Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Minning: Hólmfríður Krist- ín Helgadóttir Fædd 23. september 1895 Dáin 2. október 1983 Sunnudpginn 2. þ.m. lést systir 'mín, sem hét fullu nafni Hólm- fríður Kristín Helgadóttir, til heimilis að Grundarstíg 10 hér i borg, i Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund eftir erfiða sjúkdóms- legu og verður borin til hinstu hvíldar i dag. Með henni er horfir af lífssviðinu merk kona og frá- bær að mannkostum og hygg ég, að hennar verði lengi minnst ai þeim sem henni kynntust, en þeir urðu nokkuð margir á langri ævi. Hólmfríður, eða Fríða eins og hún jafnan var kölluð af öllum kunnugum, fæddist á Akranesi, fyrsta barn foreldra sinna, hjón- anna Guðrúnar Illugadóttur frá Lambhaga og Helga Guðbrands- sonar frá Klafastöðum i Skil- mannahreppi, en þau höfðu hafið búskap um tveimur árum áður á Akranesi. Fjölskyldan átti heima á Akranesi til ársins 1924, en þá fluttist hún til Reykjavíkur og átti þar heima upp frá þvi. Hjónin eignuðust 13 börn, 10 dætur og 3 syni og voru öll uppalin i heima- húsum og náðu öll fullorðins aldri. Þrjár dæturnar voru látnar á und- an Hólmfríði en 9 af systkinunum eru á lífi, öll búsett á höfuðborg- arsvæðinu eða í næsta nágrenni. Heimilisfaðirinn vann ýmist sem sjómaður eða daglaunamaður, auk þess, sem stuðst var við smábú- skap á fyrri árum. Víst er, að hér var enginn auður i garði eins og að líkum lætur, og þurftu börnin því um leið og þau eitthvað gátu, að leggja sitt af mörkum i lífsbaráttu fjölskyldunnar, og gilti það ekki sist um elsta barnið, Fríðu, og er ekkert of sagt, þótt sagt sé, að hún hafi verið styrk stoð foreldra sinna alla tíð síðan hún óx úr grasi til þeirra endadægurs, en móðir okkar lést á árinu 1944 og faðir okkar 1945. Skólaganga Fríðu var ekki önnur en barnaskólanámið, sem þá mun hafa verið fjögur ár, en Fríða naut sín við námið í skól- anum og jók síðan við það með lestri góðra bóka og varð vel að sér eftir því, sem þá tíðkaðist. Ekki var langt um liðið frá fermingu, þegar Fríða fór til Reykjavíkur til að leita sér atvinnu til að létta undir með fjölskyldunni og vistað- ist hjá hjónunum Guðrúnu Brynj- ólfsdóttur frá Engey og Þorsteini Þorsteinssyni í Bakkabúð, síðar í Þórshamri, en hún og Guðrún voru þremenningar að frændsemi og nokkur kunningsskapur fyrir. Var Fríða síðan viðloðandi hjá þeim hjónum nokkur næstu árin, sumpart sem þjónustustúlka og sumpart sem leigjandi hjá þeim eftir að hún fór að starfa annar- staðar í bænum. Komst þá á kunn- ingsskapur með þessum konum, sem hélst alla tíð meðan báðar lifðu og sem einnig náði til barna Guðrúnar allt til hinstu stundar. En þetta var ekkert einstakt fyrir- brigði í lífi Fríðu, þvf trygglyndi hennar í garð þeirra manna og málefna, sem hún tók tryggð við, var einstakt og gilti það jafnt um skylda sem vandalausa, sem voru henni samferða á langri lífsleið. Um 1920 réðst Fríða til starfa í Björnsbakaríi, sem þá mun hafa verið eitt þekktasta brauðgerðar- hús bæjarins og vann þar að ýms- um störfum og hygg ég, að þetta hafi verið henni allgóður skóli, en í því bakarii störfuðu þá ýmsir menn af íslensku eða erlendu bergi brotnir, sem síðar urðu með- al kunnustu bakarameistara bæj- arins. Dvöl Fríðu í Björnsbakaríi varð upphaf að þvf, að aðalstarfsvett- vangur hennar um 30 ára skeið eða vel það, varð í brauðgerðar- húsum bæjarins, lengst af hjá Kerf og síðan hjá þeim, er tóku við bakaríinu, vann Frfða einkum við undirbúning og frágang á sérpönt- unum og kynntist hún mörgum, einkum húsmæðrunum, í því starfi. Varð vinnutíminn oft lang- ur, enda ekki farið nákvæmlega eftir klukku. Upp