Morgunblaðið - 01.10.1983, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.10.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 9 StoeOsít œcID Umsjónarmaður Gísli Jónsson 211. þáttur Raun má það vera fyrir okkur kennara, þegar lang- skólagengnir menn tala bjagað mál. Það er því líkast stundum að til lítils hafi verið barist. En kannski er skýringin eink- um sú, að sumum verði aldrei kennt, ef þeir hafi ekki tilfinn- inguna og smekkinn. Annað má kannski með góðum vilja flokka undir fljótfærni og mis- mæli. Háskólagenginn forystu- maður þjóðarinnar er að lýsa ástandi þjóðmála í sjónvarp- inu á dögunum. Hann er bjartsýnn og styður mál sitt spám þjóðhagsstofnunar um betri hag. En hann vill vafa- laust vera varkár og bætir því við, að þetta séu að vísu getsak- ir einar. Nú hrökk ég við. Ég held að maðurinn hljóti að hafa átt við getgátur = ágiskan- ir, tilgátur. í orðinu getsök, sem er nær einhaft í fleirtölu- myndinni getsakir, er niðrandi merking. Getsakir eru aðdrótt- anir eða dylgjur. Ég myndi gera manninum getsakir, ef ég héldi því fram að hann vissi þetta ekki, en óneitanlega kemur þetta tal illa við mál- næma hlustendur. Enn verða svo blaðamenn fyrir gagnrýni umsjónar- manns. En ég ítreka það sem ég áður hef sagt. Blaðamenn tala hvorki né skrifa verra mál en Pétur eða Páll. Hitt er ann- að, að mál þeirra blasir við augum og áhrif þess geta verið mikil. Því er til mikils af þeim ætlast. Á forsíðu þessa blaðs mátti sjá um daginn, að nýjar upp- lýsingar varðandi suður-kór- esku þotuna, sem skotin var niður, myndu þverskallast við það sem áður hefði fram kom- ið. í minni málvitund þýðir sögnin að þverskallast að þrá- ast við, þrjóskast við, neita. En ég held að sá, sem fréttina skrifaði, hafi meint að hinar nýju upplýsingar myndu koma í bága við, ganga þvert á fyrri upplýsingar. Á forsíðu annars blaðs var með stórum stöfum sagt frá einhverjum sviðum þjóðlífsins, þar sem sólundin væri mest. Átti það víst að vera eyðslan eða óþarfaeyðslan, bruðlið. Vissulega er til sögnin að sól- unda = eyða gegndarlaust og vitleysislega. En ef við ætlum okkur að mynda af henni nafn- orð, finnst mér að það myndi verða sólundun, en ekki þekki ég þá orðmynd. Orðin sólund er hins vegar til, jafnan haft í fleirtölu, sólundir, ef það er samnafn, og merkir þá bletti þar sem sól skín á. Sérnafnið Sólundir er aftur haft um eyjar við Noreg. Þetta var nöldrið. Hins veg- ar ber að þakka hversu fjöl- miðlar eru oft fljótir og fúsir að taka ábendingum. Orðið suður-kóreanskur heyrist varla lengur, heldur er nú sagt og skrifað suður-kóreskur. Ég hef áður talað um dagvistir, skutbíl og forvarnarstarf. Þó er langt frá því, að orð eins og dagvistunarstofnanir og fyrir- byggjandi starf séu að velli lögð. Skal svo gera eina atlöguna enn, því að ekki fellur tré við fyrsta högg. Þær kröfur hljót- um við að gera til tökuorða, að þau lagi sig að og fari eftir íslenskum framburðar-, beyg- ingar- og stafsetningarreglum, og það hafa gert orð eins og kaleikur (kálkur), biskup, Páll, Margrét o.s.frv. Nú dynur yfir okkur kvöld eftir kvöld auglýsing um júró- kard krcditkort, þar sem „júró“ er framburðarmynd fyrir „euro“. Þetta er enskur fram- burður, ekki íslenskur. Lág- markskrafa í þessu sambandi er að euro sé borðið fram evró, eins og í Evrópu. Annars ætt- um við að fara tala ensku