Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 25 Fjárveitinganefndarkjör þingflokks sjálfstæðismanna: Lárus, Árni, Pálmi og Friðjón náðu kjöri - Stjórnarfrumvarp um fjölgun í fjárveitinganefnd á Alþingi í dag f DAG verður lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til breytinga á lög- um um þingsköp, en samkomulag hefur náðst milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu á Alþingi um að Athugasemd MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá sam- gönguráðuneytinu við frétt Morgun- blaðsins „tilíögur um sameiginlegt rekstrarfélag strandflutninga til ráðherra“. „í fréttinni er því haldið fram, að samgönguráðherra hafi borist tillögur þeirra skipafélaga, sem staðið hafa í viðræðum um strand- flutningaþjónustuna. Hið rétta er að engar slíkar til- lögur hafa borist og er því fréttin röng hvað það snertir. Aftur á móti er ráðherra kunn- ugt um megin efni væntanlegra tillagna viðræðunefndarinnar um strandflutningaþjónustuna frá fulltrúa sínum í nefndinni. Viðræðunefndin heldur loka- fund sinn fimmtudaginn 13. þ.m. og mun eftir þann fund skila til- lögum til ráðherra. Ráðuneytið mun senda út fréttatilkynningu um þetta mál eftir þann fund.“ Aths. ritstj. Athugasemd samgönguráðu- neytis er réttmæt. Misskilningur milli blaðamanns og heimildar- manns olli því ranghermi, að til- lögurnar hefðu þegar verið sendar ráðherra. Að öðru leyti eru efnis- atriði fréttarinnar rétt. fjölgað verði í fjárveitinganefnd úr níu í tíu. Kosnir voru fulltrúar í fjár- veitinganefnd í þingflokki Sjálfstæð- isflokksins í gær. Fimm þingmenn gáfu kost á sér, en flokkurinn á fjóra fulltrúa í nefndinni. Kosning til fjárveitinganefndar innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins fór þannig, að Lárus Jónsson hlaut 22 atkvæði, Árni Johnsen 20 atkvæði, Pálmi Jóns- son 18 atkvæði og Friðjón Þórðar- son 15 atkvæði. Egill Jónsson náði ekki kjöri, en hann hlaut 13 at- kvæði. Einn atkvæðaseðill var ógildur. Lárus Jónsson verður væntanlega formaður fjárveit- inganefndar. Frá Framsóknarflokki verða Guðmundur Bjarnason og Þórar- inn Sigurjónsson 1 fjárveitinga- nefnd, Alþýðubandalagi Geir Gunnarsson, Alþýðuflokki Karvel Pálmason, Bandalagi jafnaðar- manna Kristín Kvaran og Sam- tökum um kvennalista Kristín Halldórsdóttir. Sameinað þing kemur saman kl. 14 í dag og er nefndakjör á dagskrá. Áður en unnt er að kjósa í fjárveitinganefnd verður stjórn- arfrumvarpið að afgreiðast í báð- um þingdeildum, og var reiknað með því í gærkvöldi að það yrði gert með því að leita afbrigða, svo unnt verði að ganga frá kosning- unni í dag. Að sögn Friðjóns Sig- urðssonar skrifstofustjóra Al- þingis er fordæmi fyrir breytingu sem þessari. Fjölgað var á sama hátt í nefndinni árið 1974, en fækkað á ný eftir næstu kosn- ingar. Piero Visconti Martha Colalillo Óperutónleikar hjá Sinfóníuhljómsveitinni NÆSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar fslands verða f Há- skólabíói á morgun, fimmtudaginn 13. október, og hefjast þeir kl. 20:30. Þetta verða óperutónleikar og verða sungin og leikin atriði úr ýmsum óperum, ra.a. Carraen, Martha, Vald örlaganna, Rigoletto, La Traviata, Aida, Don Pasquale, Gianni Schicchi, La Gioconda og La Boheme. Til landsins eru komnir tveir óperusöngvarar, þau Martha Colalillo, sópran, sem syngur f veikindaforföllum Adriana Mali- ponte, og Piero Visconti, tenór, en hann söng hér á tónleikum 1979. Stjórnandi á þessum tón- leikum er aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar íslands, Jean-Pierre Jacquillat. Martha Colalillo er fædd í Argentínu en er nú búsett í Sviss. Hún hóf söngnám í fæð- ingarborg sinni, Buenos Aires, og söng þar fyrst hlutverk Gildu í óperunni Rigoletto eftir Verdi aðeins 25 ára gömul. Síðan hefur hún sungið fjöldann allan af óperum, svo sem La Boheme, Madame Butterfly, II Trovatore, Grimudansleikurinn og La Traviata, svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur sungið við flest stærstu óperuhús Evrópu og Suður-Ameríku og sungið inn á hljómplötur með m.a. Piero Visconti. Visconti er fæddur í Valenza á N-Ítalíu. Hann stundaði söng- nám í Róm hjá Corti Coppetti prófessor við St. Cecilia-tónlist- arskólann, og hjá hinni þekktu söngkonu Gianna Pederzini. Hann þreytti frumraun sína 1975 í óperunni „Lucia di Lamm- ermoor" á sviði San Carlo- óperunnar í Napoli. Hann hefur sungið margbreytileg hlutverk í óperum eftir flesta frægustu höfunda Ítalíu og komið fram í flestum stærstu óperuhúsum It- alíu. Einnig hefur hann komið fram í öðrum löndum, einkum í Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi, Spáni, Austurríki og Bandaríkj- unum. Frá fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins f gær, þar sem Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, skýrði