Morgunblaðið - 12.10.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 12.10.1983, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Atvinnuleysi yfirvofandi á Patreksfirdi Sammála um að sameinast - en hver vill sameinast hverjum? PATREKSFIRÐINGAR eru heldur daufir í dálkinn þessa dagana enda ekki bjart yfir atvinnumálum staöarins. Eins og fram kom í Morgunblaöinu um helgina hefur stærsta atvinnufyrirtæki staöarins, Hraöfrystihús Patreksfjarö- ar (HP), verið lokaö og öllu starfsfólki sagt upp. Var um helgina mikið fundaö til aö reyna aö finna lausn á vandanum. Hreppsnefndin hélt m.a. fundi meö tveimur hópum heimamanna, sem vilja hefjast handa við uppbyggingu at- vinnulífsins: annars vegar stjórn HP, sem er 90% í eigu Kaupfélags Vestur- Baröstrendinga, og hinsvegar er um aö ræöa hálft hundrað heimamanna, sem safn- aö hafa hlutafjárloforðum fyrir rúmar tvær milljónir króna og hafa hug á aö semja viö Byggöasjóð um aö hefja rekstur í frystihús- inu, er sjóöurinn leysti til sín á dögunum. Hreppsnefndin hefur reynt aö koma á sam- starfi þessara aöila, sem skiptast m.a. nokk- uö pólitískt, en á báöa bóga viröist ríkja tortryggni og togstreita. Atvinnulíf á Patreksfirði hefur gengiö erf- iölega undanfarin ár. Frystihús Skjaldar hf. fór yfirum fyrir nokkrum árum og tók þá við rekstrinum hlutafélagiö Kópanes, sem hætti starfsemi fyrir fáum misserum á hvínandi kúpunni — endalokin uröu þau aö Byggða- sjóöur, sem haföi lánaö stórfé í fyrirtækiö, keypti húsiö. Hraöfrystihús Patreksfjaröar hefur verið í byggingu í heilan áratug og vantar mikiö upp á aö húsiö sé fullkláraö. Fyrir um tveimur árum keypti HP nýjan togara, Sigurey BA, frá Siglufiröi og fékk m.a. erlent lán til kaupanna. Þaö hefur einkum háö uppbyggingu frystihússins, aö fyrirtækiö hefur skort eigiö fé. Hlutafé í HP er aðeins um 330 þúsund krónur og því hafa opinberir sjóöir, fyrst og fremst Fiskveiöasjóöur og einnig Byggðasjóöur, lagt mikla peninga í bygginguna. Byggðasjóður hefur t.d. lánað 20—40% af eignfærðum kostnaöi á hverju ári, eöa alls um 25% síðan hafist var handa um bygginguna. Á sama tíma hefur Fiskveiðasjóður lánaö um 60% af kostnaði. Á verölagi hvers árs hafa þessir tveir sjóöir lánaö um 16 milljónir króna í bygginguna en upphæöin er auövitað margföld sé verðlag framreikn- aö; lánin eru öll óverötryggö. Auk þessa hefur fyrirtækiö oftar en einu sinni fengiö sérstaka fyrirgreiöslu, eins og þaö er kallaö — síöast nú í sumar til aö geta greitt starfsfólki laun. Nú er staöan sú, aö auk skulda viö sjóöina hvíla á HP umtalsveröar aörar skuldir, hreppsfélagiö og kaupfélagiö eru þar meö stærri lánardrottnum og þá ekki síöur bank- ar. Fyrirtækiö á engan veginn fyrir skuldum, skv. þeim upplýsingum, sem Morgunblaðiö hefur aflaö sér. Um síðustu áramót var áætl- aö, aö eignir félagsins væru virtar á um 120 milljónir — skuldirnar voru taldar um 130 milljónir. Síöan hefur sigiö enn frekar á ógæfuhliöina, ef eitthvaö er. „Skuldirnar eru botnlausar," sagði opinber ráðamaður í samtali viö blm. Morgunblaðsins. Heima í héraöi ríkir tortryggni og tog- streita, eins og vikiö var aö hér aö framan. Þó gera menn sér góöar vonir um aö málum veröi „reddaö" og leggja á þaö áherslu, aö nóg sé komið af bráöabirgöaráöstöfunum. Um þaö eru allir sammála. Menn eru líka sammála um aö nauösyn beri til aö sameina Patreksfiröinga um uppbyggingu atvinnulífsins og aö aögeröa sé þörf á allra næstu dögum til aö koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný. Sem sagt: Pat- reksfiröingar eru sammála um markmiö — en um leiðir aö því markmiði gegnir e.t.v. ööru máli, eins og kom fram í samtöl- um Morgunblaösmanna viö nokkra aðila á Patreksfiröi um helgina. Þaö berst ekki mikítl fiskur á land á Pat- reksfiröi þessa dag- ana — þessi snáöi gerir þó hvaö hann getur. Þrymur BA-7 bundinn viö bryggju í baksýn. Ólafur Steingrímsson trillu- karl meö syni sínum Leó: Þad venst eins og annað að tapa fiski í fyrirtœkin þegar þau fara ó hausínn. ÓLAFUR Steingrímsson