Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Danir gefa ævi- skrár íslenskra dannibrogsorðuþega Flestir orðuþega sýslumenn og læknar NÝLEGA afhenti konunglegur orðuritari Dana, prófessor dr. phil. Tage Kaarsted frú Ragnhildi Helgadóttur menntamálariðherra 129 æviskrár ís- lenskra dannebrogsorðuþega fri tímabilinu 1884 til 1918. Fór afhendingin fram í hidegisverðarboði J.A.W. Paludan sendiherra Dana i íslandi. Menntamilariðherra þakkaði gjöfina og afhenti síðan þjóðskjalaverði gjöf- ina til varðveislu í Þjóðskjalasafni íslands. menn 6, bankastjórar 2, forleggj- arar 3, ritstjórar 2, tónskáld 2, lyfsalar 2, hómópatar 2, og einn úr eftirtöldum stéttum: kaupfélags- stjóri, skipstjóri, fiskmatsmaður, hafnsögumaður, skáld, myndskeri, gullsmiður og regluboði. Þjóðskjalasafnið hefur nú búið um skjöl þessi eftir bestu föngum, raðað orðuþegum í stafrófsröð og komið sér upp sérstöku ljósrituðu eintaki til daglegra afnota fyrir gesti safnsins. (Úr rrétutilkraaingu frí mennUmálaráðuneytimi). Sögufélagið; Ljósmynd Kristján Orn Elíasson. Fri blaðamannafundi Sögufélagsins, þar sem XV bindi Alþingisbókanna var kynnt isamt fleiri útgifubókum félagsins nú í haust. Taiið fri vinstri: Heimir Þorleifsson, Helgi Þorliksson, Gunnar Sveinsson, Einar Laxness forseti Sögufélagsins, Ragnheiður Þorláksdóttir verslunarstjóri, Sigurður Ragnarsson og Svavar Sigmundsson. Alþingisbækur íslands fyrir árin 1766—1780 komnar út Dannebrogsorðan hefur veri? veitt síðan 1671 en var lengi vel aðeins veitt aðalsmönnum og kon- ungbornu fólki. Árið 1808 voru gerðar breytingar á veitingu orð- unnar þar sem m.a. var kveðið svo á að veiting hennar skyldi ekki fara fram eftir stétt eða stöðu orðuþega heldur skyldi hún veitt fyrir dyggilega unnin störf og lofsvert framtak. Var hún veitt nokkrum Islendingum frá þeim tíma og fram til ársins 1918 að ísland varð fullvalda ríki. Við bruna Kristjánsborgarhallar árið 1884 fóru forgörðum nær allar ævisögur orðuþega fram til þess tíma og eru því í þessari gjöf Dana nú aðeins æviskrár þeirra íslend- inga sem hlutu orðuna á árunum 1884-1918. Æviskrárnar 129 skiptast þann- ig eftir stétt og stöðu orðuþega, en athygli vekur að engin kona er meðal orðuþega: Embættismenn (einkum sýslumenn og læknar) 43, prestar 16, verslunarmenn 17, hreppstjórar 12, bændur 8, at- hafnamenn i útgerð 6, vísinda- Ostakynning hjá Osta- og smjörsölunni OSTAKYNNING verður í húsa- kynnum Osta- og smjörsölunnar að Bitruhilsi í Reykjavík, dagana 14. og 15. október næstkomandi. Sýning verður i ostum, bragðpruf- ur gefnar og til söhi verða ostap- akkar i sérstöku kynningarverði, auk þess sem hægt verður að fi leiðbeiningar um geymslu og með- ferð osta. í tengslum við ostakynning- una verður dæmt í samkeppni ostagerðarmanna um bestu ostana. Öll mjólkursamlögin sem framleiða osta, 8 talsins, senda osta i samkeppnina en dæmt er samkvæmt sérstöku stigakerfi. Hingað til lands mun koma sænskur mjólkurverk- fræðingur, Sven Anker Kofoed að nafni, til að aðstoða íslenska sérfræðinga til að dæma ostana. Ostakynningin verður á föstu- dag frá klukkan 15 til 20 og á laugardag frá klukkan 13 til 18. I fréttatilkynningu frá Osta- og smjörsölunni segir að þess sé vænst að fólk fjölmenni og noti fækifærið til að kynnast því fjölbreytta úrvali osta sem nú sé völ á. Opið hús hjá Orator í TILEFNI af 75 ára afmæli