úr 1950 hætti Fríða störfum í bakaríi og vann á ýmsum stöðum næstu árin, en mörg síðustu ár hennar f starfi vann hún við þrif f Borgarbóka- safni í Þingholtsstræti og sfðast við framreiðslu á kaffi, og hélt þeim störfum áfram fram um átt- ræðisaldur. Þótti handbragðið hennar þar ekki siðra en annar- staðar, þar sem hún hafði unnið um dagana og þegar einhverjir að- ilar vildu ýta við henni f því starfi vegna hins háa aldurs hennar, heyrði ég haft eftir þáverandi for- stöðumanni safnsins, að ekki yrði hróflað við Frfðu meðan hann réði, enda leystu aðrir áreiðanlega ekki betur af hendi þau störf, er hún gegndi og varð svo að vera. Sýnir þetta bæði starfshæfni Fríðu og nákvæmni f þvi, sem henni var trúað fyrir, en jafn- framt gott dæmi um mat þeirra, sem nutu starfa hennar. Auk framangreindra starfa fór Frfða eitt sumar til síldarvinnu á Siglu- firði fyrir 1920 og nokkur sumur fór hún í kaupavinnu norður í Miðfjörð og austur í Biskupstung- ur og loks var hún 1—2 ár ráðs- kona hjá Hallgrími Jónssyni, bónda f Guðrúnarkoti (Miðteig) á Akranesi. Á þeim árum er Fríða vann f bakarii og eitthvað lengur, vann hún oft, einkum um helgar, við framreiðslu á samkomum og veitingastöðum, einkum við ýmis hátíðleg tækifæri og var oft sótt fast eftir henni til þeirra starfa og mun vinnudagurinn þá hafa orðið æði langur. Heilsa Fríðu var yfirleitt góð lengst af, en þó hafði hún erfið- leika vegna veikra augna og fyrir mörgum árum missti hún alveg sjón á öðru auga, en lengi vel hélt hún sjón á hinu auganu, en sein- ustu misserin gat hún ekkert lesið og varð það henni erfitt, því það hafði verið hennar helsta ánægja að líta í góða bók og fylgjast með f blöðunum. Fyrir 3—4 árum hrak- aði heilsu Fríðu mjög mikið og síð- asta árið hefur hún verið að mestu rúmföst og var því södd lífdaga, þegar hún kvaddi lffið. Fríða tók mikinn þátt í félags- málum um langt skeið. Hún mun hafa verið meðal stofnenda Félags afgreiðslustúlkna f brauð- og mjólkurbúðum, sem stofnað var árið 1933, og árið 1938 var hún kosin í stjórn félagsins og var þar í stjórn um árabil, lengst af sem ritari eða varaformaður og lengi í samninganefnd. Starfaði hún töluvert lengur f þessu félagi held- ur en hún vann á þvf sviði. Ég fylgdist lítið með störfum Fríðu að þéssum málum, en náin sam- starfskona hennar og fyrrverandi formaður félagsins, hefur sagt mér, að Fríða hafi unnið því félagi lengi og vel og unnið því allt sem hún mátti. Einnig starfaði Fríða í Mæðrastyrksnefnd um skeið. Verkalýðsmálin og málefni þeirra sem litils máttu sín í þjóðfélaginu voru Fríðu alla tíð mikið áhuga- og hjartans mál, sem hún fórnaði miklu. Fjórum árum eftir að fjölskyld- an fluttist til Reykjavíkur, það er 1928, eignaðist hún húsið Grund- arstfg 10 hér f borg og hafa fleiri eða færri af fjölskyldunni búið þar alla tíð síðan og allt til þessa dags og fjórir ættliðir gengið þar um garða og hefur heimili foreldr- anna og Fríðu verið einskonar miðstöð þessarar fjölmennu fjöl- skyldu. Frfða giftist aldrei og eignaðist ekki börn, en f þessu húsi ólust upp yngstu systkini hennar að nokkru, börn tveggja systra hennar og jafnvel þeirra börn að nokkru leyti svo lengst af hefur verið líf og gróska í kringum hana. Um langt árabil hefur Fríða verið einskonar höfuð þessarar stóru fjölskyldu og hefur leitast við að halda tengslum við helst alla f þessum stóra frændgarði, þar sem voru systkini hennar, makar og afkomendur, svo var tryggðin mikil gagnvart þessu fólki, en þó hygg ég, að henni hafi verið kærust þau börn og barna- börn systra hennar, sem ólust upp að nokkru eða öllu leyti í húsi hennar og undir hennar