Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Látinna þingmanna minnzt á Alþingi Aldursforseti Alþingis, Ólafur Jóhannesson, minntist fjögurra látinna þingmanna vió þingsetn- ingu, sl. mánudag, og sagði: „I dag minnumst vió tveggja látinna manna, sem sæti áttu á síðasta Alþingi, þeirra Vilmundar Gylfa- sonar, sem var endurkjörinn alþingismaóur á síðasta vori, en andaðist 19. júní á 35. aldursári, og Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra og alþing- ismanns, sem andaðist 25. september, 72 ára að aldri. Einnig verður minnst tveggja fyrrverandi al- þingismanna, sem sátu hér á árum áður og nú eru látnir, þeirra Eðvarðs Sigurðssonar, verkalýðsfor- ingja, sem andaðist 9. júlí, tæpra 73 ára, og Sigurðar Thoroddsen, verkfræðings, sem andaöist 29. júlí, 81 árs að aldri.“ Vilmundur Gylfason „Vilmundur Gylfason fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1948. Hann var sonur hjónanna Gylfa Þ. Gíslason- ar, prófessors, fyrrverandi ráð- herra og alþingismanns, og Guð- rúnar Vilmundardóttur. Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskól- anum í Reykjavík 1968 og stundaði síðan sagnfræðinám i Englandi, lauk BA-prófi í Manchester 1971 og MA-prófi í Exeter 1973. Frá 1973 var hann sagnfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík, vann jafnframt fyrstu árin í fréttastofu útvarpsins og fékkst við blaðamennsku öðru hverju. Vorið 1978 var hann kjðrinn al- þingismaður Reykvíkinga og endurkjörinn 1979 og 1983, sat á 6 þingum alls. Hann var mennta- mála- og dóms- og kirkjumálaráð- herra í minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins frá 15. október 1979 til 8. febrúar 1980. Vilmundur Gylfason var á skóla- árum sínum áhugasamur þátttak- andi í félagslífi og þótti til forustu fallinn. Hann var hugmyndaríkur, mælskur og baráttuglaður. í kenn- arastóli var hann fræðari af lífi og sál og naut hylli nemenda. í þjóð- málum barðist hann í fylkingu jafnaðarmanna, fyrst í Alþýðu- flokknum, síðar í Bandalagi jafn- aðarmanna, þar sem hann hafði forustu. Með eldmóði og sóknarhug í ræðu og riti hreif hann marga til liðs við sig og sinn flokk. Hann ól með sér róttækar hugmyndir um bætt þjóðskipulag og var óvæginn gagnrýnandi þess sem hann taldi miður fara í ríkjandi stjórnkerfi. Hann unni listum og orti ljóð, var hrifnæmur og fljóthuga. Vilmund- ur Gylfason var skapheitur og ör- geðja tilfinningamaður. Hann fór oft geist, lifði hratt og birtist stundum á stjórnmálasviðinu sem stormsveipur. í orrahríð þjóðmál- anna brá hann gjarnan yfir sig kaldhamraðri brynju, en undir þeim stakki var listamannseðli og viðkvæm lund. Á skammri ævi auðnaðist honum að marka spor sem lengi verður eftir tekið.“ Gunnar Thoroddsen „Gunnar Thoroddsen fæddist í Reykjavík 29. desember 1910. For- eldrar hans voru Sigurður verk- fræðingur og yfirkennari Thorodd- sen og kona hans, María Kristín Thoroddsen. Hann tók stúdents- próf í Menntaskólanum í Reykja- vík 1929 og lauk lögfræðiprófi í Háskóla fslands 1934. Framhalds- nám aðallega í refsirétti stundaði hann í Danmörku, Þýskalandi og Englandi frá apríl 1935 til júlí 1936. Doktorsprófi í lögum lauk hann 1968. Hann stundaði lög- fræðistörf ásamt öðrum störfum 1936—1940. Hann var prófessor í lagadeild Háskóla íslands 1940—1947, borgarstjóri í Reykja- vík 1947—1959 er hann var skipað- ur fjármálaráðherra. Ráðherra- störfum gegndi hann til vors 1965. Þá varð hann sendiherra í Dan- mörku og skömmu síðar jafnframt sendiherra í Tyrklandi. Hann fékk lausn frá sendiherrastörfum 31. maður 1946—1960 og forseti borg- arstjórnar 1959—1960. Auk þeirra fjölmörgu starfa sem nú hafa verið talin átti Gunnar Thoroddsen sæti í ýmsum nefnd- um og félagsstjórnum og verður fátt eitt af því talið hér. Hann var í skilnaðarnefnd 1944 og síðar 1 