Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 45

Morgunblaðið - 12.10.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 45 Predikun við þingsetningu: ann, svo friður verði í mannlegu lífi. „Oss ber að vinna verk Guðs“ Hér fer á eftir predikun sr. Árna Pálssonar, sóknarprests í Kópavogi, sem flutt var við guðsþjónustu í Dómkirkjunni í tengslum við setningu Alþingis, 106. löggjafarþings Islend- inga sl. mánudag. „Jóh. 9.1. - 11 Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. í dag eru nýkjörnir alþingis- menn kallaðir til starfa og af því tilefni erum vér hér saman komin í húsi Drottins til lofgjörðar og bænahalds. Tengslin milli kirkjunnar og al- þingis eru auðsæ og sjálfsögð svo sem stjórnarskrá íslenska lýðveld- isins mælir fyrir um. Allir þegnar þjóðarinnar að fáeinum undan- skildum eru játendur Krists og mikill meirihluti þeirra meðlimir í hinni evangelisk-lúthersku þjóð- kirkju. Því hafa stjórnvöld í ald- anna rás enn tekið mið af átrúnaði þjóðarinnar við setningu laga og réttar í landi voru svo að skikkan skaparans sé í heiðri höfð. Samt vitum vér að öll lög og boð, jafnvel þau sem ljóslega mótast af þeim kærleika sem Jesú Kristur opinberaði oss, eru aðeins lágmarksrök til þess að skapa þann ramma sem nauðsynlegur er til samlífs manna í friðsemd. Guð faðir vakir yfir oss og hann er engan veginn hlutlaus um það hvort vér sýnum mennsku í boðun og breytni. Áréttingu þessa heyrum vér í guðspjallinu sem lesið var frá alt- arinu hér. Og Jesús segir: „Oss ber að vinna verk þess er sendi mig, meðan dagur er. Það kemur nótt þegar enginn getur unnið. Meðan ég er í heiminum, er ég ljós heims- ins.“ Víst er ljósið til staðar og dagur á lofti og mörg máttug verk hafa verið unnin til heilla landi og lýð á fáum árum í sögu sjálfstæðrar þjóðar. En hættan er í því falin að undirstaðan brestur ef vér rjúfum samband vort við gjafarann, skap- arann Guð. Hann hefur vel fyrir oss séð hér í þessu harðbýla landi með auðlegð hafs, orku og gróðurs. En nú skynjar kynslóð vor að oss eru takmörk sett og ofkeyrslunni veður að linna. Horfum vér þá fram á nóttina þegar enginn getur unnið? Svo illa er eigi fyrir oss komið því að vér þekkjum og eigum ljós heimsins. Vér eigum athafnaþrá og sú þrá er borin uppi af sterkri trúarhefð sem vér höfum tekið í arf, sem vaxið hefur með oss og hún mun ekki gera oss vanhæfa til verka þótt um stundir syrti í álinn. Að vonum er deilt um stefnur og leiðir í aðkallandi vanda hjá lýð- ræðisþjóð en þá er beðið um mál- efnalegar umræður og sanngjarn- ar lausnir. Öll vor tilvist er ætíð í spennu milli trúar og heims, milli anda og Sr. Árni Pálsson efnis. Vor kristna kirkja er kenn- ingalega mótuð af andlega leiðtog- anum Marteini Lúther en hann eindi ekki á milli anda og efnis. hans augum var heimur trúar- innar og hversdagsins ein órjúfan- leg heild. Þannig beindist siðbót hans að því að opna manninn til frelsis samkvæmt sannfæringu trúarinnar, að maðurinn lifi heill i samfélagi við Guð sinn og náung- Eftir réttan mánuð minnumst vér þess að 500 ár eru liðin frá fæðingu þessa stórmerka sjáanda sem hefpr haft meiri áhrif á sögu lands vors og nálægrar heims- byggðar en vér gerum oss nægi- lega grein fyrir. Sumt í ræðum Lúthers vakti á sínum tíma hneykslun og hefur raunar gert allt til þessa, því mönnum er tamara að festa sjónir á veikleika mannsins en styrkleika hans. En játendur siðbótarkirkn- anna hafa aldrei litið á Lúther sem dýrling eða óskeikulan mann en hins vegar byggt starf sitt og boðun á sterkum guðfræðilegum kenningum hans. Og hinar lúth- ersku kirkjudeildir hefðu aldrei valdið þeim straumhvörfum hér í heimi sem raun ber vitni ef Lúther hefði ekki átt dýpri skilning á