handar- jaðri. Einn liðurinn í þvf, að halda hópnum saman, var að hafa opið hús 17. júni allt frá 1944 og meðan heilsan entist, fyrir fjölskylduna og þó einkum yngri kynslóðina og munu margir gestanna lengi Stefán Guðmundsson frá Felli — Minning Þótt seint sé og um síðir vil ég með örfáum orðum minnast mfns gamla, gengna vinar, Stefáns Guð- mundssonar frá Felli í Breiðdal, en hann lézt á Höfn í Hornafirði 4. júní sl. Löngum mun dagurinn 6. aprfl 1963 verða mér minnisstæður. Þá kom ég til Hafnar í Hornafirði í fyrsta sinn. Ég hitti Þorbjörn fyrstan manna á flugvellinum gamla handan fljóts og leizt strax vel á mig. Ekki versnaði þegar ég var leiddur fyrir föður hans, Sig- urð ólafsson, þann stórbrotna ís- lending. Og síðan hvern af öðrum þeirra manna, sem ég hefði sízt viljað fara á mis við að kynnast. Gamla Skálholt var auðvitað gististaðurinn og um kvöldið tóku hús á mér tveir gallhörðustu Sjálfstæðisflokksmenn þar um slóðir og þótt víðar væri leitað: Stefán Guðmundsson og Ingólfur Guðmundsson, langhraktir af Framsóknar-ofríki en óbugaðir með öllu. Stefán stóð þá á hálfsjötugu en mjög vel á sig kominn, léttur í lund og á fæti, bjartsýnn, og hélt hann þeim burðum sfnum til hins síðasta, að elli mæddi hann. Stefán Guðmundsson fæddist á Dísarstöðum f Breiðdal 15. ágúst 1898 og var því tæpra 85 ára er hann lézt. Hann flutti kornungur með foreldrum sínum, Guðnýju Ragnheiði og Guðmundi Árnasyni, að Felli f sömu sveit og ólst þar upp í fjölmennum systkinahópi, sem öll voru gengin fyrir ættern- isstapann á undan honum. Við búi á Felli tók hann með föður sfnum um 1930 og ól þar lengst af sfna manndómsævi, enda við þann bú- stað löngum kenndur. Um 1950 reisir Ámi sonur hans nýbýli á jörðinni, sem hann nefndi Fellsás, og má heita að upp frá þvf hafi Stefán lifað í góðu skjóli Árna og hans góðu konu, Svövu Sverris- dóttur frá Höfn, og með þeim flyzt hann alfarið til Hornafjarðar er Árni tók þar við skólastjórn. Á Höfn undi Stefán vel hag sfn- um, stundaði fyrst framan af al- menna verkamannavinnu, einkum f fiski, sem að lfkum lætur á þeim stað, en hin siðari árin vann hann sem hann mátti við hótelrekstur Árna sonar síns og Þórhalls Dan Kristjánssonar, sem reistu og ráku saman glæsilegt hótel á Höfn, en Þórhallur féll frá fyrir nokkrum árum, langt um aldur fram, hinn ágætasti maður. Stef- án hóf störf við byggingu hótels- ins þegar í öndverðu, en sfðar var hann um allmörg ár næturvörður og blandaði þá geði við margan mann, enda mannblendinn og fé- lagslyndur og samkvæmismaður ágætur og sló ekki hendi á móti hýrgun ef í boði var. Einkahagir Stefáns ýmsir voru mér lítt kunnir, en dóttur á hann búsetta í Stykkishólmi, ólafiu að Minning: Dr. Gunnar Thoroddsen, fv. forsœtisráðherra Fregnin um andlát hans 25. september kom sem reiðarslag. Mönnum þótti hann eiga svo mikið eftir að starfa. Og sjálfum honum fannst hann vera kallaður burt frá hálfnuðum iðjum. Þróttur og karlmannslund þráði starf. Dr. Gunnar var enn í fullum mann- dómsblóma. Hann var frá sjónar- miði margra einn þeirra manna, sem ísland mátti ekki missa, frá- bærasti leiðtogi íslands. En Guð réð, er rfkari var. Harmabót er það, hversu miklu og góðu dagsverki dr. Gunnar skil- aði. Ræðumaður var dr. Gunnar í allra fremstu röð ásamt sr. Jóni Auðuns dómprófasti. Dr. Gunnar var ræðumaður þjóðarinnar við miklar vinsældir. Hann vandaði ræður sína eftir því sem honum vannst tími til, en tíminn var oft af skornum skammti. Dr. Gunnar leitaðist við að bregða ljósi sannleikans yfir vandamál liðandi stundar, bæði einstaklinga, alþingis og þjóðar. Oft voru skáldleg tilþrif í máli hans. Hann vildi byggja