og segja Júrópa. Þá vil ég enn leggja til, og ég er ekki einn um það, að í stað orðsins kreditkort verði notað krítarkort. Úlfur Hjörvar í Reykjavík hringdi til mín fyrir nokkru og sagðist hafa notað þessa orðmynd i leikritsþýð- ingu og á Amtsbókasafninu á Akureyri var ég í sumar í „ljósritunarreikningi" sem var dags daglega nefndur krítar- kortið mitt. Ég fékk þessa þjónustu upp á krít, að láni. Rósa Guðmundsdóttir (1795—1855), kennd við skáld- skap, Vatnsenda og Natan, var meðal albestu alþýðuskálda okkar á öldinni sem leið. Frægar eru bestu stökur henn- ar og yfirleitt léttar og auð- skýrðar. Mesta verk hennar er bréf í ljóðum (ferskeytt) það sem hún orti Natani Ketils- syni, er hann hafði brugðið við hana ástartryggðum. Á köflum er þetta bréf listaverk fyrir skaphita, andríki og mælsku. Upphaf einnar vísu í þessu bréfi hefur valdið mér vand- ræðum og þrálátum heila- brotum. Ég sný mér því til les- enda og bið ykkur að aðstoða mig og segja mér hvað merkir nákvæmlega og orð fyrir orð upphafsbraglínan í eftirfar- andi vísu. Farið er eftir text- anum í bók dr. Guðrúnar P. Helgadóttur, Skáldkonur fyrri alda: Kynni una anda grund, áður fyrri betra var, að ég hefði elskað hund eymda frí við þjáningar. Orðið alþýðuskáld er oftast, held ég, skilið svo, að það merki skáld sem lítt eða ekki hefur gengið í skóla, fólk eins og Vatnsenda-Rósa, Bólu- Hjálmar og Stephan G. Steph- ansson. Það er enn umhugsun- arefni, að ég veit ekki aðra betri skilgreiningu á menntun en þá sem hinn síðast taldi setti fram í ljóðabréfi sem gengur undir nafninu eftir- köst. Meðal annars ógleyman- legs efnis í því ljóðabréfi er vísan: Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Fasteignasala — Bankastrœti SÍMAR 29680 — 29455 — 3 LÍNUR Opiö í dag 1—4 Stærri eignir Vesturberg Parhús ca. 130 fm og fokheidur bílskúr. íbúöin er stofur og 3 svefnherb. og eldhús meö þvottahúsi innaf. Vinsæl og hentug stærö. Verö 2,5—2,6 millj. Miövangur Hf. Endaraöhús á 2. hæöum, ca. 166 fm ásamt bilskúr. Nlörl eru stofur, eldhus og þvottahus Uppl 4 svefnherb. og gott baðherb. Teppl á stofum. Parket á hlnu. Innangengt í bílskúr. Verö 3—3,1 mlllj. Vallarbraut Góö ca. 150 fm efri sérhæö ásamt bílskúr. Mikil og góö eign. Ekkert óhvíl- andi. Ákv. sala. Verö 2,5—2,7 millj. Skaftahlíö Ca. 115 fm íbúö á 3. hæö í góöri blokk. Mjög stórar stofur og 3 svefnherb. Hægt aö taka viöbótarherb. af stofu. Mjög góö sameign. Akv. sala. Neshagi Ca. 125 fm sérhæö á 1. hæö í þríbýli. Samliggjandi stofur og 2 herb. Suöur- svalir. Ákv. sala. Verö 2—2,1 millj. Fossvogur Fokhelt parhús á 2. hæöum ca. 210 fm viö Ánaland. Niöri er gert ráö fyrir stof- um, eldhús meö þvottahúsi innaf og 1. herb. llppi eru 4 stór herb. og baö. Arinn í stofu. Teikn. á skrifstofu. Verö 2.2 millj. Rauöageröi Ca. 220 fm elnbýli ó 2 hæöum ♦ ris og btlskúr. Skilast fokhelt. Verö 2,2 millj. Laugateigur Mlöhæö i þríbýli, ca. 117 fm, og 30 fm bilskúr. ibúöin er rúmgóð meö 2 svefn- herb. og hægt aö gera 3ja svefnherb. úr boröstofu. Góö stofa og stórt efdhús. Tvennar svalir. Verö 1800—1850 þús. Vesturbær Gott einbýli úr timbri, kjallari, hæö og rls. Grunnflötur ca. 90 fm. Húsiö stend- ur ó stórrí lóö, sem má skipta og byggja t.d. 2 hæöa hús, eöa einbýli á annarri lóöinni. Til greina kæmi sem part greiösla eign sem í væru tvær þokka- legar íbúöir, t.d. hæð og ris eöa álíka. Teikningar og allar uppl. á skrifstofunni. Skólavöröustígur Ca. 125 fm efsta hæö í steinhúsi, sam- liggjandi stofur, tvö svefnherbergi. allar innréttingar nýjar, viöarklætt loft, ný teppi, nýjar lagnir, stórar svalir. Verö 2.1 millj. 