grundvallarsannindum kristinnar trúar en flestir aðrir. Þrátt fyrir nálægð lénskipulagsins eru lýð- ræðislegar hugmyndir hans auð- sæjar þegar hann fjallar um hinn almenna prestdóm. Hann áréttar þann kristna lífsskilning að allir eru jafn réttháir gagnvart Guði hvaða störfum sem þeir gegna og safnaðarleg eining krefst þess að enginn skerist úr leik í boðun trú- arinnar. Því eiga hinir kristnu valdsmenn að ganga fram sem fullgildir félagar í söfnuðinum líkt og aðrir kristnir menn. Ef valds- mennirnir fela trú sína eftir að hafa hlýtt veraldlegu kalli þá eru þeir óheilir í störfum. Allur hinn kristni fjöldi sem velur menn til stjórnunarstarfa á siðferðilega kröfu á því að njóta jafnt verald- legrar sem andlegrar forsjár hjá fulltrúum sinum. Sjálfstæðisfrömuðurinn Jón Sigurðsson alþingisforseti hefur átt þennan lútherska lífsskilning ef dæma má eftir þingslitaræðu hans frá árinu 1849. Þar segir hann: „Þessi hugleiðing má vekja marga alvarlega hugsun í brjóst- um vorum, eigi síðar en í brjóstum allra kjósenda vorra og allrar þjóðar vorrar; því hver er sá á meðal vor, sem ekki finni til þess, og finni til þess nú á þessari stundu hvað næmast, að viðleitni hans að flytja erindi þjóðar sinnar hafi verið miklu veikara en skyldi, miklu ófullkomnara en hver um sig vildi óskað hafa? En það er jafnframt gleðiefni fyrir sérhvern af oss, og fyrir sérhvern þann, sem setið hefur í þessum sal sem al- þingismaður um það tímabil sem liðið er, að sá sem allt sér og þekk- ir hjarta mannsins, hann þekkir einnig hinn einlæga vilja vor allra og dæmir með vægð, þó kraftarnir séu ekki ætíð eins fullkomnir og viljanum samsvarar." Ljóst er af þessum orðum að Jón Sigurðsson hefur séð og skilið í trú sinni hvert er hið æðsta vald sem hann þurti að lúta sem stjórnandi. Hann hefur tileinkað sér þá lúth- ersku kenningu sem áréttar að vald þeirra sem stjórna er ekki hið altæka vald sem þekkir hvorki skilning né samráð og horfir að- eins á sjálft sig og eigin fram- kvæmd. Þótt margt sé breytt frá fyrri öld er eðlisþrá mannsins söm og áður og trúarþörf hans breytist ekki frá öld til aldar og verður ávallt hin sama. Því er þeim nauð- synlegt sem valdir eru til vanda- samra stjórnunarstarfa að kann- ast við viðmiðanir sínar í trúar- legum efnum frammi fyrir alþjóð. Vér erum kristin þjóð og með slíka vitund erum vér opin fyrir orði Guðs sem eyðir tortryggni og sameinar oss í náungakærleika. Vér tökum því öll undir bæn Jóns Sigurðssonar alþingisforseta í niðurlagsorðum þeirrar ræðu er áður hefur verið nefnd — „en vér viljum samhuga biðja þann, sem veitir allar góðar gjafir, að hann snúi þessu máli og öllu öðru til heilla þjóð vorri um allan ókom- inn tíma, því nema hann haldi vörð, þá vaka varðmennirnir til ónýtis." Amen. Hólabrekkuskóli - hornreka í skóla- kerfi borgarinnar Opið bréf til Davíðs Oddssonar borgar- stjóra frá kennarafélagi Hólabrekkuskóla Hólabrekkuskóli í Breiðholti III er á 10. starfsári. Hann er einn stærsti grunnskóli landsins með 1133 nemendur. Hvernig á að leysa húsnæðismál skólaárið 1984—’85? Hvað eiga börnin í þessu skólahverfi að búa lengi við skerta kennslu vegna húsnæðisleysis og lélegrar starfs- aðstöðu? Við vitum að þessar spurningar brenna á vörum margra hér í hverfinu og förum því fram á svör opinberlega eins fljótt og kostur er. Til skýringar skulu hér nefndar fáeinar staðreyndir í máli þessu. { vor var okkur tjáð að nú ætti að hefja framkvæmdir við III. áfanga skólans. Teikningar voru sam- þykktar, fjárveitingar frá ríki og borg fyrir hendi, útboð og fram- kvæmdir virtust á næstu grösum. Hvað gerist svo? Sumarið líður og ekkert bólar á byggingu. Næsta skólaár, ’84—’85, mun enn fjölga í skólanum, a.m.k. um 3 bekkjardeildir, .