Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 15 ■ Patreksfjörður — hafnarsvæðið Hraðfrystihús Patreksfjarðar er til vinstri við bryggjuhorniö. Skjaldar- húsið er hægra megin við miðju og fiskimjölsverksmiðjan lengst til hægri. Þar er verið aö reisa blönd- unartanka fyrir verksmiöjuna. Jona Valdimaraaon, kaupfélagaatjóri og formaóur atjórnar HP framan vid fryatihúaið, aam hefur varid lokað: Ekki aðaina apurning um paninga — þatta ar fyrirtæki allra hreppabúa. Jens á það áherslu, að nauðsyn samstöðu heima fyrir væri það, sem mestu skipti f þessu máli. „Undirbúningsnefndinni svoköll- uðu og hreppsfélaginu hefur verið boðin aðild að því uppbyggingar- starfi, sem þarf að fara fram,“ sagði hann. „Breytingar á rekstri hússins verður að gera og þá er ég ekki aðeins að tala um nauðsyn þess að Ijúka byggingu þess. Það er augljóst, að við fáum enga frek- ari lánafyrirgreiðslu úr sjóðunum nema farið verði út í að klára hús- ið. Hvort og hvenær það verður veit ég ekki á þessari stundu en það er til rekstraráætlun um það, m.a. með tilliti til smábátaútgerð- arinnar, sem alltaf hefur verið töluverð á Patreksfirði. Þeirri grein þarf að veita þjónustu. Við höfum verið að reyna það, þeir hafa mest lagt upp hér hjá okkur, en það er mjög óhagkvæmt miðað við núverandi rekstrarform að kaupa skakfiskinn. Til að það svari kostnaði þarf að gera ýmsar breytingar á rekstrinum," sagði Jens. Hann sagði varðandi bátinn Þrym, sem liggur bundinn við bryggju á Patreksfirði, að hann teldi að hægt væri að leysa vandann, sem sneri að bátnum beint og einangrað, „ef það sýndist þjóna einhverjum tilgangi. Sem stendur getum við ekki unnið afl- ann og því er verið að ræða við Bílddælinga um að þeir tækju e.t.v. við fiski úr Þrym. Það verður að koma í ljós hvort hægt verður að skapa samstöðu hér heima. Vilji heimamanna er grundvallaratriðið í þessu máli,“ sagði Jens. „Við höfum verið með hlutafjárútboð í þvi skyni að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Við höfum boðið hreppsfélaginu að eiga mann í stjórn fyrirtækisins án atkvæðisréttar. Við erum nefnilega ekki endilega að tala um fjármagn, þetta fyrirtæki er und- irstaða þess, að hér þrífist mann- líf. Hraðfrystihús Patreksfjarðar er ekki einkastofnun, heldur fyrir- tæki allra hreppsbúa. En kaupfé- lagið getur illa staðið undir þessu eitt, nú þegar skuldar HP kaupfé- laginu mikla peninga og hefur gert áður. Það hefur sett Kaupfé- lag Vestur-Barðstrendinga í hrikalega stöðu.“ Eins og fram kom í Mbl. á sunnudaginn hyggst stjórn HP flytja inn erlendan vinnukraft, 25 ástralskar stúlkur, jafnskjótt og húsið hefur verið opnað. Þegar allt er í gangi hjá HP og bæði Þrymur og Sigurey á sjó vinna um 100 manns hjá fyrirtækinu en þegar starfsfólki var sagt upp í síðustu viku voru starfsmenn í húsinu um 40. Nokkur hópur þar af hefur undanfarna daga verið að ganga frá skreið til upphengingar en uppsagnirnar taka gildi nk. mánu- dag. Jens Valdimarsson sagðist ekki vera í vafa um að hjól at- vinnulífsins á Patreksfirði ættu aftur eftir að snúast: „Þetta er eitt af elstu hraðfrystihúsum á land- inu,“ sagði hann þegar við kvödd- umst. „Það hefur hingað til staðið af sér alla stormsveipi og ég hef trú á að það sé hægt að rísa upp úr þessum öldudal með samstilltu átaki heimamanna.“ „Lokunin kom ekki á óvart“ —segir Ragnar Fjeldsted, beit- ingamaður og háseti á Sigurey RAGNAR Fjeldsted var að bera línuballa frá borði á Guðrúnu Hlín og setja aftan á lítinn pallbfl. Hann hefur verið háseti á Sigurey, togara HP, en varð stopp fyrir mánuði síðan þegar skipið fór í slipp í Englandi. Síðan hefur hann beitt fyrir trillukarla á Patreksfirði. „Ætli ég fari ekki á togarann aft- þess háttar. Þetta stopp kemur ur ef hann fer á veiðar," sagði hann, manni því ekkert sérstaklega á „eða þá að ég fæ beitingu á einhverj- óvart. Það varð til dæmis tíu daga um bátanna. Ég held þó að það komi stopp í sumar, en þvi var reddað til ekki til þess — togarinn fer af stað bráðabirgða. Nú virðast þeir ekki aftur." vilja redda lengur til bráðabirgða, — Áttu mikið óuppgert hjá út- enda ekkert vit í því, það þarf að gerðinni? finna húsinu eðlilegan rekstrar- „Nei, við eigum siglingartúrinn grundvöll." inni, það var siglt úr síðustu veiði- — Þú óttast ekki atvinnuleysið? ferð. Það hefur nú gengið svona og „Nei, ég er svo sem ekkert hrædd- svona að fá uppgert hjá þeim, sjald- ur við það. Togarinn fer á veiðar an til peningar, en það hefur komið aftur held ég og þá verður annað- fyrir rest.“ hvort siglt með aflann eða honum — Okkur er sagt að það hafi fisk- landað annars staðar. En ég er ekk- ast vel... ert að barma mér of mikið. Ég er „Já, það hefur fiskast vel þegar fæddur hér og vil vera hér svo lengi við höfum verið á sjó. En við höfum sem ég fæ atvinnu við mitt hæfi. oft þurft að stoppa lengi í landi, það Það verður að kippa þessum málum hefur tekið langan tima að fá olíu og hér i liðinn." wi-ím -j HlT i «rýlWMH p- ! M 1 " *■*. i 1 •Sr ' " fíagnar Fjaldated baitingamaður: Lokunin kamur akki i óvart...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.