Morgunblaðið - 12.10.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 12.10.1983, Síða 1
80 SIÐUR 233. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Prentsmiöja Morgunblaösins Gengi ísraelska sikilsins fellt um 23% í gær: Hrun á verðbréfamarkaðin- um talið vera fyrirsjáanlegt T.l A fl „L.Ak AD ^ Margaret Thatcher í raeðustól í gær. Tel Ari», II. okléber. AP. HIN nýja ríkisstjórn Yitzhak Shamir felldi í morgun gengi sikilsins um 23 af hundraði. Jafnframt tilkynnti stjórnin, að gripið yrði til aðhaldsað- gerða, sem m.a. munu hafa í for með sér verulega hækkað verð i ýmissi nauðsynjavöru. Ákvörðun um gengisfellinguna var tilkynnt snemma í morgun að loknum 9 klukkustunda löngum fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Lauk fundinum ekki fyrr en seint i nótt. Þetta er mesta gengisfelling i landinu í sex ár. Samhliða gengisfellingunni var ákveðið að draga úr niðurgreiðsl- um á ýmsum landbúnaðarafurð- um. Má þar nefna mjólk, egg og fryst kjöt, auk brauðvöru. Hefur ákvörðun þessi í för með sér 40- „í allra þágu að hann segi af sér sem fyrst“ Blarkpool, Englandi, 11. október. AP. GREINILEGT var við upphaf árs- fundar breska íhaldsflokksins i dag, að flestir þingfulltrúar voru á því að gera sem minnst úr framhjáhaldi Cecil Parkinson, eins ráðherra ríkis- stjórnar Margaret Thatcher. Mál þetta hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi undanfarna daga. Undir forystu John Gummer, arftaka hans i embætti formanns flokksins, var Parkinson hælt á hvert reipi fyrir frammistöðuna i ráðherratíð hans og framlag hans til stórsigurs íhaldsflokksins í þingkosningunum í vor. Parkinson er af mörgum talinn eiga stærstan þátt í kosningasigrinum. Ekki voru þó allir flokksmenn á því að taka þannig á vixlspori ráðherrans. Einn þingmanna flokksins, Ivor Stanbrook, lýsti þvi yfir, að ekki aðeins hefði Parkin- son viðurkennt að vera flagari, heldur væri hann flón f þokkabót. „Það er í allra þágu að hann segi af sér sem fyrst," sagði Stanbrook m.a. í harðorðri ræðu sinni. Flest mál féllu i skuggann af umræðum um Parkinson á þessum fyrsta degi þingsins. Þar á meðal má nefna tillögu um strangari við- urlög við glæpum. Margir harð- linumenn innan flokksins eru ein- dregnir fylgismenn dauðarefs- ingar. Urðu þeir fyrir miklum vonbirgðum er fellt var i þinginu í sumar að innleiða hana á ný. Dauðarefsing var afnumin í Bret- landi 1969. 50% hækkun á áðurnefndum vöruflokkum. Er talið að hún komi til framkvæmda á morgun. „Þessar aðgerðir eru á all^n hátt ólikar því, sem við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ sagði Yoram Aridor, fjármálaráðherra. Hann bætti því ennfremur við, að vegna aukins aðhalds sæi stjórnin sér ekki fært að veita launþegum vísitölubætur á laun til þess að mæta hækkun nauðsynjavara. Fjárhagsstaða ríkissjóðs er slæm í ísrael. 1 síðustu viku voru birtar nýjar tölur um stöðu hans. Sýndu þær, að halli á vöruskipta- jöfnuði hefur aukist um 21%. Nema erlendar skuldir ríkisins 21,5 milljörðum dollara eða sem svarar 570 milljörðum íslenskra króna. Talsverð röskun varð á efna- hagslifinu strax í gær, þar sem út hafði spurst að gengisfelling vofði yfir. Seldi almenningur verðbréf sín í miklum mæli og notaði pen- ingana til þess að hamstra nauð- synjavörur. Var víða örtröð i stórmörkuðum. Sala verðbréfanna kemur sér mjög illa fyrir allan einkarestur í landinu. Tilkynntu bankar í morgun, að þeir gætu ekki haldið áfram að losa fé með þessum hætti og þykjast margir sjá fyrir hrun á verðbréfamark- aðnum. Ratsjár- kerfið í