Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 5
V MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 5 Hús Karnabæjar við Fossháls, sem nú hefur verið auglýst til sölu, en starfsemi Karnabæjar hefur þegar verið fhitt annað. Hús Kamabæjar við Fossháls til sölu: Metið á tugi milljóna króna STORHÝSI Karnabæjar við Foss- háls í Reykjavík hefur verið auglýst til sölu, og er húsið metið á tugi milljóna króna, að því er Sverrir Kristinsson hjá fasteignasölunni Eignamiðluninni sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Selj- endur eru Haukur Björnsson og fleiri, en húsið kom í hans hlut er Karnabæ var skipt fyrr á árinu og Guðlaugur Bergmann tók einn við restri fyrirtækisins. Sverrir Kristinsson sagði, að húsið væri ein stærsta fasteign, sem Eignamiðlunin hefði haft til sölu frá upphafi. Húsið selst I einu lagi eða í hlutum. Húsið er 2.600 fermetrar fullbúið húsnæði, og auk þess fylgir byggingarréttur fyrir 1.450 fermetra. Sverrir sagði húsnæðið mjög vandað, og kvað það henta mjög vel fyrir hvers kyns atvinnustarfsemi. Húsið er nýlegt, var tekið í notkun árið 1981, og hafði þá aðeins verið um átta máhuði í byggingu. Á jarðhæð hússins eru sjö vöru- dyr, og lóðin sem er mjög stór, er malbikuð og með hitalögnum. Lofthæð hússins er á bilinu 4 til 5 metrar, og í því er sem fyrr segir aðstaða til atvinnustarfsemi auk skrifstofuaðstöðu. Að sðgn Sverris Kristinssonar er húsið laust nú þegar, og þótt húsið sé á söluskrá, kemur leiga einnig til greina. Sálarrannsóknarfélagið í Hafnarfirði: Vetrarstarfsemi að hefjast Sálarrannsóknarfélagið i Hafn- arfirði er nú að hefja vetrarstarf- semi sína. Fyrsti fundur þess verður fimmtudaginn 13. október nk. í Góðtemplarahúsinu, Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. Dagskrá fundar- ins verður m.a. sú, að Erla Stef- ánsdóttir segir ferðasögu um Sérfræðingar í rafsuðu í þjónustuferð DANSKA fyrirtækið A/S ESAB, sem framleiöir rafsuðubúnad, hefur á þessu ári gefið út tvær sérútgáfur á íslensku á blaði sínu um rafsuðu, og með íslensku efni. Umboðsaðili ESAB á Islandi er Héðinn hf. og hafa fyrirtækin efnt til þjónustuferða um landið, þar sem tveir sérfræðingar, islenskur og danskur, heimsækja fyrirtæki I málmiðnaði. Slík þjónustuferð stendur nú yfir og hafa sérfræð- ingarnir farið um Vestur- og Norðurland og eru á leið um Aust- urland og suður. manna- og álfabyggðir úr fortíð og bregður upp myndum, Sveinn Ólafsson flytur og erindi. Fundir í félaginu í vetur verða annan fimmtudag hvers mánaðar. I stjórn Sálarrannsóknarfélagsins í Hafnarfirði eru Guðlaug Elisa Kristinsdóttir, formaður, Eiríkur Pálsson, Bjarni Linnet, Droplaug Benediktsdóttir, Karl H. Gunn- laugsson, Þór Jakobsson og Soffia Sigurðardóttir. Náttsöngur í Hallgrímskirkju NÁTTSÖNGUR er nú orðinn fastur liður í helgihaldi Hallgrímskirkju. Fer þar saman flutningur ýmissa lista og söngur tíðargjörðar. Margir listamenn landsins hafa tekið þátt i þessum stundum. í kvöld mun einn þeirra, Pétur Jónasson, gitarleikari, verða gest- ur Náttsöngs og leika valin gítar- verk, áður en kirkjugestir samein- ast i tíðasöngnum. Náttsöngur tekur rúma hálfa klukkustund og hefst klukkan 22.00. (Fré tUti Iky nn ing.) „Epstein-Barr veiran og krabbamein“ I KVÖLD, miðvikudagskvöld, 12. október kl. 20.30 mun Ari Kr. Sæmundsson halda fyrirlestur á veg- um Líffræðifélags íslands. Fyrirlesturinn nefnir hann „Epstein-Barr veiran og krabba- mein“, og verður hann haldinn i stofu 101 i Lögbergi. öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. (Frétutilkymaiaf) Afgreiðsla námslánæ Námsmenn þreytt- ir á seinaganginum Frá MagnÚHÍ Brynjólfssyni, frétUríUra Morgu EKKI ER laust við að óþreyju sé farið að gæta hjá námsmönnum hér f Uppsölum og annars staðar í Sví- þjóð vegna tregðu á upplýsinga- streymi og seinkunar á afgreiðslu námslána. Allmargar fjölskyldur þurfa að fresta greiðslu sjálfsagðra reikn- inga eins og leigu fyrir húsnæði, orku- og simareikninga o.fl. nauð- synlegra útgjalda, sem ekki mega biða lengi áður en innheimtumenn eru komnir með hótanir. Þetta er aÓHÍns í Uppsölum. að sjálfsögðu neyðarráðstöfun, því að nauðþurftirnar ganga fyrir, þ.e. matur og bækur, þegar fjármunir eru af skornum skammti og hverj- um degi látinn nægja sin þjáning. Ef mikill dráttur verður á af- greiðslu lánanna, má búast við að námsmenn, einstaklingar og fjöl- skyldur verði að leita til sænskra stjórnvalda um framfærslustyrk. Menn eru hér almennt óánægðir með þá frammistöðu lánasjóðsins að svara ekki símhringingum um- boðsmanna námsmannanna er þeir reyna að ná sambandi við ein- hvern, sem getur gefið svör um lánsupphæðir og afgreiðslutíma lánanna. Það er ill nauðsyn og hefur aldr- ei þótt gott veganesti fyrir ungt fólk að neyða það til að leita á náðir hins opinbera. Vonandi gera ráðamenn og stjórn LÍN sér grein fyrir mikilvægi þess að timaáætl- un standist og að sómasamleg lán séu veitt. Fötin fyrir ferðalanginn H6RRRRÍKI Snorrabfaut Simi 13505 Glæsibæ Simi 34350 Hamraborg Kopavogl Simi 46200 Miðvangi Hafnarfirði Simi 53300 Austurstm ti I0 sítni: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.