frá þeirri ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. Morpinbi*«i«/RAX. Sjálfstæðisflokkurinn efnir til fundaherferðar Á réttri leið, er yflrskriftin á fundaherferð sem Sjálfstæðisflokk- urinn efnir til um allt land á næstu vikum. Á fundunum munu ráðherrar flokksins og þingmenn fjalla um árangurinn sem náðst hefur í efna- hagsmálum vegna aðgerða ríkis- stjórnarinnar, og horfurnar fram- undan. Fyrstu fundirnir verða haldnir fimmtudaginn 13. október, kl. 20.30 í Gaflinum í Hafnarfirði, þar sem ræðumenn verða Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra og Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra og á Blönduósi þar sem Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra er ræðumaður. Fundirnir, sem eru öllum opnir, verða haldnir á eftirtöldum stöð- um: 13. okt. Hafnarfjörður — Matthías Á. Mathiesen og Sverrir Hermanns- son 13. okt. Blönduós — Albert Guð- mundsson. 15. okL Akranes — Ragnhildur Helgadóttir. 16. okt. Grundarfjörður — Albert Guðmundsson. 17. okt. Keflavík — Geir Hallgríms- son. 19. okL Þorlákshöfn — Sverrir Her- mannsson. 20. okt. Kópavogur — Matthías Bjarnason. 20. okL Hella — Ragnhildur Helga- dóttir. 21. okL Sauðárkrókur — Sverrir Her- mannsson. 22. okL Akureyri — Ragnhildur Helgadóttir. 23. okL Ólafsfjöður — Matthías Bjarnason. 23. okL Hvammstangi — Sverrir Her- mannsson. 23. okL Vestmannaeyjar — Albert Guðmundsson. 24. okt. Mosfellssveit — Geir Hall- grímsson. 25. okL Vík í Mýrdal — Albert Guð- mundsson. 27. okL Reykjavík — Geir Ilallgríms- son og Albert Guðmundsson. 28. okt. Patreksfjörður — Matthías Á. Mathiesen. 29. okL Flateyri — Matthías Á. Mat- hiesen. 30. okL ísafjörður — Matthías Á. Mathiesen. 13. nóv. Höfn — Matthías Bjarnason. Skipun í embætti fræðslustjóra í Reykjavík: „Ekki séð tillögu fræðsluráðs enn“ Menntamálaráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort Ás- laug Brynjólfsdóttir verður skipuð fræðslustjóri í Reykjavík. „Ég hef enn ekki séð tillögu fræðsluráðs og því get ég ekki afgreitt þetta mál,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöldi. Eins og fram hefur komið í Mbl. hefur meirihluti fræðsluráðs Reykjavíkur lagst gegn því að skipað verði í embættið fyrr en breytingar hafi verið gerðar á skipan fræðslumála í Reykjavík og staðfest samkomulag Reykja- víkurborgar og embættismanna í menntamálaráðuneytinu um þá nýskipan. Fyrrverandi mennta- málaráðherra setti Áslaugu í embættið til eins árs, sem var liðið um síðustu mánaðamót. Ragnhild- ur Helgadóttir sagðist hafa séð frásagnir af afgreiðslu fræðslu- ráðs í fjölmiðlum en þeim frá- sögnum bæri ekki saman í öllum atriðum. „Á meðan ég hef ekki til- lögu ráðsins get ég ekki tekið af- stöðu til hennar," sagði Ragnhild- ur. Áslaug Brynjólfsdóttir sagðist í gærkvöldi lítið geta sagt um málið í bili. Hún sagði að afstaða fræðsluráðs hefði ekki komið sér á óvart. „Ég hangi svolítið í lausu lofti eins og er,“ sagði hún, „og þá ekki síður yfirkennarinn í Foss- vogsskóla, sem var sett í þá stöðu í minn stað. Hvorug okkar hefur fengið afgreiðslu ennþá en það hlýtur að verða alveg á næstunni." Áslaug sagði að hún sæi ekki hvernig hægt væri að blanda sam- an skipun í embætti fræðslustjóra í Reykjavík og hugmyndum um nýskipan fræðslumála í borginni, það væru tvö aðskilin mál. Breyt- ingu á skipan mála í höfuðborg- inni væri ekki hægt að gera nema með breytingu á grunnskólalög- um. Gegn þeim setti hún sig ekki, enda yrðu breytingarnar til sam- ræmis við skipan mála í öðrum fræðsluumdæmum. Kindakjötsútsalan framlengd: Lítil sala á nýja kjötinu á meðan ÞEGAR kjötúLsölunni svökölluðu átti að Ijúka síðastliðinn mánudag voru enn eftir um 300 tonn af dilk- akjöti og 70 tonn af ærkjöti og var ákveðið að halda útsölunni áfram þar til allt kjötið seldist upp, að sögn Gunnars Guðbjartssonar, framkvæmdastjóra Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. f september seldust um 1640 tonn af gamla kjötinu og er það um helmingi meiri kjötsala en er á mánuði að meðaltali yfir árið. Mikið var einnig selt fyrstu 10 daga októbermánaðar eða hátt í 1000 tonn og birgðu margar verslanir sig þá upp af kjötinu. Útsalan á gamla kjötinu hefur aftur á móti komið mikið niður á sölu á kjöti af nýslátruðu því að sögn Gunnars seldust aðeins rúm 6 tonn af nýja kjötinu í september. Gunnar sagði að bæði bændur og ríkisstjórnin hefðu samþykkt að halda útsölunni áfram en þessir aðilar greiða verðlækkun- ina til helminga, þar sem ljóst hefði verið að salan á kjötinu hefði stöðvast ef það hefði verið hækkað og bændur og söluaðilar hefðu þá setið uppi með það. Á kindakjötsútsöluna fóru rúm 3000 tonn af kjöti, þannig að nú þegar hafa hátt í 90% þess verið seld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.