ólagi Mowkvu, 11. október. AP. HÁTTSETnjR sovéskur embætt- ismaður skýrði frá þvi í dag, að tvær þriggja ratsjárstöðva Sov- étmanna á Kamtsjatka-skaga hefðu verið í ólagi þegar kóreska farþegaþotan rauf sovéska loft- helgi þann 1. september síðastlið- Sagði hann þetta eina megin- skýringu þess, að þotunnar hefði ekki orðið vart fyrr en skammt frá eynni Sakhalin. Brugðu Sovétmenn hart við og skutu þotuna niður. Allir um borð, 269 manns, fórust. Þessi yfirlýsing gengur þvert á fyrri ummæli Sovétmanna á blaðamannafundi, sem efnt var til þann 9. september. Jafnframt sagði embættis- maðurinn, að skipunin um að granda þotunni hefði verið gef- in þegar sovésk yfirvöld töldu sig hafa fengið óyggjandi sann- anir fyrir því að þotan væri í njósnaflugi og hefði sent upp- lýsingar til bandarískra fjar- skiptastöðva. Setningarathöfn ársþings íhaldsflokksins. Símamynd AP. „Stór- hættu- legur leikur" Bandad, írak, 11. október. AP. AÐ SÖGN vestrænna sendi- ráðsstarfsmanna og heimildar- manna innan hersins bendir allt til þess að írakar noti nýju frönsku Etenard-þoturnar og Ex- ocet-flaugarnar, sem þeir hafa nýverið fengið, til þess að stöðva olíuútflutning frana. Að sögn þeirra, sem best þekkja til, er ætlun íraka að eyðileggja olíuhafnir írana og fá þá þannig til að loka Hormuz-sundi eins og þeir höfðu hótað fengju írakar frönsku þoturnar. Láti íranir verða af því vonast frakar til þess að Bandaríkjamenn sker- ist í leikinn. Meginþorri þeirr- ar olíu, sem Vesturlönd kaupa frá Persaflóaríkjunum, fer um þetta sund. „Þetta er stórhættulegur leikur íraka,“ sagði einn vest- rænna sendiráðsstarfsmanna I viðtali við AP-fréttastofuna. „Þetta gæti eyðilagt fjárhag fjölda ríkja við Persaflóa og leitt til alvarlegs olíuskorts víða um heim.“ Seint í kvöld bárust fregnir af því að hópur bandarískra herskipa væri á leið til Ind- landshafs. Að sögn talsmanns bandaríska varnarmálaráðu- neytisins sigldu skipin um Súez-skurð í dag á leið sinni til Indlandshafs. Ekki var hægt að fá það staðfest hvort ferð skipanna er í beinum tengslum við deilu írana og íraka. Skærur blossa upp á ný í Afganistan: Yfir tuttugu stjórnarher- menn féllu í hörðum átökum Islamabad, PakisUn, 11. október. AP. AÐ MINNSTA kosti 22 hermenn, ýmist sovéskir eða úr afganska stjórnarhernum, féllu í bardögum við frelsissveitir Afgana f síðustu viku, að því er haft er eftir erlendum sendiráðsstarfsmönnum. Fjórir úr liði frelsissveitanna féllu í þessum hörðustu átökum í landinu um nokk- urt skeið. Samkvæmt áðurnefndum heim- ildum voru bardagarnir mestir um fyrri helgi. Féllu þá 12 sovéskir hermenn og sex særðust þegar herflutningalest ver gerð fyrirsát við þorpið Durrani, skammt suður af Kabúl. Á milli 20 og 30 farar- tæki voru eyðilögð í fyrirsátinni. Þá skýrðu ferðamenn frá því, að þeir hefðu séð fjölda farartækja, sem orðið höfðu fyrir skemmdum. Stjórnarherinn svaraði fyrirsát þessari með því að senda sovéskar MiG-þotur og þyrlur gegn frels- issveitarmönnum þegar þeir leit- uðu skjóls í þorpinu. Fjórir þeirra féllu og þrír særðust er meirihluti þorpsins var jafnaður við jörðu í loftárás. Þá féllu þrír sovéskir hermenn og fjórir úr stjórnarhernum siðar þessa sömu helgi þegar aftur kom til átaka á milli þeirra og frels- issveitanna. Loks féllu tveir sov- éskir hermenn í annarri fyrirsát, sem gerð var einhvern fyrstu daga mánaðarins. Henni var svarað með loftárásum á svipaðan hátt og við Durrani. Bárust fregnir af talsverðu mannfalli í röðum óbreyttra borgara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.