Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 * Aframhald- andi efnahags- framfarir í Ástralíu Krnahagsframfarimar í Ástralíu halda enn áfram undir stjórn Bob Hawke, forsætisráðherra, en eitt fyrsta verk núverandi stjórnar Verkamannaflokksins, sem komst til valda fyrir hálfu ári, var að fella gengi ástralska dollarans. Kemur þetta fram í grein, sem birtist i blað- inu Norges Handels og Sjöfartstid- ende fyrir skömmu. Þjóðarsáttin í Líbanon: Ekkert samkomulag um ráðstefnustað Þar er ennfremur frá því skýrt, að komið hafi verið í veg fyrir verðhækkunaráhrif gengisfell- ingarinnar með banni við launa- hækkunum. Reyndar geti núver- andi stjórn þakkað þá ráðstöfun fyrrverandi ríkisstjórn Malcolm Frazers, því að Verkamannaflokk- urinn studdi ráðstöfunina aðeins með hangandi hendi, en flokkur- inn var þá í stjórnarandstöðu. Verkamannaflokkurinn hafði þá ekki áhuga a lengri launastöðvun en til sex mánaða með samræm- ingarbreytingum á kauplagi ( lok þessa tímabils. Frazer fékk fram komið kröfu sinni um 12 mánaða bann við launahækkunum án eft- irfarandi vísitöluhækkana og nýt- ur stjórn Hawkes nú árangursins af þeirri ráðstöfun. Nýtt hraðamet Breski ofurhuginn Richard Noble setti nýlega hraðamet á landi. Gerði hann það á „bifreiðinni" sem sést á meðfylgjandi mynd þjóta með leifturhraða eftir sléttri Black Rock eyðimörkinni. Meðalhraði hans var 633,6 milur á klukkustund, en gamla metið var 622,4 mílur á klukkustund að meðaltali. Var metið komið til ára sinna, 13 ára. Símamynd AP. U tanr íkisráöherra Kína í Washington Waahiagton, 11. oklhber. AP. GEORGE P. Shultz, utanrfkisráð- herra Bandaríkjanna ræddi í dag við Wu Xueqian, utanríkisráðherra Kína, sem nú er staddur f Washing- ton. Er heimsókn Wu ætlað að styrkja enn betur þau tengsl á sviði viðskipta, hermála og utanrfkismála, sem komizt hafa á að undanförnu milli ríkjanna. Þá var gert ráð fyrir, að Wu myndi einnig ræða við Reag- an forseta síðdegis í dag. Loks mun Wu ræða við ýmsa helztu áhrifa- menn Bandaríkjanna f öryggismál- um, á meðan heimsókn hans þar stendur yfir. Talið er víst, að hryðjuverkin f Burma á sunnudag verði á meðal þeirra mála, sem á góma ber f við- ræðum Wu við bandaríska ráða- menn. Kórea er mjög viðkvæmt mál í samskiptum Bandarfkjanna og Kína, sökum þess að þau áttu þar í styrjöld sín í milli á sínum tfma og þeim ber mikið í milli varðandi framtfð landsins. Að undanförnu hefur annars mikill árangur náðst í því að jafna ágreining milli rfkjanna um helztu deiluefni þeirra t. d. varð- andi framtíð Formósu. Tuttugu og fimm þúsund ára gamalt líkneski Líkneski þetta, sem gert er úr mammútstönn, fannst fyrir skömmu í grennd við borgina Voronezh f Sovétrlkjunum og er talið vera gert af mönnum, sem þar bjuggu fyrir 25.000 árum. Líkneski þetta er með elztu minjum sinnar tegundar, sem fundizt hafa í heiminum. Ný gögn í Aquino-málinu: Fundu púöur á hermönnum ManiU, 11. október. AP. SÉRFRÆÐINGAR, sem vinna að rannsókn Aquino-málsins, sögðu í gær, að nítröt hefðu fundist f fótum tveggja hermanna, sem voru f hópi þeirra fimm, sem fylgdu Beningno Aquino frá borði farþegaþotunar í Manila á dögunum. Stjórnarandstöðuleiðtoginn var myrtur fáeinum andartökum eftir að hann steig frá borði. Amadeo