stjórnarskrárnefndum sem störf- uðu frá 1945 með hléum fram á árið sem nú er að líða. Frá árinu 1978 var hann formaður nýrrar stjórnarskrárnefndar sem auðnað- Eðvarð Sigurðsson Gunnar Thoroddsen desember 1969. Var skipaður hæstaréttardómari 1. jan. 1970. Að eigin ósk fékk hann lausn frá dóm- araembætti í september á sama ári og var á næsta ári skipaður öðru sinni prófessor í lögum við Há- skóla Islands. Frá 1974—1978 var hann félagsmála- og iðnaðarráð- herra og að lokum forsætisráð- herra frá 8. febrúar 1980 til 26. maí síðastliðins. Gunnar Thoroddsen hóf ungur afskipti af stjórnmálum. Hann var kjörinn til setu á Alþingi 23 ára, vorið 1934, og átti hér sæti sem landskjörinn þingmaður til 1937 og aftur á sumarþinginu 1942. Frá 1942—1949 var hann þingmaður Snæfellinga, frá 1949—1965 og frá 1971—1983 þingmaður Reykvík- inga. Sat hann á 43 þingum alls. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1935—1939, fram- kvæmdastjóri Landsmálafélagsins Varðar í Reykjavík 1936—1937, er- indreki Sjálfstæðisflokksins 1937—1939, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1940— 1942, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins 1961—1965 og 1974—1981 og formáður þingflokks sjálfstæðismanna 1973—1979. í borgarstjórn Reykjavíkur var hann frá 1938—1962, borgarráðs- ist að skila frumvarpi að nýrri stjórnarskrá sem flutt var í lok síðasta Alþingis. í bankaráði Landsbankans var hann 1961— 1965. Hann var formaður fslands- deildar þingmannasambands Norðurlanda 1945—1957, forseti sambandsins 1947 og 1957, formað- ur íslandsdeildar Alþjóðaþing- mannasambandsins 1951—1965 formaður Norræna félagsins á fs- landi 1954-1965 og 1970-1975. Gunnar Thoroddsen átti sér langa og viðburðaríka sögu sem fléttast á marga vegu inn í þjóðar- söguna á starfsárum hans. Hann var um áratugi áhrifamaður í þjóðmálum og átti þátt í örlagarík- um ákvörðunum sem forustumað- ur í flokki og á Alþingi og frum- kvöðull í borgarmálum Reykvík- inga, svo sem æviágrip hans bend- ir ljóslega til. Hann var traustur málflytjandi, háttprúður og rök- fastur, snjallyrtur og gagnorður, vandaði málfar sitt í raeðu og riti. Menn, sem velja sér slíkt hlut- skipti sem hann, sitja ekki á frið- stóli öllum stundum, enda gustaði oft um hann á vettvangi stjórn- málanna, en hann kunni vel til verka í sókn og vörn. Hann sinnti lögfræðikennslu og fræðistörfum og samdi merkt fræðirit til dokt- orsprófs. Hann unni tónlist og iðk- aði hana, lék á hljóðfæri og samdi lög. Hann var óvenjulega fjölhæf- ur maður. Eftir að hann lét af opinberum störfum hvarf hann að iðkun helstu hugðarefna sinna, en naut þeirra friðarstunda skamman tíma.“ Eðvarð Sigurðsson „Eðvarð Sigurðsson fæddist 18. júlí 1910 í Nýjabæ í Garði í Gull- bringusýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Eyjólfsson, sjó- maður á Litlu-Brekku á Gríms- staðaholti í Reykjavík, og Ingi- björg Jónsdóttir frá Nýjabæ. Hann ólst upp í Reykjavik, stundaði framan af ævi verkamannsstörf, en frá árinu 1944 var hann starfs- maður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Hann var í stjórn þess félags frá 1942, lengst af rit- ari, en síðar formaður, frá 1961. 1 miðstjórn Alþýðusambands ís- lands var hann 1954—1980 og for- maður Verkamannasambands Is- lands 1964—1975. Hann var í nefnd sem undirbjó lög um atvinnuleysistryggingar 1956 og í stjórn Atvinnuleysistryggingasj- óðs frá stfonun hans, sama ár. Hann átti sæti í verðlagsnefnd Sigurður Thoroddsen landbúnaðarvara 1959—1971. Hann var landskjörinn alþingis- maður 1959—1971 og þingmaður Reykvikinga 1971—1978, sat á 23 þingum alls. Eðvarð Sigurðsson kynntist ung- ur að árum lífi og starfi reykvískra verkamanna. Hann vann með þeim framan af ævi, en hlaut síðan þjónustu- og forustuhlutverk í fé- lagsmálum þeirra. Hann naut trausts í störfum meðal umbjóð- enda sinna enda hélt hann með festu á málstað þeirra þegar þess þurfti með. Hann var lengi einn helsti málsvari verkalýðsins í samningum um kaup og kjör, dáð- ur af félögum sínum og virtur af viðsemjendum. Á Alþingi beitti hann sér fyrst og fremst fyrir kjara- og réttarbótum til handa fé- lögum sinum í verkalýðshreyfing- unni. Hann var staðfastur maður og heilsteyptur.