Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 13
Nýr bátur frá Skagaströnd Skagaströnd 23. september. Skipasmíðastöðin á Skaga- strönd afhenti nýjan 15 tonna plastbát í dag. Eigendur eru feðgarnir Rögnvaldur Sæ- mundsson og Sæmundur sonur hans í Reykjavík. Hjördís Sigurðardóttir oddvitafrú gaf nýja bátnum nafnið Stakkur. Stakkur er búinn til handfæra- veiða og verður gerður út frá Reykjavík. Á myndinni má sjá er Gísli Björnsson, fram- kvæmdastjóri skipasmíðastöðv- arinnar, afhenti Rögnvaldi bibl- íu til að hafa um borð. ÓB. Örn Smári Arnaldsson íbúar Skugga- hverfis stofna íbúasamtök ÍBÚAR Skuggahverfis hafa stofnað með sér íbúasamtök og í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist, segir m.a. að helstu markmið samtakanna séu að auka samskipti og efla sam- kennd íbúa hverfisins, hafa samráð við borgaryfirvöld um málefni sem varða hverfið og íbúa þess og að standa vörð um hagsmuni íbúanna. Á stofnfundinum voru sam- þykktar ályktanir þar sem íbúa- samtökin skora á borgaryfirvöld að kynna skipulagsáform að byggð við Skúlagötu fyrir Reykvíkingum áður en bindandi ákvarðanir verði teknar og skorað var á skipulags- stjórn ríkisins að fá fram nánari rökstuðning og úrvinnslu á skipu- lagsáformum við Skúlagötu áður en skipulagsbreyting verður aug- lýst. Stjórn íbúasamtaka Skugga- hverfis er skipuð af Geirharði Þorsteinssyni, formanni, Guð- mundi Gunnarssyni, ritara, Freyju Kristjánsdóttur, gjaldkera, Daníel Daníelssyni, meðstjórn- anda og Gerði Pálmadóttur, með- stjórnanda. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir SQtyirOjDiuigjtyiir ©<&> Vesturgötu 16, sími 13280 » MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 13 „Afhelgun veraldar“ Rætt við Pétur Pétursson sem nýlega varði doktorsritgerð sína í trúarlífsfélagsfræði „Ritgerðin fjallar um hvernig kirkja og trúarlífið almennt breyttist og aðgreindist frá öðr- „Ritgerðin gengur út á hugtakið „afhelgun veraldar" og fjallar þverrandi áhrif kirkju og trúarlífs á íslandi á tímanum 1830—1930“ sagði Pétur Pétursson í spjalli við blm. Mbl., en hann varði sl. mánu- dag doktorsritgerð sína í trúarlífs- félagsfræði frá félagsvísindadeild Háskólans í Lundi. Nefndi hann ritgerðina „Church and Social Change — A Study of the Secular- ization in Iceland 1830—1930“. Nýr yfirlæknir Röntgen- deildar Borgarspítalans ÖRN SMÁRI Arnaldsson hefur verið ráðinn yfírlæknir við Rönt- gendeild Borgarspítalans frá 1. okt. 1983. Örn Smári er fæddur 18. apríl 1937. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1956 og læknaprófi frá Há- skóla tslands árið 1964. Hann hefur hlotið viðurkenningu sem sérfræðingur í geislagreiningu og starfað sem sérfræðingur við Röntgendeild Borgarspítalans frá okt. 1970. Örn Smári hefur tekið virkan þátt í félagsmálum lækna og er nú ritari í stjórn læknaráðs. Örn Smári Arnaldsson er kvæntur Rósu Hjaltadóttur og eiga þau 4 börn. Hann tekur við af Ásmundi Brekkan, sem skipaður hefur verið prófessor við Háskóla íslands og jafn- framt forstöðumaður Röntgen- deildar Landspítalans. um þáttum tilverunnar á þess- um tíma. Þar kem ég einnig inn á hlutverk nýrra trúarlegra