Þrá^ fypv .5 f*r- anlegar kennslustofur og 3 bráða- birgðastofur í Menningarmiðstöð- inni við Gerðuberg er hvergi pláss fyrir þessar deildir, eins og málum er háttað i dag. Iþróttahús var fyrirhugað að byggja en hefur verið frestað. f 10 ár hafa nemendur í þessu skóla- hverfi mátt þola að fá enga eða skerta leikfimikennslu. í ár Ld. fá 7 ára börn enga leikfimikennslu. Lengi fram eftir skólaaldri er að- eins 1 tími á viku í leikfimi eðn þar til í 12 ára bekk. Þeir tímar sem y;5 fáum eru afgangstímar í Fellaskóla og flestir á tímabilinu 16—19 og er slíkt algjörlega óvið- unandi. Samkvæmt grunnskólalögum eiga 7 ára börn að fá alls 22 tíma í skólanum. Þau fá aðeins 18. Séu svo taldir saman þeir tímar sem á vantar á 8 ára skólagöngu kemur í ljós að því sem næst heilt kennslu- ár vantar. Hvers eiga börnin að gjalda? Smíðar, saumar, myndmennt, eðlis- og efnafræði, allt eru þetta greinar.setp eru á hrakhólum. , Myndmennt er kennd í herbergi inn af bókasafni og sjá allir hve mikilli truflun slíkt veldur. f einni og sömu stofunni eru kenndar smíðar, saumar og myndmennt, eðlis- og efnafræði auk nokkurra bóklegra tíma. Hefði þetta ekki verið gert hefðu 9 ára börn alls ekki fengið smíðar og myndmennt. Utan dyra bíður svo ófrágengin skólalóð sem ekki er talin ástæða til að ganga frá fyrr en byggingu er lokið. A meðan svo er eru um 600 börn í frímínútum f einu á malbikuðu svæði sem er á stærð við 'A af löglegum keppnisvelli í knattspyrnu! Þetta er ekki nokkru barni bjóðandi enda ástandið í frí- mínútum martröð líkast. Því ítrekum við spurningar þær er fram komu hér að framan: 1. Hvernig á að leysa húsnæðis- mál Hólabrekkuskóla skólaárið 1984—’85? 2. Hvað eiga börnin í þessu skóla- hverfi að búa lengi við skerta kennslu vegna húsnæðisleysis og lélegrar starfsaðstöðu? Við trúum ekki öðru en borgar- yfirvöld hafi hugsað þetta dæmi til enda og geti gefið okkur greið og góð svör. Reykjavfk 10. október 1983 . -Keapprafélag Hólabrokkuskóla n •. Á fundinum var kosin ný stjórn félagsins og skipa hana þeir Ingvar Ás- mundsson, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík (t.v.), ritari var kosinn Ólafur Ásgeirsson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi, og Karl Kristjánsson, aðstoðarskólameistari við Ármúlaskóla, var kosinn gjaldkeri (th.). i-sámi liilfl Aðalfundur Skólameistarafélagsins: Skorað á Alþingi að setja lög um framhaldsskóla AÐALFUNDUR Skólameistarafé- lags íslands var haldinn í Iðnskólan- um í Kcykjavík laugardaginn 24. september. A fundinum flutti Ólafur Ásgeirsson skólameistari Fjöl- brautaskólans á Akranesi erindi um yfirstjórn framhaldsskólans, Ingvar Ásmundsson skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík fjallaði um inntak náms á framhaldsskólastigi og Heimir Pálsson fráfarandi skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi ræddi um gerð framhaldsskóla og staðsetningu þeirra. Karl Kristjánsson aðstoðar- skólameistari Ármúlaskóla sagði frá kynnisför skólameistara til Bandaríkjanna í október 1982. .Samþykktar voru eft.irfarandi ályktanir: 1. Stjórn félagsins var falið að vinna að því að gerðar yrðu skipu- lagsbreytingar á yfirstjórn fram- haldsskólanna þannig að þeir heyri undir sérstaka deild í menntamálaráðuneytinu eða sér- staka stofnun. 2. Aðalfundurinn samþykkti ein- róma að skora á Alþingi og ríkis- stjórn að setja nú þegar lög um framhaldsskóla á íslandi. Þá var kosin nefnd þriggja manna til þess að undirbúa ráð- stefnu á vegum félagsins þar sem fjallað verður um yfirstjórn fram- haldsskólans, inntak náms á framhaldsskólastioi «** ‘ *•*'* ’•'*.£• oj- ■st'ao'séfrii mgu iramhaldsskólans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.