndal Jóhannsson, síðan Fjölnir Stefánsson, Jón Ásgeirsson, Leif- ur Þórarinsson, Þorkell Sigur- björnsson og Atlí Heimir, hver á eftir öðrum, og fleiri mætti telja. Þetta voru ár félagsins „Musica Nova“, sem þeir Jón Nordal, Magnús Blöndal og Fjölnir stofn- uðu ásamt nokkrum ungum hljóð- færaleikurum og var hugmynd þeirra, að sögn Jóns, að halda fé- laginu síungu með því, að „yngri menn tækju jafnóðum við, þegar þeir eldri færu að kalka", eins og hann komst að orði. Jón kveðst oft hafa spilað á tónleikum Musica Nova en tónverk hans hafi aldrei verið flutt þar. Reyndar liðu fram- an af oft mörg ár á milli þess sem hann sendi frá sér tónsmíðar. „Ég hafði snemma fundið sterka þörf fyrir að semja tónverk," sagði hann, „strax og ég byrjaði að læra á píanó fór ég að búa til lög, ekki aðeins að leika mér að hljóðfærinu og leika af fingrum fram, sem ég þó líka gerði, heldur að semja iög í föstu formi og spilaði þau síðan ekki öðru vísi. Á námsárunum í Tónlistarskól- anum samdi ég í mjög hefðbundn- um stíl og með sterkum þjóðlegum áhrifum, an þess þó nokkru sinni að nota þjóðlög, — það hef ég nær aldrei gert. Jón Þórarinsson losaði um stíl minn en þjóðlegu áhrifin héldust. Þau voru mjög sterk í fyrsta verkinu, sem flutt var opinberlega, „Systur í Garðs- horni", en komu síðar meir mis- jafnlega mikið fram. Sem dæmi má nefna tvö verk, sem ég samdi á sama tíma, að loknum námsárun- um í Sviss; annað er hljómsveitar- verkið „Bjarkamál" (samið í til- efni af komu Friðriks IX Dana- konungs 1956), þar sem þjóðleg áhrif eru mjög greinileg; hitt er píanókonsertinn, þar sem þeirra gætir alls ekkert. Eftir heimkomuna lét ég ekkert frá mér fara að ráði fyrr en árið 1962, verk, sem ég kallaði „Brota- spil“. Þá var ég enn að vinna úr þeim straumum, sem ég hafði kynnzt að loknu námi og leita að einhverri nýrri leið, sem mér hentaði til að koma því til skila, sem ég vildi segja. Þar fyrir utan kenndi ég geysimikið á þessum ár- um, bæði píanóleik og hljómfræði, fór auk þess að byggja yfir okkur og tók svo við skólastjórastarfinu í Tónlistarskólanum árið 1959, þannig að lítill tími gafst til tónsmíða. Ég gerði þó alltaf til- raunir með eitt og annað. Hvort „Brotaspil" er nokkurs virði veit ég ekki, en fyrir sjálfan mig skipti máli að koma því frá mér. Það var meira undir áhrifum raðtækninnar en nokkuð, sem ég hef samið fyrr eða síðar — og þó að ég fyndi, að ég væri þar ekki á réttri leið, þurfti ég yfir þennan þröskuld. Svo liðu enn nokkur ár án þess að ég kæmi nokkru frá mér, sem skipti máli, þar til ég skrifaði „Adagio" fyrir flautu, hörpu, pí- anó og strengi árið 1966. Þar fannst mér ég loksins vera á réttri leið, sem félli eðlilega að því, sem ég vildi sagt hafa; að mér hefði tekizt að fá fram vissan ávinning af því, sem ég hafði verið að gera tilraunir með, jafnframt því að halda í sjálfan mig. Samt liðu enn nokkur ár, þar til ég skrifaði næsta verk. Það voru „Stiklur", hljómsveitarverk, pantað í tilefni tuttugu ára afmælis Sinfóníu- hljómsveitar Islands og þá hélt ég áfram á sömu braut. Síðan hef ég komið mun fleiri verkum frá mér en áður, en þó aldrei skrifað neitt nema samkvæmt pöntun eða af einhverju sérstöku tilefni. Það er eins og ég þurfi utanaðkomandi pressu til að koma frá mér því, sem mig langar að gera. — Er það kannski svo, að þú hafir ekki sérstaklega knýjandi þörf fyrir að tónverk þín nái eyr- um annarra? — Nei, sú er ekki ástæðan. Ég finn það bezt, þegar verkin eru farin frá mér og flutt, að ég átti auðvitað að koma þeim frá mér og vildi það. En ég á ekkert létt með að semja — sumir eiga svo létt með þetta. Mér veitist alltaf erfitt að gera upp við mig, hvernig verkin skuli vera; þess vegna er alltaf langur aðdragandi að verk- um mínum. Mér finnst ég þurfa að finna þau gegnum merg og bein og það getur tekið dálítinn tíma að þykir mér það í raun og veru svo fullkomið í sjálfu sér, að ég get varla snert við því. Þannig er með mörg islenzk ljóð. Ef lag er samið við ljóð verður það að vera til þess að bæta einhverju við það, ekki aðeins að gefa því annað form til flutnings. Og ljóð þarf að hafa vissa eiginleika til að henta vel sem texti. Heppilegasta ljóðið er líklega það, sem er á einhvern hátt opið, kannski ekki of fullkomið; ljóð sem gefur ýmislegt í skyn, opnar vissar stemmningar... Þegar Jón ræddi um vinnubrögð sín hlaut hugurinn að hvarfla að gildi þeirra áhrifa, sem hann hef- ur orðið fyrir í uppvextinum, í um- hverfi skáldskapar og fræðaiðk- ana, áhrifa þess á hann sem manneskju og músikant og á við- horf hans til viðfangsefna og vinnubragða. — Ég býst við, að þau áhrif séu mjög sterk, sagði hann. Maður ólst upp við að gera strangar kröfur til sjálfs sín í vinnubrögðum og kynntist jafnframt öllu því bezta, sem til var á andlegum sviðum á þeim árum. Á heimilinu var jafn- an mjög gestkvæmt, fólk kom bæði héðan úr bænum og utan af landi. Mér eru kannski sérstak- lega minnisstæðir kvæða- og sagnamennirnir, sem heimsóttu föður minn og afa og létu mig oft heyra kvæði og stemmur. Ég drakk þær í mig ungur og fór fljótt að reyna að skrifa þær niður. Yfir öllu þessu var þjóðleg- ur blær, sem vafalaust situr djúpt í mér enn í dag og hefur haft sterk mótandi áhrif á tungutak mitt í tónlistinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.