Seno, lögfræðingur sem aðstoðar við rannsókn málsins, sagði f gær, að nitröt þessi væru efnasambönd, sem fyndust f byssupúðri. „Tilvist efnisins í föt- um hermannanna sannar alls ekki að þeir hafi skotið Aquino, hins vegar gefur hún tilefni til nánari rannsóknar á rnálinu," sagði Seno. Sagði hann þetta forvitnilegan fund, því hermálayfirvöld á Fil- ippseyjum höfðu lýst því yfir að enginn hermannanna fimm, sem fylgdu Aquino frá borði, hefðu verið vopnaðir. Beirót, 11. október. AP. STJÓRNIN í Líbanon hafnaði í dag tilboði Walid Jublatts, leiðtoga drúsa um að halda fyrirhugaða Batnandi efna- hagur í USA EFNAHAGSLÍF í Bandarfkjunum sýndi áframhaldandi framfarir f september fyrst og fremst vegna vaxandi eftirspurnar eftir vörum og þjónustu. Kemur þetta fram í blað- inu The Wall Street Journal í sfð- ustu viku, þar sem skýrt var frá yfir- liti blaðsins yfir mismunandi þætti bandarísks efnahagslffs f septem- ber. Ljóst er, að bæði eftirspurn og framleiðsla júkust í september og jafnframt varð þá litlu minni at- vinnuaukning f landinu en f ágúst, sem verið hafði bezti mánuður ársins í þvf tilliti fram að þessu. Var það fjórði mánuðurinn í röð, sem eftirspurn eftir vinnuafli jókst. „ráðstefnu um þjóðarsátt" um borð í grísku skipi fyrir utan Beirút f stað þess að halda hana f höll Amin Gemayels forseta í Baabda, eins og sá síðarnefndi hafði stungið upp á. Jumblatt hafði áður neitað að sækja ráðstefnuna, ef hún yrði haldin f for- setahöllinni. „Jumblatt hlýtur að vera að gera að gamni sínu,“ var haft eftir talsmanni stjórnarinnar f dag. Sagði talsmaðurinn ennfremur, að forsetinn væri því andvigur að halda þessa ráðstefnu á nokkrum stað öðrum en í forsetahöllinni eða f Saudí-Arabíu. Með afstöðu sinni hefur Jum- blatt bundið að sinni enda á vonir Bandaríkjamanna og annarra um, að fyrirhuguð ráðstefna, sem svo lengi hefur verið beðið eftir, yrði haldin bráðlega, en verkefni henn- ar á að vera að finna leið til þess að tryggja friðsamlega sambúð og samvinnu múhameðstrúarmanna og kristinna manna f Líbanon og binda þannig enda á átta ára stanzlaus innanlandsátök þar. Talsmaður pólsku herstjórnarinnar: „Þó þeir fái 1000 verðlaun" Varsji, Póllanfli, 11. oktiber. AP. JERZY Urban, talsmaður pólsku herstjórnarinnar, sagði f gær, að Nóbelsverðlaunaveitingin til handa Samstöðuleiðtoganum Lech Walesa væri ekkert annað en liður í „krossferð gegn kommúnisman- um“ og myndi á engan hátt breyta stefnu stjórnvalda gagnvart Sam- stöðu. Urban bætti við á blaða- mannafundi í Varsjá í gær: „Veitingin kom okkur síður en svo á óvart, Vesturlönd hafa ver- ið dugleg að hlaða undir þá Pól- verja, sem taka þeirra málstað og grafa þannig undan pólska þjóðfélaginu. En þó pólskir verkamenn fengju 1000 Nóbels- verðlaun myndi það í engu breyta stefnu okkar." Walesa hefur enn ekki ákveðið hvort hann fer sjálfur til Noregs til að veita verðlaununum við- töku, eða hvort hann sendir eig- inkonu sína eða annað skyld- menni. Urban sagði: „Það er ekki á valdi Walesa, stjórnvöld ráða því hvort hann fer eða ekki.