Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Fjárlög fyrir árið 1984 Hlutfallstölur einstakra ráðuneyta: Heildargjöld fjár- lagafrumvarps hækka um 10% frá endurskoð- aðri gjaldaáætlun 1983 HEILDARGJÖLD í fjárlagafrumvarpi komandi árs verða kr. 17.426 m.kr. og hækka um 34,3% frá fjárlögum en um 10% frá endurskoðaðri gjaldáætlun fyrir árið 1983. Hlutfall einstakra málaflokka (ráðuneyta) í heildarútgjöldum sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi 1984, — sem og hlutfallsleg hækkun þeirra frá fjárlögum 1983 — er mjög mismunandi. Hlutfallstölur einstakra ráðuneyta; bæði í heildarútgjöldum skv. frumvarpi og í hækkun milli ára, fara hér á eftir. Ráðuneyti: Hlutfall af Hækkun frá heildarútgjöld- fjárlögum 1983: um fjárlagafrv.: Æðsta stjórn rikisins Forsætisráðuneytið Menntamálaráðuneytið U tanríkisráðuneytið Landbúnaðarráðuneytið Sj ávarútvegsráðuneytið Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Félagsmálaráðuneytið Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið Fjármálaráðuneytið Samgönguráðuneytið Iðnaðarráðuneytið Viðskiptaráðuneytið Hagstofa íslands Ríkisendurskoðun Fjárlaga- og hagsýslustofnun 0,7% 57,8% 0,7% 35,1% 16,2% 51,4% 1,3% 76,1% 3,6% 9,9% 1,2% 24,1% 4,6% 55,8% 4,0% 41,3% 3,87% 36,1% 4,3% (lækkun)= 35,2% 8,0% 15,3% 5,3% 100,1% 6,3% 24,2% 0,1% 56,1% 0,1% 63,1% 4,9% 127,9% Fjárlagafrumvarp fyrir árið 1984 Tekjur Millj.kr. Beinir skattar 2,992 Óbeinir skattar 14,166 Aðrar tekjur 277 17,435 Gjöld: Samneysla 7.943 Neyslu- og rekstrar- tilfærslur 7.635 — Sértekjur 537 15.042 Stofnkostnaöur, fjárfesting 965 Fjármagnstilfærslur 1.419 17,426 Rekstrarjöfnuður 9 Tekjuskattur 14,1% ríkissjóðstekna: Skattar í verði vöru og þjónustu 81,3% - Heildartekjur hækka um 17,3% frá 1983 ÓBEINIR skattar, sem koma fram í veröi vöru og þjónustu, verða áfram langstærsti tekjustofn ríkissjóðs, samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1984, eða 81,3% ríkissjóðstekna. Þar af gefa gjöld af innflutningi 15,6%, gjöld af framleiðslu 7,0%, gjöld af seldri vöru og þjónustu 53,2% og aðrir óbeinir skattar 5,5%. Beinir skattar leggja til 17,1% ríkissjóðstekna. Þar af nema eignaskattar 3% teknanna en tekjuskattar 14,1%. Arðgreiðslur frá fyrirtækjum í B-hluta fjárlaga nema 0,3% ríkis- sjóðstekna en ýmsar tekjur 1,3%. Heildartekjur ríkissjóðs verða 17,435 m.kr. og gjöld 17,426 m.kr. Tekjur hækka um 34% frá fjárlög- um 1983 en aðeins um 17,3% frá því sem talið er að verði í raun á líðandi ári. Áætlaður jákvæður rekstrar- jöfnuður er 9 m.kr. Frá setningu Alþingis sl. mánudag. Fjárlög byggjast ekki lengur á „reiknitölu“: Margþætt sparnaðaráform boðuð fyrir árið 1984 VIÐ GERÐ fjárlagafnimvarps fyrir árið 1984 var horfið frá þeirri aðferð sem beitt var ■ ráðherratíð Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, að miða hækkun á útgjöldum milli ára við „reiknitölu** sem reyndist ekki í samræmi við raunveru- legar hækkanir, en á árinu 1983 verður umtalsverður halli á ríkissjóði. Fyrir árið 1984 voru „tekin upp ný og breytt vinnubrögð" eins og segir í greinargerð frumvarpsins: „Þar er hvarvetna beitt ströngu aðhaldi, en þeir þættir í rekstri ráðuneyta og stofnana sem ætlunin er að haldist óbreyttir eru metnir á sem raunhæfastan hátt miðað við upplýsingar úr ríkisreikningi um hvað starfsemin raunverulega kostar." I þvi skyni að auka sparnað og stuðla að rekstrarjöfnuði hafa launaliðir stofnana ríkisins verið lækkaðir frá þessu raungildi miðað við ríkisreikning um 2,5% og önnur rekstrargjöld um 5%. Segir í grein- argerð fjárlagafrumvarpsins að ráðuneyti og stofnanir muni fá fyrirmæli um að draga saman segl- in á sínu sviði sem þessu nemur. Settar verða reglur um starfs- mannahald sem meðal annars taka til endurráðninga starfsmanna og yfirvinnu. „Sparnaður ráðuneyta og stofnana næst ekki endilega með jafnri niðurfærslu allra útgjalda- liða heldur með heildarlækkun út- gjalda hvers ráðuneytis," segir í greinargerðinni og því er bætt þar við, að ríkt verði eftir því gengið að rekstur ríkiskerfisins verði í sam- ræmi við greiðsluáætlanir sem byggist á þessum sparnaðarfor- sendum og ekki komi til aukafjár- veitinga „nema í algerum undan- tekningartilvikum" eins og það er orðað. Um sparnað að öðru leyti segir, að framlög til ýmissa sjóða verði verulega minni en áður og jafn- framt sé ráðgerð lækkun fjárveit- inga til verklegra