Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 170 160 150 13u 120 H<xkkun Framfœrsluvisitalo 64 •/• Lónskjorovisitola 54V* BygginQovisitala 34 •/• Koup 27% D«s«mber 1982 Ágúst 1983 Hækkanir vísitala LÍNURITIÐ sýnir hækkun framfærsluvísitölu, láns- kjaravísitölu, byggingarvísitölu og kaupgjalds frá því í desember 1982 til ágúst 1983, en það er að finna í félagstíðindum Starfsmannafélags rfkisstofnana. Eins og glögglega kemur fram hefur framfærslu- vísitalan hækkað um 64% á umræddu tímabili, en almennt kaupgjald um 27%. Síðan hefur lánskjara- vísitala hækkað um 54% og byggingarvísitalan um nokkru minna eða um 34%. Fundað um iðnað- armál úti á landi FÉLAGIÐ hefur ákveðið að halda almenna fundi um iðn- aðarmál víðs vegar um landið á næstu vikum. Á þessum fundum munu fulltrúar félagsins og Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar, bæði stjórnarmenn og starfsmenn, kynna starfsemina, ræða um stöðu iðnaðarins í dag og fjalla um nokkra veigamikla þætti til eflingar iðnaði á næstu árum. Tilgangur fundanna er ekki að- eins að kynna þessi mál heldur einnig að efna til umræðu um þau. Fyrsti fundurinn var haldinn á ísafirði 7. október og síðan verður fundað á Egilsstöðum 12. október. Á næstu vikum verða síðan fundir á Sauðár- króki, Selfossi, Keflavík, Borg- arnesi, Vestmannaeyjum og Akureyri. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Breytingar á dráttarvöxt- um í reikningsviðskiptum eru ekki fyrir hendi eru vextir hins vegar: Halldór Sigurðsson ÞÆR skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Arnarflugi, að Halldór Kigurðsson, markaðs- og sölustjóri félagsins, hefur tekið alfarið við yfir- umsjón með öflun og rekstri er- lendra leiguverkefna Arnarflugs hf. „Erlend verkefni hafa ávallt verið mikilvægasti þátturinn í rekstri félagsins og námu tekjur af þeim 85% af heildartekjum fé- lagsins á sl. ári og áætlast núna tæplega 60% af heildartekjum fé- lagsins á þessu ári. Þrátt fyrir að fleiri stoðum hafi verið rennt und- ir rekstur félagsins með tilkomu áætlunarflugs milli landa, er ljóst, að þessi þáttur starfseminnar verður áfram mikilvægur félag- inu. Er þessi skipulagsbreyting liður í að styrkja markaðsstöðu fé- lagsins. Við fyrra starfi Halldórs sem markaðs- og sölustjóra tekur Magnús Oddsson, sem gegnt hefur starfi svæðisstjóra Arnarflugs í Evrópu með aðsetri í Amster- dam,“ segir í frétt Arnarflugs. Halldór Sigurðsson er fertugur að aldri. Hann hefur starfað hjá Arnarflugi í fimm og hálft ár, en starfaði áður hjá Eimskipafélagi íslands og Ferðaskrifstofu ríkis- ins. Hann er kvæntur Hrafnhildi Konráðsdóttur og eiga þau fjögur börn. Magnús Oddsson er 36 ára að aldri. Hann hefur starfað hjá Arnarflugi í tvö ár í markaðs- og sölumálum, nú síðast sem svæðis- stjóri félagsins í Evrópu með að- Magnús Oddsson setri í Amsterdam. Hann var áður kennari og starfaði jafnframt að fararstjórn á vegum islenskra ferðaskrifstofa um margra ára skeið. Hann er kvæntur Ingi- björgu Kristinsdóttur. Verzlunarráðið hefur nú um nokkurt skeið átt viðræður við Seðlabankann um ýmis atriði, sem tengjast beitingu dráttar- vaxta í reikningsviðskiptum. Til þessa hafa úrskurðir dómstóla skapað nokkra óvissu, en einnig hefur hæð dráttarvaxtanna verið undir verðbólgustigi, þannig að vextirnir hafa ekki verið nægur hvati til greiðslu. Einnig hefur skort vissan sveigjanleika, þar sem dráttarvextir hafa ekki ver- ið til formlega sem dagvextir. Þessu hefur nú verið breytt. Þessar upplýsingar er að finna í nýjasta fréttabréfi Verzlunar- ráðs íslands. í reikningsvið- skiptum gilda nú þessar reglur: 1.0 Þegar kunngerðir viðskipta- skilmálar eru fyrir hendi er áskilin vaxtataka heimil að því hámarki sem hér greinir: 1.1. Frá gjalddaga skuldar (dagsetningu reiknings) til eindaga (loka gjaldfrests) 40% ársvextir. 