“ Urban neitaði síðan að svara spurningum fréttamanna hvort Walesa yrði sviptur ríkisborg- ararétti og fengi ekki að snúa aftur til Póllands. Walesa hefur rætt málið við ráðunauta sfna, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Ekki taka allir undir skoðanir Urbans og stjórnarinnar. I dreifibréfi frá forystumönnum Samstöðu sem fara huldu höfði segir Zbignew Bujak: „Nóbels- verðlaunin eru til heiðurs þeim, sem sitja í fangelsum f Póllandi og einnig þeim sem ofsóttir eru af stjórnvöldum fyrir stjórn- málaskoðanir sínar. Þau eru einnig til heiðurs öllum stuðn- ingsmönnum Samstöðu og þeir skipta þúsundum. Stuttfréttir ÞRENGINGAR Varsjá, ll.október. AP. UÓST er, að kjötframleiðsla mun enn dragast saman f Póllandi á næsta ári. Allt frá því að kraftur komst í verkalýðsbaráttuna í landinu ár- ið 1980 hefur dregið óðfluga úr framleiðslunni. 1 ár er fram- leiðslan áætluð 1,7 milljón tonna, en á næsta ári er búist við þvl að samdráttur nemi rúmum 100.000 tonnum. Kjöt hefur verið skammtað f Póllandi frá því snemma árið 1981. Kjötskammtur fullorðinna nemur hálfu þriðja kílói á mán- uði. Hætt er nú við að sá skammtur minnki enn. MERKILEGAR FORNLEIFAR Aakara, 11. oklóber. AP. VESTUR-ÞÝSKIR fornleifafræð- ingar hafa uppgötvað merkilegar fornminjar f suðausturhluta Tyrk- lands. Eru það menjar um aðsetur Súmera, sem bjuggu í Mesopót- amíu, þar sem heitir írak f dag. Eru menjarnar taldar vera frá árinu 3400 fyrir Krist og eru þær fyrstu gögnin, sem sanna að Súmerar hafi búið, þar sem nú er Tyrkland. METUPPSKERA Canberra, Ástralíu, 11. október. AP. STJÓRNVÖLD f Ástralíu tilkynntu í gær, að líklega yrði metkornupp- skera f landinu á þessu fjárlagaári stjórnarinnar. Er búist við 19 milljónum smá- lesta uppskeru, helmingi meira en á síðasta sumri. Mesta korn- magn sem Ástralir hafa náð á einu sumri til þessa var 1978—1979, er uppskeran nam 18,1 milljón smálesta. ÞJÓFURí REYKHÁFNUM EraiuTÍIIe, Indúuu, 11. október. AP. UNGUR innbrotsþjófur ætlaði sér um of f gær, ofmat fimi sfna, en vanmat gildleika. Hann hugðist brjótast inn í mötuneyti á golfvelli og valdi ekki greiðustu leiðina. Skreið hann ofan f reykháfinn, sem var aðeins 27 sentimetrar f þvermál. Hlerinn aðeins 10 senti- metra breiður. Auðvitað festi hann sig og þurfti að brjóta nær allan reykháfinn áður en tókst að losa þjófinn. Hann reyndist með- almaður á hæð og 70 kg á þyngd og samkvæmt því f hópi bjart- sýnni manna. JARÐSKJÁLFTI Ottawo, 11. október. AP. HTERKUR jarðskjálftakippur skók kanadísku stórborgina Óttawa f gær. Varð fólk felmtri slegið og víða þusti það út á götur. Talsverður gnýr og titringur fylgdi kippnum, en meiriháttar spjöll urðu ekki á mannvirkjum og manntjón ekkert. Kippurinn mældist 5,2 stig á Richterkvarða. MINNKANDI AÐ- DRÁTTARAFL Uindúnum, 11. október AP. ÝMSIR af frægustu ferðamanna- stöðum Lundúnaborgar njóta ekki sömu vinsælda og áður og segir breska Ferðamálaráðuneytið það stafa af hækkandi aðgangseyri og ferðakostnaði. Ráðuneytið lagði fram tölur fyrir árið 1982 og miðaði við 1981, en tölur fyrir þetta ár liggja ekki fyrir. Kunnustu stað- irnir, Windsorhöll og Lundúna- turninn gefa góða mynd af sam- drættinum. 67.500 færri skoðuðu Windsorhöll 1982 en 1981, 9 pró- sent samdráttur. 7 prósent sam- dráttur var í Turninum, sem nýt- ur hvað mestra vinsælda á meðal útlendinga, sem sækja Breta heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.