Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 31 Þættir um menn- ingarlíf á íslandi — teknir hér upp af sænska sjónvarpinu HVAÐ er aö gerast í menningar- lífinu á íslandi, er efni sjónvarps- þátta sem s«nska sjónvarpiö í Luleá hefur hafið að gera, í samvinnu viö norölægar sjónvarpsstöövar finnska og norska sjónvarpsins. Höfundur þáttanna Andres Björbammar dagskrárgeröarmaöur við sjónvarpiö í Luleá, kom til íslands í fyrra til að taka viðtal viö forseta íslands Vig- dísi Finnbogadóttur og vaknaði þá súhugmynd að gera þætti um menn- ingarlíf á fslandi. Anders kom síöan á ný í janúar til að undirbúa upptöku þáttanna, en hún fór fram nú fyrir skömmu. Þættirnir veröa tveir, fjall- ar annar um bókmenntir og hinn um leikhús og kvikmyndagerö. í bók- menntaþættinum eru viötöl við ís- lenska rithöfunda og var hluti hans tekinn á Bessastööum og kemur for- seti íslands Vigdís Finnbogadóttir þar fram sem gestgjafi. Var rætt við Halldór Laxness, Svövu Jakobsdótt- ur, Steinunni Siguröardóttur, Einar Braga, Þórarinn Eldjárn og Guðrúnu Helgadóttur, og Jakobína Sigurðar- dóttir var heimsótt norður í land. Þá er í þættinum rætt við Ólaf Jónsson bókmenntagagnrýnanda um lestr- arvenjur íslendinga. í þættinum um leiklist og kvik- myndagerð, voru farnar heim- sóknir í Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og íslensku óperuna. Einnig til Leikfélags Akureyrar og Leikfélags Akraness. í þessum þætti eru mörg viðtöl og m.a við forseta fslands Vigdísi Finnboga- dóttur um leikhús og leikhúslíf á íslandi, og við kvikmyndagerðar- mennina Þorstein Jónsson og Ág- úst Guðmundsson. Þættirnir munu líklega verða sýndir í Svíþjóð í janúar. Doktor í heimspeki Endurskinsmerkin sýnd. á frumheimildum feril tilrauna Skinners á tímabilinu 1928—1938 og leiðir líkur að því hvernig kenn- ing hans um virkt atferli hafi orð- ið til. Hann bendir á að Skinner hafi byrjað tilraunaferil sinn sem lífeðlisfræðingur í anda Pavlovs og Sherringtons, en endað með því að hafna hefðbundnum kenning- um lífeðlisfræðinnar um tauga- viðbrögð (reflex physiology). Kristján færir rök að því að Skinner hafi í raun sett fram kenninguna um virkt atferli tölu- vert fyrr en talið hefur verið, eða 1935—1936 í stað 1938. Skömmu fyrir doktorsprófið átti Kristján viðtal við Skinner, sem er starf- andi við Harvard-háskóla. Ræddu þeir sérstaklega þetta atriði og féllst Skinner á þessa niðurstöðu Kristjáns. Kristján notar þessa niðurstöðu um hvenær kenning Skinners hafi fyrst komið fram, til þess að meta gildi kenningar Kuhns og Land- aus, sem eru tvær helstu kenning- ar innan vísindaheimspeki í dag. Kristján Guðmundsson er fædd- ur í Reykjavík 1953 og er sonur Guðmundar Jónatans Kristjáns- sonar, málarameistara, og Jónu Laufeyjar Hallgrímsdóttur. Hann er kvæntur Margréti Jóhannsdótt- ur og eiga þau 2 börn. Kristján lauk stúdentsprófi frá M.H. 1974, B.A.-prófi í sálfræði frá H.I. 1978 og M.A.-prófi í heimspeki frá Uni- versity of Western Ontario 1979. Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn kennari við Kvenna- skólann í Reykjavik. Umferðarvika í Grindavík: „Förum auðvitað yfír á gangbraut“ „VÍST vitum viö hvernig viö eigum að haga okkur í umferöinni. Við veröum að passa aö endurskins- merkin sjáist vel og líta vel í kring- um okkur. Svo förum við auðvitað alltaf yfir götuna á gangbraut- inni,“ sögöu nokkur 6 ára börn í forskólanum í Grindavík, er Morg- unblaðsmenn spuröu þau hvernig þau ættu aö haga sér í umferðinni. Undanfarna viku hefur staðið yfir sérstök umferðarvika með fjölbreyttri dagskrá í Grindavík. Meðal fræðsluþátta hefur verið umferðarkynning fyrir yngstu vegfarendurna. Hefur lögreglan fært þeim endurskinsmerki og frætt þá um helztu undirstöðu- atriðin í umferðinni. Er Morgun- blaðsmenn voru þar á ferð í síð- ustu viku voru lögregluþjónarnir Guðfinnur Bergsson, Sveinbjörn Ægir Ágústsson og kennari barnanna, Sigrún Árnadóttir, fóstra, að leiðbeina börnunum og tók þá Friðþjófur Helgason, ljósmyndari Mbl., meðfylgjandi myndir. Hinn 16. ágúst síöastliöinn lauk Kristján Guömundsson doktorsprófi í beimspeki, Ph.D., viö University of Western Ontario í Ontario-fylki í Kanada. Doktorsritgerð Kristjáns ber heitiö „The Emergence of B.F. Skinner’s Theory of Operant Be- havior: A Case Study in the History Dr. Kristján Guömundsson and Philosophy of Science". Ritgerö- in er á sviöi vísindasögu og visinda- heimspeki og fjaliar um uppruna kenningar B.F. Skinners um virkt atferli (operant behavior). Kenning Skinners um virkt at- ferli er mjög þekkt innan sálfræð- innar, en hefur frá byrjun verið umdeild. I ritgerð sinni rekur Kristján með nákvæmri rannsókn Sigrún Árnadóttir, fóstra, leiöir börnin yfir gangbrautina og lögregluþjónarnir Sveinbjörn Ægir Ágústsson og Guðfinnur Bergsson sjá um aö rétt sé að farið. JtloraimlUabtí> Metsölubladá hverjum degi. SÖLUMADURINN OKKAR REYNDUR í STARFI -TRAUSTUR í VIÐSKIPTUM. Hann veitir þér alla nauðsynlega þjónustu, varðandi kaup eða sölu á notuðum bifreiðum. m BIFREIDADEILD SAMBANDSINS BÍLASALA HÖFÐABAKKA9 SÍMI 39810 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRU OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9-18. (OPIÐ I HÁDEGINU) LAUGARDAGA KL. 13-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.