laga- kennslu á íslandi nú í haust hyggst Orator, félag laganema við Háskóla Islands, efna til dagskrár laugardaginn 15. okt. nk. í Lög- bergi, húsi lagadeildar. Hefst dagskráin kl. 14.30 með ávarpi Gunnars Jónssonar, formanns Orators, og mun hann kynna starfsemi deildarinnar. Þá munu laganemar setja á svið málflutn- ing og verður tekið fyrir skaða- bótamál vegna atvinnusjúkdóms. Að síðustu verður svo opið hús og gestum og gangandi boðið að skoða Lögberg og þá aðstöðu sem þar er. Öllum er heimill aðgangur með- an húsrúm leyfir. FrétUtllkrnninr frá Orntor KOMIÐ er út hjá Sögufélaginu f Reykjavík fímmtánda bindi Alþing- isbóka íslands, sem tekur til áranna 1766 til 1780. Á blaðamannafundi sem Sögufélagið efndi til í tilefni útgáfunnar kom meðal annars fram, að útgáfan hófst árið 1912, í umsjá dr. Jóns Þorkelssonar, fyrsta forseta Sögufélags. Er þetta viðamesta heimildarit, sem Sögufélagið hefur gefíð út Hefur félagið hin síðustu ár notið sérstaks styrks frá Alþingi til útgáfunnar. Alþingisbækur íslands eru gerðabækur hins forna Alþingis við Öxará. Þær fjalla um það, sem þar fór fram eftir að tekið var að rita það á bók á síðari hluta 16. aldar og til ársins 1800, þegar þingið var lagt niður. Alþingisbækur Islands eru stór- merkar frumheimildir um sögu ís- lands á niðurlægingarskeiði þjóð- arinnar, tímabili Stóradóms, ein- okunarverzlunar, galdraofsókna, heittrúarstefnu og móðuharðinda. Þær eru fjölbreyttar að efni. Þar má finna dóma i fjölda malum, þ.á m. dauðadóma, ennfremur lýs- ingar á strokumönnum, kon- ungsbréf og tilskipanir til Islend- inga, auglýsingar embættismanna og jarðakaupabréf. Álþingisbækur Islands eru heimildir um lagasetning og stjórnmálaviðburði og þær endur- spegla vel aldaranda. Hvert bindi tekur yfir gerðir Al- þingis 10—20 ár í senn og myndar sérstaka heild, sem njóta má óháð öðrum bindum. Nýjasta bindið tekur yfir árin 1766—1780, en tvö bindi munu vera eftir, svo að út- gáfu sé lokið. Umsjón með fyrri bindum Al- þingisbóka hafa annazt hinir fær- ustu fræðimenn, auk dr. Jóns Þorkelssonar þeir dr. Einar Arn- órsson, Einar Bjarnason prófess- or, og um hin síðustu bindi hefur séð Gunnar Sveinsson skjalavörð- ur. Á blaðamannafundinum kom fram, að i Alþingisbókunum kenn- ir ýmissa grasa og má finna margt forvitnilegt ef grannt er skoðað. T.d. var skylt að lýsa vogrekum í lögréttu og má kanna hvort eitthvað komi fram um gullskipið margumtalaða. Leitin ber árangur því að í alþingisbók frá 1716 (X.bindi (útg. 1967), bls. 265) segir að fundist hafi árinu fyrr hvítt léreft, rekið í smápörtum víða á fjörur i Hornafirði og þyki mönnum „líkast sé af því austindí- aniska fari sem á Sandfjörum i Öræfum við Skeiðarárós upp- strandað hefði nú fyrir 49 árum“. Á næsta ári var eftirfarandi m.a. lýst í lögréttu: að á Sandfjör- um í Öræfum hafi fundist með stórstraum í sjó tilvaðið 12 smáar eirlengjur, að vigt fjórar merkur, í þeim indíaniska skipsbotni sem i sjó liggur, uppströnduðum fyrir 50 árum; item (einnig) þar úr tekið járn, 3 fjórð ... Skv. þessu er sú tilgáta röng að skrokkur skipsins hafi strax sigið í sand og geymst þar heill. (Úr sama bindi, bls. 321.) Enn var lýst í lögréttu árið 1722 (XI(1969)97): Á Sandfjörum fund- ið atker (er meinast af því indían- iska kaupfari sem strandað hafði við þær fjörur fyrir 55 árum), að vigt 13 fjórð (um 65 kg) með hring einum. Item eikartré, 8 al (um 5 m) að lengd, gagnlaust (meinast úr sama skipi); járn í því 4 fjórð. 