Morgunblaðið - 01.10.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 01.10.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 Fjörutíu farast í eld- flaugaárásum íraka Nikósíu, Kýpur, 30. september. AP. FJÖRUTfU manns létu lífið og 255 særðust seint í gærkvöldi er írakar gerðu eldflaugaárás á tvær íranskar borgir, að því er opinbera íranska fréttastofan IRNA skýrði frá. Að sögn fréttastofunnar höfn- uðu fjórar flauganna í íbúðar- hverfum í borgunum Dezful og Andimeshk skammt frá landa- mærunum með fyrrgreindum af- leiðingum. Sextíu hús voru ger- samlega jöfnuð við jörðu í síðar- nefndu borginni og 120 skemmd- ust. Skammt er á milli borganna tveggja og hafa þær áður orðið fyrir eldflaugaárásum íraka. Árásin nú kom í kjölfar harð- orðaðrar viðvörunar Iraka um að árásum frana á bæi og borgir hinu megin landamæranna yrði svarað af hörku. Styrjöld þjóðanna hefur nú geisað í rúm þrjú ár. Samkvæmt upplýsingum ísraelskra hernað- arsérfræðinga hafa 175.000 manns úr röðum herja þjóðanna fallið í styrjöldinni, þar af hafa íranir misst 125.000 menn. Tyrkjum hótað brott- vísun úr Evrópuráðinu Stra.sbourg, 30. sept. AP. EVRÓPUÞINGIÐ í Strasbourg sam- þykkti í dag ályktun, þar sem skorað er á herstjórnina í Tyrklandi, undir forystu Kenans Evrens forseta, að söðla um í mannréttindamálum, en eiga yfir höföi sér brottvísun úr Evr- ópuráðinu ella. í áskoruninni er tyrknesku stjórninni gefinn frestur til að koma málum í manneskjulegt horf fram til janúarmánaðar. f ályktuninni sagði sömuleiðis að þingið, sem á að kjósa í Tyrk- landi þann 6. nóvember, muni ekki endurspegla lýðræðislegan vilja tyrknesku þjóðarinnar vegna ákvæða sem stjórnin setti varð- andi framkvæmd kosninganna. Lögð hafði verið fram ályktun þar sem Tyrkjum var vísað strax úr ráðinu, en hún var felld og hin ofangreinda samþykkt gerð. Evrópuþingið hefur staðið fyrir allmörgum samþykktum að und- anförnu, þar sem látin er í ljósi gremja vegna mannreítindabrota í Tyrklandi og gagnrýnd meðferð á pólitískum föngum. f fréttum frá Ankara í dag var sagt frá því að Suleyman Demirel, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem var í því embætti þegar valdarán hersins var gert í september 1980, hafi verið leystur úr stofufangelsi. Fimmtán aðrir sem höfðu sætt ámóta meðferð voru einnig leystir úr haldi eða leyft að snúa heim úr útlegð. Dem- irel fær hins vegar ekki að beita sér í þingkosningunum í nóvem- ber, eins og áður hefur verið sagt frá. 23 Kjölurinn leyndardómsfulli Eftir sigurinn í Ameríkubikarnum voru áströlsku siglararnir á skútinni „Ástralía 11“ ekki að fela kjölinn dularfulla lengur, en mikil leynd hvfidi yfir þessum útbúnaði skútunnar og engum gefinn kostur á að virða hann fyrir sér þar til sigur var í höfn. Áhöfn bandarísku skútunnar Liberty reyndi um tíma að fá skútuna dæmda úr leik vegna hins byltingarkennda kjalar, sem er með perulagi og tveimur uggum. Hermt er að kjölurinn hafi aukið hæfni skútunnar, en öðrum hefur þótt athyglin beinast um of að kilinum og frá miklum sjómennskuhæfileik- um skipverja. Myndin er tekin aftur undir skútuna. Veður víða um heim Akureyri 0 skýjaó Amsterdam 23 skýjað Aþena 28 heiðskírt Berlin 16 heiðskírt Brússel 18 þoka Dytlinni 18 rigning Feneyjar 21 þokumóöa Frankfurt 24 heiðskírt Færeyjar 7 alskýjað Qenf 21 heiðskírt Helsínki 10 heiðskírt Hong Kong 25 rigning Jerúsalem 26 heiðskírt Jóhannesarborg 31 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Kairó 30 heiðskírt Las Palmas 25 lóttskýjað London 18 skýjað Los Angeles 24 rígning Madríd 27 skýjað Mallorka 25 skýjaö Miami 28 skýjað Moskva 8 skýjað Nýja Oelhí 35 heiskirt New York 21 skýjað Osló 11 heiðskírt París 27 Iteiðskírt Peking 28 heíðskirt Perth 22 heiðskírt Reykjavík 7 alskýjað Rio de Janeiro 26 rigning Róm 21 heiðskírt San Fransisco 18 skýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Sydney 19 heiðskirt Tel Aviv 27 heiðskirt Tókýó 21 skýjað Vancouver 14 skýjað Vínarborg 20 heiðskirt HA6KAUP Skeifunni 15 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.