Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 37 Amnesty International, Islandsdeild: Leitað til eldri borgara um þátttöku í mannréttindamálum ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational er nú ad hefja kynn- ingu á mannréttindastarfi sínu og hefur verið ákveðið að leita sérstaklega til eldri borgara og ellilífeyrisþega. „Við teljum að hér á landi séu margir eldri borg- arar, sem eru að Ijúka lífsstarfi sínu eða eru komnir á eftirlaun, en hafa bæði tíma, reynslu og áhuga til að starfa að mannrétt- indamálum," sagði Guðríður Magnúsdóttir, meðstjórnandi í íslandsdeildinni á blaðamanna- fundi sem nýlega var haldinn. Kynningarfundur verður haldinn að Kjarvalsstöðum á morgun kl. 14.00, þar sem Margrét Hein- reksdóttir fréttamaður kynnir starf og sögu samtakanna og Guðríður Magnúsdóttir ræðir málin undir yfirskriftinni „Hvað getum við gert?“ Amnesty opnaði nýlega skrifstofu sína að Hafnar- stræti 15 og hefur Sif Aðils verið ráðin starfsmaður þar. Skrifstofan er opin frá kl. 10.30— 12.00 miðvikudaga og föstudaga, en annars frá kl. 16.30— 18.00. „Með þessum fasta opnunartíma viljum við reyna að koma til móts við nemendur framhaldsskólanna og aðra þá sem leita til sam- takanna um upplýsingar," sagði séra Bernharður Guð- mundsson, formaður íslands- deildarinnar. Heimsþingi Amnesty er ný- lega lokið, en það fór fram í Frakklandi. Fjórir fulltrúar ís- landsdeildarinnar sátu þingið þau Sif Aðils, Bergljót Guð- mundsdóttir, séra Bernharður Guðmundsson og Sigríður Ingvarsdóttir. Á félagsfundi sem haldinn verður að Kjar- valsstöðum kl. 20.30 í kvöld greina þau frá starfi þingsins og þeim málum sem þar voru efst á baugi. Meðal annars var um það rætt um hvernig sam- tökunum bæri að bregðast við mannréttindabrotum sem framin eru með pyntingum og ofbeldisverkum einstakra sam- taka og hópa, sem eru óháðir stjórnvöldum og mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Amnesty samtökin starfa nú í 151 landi og eru meðlimir þeirra á þriðja hundrað þús- und. Aðalstöðvarnar eru í London, svo og rannsóknar- deild samtakanna. Hér á landi er á sjöunda hundrað félaga í samtökunum. Markmið Amn- esty er að allir þeir sem sæta fangelsisvist vegna trúarskoð- ana sinna eða stjórnmálaskoð- ana verði náðaðir og að mann- réttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna sé virt. Nú eru í gangi undirskriftarlistar um heim allan, þar sem kvatt er til að samviskufangar allra þjóða verði náðaðir. Listarnir verða síðan afhentir forseta alsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna, sem og þjóðhöfðingjum allra landa. Hér á landi stendur undirskriftasöfnunin til 10. desember. Á blaðamannafundinum kom fram að ógerlegt er að segja til um árangur þess starfs sem Amnesty Interna- tional hefur unnið frá því sam- tökin voru stofnuð árið 1961. Sagði Bergljót Guðmundsdótt- ir, ritari, að um það væru hvorki til tölur né skýrslur. „Enda myndu fæst yfirvöld viðurkenna frelsun og náðun fanga í heimalandi sínu fyrir tilstilli Amnesty og bréfa frá meðlimum samtakanna. Það vill enginn viðurkenna að ástandið sé slíkt að Amnesty þurfi að skerast í leikinn. Hitt er svo annað mál að okkar haldbestu upplýsingar um ár- angur í starfi eru þakkarbréf þeirra sem hafa hlotið sitt frelsi fyrir tilstilli samtak- anna. Þá ber að geta þess að þeir eru ekki ófáir sem hafa gengið í gegnum hina skelfi- legustu lífsreynslu í fangelsum og verið að því komnir að missa trúna á lífið, þegar þeir hafa komist á listann yfir sam- viskufanga. Fengið send bréf eða haft afspurnir af slíkum bréfum og segja hreinlega að vitundin um að „einhver þarna úti vissi af mér“ hefði haldið í þeim lífinu," sagði Bergljót. Einnig kom fram að misjafn- lega gengur að afla upplýsinga um samviskufanga og fjölda þeirra, frá einu landi til ann- ars. Sagði Jóhanna Jóhannes- dóttir, meðstjórnandi í ís- landsdeildinni, að eins og mál- in stæðu í dag væri tiltölulega auðvelt að afla slíkra upplýs- inga frá löndum Mið-Ameríku, en áberandi erfitt frá t.d. Afg- anistan, íran og Tyrklandi. Þá væru enn til þau lönd sem sam- tökunum væru algerlega lokuð. Nefndi hún Albaníu í því sam- bandi. Eins og áður segir er nú í gangi undirskriftasöfnun um allan heim sem afhent verður Sameinuðu þjóðunum, en hjá Sameinuðu þjóðunum eru sam- tökin ráðgefandi aðili. í byrjun nóvember hefst síðan árleg vika samviskufangans og verð- ur að þessu sinni vakin sérstök athygli á þeim, sem eru í fang- elsi vegna mannréttindabar- áttu. Starfsemin hér á landi sem annars staðar er ekki rík- isstyrkt þar sem samtökin eru óháð og óhlutdræg í afstöðu sinni til samviskufanga. Sam- tökin mega ekki þiggja opin- bera fjárstyrki, hvorki frá ríki né alþjóðafyrirtækjum, enda meginmál að þau haldi sjálf- stæði sínu. Fjáröflun er á ýmsa vegu, með frjálsum framlögum og söfnun styrktarfélaga. Einnig hefur íslandsdeildin gefið út jólakort og verður sá háttur hafður á í ár. Kortið prýðir að þessu sinni mynd Jó- hannesar Kjarval, „Móðurást", en stjórn Kjarvalsstaða veitti leyfi til þess að myndin yrði notuð í þágu Amnesty. Stjóm íslandsdeildar Amnesty International. F.v. Sigríður Ingvarsdóttir, gjaldkeri, Sif Aðils, framkvæmdastjóri, Ævar Kjartansson, meðstjórnandi, Jóhanna Jóhannesdóttir, meðstjórnandi, Guðríður Magnúsdóttir, meðstjórnandi, séra Bernharður Guðmundsson, formaður, Bergljót Guðmundsdóttir, ritari, og Hjördís Hákonardóttir, varaformaður. Á réttri leið Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði boðar til almenns stjórnmálafundar Dr. Hannes Jónsson sendiherra íslands í Vestur-Þýskalandi Þessi mynd var tekin í Bonn 16. september sl. þegar dr. Hannes Jónsson (t.h.) afhenti Karl Carstens, forseta Sambandslýðveldisins Pýskalands trúnaöarbréf sitt. At- höfnin fór fram í Villa Hamm- erschmidt sem er embættissetur for- setans. í ræðura sem þeir dr. Hann- es og Karl Carstens fluttu lögðu þeir báðir megináherslu á að efla bæri vináttutengsl íslands og Þýska- lands. fimmtudaginn 13. okt. nk. kl. 20.30 í Gafl-inn við Reykjanesbraut. Ræðumenn: Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra og Matthías Á. Mathiesen, viðskiptamálaráðherra. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.