Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 21 Fjárlög fyrir árið 1984 „Eitt erfiðasta viðfangsefni stjórnvalda“: Eyðsluskuldasöfnun í útlöndum hætt og innlendi lánsfjármarkaðurinn efldur VUNDANFARIN ár hafa verið tekin erlend lán til eyðslu urafram efni. Aætlaðar heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis verða u.þ.b. 60% af þjóðar- framleiðslu um næstu áramót. Slíkri eyðsluskuldasöfnun verður að linna svo að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar verði ekki hætt,“ segir í greinargerð með fjárlagfrumvarpinu fyrir árið 1984. Þá kemur einnig fram að „eitt erfiðasta viðfangsefni stjórnvalda" sé að efla innlenda lánsfjármarkaðinn. Á það er bent að „þessi óhagg- anlega staðreynd" setji allri efna- hagsstjórn, gerð lánsfjáráætlunar og fjárlaga mjög þröngan ramma. Lánsfjáráætlun fyrir árið 1984 verður lögð fram á næstunni, en í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er boðað að nýjar erlendar lántök- ur samkvæmt henni séu „verulega minni en lántökur eru taldar verða í raun á yfirstandandi ári“. Það sé meginmarkmið ríkisstjórn- arinnar að skuldir þjóðarbúsins út á við aukist ekki á árinu 1984 frá því sem verður í lok þessa árs. Þetta, ásamt tekjutapi ríkissjóðs af söluskatti og aðflutningsgjöld- um, þrengi gífurlega allt svigrúm til framkvæmda, almennra út- gjalda og skattalækkana á næsta ári. „Brýnt er að mótuð verði heil- steypt stefna í ríkisfjármálum, peningamálum, fjárfestingu og lánsfjármálum, en slíka sam- ræmda stefnu hefur mjög skort undanfarin ár,“ segir í greinar- gerðinni. Á næsta ári verða af- borganir af lánum vegna A-hluta ríkissjóðs um 1140 milljónir króna. Þar er meðal annars um að ræða greiðslu á skyldusparnaði frá árinu 1978 að upphæð 290 milljónir króna. Þá nema afborg- anir af lánum vegna byggðalína alls 150 milljónum króna, auk þess nema vaxtagreiðslur vegna sömu lána um 270 milljónum króna. Af- borgarnir og vextir vegna byggða- lína hafa ekki áður verið færð í A-hluta fjárlaga, en hann nær yfir fjárreiður ríkissjóðs og ríkisstofn- Gengið úr Dómkirkju í þinghúsið að lokinni guðsþjónustu. Keflavíkurflugstöð: Framkvæmdir 1984 240 m.kr. í athugasemdum fjárlagafrum- I varps, sem varða flugstöðvarbygg- ingu á Keflavíkurflugvelli, segir orð- I rétt: lán sem tekið var í Seðlabankan- I um á árinu 1983 til að hægt yrði að hefja framkvæmdir við bygg- I inguna á þessu ári. Lántökuþörf til flugstöðvarinnar nemur því alls 103.770 þús. kr. á árinu 1984.“ ana, B-hlutinn nær hins vegar yfir ríkisfyrirtæki og sjóði í ríkiseign. „Mjög háar afborganir ríkis- sjóðslána 1984 leiða til þess að lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs er veruleg enda ekki afgangur á rekstrarreikningi," segir í greingargerð fjárlagafrumvarps- ins. „Þetta eykur þann vanda að ná greiðslujöfnuði í ríkisfjármál- um, auk þess sem lánsfjárþörf rík- issjóðs er mjög umtalsverð og verður að beinast að innlendum lánsfjármarkaði. Efling innlends lánsfjármarkaðar er nú í athugun, sem hluti af gerð lánsfjáraætlun- ar næsta árs. Þetta er eitt erfið- asta viðfangsefni stjórnvalda." Fjárlagapunktar Norræn samvinna Framlag nemur samtals tæp- um 4 m.kr. og hækkar um 2,5 m.kr. Viðfangsefni eru sjö tals- ins og fjölgar um eitt, „dreifing sjónvarpsefnis". Er hér um að ræða þátttöku íslendinga í nor- rænu samstarfi um dreifingu sjónvarps- og hljóðvarpsefnis um gervitungl. íþróttir Framlag til íþróttasjóðs verð- ur 20,5 m.kr., hækkar um 22,4%. Til byggingar íþróttamannvirkja er ætlað að renni 19 m.kr. (hækkun 3,4 m.kr.). Fjárveit- inganefnd Alþingis gerir tillögur um skiptingu. Liðurinn ýms íþróttamál verður 12,7 m.kr. (hækkar um 5,2 m.kr.) Tvö við- fangsefni