framkvæmda og heilbrigðis- og tryggingamála, niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum séu þar að auki áætlaðar hinar sömu að krónutölu og í ár. Gert er ráð fyrir að sambærileg skerðing verði á ráðstöfunarfé Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og varð á sfð- ari hluta þessa árs. Þá er við það miðað að ýmsar ríkisstofnanir selji þjónustu sína „á eðlilegu verði" eins og það er orðað og sértekjur þeirra hækki í samræmi við það. Ekki er gert ráð fyrir fjárveiting- um til að ráða í nýjar stöður, þó er gert ráð fyrir nýjum stöðum á stofnunum fatlaðra og þroska- heftra í skólakerfinu. í athugun er að fresta gildistöku ýmissa laga sem hafa mikinn kostnað í för með sér og að flytja verkefni og tekju- stofna í áföngum til sveitarfélaga á næstu árum. Aukið verður aðhald og eftirlit með utanlandsferðum ríkisstarfsmanna og nýjar reglur settar um notkun ríkisstofnana á bifreiðum og greiðslu til starfs- manna fyrir akstur. 1 greinargerð fjárlagafrum- varpsins segir ennfremur þegar rætt er um opinberan sparnað: „Þá er sala eignarhluta ríkissjóðs í fyrirtækjum þáttur í þeirri stefnu stjórnvalda að draga úr ríkisum- svifum. Margar þessara aðgerða eru þess eðlis, að þær þurfa eðlilega nokkurn undirbúningstíma og koma aðeins að takmörkuðu leyti fram í beinum sparnaði eða lækkun útgjalda í þessu frumvarpi." „Brotið blað í efnahagsstjóm**: Launamálastefna mótuð með fjárlögum 1984 RÍKISSTJÓRNIN markar stefnu f launamólum gagnvart starfsmönnum ríkis- ins í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1984. Er við það miðað að laun hækki frá desemberverðlagi 1983 um 6% á árinu 1984 og önnur rekstrargjöld ríkissjóðs um 4%. Þessi launamálastefna byggist á því að unnt verði að „halda gengi krónunnar sem stöðugustu á árinu 1984“ eins og það er orðað í greinargerð fjár lagafru m varpsins. Þá segir einnig í greinargerðinni um launamálastefnuna: „Með slíkri stefnumörkun er brotið blað í efna- hagsstjórn hér á landi. Stefnan er opinberlega mörkuð og allir aðilar geta þannig tekið ákvarðanir út frá þeirri viðmiðun. Það er staðfastur ásetningur ríkisstjórnarinnar að hvika ekki frá þeirri stefnu. Þar með hvílir sú ábyrgð á öðrum aðil- um í hagkerfinu að gæta þess að ekki sé farið út fyrir þau mörk sem samræmast jafnvægi í þjóðarbú- skapnum og áframhaldandi hjöðn- un verðbólgu. Markmiðið er að sjálfsögðu að skapa skilyrði til auk- innar framleiðni og framleiðslu á ný, en það er eina raunhæfa leiðin til bættra lífskjara og atvinnu- öryggis. Þetta fjárlagafrumvarp er snar þáttur í þessari heildarstefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar." í þessum kafla greinargerðar frumvarpsins er vísað til þess að í stefnuyfirlýsingu rfkisstjórnarinn- ar sé grundvöllur efnahagsstefnu hennar skilgreindur með þeim hætti að festa verði sköpuð með „raunhæfri gengisstefnu sem ásamt aðhaldssamri fjármála- og pen- ingastefnu myndi umgjörð ákvarð- ana í efnahagslífinu. Að loknum að- lögunartíma (eftir 1. febrúar 1984 innsk. Mbl.) beri aðilar vinnu- markaðarins ábyrgð á samningum um kaup og kjör í ljósi opinberrar stefnu í gengis- og kjaramálum." 1 fjárlagafrumvarpinu er sem sé mótuð sú stefna i þessu efni að gengi krónunnar verði haldið „sem stöðugustu" á næsta ári og miðað við það mark að ná verðbólguhrað- anum niður sé „svigrúm til iauna- hækkana ekki meira en 4—6% að meðaltali á árinu 1984.“ Launaáætlun einstakra ríkis- stofnana er í fjárlagafrumvarpinu í samræmi við áætluð launastig á ár- inu 1984, og er þá miðað við að laun hækki um 8% 1. júní og 4% 1. október 1983. Að auki er gengið út frá því að laun á árinu 1984 verði 6% hærri en í árslok 1983. Laun opinberra starfsmanna hækka því að meðaltali um 14,5—15% milli ár- anna 1983 og 1984. Hins vegar hafa launaáætlanir einstakra stofnana verið lækkaðar um sem nemur 2,5%, sem er liður í sparnaðará- formum ríkisstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að verðlag á árinu 1984 verði að meðaltali 4% hærra en í árslok 1983. Er þá meðal annars gengið út frá að hækkunarþörf fyrir opinbera þjónustu hafi komið að fullu fram fyrir lok þessa árs. Hækkun milli áranna 1983 og 1984 á helstu mælistikum innlends verð- lags er því sú, að byggingavísitala hækki um 22—23% og að hækkun verðlags á almennum rekstrar- gjöldum stofnana nemi svipuðu hlutfalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.