Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÖBER 1983 3 Framfærsluvísital- an hækkar um 3,1% - Verðbólguhraðinn 44,25% HÆKKUN framfærsluvísitölunnar í september reyndist vera um 3,1%, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en eins og kunnugt er hækkaði fram- færsluvísitala um 0,74% í ágústmánuði sl. Árshraði verðbólgunnar, met- inn samkvæmt hækkun fram- færsluvísitölunnar í september er 44,25%, en árshraðinn miðaður við hækkun framfærsluvísitöluna í ágúst var hins vegar um 9,25%. Inn í hækkun framfærsluvísi- tölunnar koma hækkanir 1 kjölfar launahækkunarinnar og hækkun- ar á fiskverði og landbúnaðar- vöruverði að hluta. Áhrif hækkun- ar á kjötvörum koma hins vegar ekki inn fyrr enn við næsta út- reikning visitölunnar. Þá koma inn áhrif hækkunar á fatnaði, sem er árstíðabundin hækkun, þegar skiptir úr sumarfatnaði í vetrar- fatnað. Af öðrum liðum má nefna hækkun á lyfjum og læknishjálp, auk þess sem þjónusta hækkaði nokkuð. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins má síðan gera ráð fyrir, að hækkun framfærsluvísi- tölunnar við næsta útreikning í byrjun nóvembermánaðar, verði á bilinu 2—2,5%, en þar vegur hækkun á kjötvörum þyngst, eða um 2%. Á móti kemur síðan um 0,5% lækkun vegna markaðssetn- ingar innlendra kartaflna i stað þeirra erlendu. Sólrún B. Jensdótt- ir ráðin aðstoð- armaður mennta- málaráðherra SÓLRÚN B. Jensdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra. Sólrún er fædd hinn 22. júlí árið 1940, dóttir þeirra Guðríðar Guð- mundsdóttur verkstjóra í Sanitas og Jens Steindórs Benediktssonar prests og blaðamanns. Sólrún er sagnfræðingur að mennt, lagði stund á sagnfræði- nám við Háskóla íslands og Lond- on School of Economics, en þaðan lauk hún magistersprófi. Sólrún hefur að undanförnu stundað sagnfræðirannsóknir og stunda- kennslu, auk húsmóðurstarfa, og auk þess hefur hún tekið þátt i félagsmála- og stjórnmálastörf- um, og á nú sæti i stjórn Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Eig- inmaður Sólrúnar er Þórður Harðarson prófessor, og eiga þau þrjú börn. Sólrún B. Jensdóttir „Þetta er spennandi verkefni, sem ég hef nú ráðist í,“ sagði Sól- rún í samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gærkvöldi. „Ég hlakka þvi til að takast á við þetta nýja starf, og hef mikinn áhuga á þeim málum, sem er verið að fást við i menntamálaráðuneytinu,“ sagði Sólrún að lokum. Aldrei fyrr hafa jafn margar konur tekið sæti á Alþingi við upphaf þings, en þessa mynd tók Kagnar Axelsson Ijósmyndari Morgunblaðsins 1 gær af konum f hópi alþingismanna. Frá vinstri: Kristín Halldórsdóttir af Kvennalista á Reykjanesi, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir af Kvennalista í Reykjavfk, Guðrún Agnarsdóttir af Kvennalista í Reykjavík, Kristín Kvaran frá Bandalagi jafnaðarmanna í Reykjavík, Kolbrún Jónsdóttir frá Bandalagi jafnaðarmanna í Norðurlandi eystra, Guðrún Helgadóttir frá Alþýðubandalaginu f Reykjavík, Margrét Frímannsdóttir frá Alþýðubandalaginu á Suðurlandi, en hún er varamaður Garðars Sigurðssonar sem er í opinberum erindum erlendis, Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík og Salóme Þorkelsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, en hún er forseti Efri deildar og er fyrsta konan sem gegnir því embætti. Afurðalán: Verða gengistryggð og bera 9,5% vexti TEKIN hefur verið ákvörðun um breytingu á kjörum afurðarlána í Seðla- bankanum, þannig að frá og með 21. september sl. verða öll endurkeypt lán bundin gengi SDR, sérstakra dráttarréttinda, auk þess að bera 9,5% vexti, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Umræður fóru fram um málið í ríkisstjórn í gærdag og síðan kom bankastjórn Seðlabankans saman og samþykkti breytinguna. Afurðalánin voru bundin gengi erlendra gjaldmiðla fram til árs- loka 1981, en þá var tekin ákvörð- un um að þau skyldu bera 29% vexti og losna undan gengistrygg- ingu, eftir mikinn þrýsting út- flytjenda. Frá 1. janúar sl. hafa afurðalán síðan borið 33% vexti. Ákvörðun sú, að gengistryggja afurðarlánin, kemur í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar, að halda uppi fastgengisstefnu, eins og gert hefur verið síðan sl. vor. Hlutur afurðalána í heildarút- lánum innlánsstofnana er í nám- unda við 34%, ef tekið er mið af tölum í lok júlí sl., en þá voru af- urðarlán um 5.523 milljónir króna, en heildarútlán hins vegar 16.150 milljónir króna. Afurðalán höfðu aukizt um tæplega 109% frá júlí- lokum á síðasta ári, þegar þau voru samtals 2.646 milljónir króna. ISUNDFÖTIN Sundfataúrvalið í bænum er kannski ekki upp á það besta þessa dagana. En þú skalt ná þér í nokkra „alsundklaeðnaði" og ganga í Kanaríklúbb Flugleiða, Úrvals, Útsýnar og Samvinnuferða/Landsýnar, því það eru aðalfötin á Kanarí! Við fljúgum til Las Palmas á Gran Canaría í beinu leiguflugi á þriggja vikna fresti frá og með 14. desember og vikulega frá 2. nóvember í áætlunarflugi um London þarsem hægt er að hafa viðdvöl í bakaleiðinni. Við bjóðum úrval frábærra gististaða: hótelíbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum, hótelherbergi og smáhýsi með 1 eða 2 svefnherbergjum. Við bjóðum dvöl í: 1,2, 3, 4, 6, 9 eða jafnvel 24 vikur! Viðbjóðum hagstætt verð: Frá 19.460.- kr. í eina viku og frá 22.155.- kr. í þrjár vikur, miðað við 2 í hótelíbúð. 21 vika á Broncémar miðað við 2 í íbúð kostar aðeins 78.000.- kr. Þú kemur heim 9. maí! Á Kanarfeyjum eru fáir í frakka! URVAL ÚTSÝN Samvinnuferdir Landsýn FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.