3ja herb. íbúðir Noröurbær Hf. Glæsileg ca. 96 fm íbúö á 3. hæö. Mjög góöar innréttingar. Þvottahús innaf eldhúsi. Verö 1450 þús. Framnesvegur Ca. 75 fm íbúö á 2. hæö. 2 stofur, herb. og baö meö sturtu. Akv. sala. Laus 1. des. Verö 1200 þús. Öldutún Hf. Ca. 80—85 fm íbúö ó 2. hæö í fjórbýii, ásamt góöum bílskúr. Skammt frá öldu- túnsskóla. Björt ibúö meö góöum innrétt- ingum. Suöursvalir. Verö 1,5 millj. Tjarnarból Góö ibúö ó jaröhæö í blokk ca. 85 fm. Akv. sala. Verö 1300—1350 þús. Kópahraun Hafn. Mjög góö 3ra—4ra herb. ibúö á 1. hasö i fjórbýli ca. 95—100 fm. Góö stofa, 2—3 herb. og fallegt baöherb. á sérgangi. Stórar svalir. Þvottahús i íbúöinni. Eftirsótt eign. Verö 1500 þús. Vesturbær Ca. 90 fm góö ibúö í nýlegri blokk nálægt Meistaravöllum Ákv. sala. Verö 1400—1450 þús. Krummahólar Ca. 85 fm íbúö á 4. hæö. Góö eldhúsinnrétt- ing. Þvottaherb. ó hæöinni Verö 1350 þús. Hörpugata Ca. 90 fm miðhæö í þríbýli meö sérinng. 2 stofur og stór svefnherb. Akv. sala. Verö 1300—1350 þús. Miövangur Hafn. Ca 96 fm góö ibúö á 2. hæö. Skáli, stofa, tvö herb. og baö á sérgangi, þvottahús og búr innaf eldhúsi. Suöursvalir. Verö 1450—1500 þús. Álfaskeið Hafn. Góö ca. 67 fm á 3. hæö Parket á holl og eldhúsi. Góö teppi á hinu. Suöursvalir. Bílskúrssökklar. Verö 1200 þús. Kópavogur Ca. 55 fm íbúö á jaröhæö i nýlegu húsi viö Kópavogsbraut. Þvottaherb. og geymsla innaf eldhúsi. Laus fljótlega. Verö 1 —1,5 millj. Friörik Slefánsson viöskiptafræðingur. /Egir Breiðfjörö eölustj. 84433 EINGIHLÍÐ HÆD OG RIS Á hæöinni eru 2 stofur, 2 svefnherbergi, endurnýjaö eldhús og nýstandsett baöherbergi i risi eru 4 rúmgóö svefn- herbergi meö kvistum og snyrtingu. Verö 2,5 millj. KÓPAVOGUR SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR Á besta staö í vesturbænum, 145 fm efri haaö i 2-býtishúsi. M.a. stofur, 3 svefnherbergi meö skápum, eldhús meö nýjum innréttingum, nýflísalagt baöherbergi. Góö teppi og parket. Þvottahús og geymsla á hæðinni. Allt sér. LINDARBRAUT SÉRHÆÐ 5 herbergja ca. 120 fm ibúö á 1. hæö i 3-býlishúsi M.a. 2 stofur, 3 svefnher- bergi. Allt nýtt og baöi. Endurnýjaö eld- hús. Sér inng. Sér hiti. EINBÝLISHÚS KÓPAVOGUR Til sölu í vesturbænum í Kópavogi ein- bylishus úr steini á einni hæö, alls um 145 fm ásamt bilskúr Húsiö er m.a. stofa, boröstofa, 4 svefnherb. Vandaö- ar innréttingar. Ákv. sala EINBÝLISHÚS Til sölu myndarlegt einbýlishús ó einni hæö meö stórri lóö á besta staö viö Vallarbraut ó Seltjarnarnesí. Húsiö er um 140 fm auk 40 fm bilskúrs. í húsinu er m.a. rúmgóö stofa, 4 svefnherbergi á sérgangi, eldhús og baöherb. Ekkert áhvílandi. Laust innan skamms. RAÐHÚS BREIÐHOLTI Nýtt glæsilegt raöhús á tveimur hæöum á fögrum útsýnisstaö. Eignin er alls ca. 200 fm aö gólffleti meö innbyggöum bílskúr. Eignin er ekki alveg fullbúin en allt sem komiö er er af vönduöustu gerö. Verö 2,8 millj. HAFNARFJÖRÐUR SUNNUVEGUR Vönduö 4ra herbergja 2. hæö í tvíbýl- ishúsi. Grunnflötur ibúöarinnar er alls um 115 fm. íbúöin skiptíst m.a. í 2 stof- ur og 2 svefnherbergi. Vandaöar inn- réttingar. Viöbyggingarréttur Verö 1950 