upp gott f hverri ræðu og helzt láta það hrynja um leið sjálfkrafa, sem var til einskis nýtt. Andhælishætti og ódyggð gaf hann aldrei grið. Ræður hans voru kröftugar, hreinar og opinskáar. Röddin var fögur. Dr. Gunnar var áhrifamik- ill stjórnmálamaður allrar þjóðar- innar, og henni hollur sáðmaður. Stefna dr. Gunnars í stjórnmálum virtist mér heilbrigð og sönn. Hann var í senn víðsýnn og frjáls- lyndur og þó íhaldssamur í beztu merkingu. Dr. Gunnar leitaði sannleikans f hvívetna og taldi sér skylt að hafa jafnan það, er sann- ast reyndist. Dr. Gunnar Thoroddsen var einn sannleiksvotta Sjálfstæðis- flokksins á íslandi frá fyrstu tfð — einn þeirra, sem Sjálfstæðis- flokkurinn virtist nú sízt mega missa. Allir, sem unna frelsi ein- staklingsins með hinni fslenzku þjóð, hljóta nú að harma, að rödd- minnast þeirra stunda með gleði og söknuði. Ég og mfn fjölskylda bjuggum lengi fjarri Reykjavík, en þegar við komum í bæinn heim- sóttum við alltaf Fríðu og var það ætíð eins og að koma heim til sín, enda var hún alltaf hress f bragði og móttökur rausnarlegar og ljúfmannlegar. En nú er gestaboð- um lokið, þysinn hljóðnaður og hver kominn til síns heima, en eft- ir stendur minningin um sérstæða og merka persónu, sem mikið veitti öðrum, en naut sjálf lítils af unaðssemdum lífsins, en hún virt- ist eftir atvikum vel geta unað því og hún hefur vissulega notið þess að fylgjast með fjölda einstakl- inga í fjölskyldunni, sem hún unni mikið, fæðast, vaxa úr grasi og fara til náms og nytsamra starfa. Ekki vissi ég til að Fríða bæri í brjósti beiskju eða kala til nokk- urs manns eða gagnvart lífinu al- mennt og hún tók þvi, er á móti blés, með einstöku æðruleysi og hygg ég, að í þessu hafi styrkur hennar verið mestur. — Þegar ég hugleiði þessar línur dettur mér í hug setning, sem vitur maður hef- ur sagt og hljóðar eitthvað á þá leið, að það eina, sem maður eigi, sé það sem maður hefur gefið. Frá því sjónarmiði hefur Fríða verið auöug, er hún féll frá. Frfða vildi hafa sem minnst af munum f kringum sig, eða aðeins það nauð- synlegasta til heimilis, en þó var það þrifnaður og myndarbragur, sem setti svip á heimili hennar. Svipuðu máli gegndi um klæða- burð og annað, er hana varðaði persónulega, þar var engu til kost- að, nema því nauðsynlegasta, en þetta var einn þátturinn í lffsvið- horfi hennar, sem við getum kall- að að vera en ekki sýnast, sem var ríkur þáttur í eðli hennar. Slíkrar konu er gott að minnast. Sigurður M. Helgason nafni, og aðra, Sigurbjörgu, missti hann á unga aldri. Að Birni bróður sínum látnum tók Stefán saman við ekkju hans, Guðlaugu Þorgrímsdóttur. Hún var ættuð frá Fossárdal í Beru- firði og var um ótal ár ljósmóðir í Breiðdal. Með henni eignaðist Stefán soninn Árna, skólastjóra og síðar hótelstjóra, sem fyrr get- ur. Fluttust þau með Árna til Hafnar 1958 og þar andaðist Guð- laug nokkrum árum sfðar. Það fannst á, að Stefán kunni vel að meta aðbúnað og atlæti á heimili Svövu tengdadóttur sinnar og hjá barnabörnunum dvaldi hugurinn löngum. Stefán taldi sig mikinn gæfumann og var þakklátur skap- aranum fyrir góðar lífsgjafir. Friður sé með þessum mínum gamla vini. Sverrir Hermannsson in hans er þögnuð. En nú skal þakka. Dr. Gunnar Thoroddsen elskaði þjóð sína, og vildi í öllu heill og heiður íslands. Eftirlifandi konu hans, frú Völu Ásgeirsdóttur Thoroddsen, sem er góð kona, gjöf frá Guði til Gunnars, sendi ég dýpstu samúðarkveðjur svo og til barna hans, barnabarna og tengdabarna, og annarra vanda- manna. Helgi Vigfússon, P.O. Box 184, 3570 Á1 (Hallingdal, 4. október 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.