1.2. Frá eindaga skuldar til greiðsludags, 5% á mánuði eða Öllu máli skiptir að viðskipta- skilmálar séu þekktir fyrir brot úr mánuði. Með mánuði er átt við hvert 30 daga tímabil. Vaxtavextir reiknast ekki nema vanskil standi lengur en í 12 mánuði, en séu þeir reiknaðir eru mán- aðarvextirnir 4%. í stað þessa er einnig heimilt að reikna dagvexti og eru þeir 60% á ári. 1.3'Af verðtryggðum eða gengistryggðum skuldbinding- um eru dráttarvextir 5% á ári til viðbótar samningsvöxtum, þegar gengis- eða verðtrygg- ingu er haldið á gjaldföllnu upphæðinni. 2.0 Þegar formlegir lánssamn- ingar eða viðskiptaskilmálar 2.1 37% ársvextir, sem van- skilavextir frá eindaga til greiðsludags, þegar viðskipta- skilmálar liggja ekki fyrir. 2.2 35% ársvextir, þegar sam- ið er um vexti af skuld, en vaxtahæð er ótilgreind eða þegar greiða skal vexti af skuld, þótt eigi sé um það sam- ið. 2.3 Sömu vextir og af innlend- um gjaldeyrisreikningum, þegar samið er um vexti í láns- og skuldaskiptum í er- lendum gjaldeyri en vaxtahæð er ótilgreind. 2.4 5% ársvextir sem van- skilavextir í láns- og skulda- skiptum í erlendri mynt til viðbótar vöxtum (skv. lið 2.3), þegar gengisáhætta helst á gjaldfallinni upphæð. Af ofansögðu er ljóst, að öllu máli skiptir, hvort viðskiptaskil- málar eru þekktir eður ei. Því er rétt að ítreka við félagsmenn, að þeir tiltaki viðskiptaskilmála og breytingar á þeim á viðskipta- skjölum eða með bréfi til við- skiptamanna. Norrænir viðskiptafræðinemar: Ráðstefna um verðbóiguna stendur yfir í Reykjavík Fjallað er um áhrif verðbólgu á fyrirtækið og þjóðfélagið RÁÐSTEFNA Samtaka viðskipta- fræðinema á Noröurlöndunum stendur yfir í Reykjavík um þessar mundir, en henni lýkur nk. Töstu- dag, að sögn Jónasar Ólafssonar, formanns samtakanna. Jónas sagði umræðuefni ráðstefnunnar vera verðbólguna og áhrif hennar á fyrirtækið og þjóðfélagið. Hinir erlendu gestir koma hingað til lands á mánudaginn, en ráðstefnan var síðan form- lega sett á þriðjudagsmorgun að Hótel Loftleiðum. Eftir hádegis- verð í Háskóla íslands flutti dr. Guðmundur Magnússon, há- skólarektor, yfirgripsmikið er- indi um Háskóla íslands og tengsl hans við atvinnulífið. Síð- an fjallaði dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, almennt um efna- hagsástandið hér á landi. Meðal fyrirlestra, sem haldnir verða í dag má nefna fyrirlestur um verðbólguspár, sem dr. Sig- urður B. Stefánsson flytur. Stef- án Svavarsson mun fjalla um verðbólguna og áhrif hennar á endurskoðun og uppgjör. ólafur Davíðsson mun fjalla um verð- bólguna og áhrif hennar á ís- lenzkan iðnað. Loks mun Bjarni Bragi Jónsson fjalla um pen- ingamálin og verðbólguna. Á morgun mun dr. Þorvaldur Gylfason fjalla um verðbólguna á breiðum grundvelli. Þá mun dr. Ingjaldur Hannibalsson fjalla um framleiðni sem vopn í baráttunni gegn verðbólgunni. Gestir munu síðan heimsækja Verzlunarráð íslands, þar sem Árni Árnason mun flytja fyrir- lestur, sem hann nefnir „Hvern- ig á að minnka verðbólguna". Ráðstefnunni verður fram- haldið á föstudag, en þá mun dr. Stefán ólafsson fjalla um verð- bólguna á Islandi út frá félags- fræðilegum og pólitískum sjón- armiðum. Ráðstefnunni lýkur síðan á laugardag. Þá munu umræðu- hópar starfa framan af degi, en dr. Þráinn Eggertsson mun síð- an fjalla um nýtt skipulag innan viðskiptadeildar Háskóla ís- lands. Skipulagsbreytingar hjá Arnarflugi: Liður í styrkingu markaðsstöðunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.