þús. KRUMMAHÓLAR 2JA HERBERGJA Falleg. ca. 55 fm íbúö á 3. hæö i lyftu- húsi meö fullfrógengnu bilskýli. ibúöin sem er meö góöum innréttingum og nýjum teppum, er meö noröursvölum. MIÐLEITI STÓR 2JA HERB. M. BÍLSK. Ca. 85 fm íbúö á 2. hæö i fjölbýlishúsi i nýja miöbænum. Til afhendingar tilb. undir tréverk i nóvember. ÓSKAST I SKIPTUM Höfum góöan kaupanda aö einbýlis- húei í Skjólunum, t.d. fokheldu eöa til- búnu undir tréverk. A mótl er boöiö í skiptum, afar glæsileg 5 herbergja hæö viö Hjaröarhaga. ÓSKAST Höfum kaupanda aö góöri 4ra—5 her- bergja hæð í Veaturborginni, meö eöa án bilskúrs. ibúöin veröur borguö út. Atll Vajjnswon löf(fr. Suöurlandsbraut 18 84433 82110 l 7 esió reglulega af ölmm fjöldanum! S-aziíi Opiö 1—4 Sérhæð í Hlíöunum 160 fm 7 herb. glæsileg sérhæö. Arinn i stofu. Bilskúr. Verö 3,1 millj. Við Hjallasel Vandaö 300 fm fullfrágengiö raöhús. Bílskur Gott útsýni. Verö 3,5 millj. í skiptum — Sólheimar Gott raöhús viö Sólheima Fæst i skipt- um fyrir 4ra herb. ibúö í lyftuhúsl viö Sólheima eóa Ljósheima. Glæsilegt einbýlishús viö Barrholt 140 fm 6 herb. nýlegt einbýlishús m. 40 fm bílskúr Faliegur blóma- og trjágarö- ur. Hæó vió Kvisthaga Skipti 5 herb. 130 fm 1. hæö m. bilskúr viö Kvisthaga Fæst i skiptum fyrir 3ja—4ra herb. íbúö í Vesturborginni eöa viö Espigeröi Glæsilegt íbúó v/Krummahóla 6 herb. vönduö 160 fm íbúö á 6. og 7. hæö. Svalir i noröur og suöur. Bilskýti. Stórkostlegt útsýni. Verö 2,5 mlllj. Viö Bauganes 5 herb. 110 fm góö efri hæö Glæsilegt útsýni. Verö 1600—1650 þús. Viö Jörfabakka 4ra—5 herb. göð 120 (m íbúö á 2. hœö. V#rð 1600 þúa. Viö Ljósheima 4ra herb. 90 fm ibúö á 7. hæö í lyftu- húsi. Verö 1450 þús. Viö Hringbraut Hafn. m/bílsúr 4ra herb. miöhæö í þríbýlishúsi. 40 fm bilskúr. Verö 1,7 millj. Við Barmahlíö 4ra herb. íbúö ó efri haaö. Verö 1950 þús. Viö Drápuhlíö 4ra herb. 115 fm efri sérhæö ásamt bílskur Akveðin sala. Verö 1,9—2 millj. Viö Langholtsveg 4ra herb. 116 fm góö íbúö á 1. hæö i þribylishusi. Verö 150Q_þús. Við Háaleitisbraut 4ra herb. 110 (m jaröhæö. Sérlnng. Verð 1400—1450 þúa. Við Æsufell 4ra herb. 105 fm góö ibúö á 4. hæö Stór glæsilegt útsýni. Suóursvalir. Verö 1450—1500 þút. í Miöbænum 3ja herb. risibuö m. svöium. Verö 1 mWj. Við Arnarhraun 3ja herb. góö ibúö á jaröhæö (gengió beint inn). Verö 1350 þús. Viö Engihjalla 3ja herb. 90 fm ibúó i toppstandi á 8. hasö Stórglæsiiegt útsýni. Verö 1400 þúa. Viö Furugrund 3ja herb. ibúö ásamt einstaklingsibúö i kjallara. Möguleiki er aö sameina ibúö- Irnar. Viö Birkimel 3ja herb. góö ibúö á 4. hæö ásamt auka herb. i risi. Góö sameign Verö 1450 þús. Viö Einarsnes 3ja herb. 75 fm íbúö á 2.hasö. Verö 850 þús. Vantar Einbýiishús í sunnanveröum Kópavogi Traustur kaupandi. Vantar Höfum kaupanda af 4ra herb. ibúö i Kópavogi t.d Fannborg Vantar 3ja herb. ibúó i Fossvogi eöa Espigeröi Góö utborgun, jafnvei staögreiösla i boöi. Vantar 4ra herb. ibúö í Fossvogi eöa Espigeröi. Hó útborgun i boöi. Vantar Raóhús i Fossvogi eöa Hvassaleiti. Há utborgun i boði Vantar Einbýlishus í Breiöholtinu Há útborgun i boöi 25JtöiAmffiwnin XOETlír ÞINGMOLTSSTRÆTI 3 SIMI 27711 Sðluatjóri Svwrlr Kristlnsaon PorMtur Guðmundsson sðlumsður Unnstoinn Bock hrl., siml 12320 MróHur Halldðrsaon Iðgfr. Kvöldsími sölumanns 30483. A _/\iiglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.