falla niður af þessum lið (forseti FIDE og Skákskólinn Kirkjubæjarklaustri) en eitt bætist við: Bridgesamband ís- lands. Lánasjóður námsmanna Fjárveiting til sjóðsins hækk- ar um 173 m.kr. eða 76,2% frá fjárlögum 1983 og verður 400 m.kr. Jafnframt er gert ráð fyrir að afla sjóðnum lántökuheimild- ar í lánsfjárlögum, 258 m.kr., sem er 87,2% hækkun frá 1983. Skógrækt — landgræðsla Framlag til skógræktar nemur rúmum 17 m.kr., hækkar um 45,9% frá 1983. Fjárveiting til landgræðslu- og landverndará- ætlunar hækkar um tæpar 6 m.kr., verður rúmar 27 m.kr. Listir Heildarframlag til þessa fjár- lagaliðar nemur rúmum 35 m.kr. og hækka um 4,4 m.kr. Viðfangs- efni eru 48 talsins í stað 50 í fjárlögum líðandi árs. Þrjú við- fangsefni falla niður (Alþjóða- ráðstefna myndlistarmanna, Fjalakötturinn og Norræn sumarvinnustofa). Eitt bætist við, bókmenntaverðlaun tengd minningu Jóns Sigurðssonar. Framlög til flestra viðfangsefna eru óbreytt að krónutölu frá 1983. Landhelgisgæzla Fjárveiting til stofnunarinnar hækkar um 42 m.kr. verður 140,9 m.kr. Miðað er við rekstur þriggja skipa samtals í 33 mán- uði; Ægir og Týr í 12 mánuði og Óðinn í 9. Þjóðkirkjan Fjárveiting er 57,6% hærri en í fjárlögum líðandi árs, áætluð samtals 80,7 m.kr. Fjárveitingin skiptist þannig: 1) Biskup ís- lands 5,8 m.kr., 2) Samgöngu- málastjóri þjóðkirkju 1,4 m.kr., 3) Prestaköll og prófastsdæmi 65,1 m.kr. og 4) ýmis kirkjuleg málefni 8,3 m.kr. Húsnæðislánakerfíð Framlag til Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna hækka samtals úr 299 m.kr. 1983 í 400 m.kr. 1984. Viðbótarfjárþörf byggingarsjóð- anna verður tekin til meðferðar við afgreiðslu fjárfestingar- og lánsfjáráætlunar 1984. „Fyrirhugaðar framkvæmdir við flugstöðvarbygginguna eru áætlaðar alls 241.320 þús. króna á árinu 1984. Samkvæmt samningi munu Bandaríkin fjármagna hluta byggingarkostnaðarins og nemur þeirra hluti í fjármögnun framkvæmda á árinu 1984 alls 146.400 þús. kr. Hluti Islendinga af áætluðum byggingarkostnaði ársins 1984 er 94.920 þús. krónur sem afla þarf lántökuheimildar fyrir. Að auki þarf að leita heim- ildar til 8.850 þús. kr. lántöku til þess að endurgreiða bráðabirgða- Þjóðarbókhlaða Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1984 verður framlag til bygg- ingarsjóðs Þjóðarbókhlöðu kr. 2 m.kr., sem „fyrst og fremst er ætl- að til að ljúka þeim verkefnum sem staðið hafa yfir á þessu ári“, eins og segir í athugasemdum frumvarpsins. Fjárlagaframlag til sjóðsins 1983 var 15 m.kr. Ríkisútgjöldin: Laun langstærsti gjaldaliðurinn SAMANDREGIÐ yfirlit yfir rekstrargjöld, fjárfestingar og yfirfærslur ríkisins, ríkisfyrirtækja og sjóða í ríkiseign eftir tegundum útgjalda, skv. frumvarpi til fjárlaga 1984: 1) Launakostnaður ..................................................... 6.533.718 þús. kr. 2) Önnur rekstrargjöld ................................................ 3.618.330 þús. kr. 3) Viðhald .............................................................. 668.757 þús. kr. 3) Hráefni og vörur til endurs......................................... 2.857.886 þús. kr. 4) Vextir ............................................................. 3.712.885 þús. kr. 5) Stofnkostn. og fjárfestingar ....................................... 1.779.462 þús. kr. 6) 1) Yfirfærslur til sveitarfélaga ..................................... 417.561 þús. kr. 2) fyrirtækja og atvinnuvega ...................................... 1.866.332 þús. kr. 3) samtaka og einstaklinga ........................................ 5.360.369 þús. kr. Samtals heildarútgjöld ................................................. 26.815.300 þús. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.