“ Sigurður Thoroddsen „Sigurður Thoroddsen fæddist á Bessastöðum á Álftanesi 24. júli 1902. Foreldrar hans voru hjónin Skúli Thoroddsen, ritstjóri og al- þingismaður, og Theodora Thor- oddsen. Hann hóf ungur nám i Menntaskólanum i Reykjavík og lauk stúdentsprófi tæpra sautján ára vorið 1919. Siðan nam hann byggingarverkfræði i tækniháskól- anum i Kaupmannahöfn og lauk þar prófi 1927. Hann var verkfræð- ingur við Reykjavikurhöfn 1927 og hjá vita- og hafnamálastjóra 1928—1931, rak eigin verkfræði- stofu 1932—1961, en stofnaði þá ásamt samstarfsmönnum sinum sameignarfélagið Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen og var fram- kvæmdastjóri hennar til 1975. Sigurður Thoroddsen var kenn- ari við Iðnskólann, Menntaskólann í Reykjavík og Samvinnuskólann á árunum 1928—1934. I verkfræði- störfum sinnti hann fyrstu árin aðallega undirbúningi að gerð hafnarmannvirkja, en lengst af var aðalstarf hans á sviði virkjun- armála. Hann átti sæti í milliþinganefnd í raforkumálum 1944—1945, í raforkuráði 1947— 1949, í náttúruverndarráði 1956—1972, í stjórn Landsvirkjun- ar 1965—1969 og í raforkunefnd 1971—1975. Hann var formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga 1961—1966 og formaður Verkfræð- ingafélags íslands 1962—1964. Hann var landskjörinn alþingis- Vilmundur Gylfason maður 1942—1946, sat þá á 4 þing- um alls. Sigurður Thoroddsen var einn af virtustu verkfræðingum þessa lands. Hann hafði snemma að eig- in frumkvæði unnið að athugun á virkjunarmöguleikum í helstu stórám landsins og samið áætlun um möguleika á orkunýtingu þeirra. Sú þekking, sem hann öðl- aðist á þennan hátt, kom að notum þegar honum var síðar falinn und- irbúningur að vatnsaflsvirkjunum og umsjón með framkvæmd þeirra. Ásamt samstarfsmönnum sinum vann hann að hönnun fjölmargra orkuvera víða um land. Við undir- búning mannvirkja var honum jafnan mikið í mun að náttúru landsins yrði ekki spillt meira en nauðsyn bæri til. Á Alþingi hafði hann mest afskipti af orkumálum sem þá voru til umræðu, og eftir hann liggja fræðigreinar um orkumál i blöðum og timaritum. Hann var góður teiknari, málaði mikið í tómstundum og hélt nokkr- ar sýningar á teikningum og mál- verkum. Ég vil biðja þingheim að minn- ast Vilmundar Gylfasonar, Gunn- ars Thoroddsen, Eðvarðs Sigurðs- sonar og Sigurðar Thoroddsen, með því að rísa úr sætum.“ Aðalfundur Hússtjómarfélags Islands: Aukin þörf fyrir sérmenntaða kennara AÐALFUNDUR Hússtjórnar- kennarafélags íslands var haldinn í Gerðubergi í Breiðholti nýlega. í skýrslu formanns félagsins, Gerðar H. Jóhannsdóttur, kom fram að eftirspurn eftir kennslu í heimilisfræði hefur aukist á öllum skólastigum og í fræðslustarfsemi fyrir fullorðna. Vegna þessa er aukin þörf fyrir sérmenntaða kennara í greininni. Stjórn félagsins hefur gengist fyrir stofnun deilda f fræðsluum- dæmum landsins og hlutverk þeirra er að efla samstarf hús- stjórnarkennara og framgang námsgreinarinnar á öllum skóla- stigum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Árni Einarsson erindi um áhrif fíkniefna á fólk og samfélag. Stjórn félagsins næsta ár skipa auk formanns þær Sigrfður Har- aldsdóttir, varaformaður, Anna Sigurðardóttir, gjaldkeri, og Hólmfrfður Pétursdóttir, ritari, meðstjórnendur eru Ásdfs Magn- úsdóttir og Hanna Kjeld. flr frétUtilkynninmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.