10 merk. (um 22,5 kg) með ryðinu Stjórn Sögufélagsins skipa nú: Ein- ar Laxness, cand.mag., forseti, Heimir Þorleifsson, cand.mag., gjaldkeri, Helgi Þorliksson, cand. mag., ritari, Ólafur Egilsson, lög- fræðingur, Sigrídur Th. Erlends- dóttir, cand.mag. Til vara: Anna Agnarsdóttir, BA, Sigurður Ragn- arsson, cand.philol. -AH Iðnþróunarverkefni Sambands málm- og skipasmiðja: Framleiðni hefur stóraukist hjá fyrirtækjum í skipaiðnaði FRÁ ÞVÍ í byrjun árs 1980 hefur verid unniö að sérstöku átaki innan málmiðnaðarins, sem miðar að því að auka framleiðni greinarinnar. Þetta hefur verið eitt af meginviðfangsefnum Iðnþróunarverkefnis Sambands málm- og skipasmiðja og hefur þegar skilað umtalsverðum árangri. Fyrsta skref þessarar viðleitni var fólgið í því að bæta alla skráningu upplýsinga um verk- og verkhluta innan hvers fyrirtækis, en slík skrán- ing, ásamt samræmdri fíokkun upplýsinga, er skilyrði þess að unnt sé að ná tökum á stjórnun fyrirtækis og framgangi verka. Nú liggja fyrir tölur frá 14 fyrirtækjum í skipaiðnaði um afrakstur þessarar skipulegu skráningar, en það er saman- burður á framleiðni vinnuafls þessara fyrirtækja, annars veg- ar árið 1980, þ.e. áður en aðgerð- ir hófust, og hins vegar árið 1982, eftir tveggja ára starf. Niðurstaðan var sú, að þrátt fyrir að afkoma fyrirtækja hafi almennt verið lakari á árinu 1982 en 1980, þá varð framleiðni- aukning að meðaltali 16,5% í þessum fyrirtækjum á milli ár- anna. I þessu sambandi er rétt að taka fram að framleiðni í is- lenskum málmiðnaði stóð í stað á seinni hluta síðasta áratugs. Þessar upplýsingar komu fram í fréttabréfi sem SMS sendi frá sér nýlega. I fréttabréfinu segir ennfrem- ur: „Jafnframt því að vinna að þessum samræmdu skráningum í fyrirtækjunum var farið að leita fyrir sér um samningu eða kaup á flokkunarkerfi, sem yrði komið á í sem flestum skipaiðn- aðarfyrirtækjum. Með því ynnist þrennt: 1. Fyrirtækið ætti auð- veldara með að finna upplýs- ingar um fyrri verk og byggja á þeim ákveðið verð. 2. Skipaiðnaðarfyrirtækjum væri gert auðveldara með þessu sam- ræmda kerfi að vinna saman, þ.e.a.s. taka að sér verk hvert fyrir annað. 3. Viðskiptavinir þeirra gætu nýtt sér slíkt kerfi við að bæta undirbúning verka. Við athugun á því hvaða flokk- unarkerfi hentaði best fyrir skipaiðnaðinn kom í ljós að ekk- ert kerfi var til hér á landi. Þess vegna beindist athyglin fljótt að norsku flokkunarkerfi sem norska skiparannsóknarstofnun- in, Norges Skipsforskningsinsti- tutt, skammstafað NSFI, hafði þróað og tekið hefur verið upp víða um heim. Samningar náðust í ágúst 1980 við NSFI um kaupin og rétt SMS á kerfinu hér á landi og var þá strax hafist handa um að þýða það og síðan var flokk- unarkerfið gefið út í bráða- birgðaútgáfu vorið 1981 og um áramótin 1981/82 fóru fyrstu fyrirtækin að nota það. Það var þó ekki fyrr en á síðasta vori að SFI-kerfið var tilbúið til endan- legrar útgáfu. Niðurstaðan er 336 síðna rit, tilbúið sem grundvallargagn við samræmd og skipulögð vinnubrögð við smíði og viðhald skipa. I þeim efnum gagnast það útgerðum og skipafélögum, ekki síður en skipasmíðastöðvum og smiðj- um.“ SFI-kerfið var kynnt á opnum fundi sem SMS boðaði til á Hótel Esju í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.