Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 19 Rektor Hiskóla íslands og nokkrir af deildarforsetum ásamt Ragnhildi Helgadóttur, menntamálariðherra. (Ljóam- Mbl. Ól.K.M. desember/ 1981). niðurstöðum; fékk 650 m.kr., sem mun um 3,7%. (Til samanburðar má geta þess að heildarkostnaður samgöngumála þjóðarinnar (rekstur, viðhald og framkvæmd- ir) var áætlaður 1,1 milljarður króna í fjárlagafrumvarpi 1983. • 4) Lánasjóðnum hefur verið gert að taka lán, með ærnum kostnaði, til að brúa bil tekna og útlánaskyldu. Vaxtakostnaður sjóðsins 1983 var áætlaður 24 m.kr. en vaxtatekjur 12,6 m.kr. • 5) Útlánareglur gera ráð fyrir þvi að greiða eina ferð náms- manns, sem nám stundar erlendis, frá lögheimili til námsstaðar, fram og til baka, hvort sem sú ferð er farin eða ekki. Þetta ákvæði orkar tvímælis, að ekki sé fastara að orði kveðið. • 6) Lánareglur kunna og að verka vinnuletjandi. Af þeim sök- um mun núv. menntamálaráð- herra stefna að hækkun tekju- marka, sem lán eru við miðuð; þann veg að sá, er aflar tekna, missi síður lánarétt. • 7) önnur veigamikil úrbót, sem menntamálaráðherra hefur viðr- að, er að greiða námslán mánað- arlega inn á bankareikning við- komenda, líka þeirra er nema er- lendis (í stað þess sem verið hefur að inna þessar greiðslur af hendi á 3ja mánaða fresti). Örar verð- og gengisbreytihgar hafa mjög rýrt síðbúnar námslánagreiðslur. • 8) Spurning er og, hvort ekki sé rétt að aðlaga námslán hinu al- menna bankakerfi, þó lánshæfni náms yrði áfram metin af sér- stakri stofnun. Eftirmáli Því er slegið föstu í upphafi þessarar frásagnar að nám, þ.e. menntun og þekking, sé hvort- tveggja arðsöm fjárfesting, og veigamikill þáttur mannréttinda. Námslán styðjast því við sterkar röksemdir. Fram hjá hinu verður ekki komizt, að við þurfum að þróa menntunarkerfi okkar betur að þörfum atvinnulífsins, og að lána- getan hlýtur að eiga mörk í efna- hagslegum staðreyndum hvers tíma. Það er heldur ekki hægt að leggja arðsemismat á alla mennt- un. Það er ekki sízt menningararf- leifð okkar, tunga og bókmenntir, sem knýta okkur saman sem þjóð. Þann akur þarf að yrkja fyrst og síðast. Sama gildir um margþætt menningarstarf og listir, sem eru flestu fólki nauðsynleg lífsfylling. Maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman og þau verðmæti, sem ekki verða í aska látin, eru oftlega vegvísar til fegurra og hamingju- samara lífs. Og þó að sú sérhæfing sé tím- anna tákn, sem felst í því „að vita meira og meira um minna og minna“, má gildi alhliða menntun- ar aldrei falla í skuggann. Eftir sem áður stendur sú rök- semd, sem þessi skrif eru að hluta til reist á, að kostnaðarþættir lífskjara, menntunar, menningar og lista eru að langstærstum hluta sóttir til þeirra efnislegu verð- mæta, sem til verða í þjóðarbú- skapnum, þ.e. til þeirra þjóðar- tekna sem á hverri tíð verða til, umfram þann kostnað er fylgir því af afla þeirra. Það varðar því miklu að varðveita og þróa þá þjóðfélagsgerð og það hagkerfi, sem býr bezt í haginn að þessu leyti. Lánasjóður íslenzkra náms- manna þjónar mikilvægu hlut- verki. Efla þarf eiginfé hans, eftir því sem efnahagslegir möguleikar leyfa, þann veg að hann verði síð- ur háður mistækum lánamarkaði. Eyða þarf ýmsum hleypidómum, sem sjóðnum tengjast, einkum hjá þeim sem sízt þekkja til. Samhliða þarf að þróa byggingu sjóðsins og lánareglur með hliðsjón af feng- inni reynslu og efnahagslegri framvindu í þjóðarbúskapnum. - sf. Kristilegt stúdentafélag: 55 unglingar á móti í Vindáshlíð Frí einni samverunni á mótinu í Vindishlíð liömnim, Reykholtsdal, 26. september. DAGANA 23.-25. sepL var haldið í Laxárdal mót á vegum Kristilegs stúdentafélags. Mótið sóttu um 55 manns, krakkar á aldrinum 16 ára og upp úr. Aðalræðumaður mótsins var norskur, Anfin Skaaheim, fram- kvæmdastjóri norsku kristilegu skólahreyfingarinnar. Að sögn Huldu Helgadóttur, framkvæmda- stjóra mótsins, þá hefðu þeir sem sóttu mótið verið að meirihluta stúd- entar úr Háskóla íslands og væri venjan sú, að mót sem þetta væri opið öllum sem væru orðnir 18 ára. En þar sem ræðumaður hefði verið erlendur, þá hefði þetta verið opið fyrir yngri þátttakendur einnig, hvort sem þeir væru í skóla eður ei. Hulda sagði að Kristilegt stúd- entafélag væri með 2 mót sem þetta á vetri hverjum. Annað á haustin og hitt um miðjan febrúar og verður það haldið í Olveri undir Hafnarfjalli í Borgarfirði, dagana 17.