hreyfinga á íslandi. Niðurstað- an er sú að þessi aðgreining hafi gengið fremur átakalaust fyrir sig á íslandi, miðað við önnur Norðurlönd, þótt þróunin hafi gerst á sérstaklega skömmum tíma. Félagsleg þáttaka presta í sjálfstæðisbaráttunni seinkaði nokkuð þessari aðgreiningu, sem hófst ekki á íslandi fyrr en á síðustu áratugum 19. aldar. í dómnefndinni áttu sæti fimm menn og samþykktu þeir ritgerðina einróma, en andmæl- andi minn var prófessor David Martin frá London School of Economics. Meðal þeirra fimm sem sátu í dómnefndinni var dr. Björn Lárusson, dósent í Lundi." Pétur Pétursson er fæddur á Akureyri árið 1950, sonur hjón- anna Sólveigar Ásgeirsdóttur og Péturs Sigurgeirssonar, biskups. Hann lauk stúdentsprófl frá MA árið 1970 og BA-prófi frá HÍ í almennum þjóðfélagsfræðum árið 1974. Pétur tók masters- próf fyrir ritgerð um skipulags- fræði og upplýsingaþjónustu 1980 og vann um tíma sem að- stoðarmaður við Forsknings- politiska Institutet í Lundi og sem aðstoðarkennari við félags- vísindadeild Háskólans þar. Pétur er kvæntur Þuríði Jónu Gunnlaugsdóttir, sjúkraliða. Hann vinnur nú að samnorrænu verkefni um trúarlegar breyt- ingar á Norðurlöndum frá 1930-1980. 28611 2ja herb. Hraunbær Ca. 65 fm vönduð ibúö á 3. hæó. Góö eign á góöum staö. Verö 1,1 millj. 3ja herb. Laugavegur 3ja herb. ca. 75 fm íbúö. öll endurnýjuö. Laus strax. Gott verð. Hverfisgata 3ja herb. ca. 90 fm íbúö á 4. hæö. Öll íbúöin nýstandsett. Gullfallegt útsýni. Verö 1,2 millj. 4ra til 5 herb. Flúöasel 4ra herb. ca. 110 fm góö íbúö á 1. hæö. Falleg og vönduö eign. Góöar innrétt- ingar. Bílskýli. Verð 1750 til 1,8 millj. Asparfell 5—6 herb. íbúö á tveimur hæð- um. Ca. 135 fm. Öll íbúðin mjög vönduö. Fallegt útsýni. Bílskúr. Sérhæðir Reynihvammur Ca. 126 fm neöri sérhæö. Ásamt stúdíóíbúö undir bílskúr efri hæöar. Vönduö og falleg eign. verð 2,2 millj. Grenimelur Falleg sérhæö ca. 110 fm. Sam- eiginl. inngangur meö risi. Endurnýjuö aö hluta. Verö 2 millj. Annaö Rauöageröi fokhelt Ca. 215 fm einbýlishús á tveim- ur hæöum. Frágengiö utan. Lóö og teikningar Lóö undir tvö parhús viö Helga- land Mos. Grunnteikn. á skrif- stofunni. íbúöir og lóö Til sölu 3ja íbúöa hús i Njarövík, gott fyrir þá sem vilja ávaxta peningana vel. Lóð 1424 fm. Verö samtals 1 millj. Húsog Eignir Bankastræti 6. Lúövík Gizurarson, hrl. Heimasímar 78307 og 17677. N0TAÐIR MAZDA BÍLAR í ÚRVAU Við höfum til sölu glæsilegt úrval notaðra MAZDA bíla í sýningarsal okkar. Allir bílarnir eru í 1. flokks ástandi og þeim fylgir 6 mánaða ábyrgð frá söludegi. Sýnishorn úr söluskrá: Gerð árg. ekinn 323 1300 3 dyra '82 7.000 929 Station sj.sk. '82 29.000 626 1600 4 dyra ’82 11.000 626 2000 2 dyra HT ’81 52.000 323 1300 Saloon sj.sk. '81 31.000 626 2000 4 dyra '80 34.000 929 4 dyra sj.sk. '80 33.000 626 2000 4 dyra sj.sk. '81 29.000 929 4 dyra m/öllu '81 40.000 323 1400 3 dyra '79 54.000 Athugið: Við bjóðum velkomna þá MAZDA eigendur, sem hafa hug á að skipta bíl sínum upp í nýlegri MAZDA bíl. Opið til 10 fimmtudagskvöld. 6 mánaða ábyrgð á notuðum bílum ■ B Oryggi í Stað áhættu. BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.