trillu- karl var að landa úr Guðrúnu Hlín BA 124, 8 tonna, þegar Morgunblaðsmenn hittu hann á Patreksfirði. Hann lagði upp hjá Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar í sumar eins og margir aðrir trillukarlar á staðnum en varð að leita annað þegar hús- inu var lokað. Ólafur var heppnari en margir aðrir — flestir hættu, enda komið að lokum skaktím- ans — hann fékk Tálknfirðinga til að kaupa af sér fiskinn. Hann er þó að hætta um þessar mundir og sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig honum gengi að fá greitt hjá HP fyrir þann fisk, sem hann hefði land- að þar eftir síðustu róðrana fyrir lokun. „Tap?“ sagði hann. „Ja, það getur verið. Ég varð fyrir hressilegu tapi þegar Kópanes hætti fiskvinnslu hér í fyrra, þá átti ég hjá þeim 30 tonn af fiski. Það eru 300 þúsund krón- „Fæ löndun á Tálknafirði upp á náð og miskunn“ — segir Ólafur Steingrímsson trillukarl ur í dag. Þetta kemst upp í vana, ég ræ, þeir taka við fisk- inum og enginn fær borgað!“ Hann sagðist ekki vera viss um hve mikið hann ætti inni hjá Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar núna. „Ætli þetta séu ekki frá 20 og upp í 40 tonn hjá okkur svona gegnumsneitt. Eða minna. Annars er ég heppnari en sumir aðrir. Ég fæ löndun á Tálknafirði, þótt það sé mest upp á náð og miskunn. Nú sækja þeir þetta hingað, svo ég þarf ekki að fara þangað inn. Enda er ég að hætta.“ — Hvað tekur við í vetur ef ekki rætist úr hér á staðnum? „Þá fer ég bara á atvinnu- leysisstyrk eins og hinir! Ann- ars hef ég verið á togaranum undanfarna vetur. Ætli það verði ekki eins núna, ef þeim tekst að koma honum á veiðar." „Hraðfrystihúsið hefur sett kaupfélagið í hrikalega stöðuu — segir Jens Valdimarsson, kaupfélags- stjóri og stjórnarformaður Hraðfrystihúss Patreksfjarðar JENS Valdimarsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur-Barð- strendinga og stjórnarformaður Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf., er Bflddælingur, sem hefur verið á Patreksfirði í tæpt ár. Hann sagði að sér þætti stundum sem hann væri að upplifa martröð — hann hefði tekið þátt í uppbyggingarstarfi á Bfldudal, þegar sá staður hefði átt í svipuðum erfiðleikum og Patreksfjörður núna, og hefði sannast sagna leyft sér að vona, að hann ætti ekki eftir að lifa það upp á nýtt. „Það var sama ástand á Bíldu- dal 1975—76 og er hér nú. Þar var gert ákveðið átak, fyrst og fremst af heimamönnum, og það dugði til. Þar var gert það sem þurfti að gera, frystihúsið var klárað og gengið þannig frá því, að þar er hægt að taka á móti fiski og vinna hann. Síðan hefur þar allt verið í blóma. Það er svipað með okkur hér á Patreksfirði og á Bíldudal, og fleiri staði raunar, að það vant- ar ákveðinn herslumun til að gera okkur sjálfstæða. Herslumun, sem gerir mönnum kleift að standa á eigin fótum og sýna hvað í þeim býr,“ sagði Jens. Hann sagði að hægt hefði verið að sjá fram á núverandi ástand á Patreksfirði á árunum 1976—77. „Þá gat maður séð, að ef yrði hald- ið áfram hér á staðnum við óbreyttar forsendur, þá færi svona — eins og nú er. Húsið var ekki klárað þegar peningar voru ódýrir, uppbyggingin var ekki nógu markviss. Ef þetta hefði verið gert þá væri allt í fínu lagi á Patreks- firði í dag,“ sagði kaupfélagsstjór- inn. Jens færðist undan því að ræða erfiðleika HP í einstökum atrið- um, sagði málin einfaldlega á því stigi, að það væri ekki hægt. „Við eigum til dæmis eftir að ræða við bankana og ég vil síður gera það í blöðum. En við þurfum að fá lána- breytingar meðal annars — það eru margir samverkandi þættir, sem ráða hvort við getum farið í gang hér aftur á næstu dögum eða hvort stoppið verður lengra. Það eru viðræður í gangi við ýmsa að- ila. Ég legg hins vegar áherslu á, að þessir erfiðleikar eru ekki óyf- irstíganlegir. Staðan er vissulega mjög tvísýn og líklega eru mögu- leikarnir ekki margir." Eins og í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag, lagði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.