—19. febrúar nú á næsta ári. Á vegum Kristilegs stúdentafé- lags, sem starfar í skólum eftir að samræmdum framhaldsskóla lýk- ur, vinnur stúdentaprestur eða skólaprestur, ólafur Jóhannsson. Sagði Ólafur, að mót sem þetta væri haldið til þess að þjappa hópnum saman fyrir starf vetrar- ins ásamt þvi að uppbyggja og endurnýja fólkið fyrir veturinn. Um það, hvernig þetta mót hefði gengið, sagði ólafur skólaprestur, að það hefði verið mjög frískandi fyrir trúarlífið og menn hefðu væntingar til vetrarins. Að þetta mót hefði orðið mörgum til endur- nýjunar í trúnni og menn hefðu gert upp stöðu sína gagnvart Guði. Það væri svo, að áhuginn slokkn- aði eða dvínaði á köflum og því þyrftu félagarnir öðru hverju sprautu til þess að rakna við úr dvalanum. í þessu tilviki hefði verið gott að fá erlendan ræðumann. Þótt hann flytji mál sitt á ferskan hátt og með nýju formi, þá sé þetta sami grundvöllurinn sem byggt sé á. Anfin hefði reynslu f starfi með stúdentum og því hefðu þeir verið heppnir, sem sóttu þetta mót, að fá að njóta hans hæfileika, sem nutu sín í hvívetna. ólafur Jóhannsson skólaprestur sagði, að ef stúdentar eða aðrir nemendur í skólum vildu koma og tala við sig, þá væru allir alltaf velkomnir á Freyjugötu 27,3. hæð, þar sem hann væri með aðsetur á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 9—12, mánudaga, þriðjudaga pg miðvikudaga kl. 13—17 og föstudaga 13—19. Einn- ig yrði Kristilegt stúdentafélag með starfsemi í Háskólanum í vet- ur ásamt því, að á föstudagskvöld- um kl. 20.30, þá væru fundir á Freyjugötu 27 og væri þátttaka þar ekki bundin þvf að vera í skóla. Þar væru tekin fyrir grundvallaratriði kristindómsins og rædd. Yrði t.a.m. fundur nú á föstudaginn kemur, 30. sept., sem fjalli um endurkomu Krists. — pþ Kvikmyndagerðarmenn; Dagskrá sjón- varps verði boðin út til kvikmynda- fyrirtækja MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun frá KOT, hluta- félagi um kvikmyndagerð, en áskor- uninni er beint til ráðherra mennta- og fjármála og útvarpsstjóra og út- varpsráðs: „Félagsfundur í Koti hf. skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að dagskrárgerð sjónvarpsins verði boðin út til kvikmyndafyr- irtækja. Nú er starfandi fjöldi frjálsra kvikmyndafyrirtækja sem geta framleitt bæði betra og ódýrara myndefni en sjónvarpið sjálft eins og þær kvikmyndir sanna sem komið hafa á markaðinn á sfðustu árum. Útboð sjónvarpsefnis yrði til að skapa enn fleiri tækifæri á hinum frjálsa markaði fyrir kvik- myndagerðarfólk og aðra lista- menn sem fást við myndmál." Hlutafélagið KOT hf. kvik- myndagerð, var stofnað árið 1975 og er sameign meginþorra starf- andi kvikmyndagerðarmanna. Til- gangur félagsins er að skapa hluthöfum aðstöðu fyrir tónsetn- ingu og klippingu kvikmynda sinna. Á hiuthafafundi sem hald- inn var 8. september 1983 var samþykkt að auka hlutafé félags- ins um kr. 800 þús. Einnig vai samþykkt ofansögð áskorun. Ráðstefna um sveitarstjórnir og tónlistarfræðslu SAMBAND íslenzkra sveitarfélaga efnir í samvinnu við menntamálaráðu- neytið til tveggja daga ráðstefnu um sveitarstjórnir og tónlistarfræðsluna dagana 13. og 14. október nk. Ragn- hildur Helgadóttir menntamálaráð- herra, flytur ávarp við setningu ráð- stefnunnar, en síðan verða kynntar niðurstöður tónlistarfræðslunefndar, sem unnið hefur á vegum mennta- málaráðuneytisins að könnun á til- högun tónlistarfræðslunnar í landinu og að stefnumörkun opinberra aðila á því sviði. Nú eru á landinu nær 60 tónlist- arskólar, flestir reknir af sveitarfé- lögum einum eða í samstarfi við tónlistarfélög, en ríkissjóður greið- ir helming kennaralauna. Á ráð- stefnunni verður síðan fjallað um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga um rekstur tónlistar- skólanna og um kjarasamninga við starfsfólk þeirra. Þátttakendur munu heimsækja tvo tónlistar- skóla, og efnt verður til sýningar á hljóðfærum og öðrum tækjabúnaði, sem tónlistarskólar nota. Ráðstefnan verður haldin að Borgartúni 6 í Reykjavík, en sýn- ingin verður í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi. Þar gefst þátttak- endum einnig kostur á að hlusta á hljóðfæraleik nemenda úr nokkrum tónlistarskólanna sem sýnishorn af því starfi sem fram fer í skólunum. Á síðastliðnu starfsári munu um 6500 nemendur hafa stundað hljóðfæranám í tónlistarskólunum og lært á eitthvert hinna 18 hljóð- færa, sem tónlistarkennslan nær til, þar af um 2500, eða tæplega 40 af hundraði, á píanó. OPIÐ TtL SJÖ í KVÖLD Vörumarkaðurinn M. bðisjorgih mánudaga — þriðjudaga — miðvikudaga 1/jjj.i. bil .<.•!»*»/ U*> iMUUiák

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.