Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 32

Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 75 ár frá stofnun Kennaraskólans: „Menntun kennara mikið hagsmunamál“ — segir Jónas Pálsson rektor KHÍ „VIÐ VILJUM nota þetta tækifæri, 75 ra afmæliö, til að kynna almenningi starfsemi skólans, rifja upp sögu hans og jafnframt hvetja okkur sjálf til dáða til að vinna að ýmsum verkefnum í þágu kennara og kennaramenntun- ar,“ sagöi Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla íslands, en á þessu hausti eru 75 ár liðin frá því að Kennaraskóli íslands tók til starfa. Var afmælisins minnst á laugardaginn með hátíðarsamkomu í nýrri viðbyggingu skólahúss- ins við Stakkahlíð, en hluti hennar hefur þegar verið tekinn í notkun. „Kennaraháskóli íslands er arftaki Kennaraskólans og starf hans allt erður að skoða í órofa samhengi við gamla skólann. Þetta vill stundum gleymast," sagði Jónas, en KHI tók til starfa haustið 1971 og þá var Kennaraskólinn i sinni gömlu mynd lagður niður. Saga kennaramenntunar A árunum 1892 til 1908 fór kennaramenntun fram í Flens- borgarskóla, þá eins vetrar nám að loknu gagnfræðaprófi. Haustið 1908 tekur Kennaraskólinn til starfa og er í fyrstunni um þriggja vetra nám að ræða, 6 mánuði á ári. Kennaranámið er síðan lengt í 4 ár árið 1943 og árlegur skólatími færður upp í 8 mánuði. Þessi skip- an helst til ársins 1971, þegar Kennaraskólanum er breytt í kennaraháskóla. Námið í KHÍ tek' ur þrjú ár og er stúdentspróf inn- tökuskilyrði. Frá stofnun Kennaraskólans hafa um þrjú þúsund manns lokið almennu kennaraprófi. Á tímabil- inu frá 1974 til ’83 hafa 695 lokið B.Ed.-prófi frá KHÍ og 83 hafa lokið réttindanámi grunnskóla- kennara frá því að það hófst árið 1979. Veturinn 1908—9 voru 58 nemendur í kennaraskólanum og þrír kennarar, en nú í haust inn- rituðu sig 400 nemendur í KHÍ, en fastir kennarar þar eru nú 34 og stundakennarar fjölmargir. Hlutverk KHÍ „Hlutverk Kennaraháskólans er lögum samkvæmt það að annast starfsmenntun grunnskólakenn- ara, en auk þess ber skólanum að fara með endurmenntunarmál kennara," sagði Jónas. „Þáttur endurmenntunar hefur á síðustu árum farið sívaxandi og orðið mikilvægari, enda má segja að frummenntun og símenntun flétt- ist sífellt meira saman í starfs- menntun kennara almennt. Á síð- astliðnu sumri voru haldin 25 námskeið með um 900 þátttakend- um. Þá voru á síðasta skólaári haldnir fræðslufundir og ráðstefn- ur á vegum KHÍ og skólarann- Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra flytur ávarp á afmælishátíð Kennaraháskólans sl. laugardag. Morfrunbl*AM/KÖE. sóknardeildar, sem um tvö þúsund kennarar sóttu. Menntun kennara er mikið hagsmunamál fyrir allan almenn- ing í þesu landi, því vel menntaðir og áhugasamir kennarar eru frumskilyrði góðra skóla og þar með umbóta í þjóðfélaginu. Margt hefur áunnist á sviði kennara- menntunar á þessum 75 árum, en þó eru framundan mörg verkefni sem brýnt er að leysa. Má þar nefna nám fyrir stjórnendur skóla og menntastofnana, sem er mjög aðkallandi verkefni. Tillögur um slíkt nám liggja fyrir, en hins veg- ar skortir fé til framkvæmda og því er óvíst hvernig fer eins og nú horfir. Þá er brýnt að koma á föstu ár- legu framhaldsnámi fyrir kennara barna með sérþarfir. Og verkefni sem þolir enga bið er að kennara- efni fái fræðslu um tölvur, bæði um notkun þeirra almennt og hvernig þær verði best notaðar við kennslu. Starfsmenn Kennara- háskólans hafa gert ítarlegar til- lögur í þessu efni, en skólann skortir algerlega vélbúnað til þess að geta hafist handa," sagði Jónas Pálsson rektor. Afmælishátíðin Hátíðarsamkoman á laugardag- inn hófst með því að Stefán Bergmann, formaður afmælis- nefndar, flutti ávarp. Því næst söng kór Kennaraháskólans undir stjórn Herdísar Oddsdóttur. Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra og formenn Kenn- arasambands íslands og Hins ís- lenska kennarafélags fluttu ávörp, Ólafur H. Jóhannsson skólastjóri og Jónas Pálsson rektor ræddu um starfsmenntun kennara og fram- tíðina í kennslumálum, nemendur úr Æfingaskólanum léku á hljóð- færi og loks söng kór skólans nýtt tónverk eftir Jón Ásgeirsson við ljóð eftir Freystein Gunnarsson, sem sérstaklega er samið í tilefni 75 ára afmælisins. Jónas Pálsson rektor Kennaraháskóla íslands í skrifstofu sinni. Nýja viðbygging Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Húsið er um tvö þúsund fermetrar að flatarmáli, eða um tveir þriðju af stærð gamla hússins. MorgunbUAíð/RAX. Helgi Backmann, umsjónarmaður hundabús veiðistjóraembættisins í Þormóðsdal, með einn minkahundinn. í baksýn sést á kassana sem hundarnir hafa í að venda í rigningu og roki. Morgunbiaðia/ kee „Vel hugsað um hund- ana á hundabúinu“ — segir Sveinn Einarsson veidistjóri „ÞAÐ ER alrangt að illur aðbúnaður sé að hundunum þarna, það er frek- ar að þeir séu fullfeitir heldur en hitt. Það er vel hugsað um þá þarna, þeir eru sérstaklega heilsuhraustir og þrífast vel svo til fyrirmyndar er,“ sagði Sveinn Einarsson veiði- stjóri, er undir hann voru bornar ásakanir um illan aðbúnað hund- anna á hundabúinu í Þormóðsdal, sem meðal annars komu fram í Vel- vakanda hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Sveinn sagði að ákveðinn hópur fólks ynni skipulega gegn búinu, fólk sem vissi ekkert hvað það væri að tala um. Hundarnir væru fæddir og uppaldir úti í sérstökum kössum sem bæði eru vatns- og vindheldir. Þeir þekktu ekki annað Einn hundurinn á hundabúinu í Þormóðsdal. og væri aðstaðan í Þormóðsdal síst verri en gengur og gerist í nágrannalöndunum og til dæmis þekkti héraðsdýralæknirinn að- stæður þarna og gerði ekki athugasemdir við þær. Sveinn sagði að á búinu væru minkahundar sem veiðistjóraemb- ættið sjálft ætti og einnig nokkuð af hundum sem duglegir minka- banar ættu og fengju geymda þarna. Sagði hann að til stæði að fækka hundunum af sparnaðar- ástæðum og flytja búið frá Þor- móðsdal af sömu ástæðum. Yrði því komið fyrir á bóndabæ. Sagði veiðistjóri að nauðsynlegt væri að vera með þessa hunda til minka- veiða, þetta væru hundar af sér- stöku kyni sem þyrfti að rækta áfram og þjálfa því þeir væru ómetanlegir fyrir minkabanana að örfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.