Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö. JT Akvörðun Geirs Hallgrímssonar Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, skýrði miðstjórn flokksins frá því í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á landsfundi sjálf- stæðismanna sem hefst 3. nóvember næstkomandi. Þessi ákvörðun Geirs Hallgrímsson- ar, sem verið hefur formaður í Sjálfstæðisflokknum í 10 ár, markar þáttaskil í stjórn- málalífi þjóðarinnar og nú sem svo oft áður, ekki síst á formannsferli Geirs Hall- grímssonar, munu augu allra áhugamanna um stjórnmál beinast að því sem gerist inn- an Sjálfstæðisflokksins. Ekki er vafi á því að við- brögðin við ákvörðun Geirs Hallgrímssonar verða á ýms- an veg. Sterkar kröfur munu koma fram um að hann hætti við að hætta og bjóði sig að nýju fram. Rökin fyrir því að Geir haldi áfram eru mörg. í formannstíð hans hefur Sjálf- stæðisflokkurinn gengið í gegnum eitthvert erfiðasta skeiðið í meira en hálfrar ald- ar sögu sinni. Og það var ekki síst fyrir þrautseigju Geirs Hallgrímssonar að flokkurinn liðaðist ekki í sundur. Þess í stað gekk hann heill og óskipt- ur til síðustu kosninga og er nú kjölfestan í þeirri ríkis- stjórn er reynir að sigrast á óðaverðbólgunni. Ákvörðun sína tekur Geir Hallgrímsson ekki vegna þess að hann þurfi að óttast hug landsfundarmanna í Sjálf- stæðisflokknum í sinn garð. Ekki er vafi á því að Geir yrði endurkjörinn stæði hugur hans til þess. í stjórnmálum er aldrei unnt að slá neinu föstu um „réttan tíma“ en hitt er ljóst að starfstími stjórnmála- foringja hefur styst, ekki að- eins hér á landi heldur um heim allan. Setji menn sig í spor Geirs Hallgrímssonar, líti yfir farinn veg og þrot- laust starf í þágu höfuðborg- arinnar, landsins alls og Sjálf- stæðisflokksins hljóta menn að skilja þá niðurstöðu hans að eðlilegt sé að létta af sér og gefa nýjum manni kost á að glíma við það verk sem í raun er ofurmannlegt, að veita Sjálfstæðisflokknum forystu. Mjög hefur reynt á innviði Sjálfstæðisflokksins á undan- förnum árum. Menn hafa skip- ast þar í fylkingar vegna af- stöðu til manna og myndunar ríkisstjórnar. Síðasti lands- fundur Sjálfstæðisflokksins einkenndist af uppgjöri milli þeirra sem andmæltu síðustu ríkisstjórn og minnihlutans sem studdi hana. Næsti lands- fundur sem hefst eftir rúmar þrjár vikur mun snúast um val á formanni í kjölfar sögulegr- ar ákvörðunar Geirs Hall- grímssonar. Styrkur Sjálf- stæðisflokksins byggist á sam- heldni í forystusveit hans og vilja hennar til að slíðra sverðin þegar mest á reynir, landi og lýð til heilla, þótt bar- ist sé á heimavelli eins og eðli- legt hlýtur að vera í flokki sem setur frelsi einstaklingsins, lýðræðislega stjórnarhætti og þvingunarlausa skoðanamynd- un ofar öllu öðru. Með því að heyja kosninga- baráttuna um formennsku í Sjálfstæðisflokknum fyrir opnum tjöldum staðfesta sjálfstæðismenn að innan flokks þeirra hefur þroskast svo öflug samkennd og varð- staða um háleitar hugsjónir að átök um menn fá þar engu breytt. Eðlilegt er að þannig verði gengið til verks við val á næsta formanni Sjálfstæðis- flokksins að hann hafi meiri- hluta flokksmanna á bak við sig og í því efni hefur Sam- band ungra sjálfstæðismanna markað brautina á nýlegu þingi sínu með tillögu um tvær umferðir í formannskjörinu ef nauðsyn krefur. Þúsundir mótmæla að fór vel á því að núver- andi og fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins stóðu á tröppum þinghússins til að taka á móti undirskrift- alistum verkalýðshreyfingar- innar. Óðaverðbólgan er af- sprengi framsóknaráratugar- ins frá 1971. Ólafur Jóhann- esson hefur áður tekið á móti undirskriftarlistum með tug- þúsundum nafna í alþingis- húsinu eða í ársbyrjun 1974, þegar undirskriftasöfnun Var- ins lands lauk með því að 55.522 nöfn söfnuðust. Nú tæp- um tíu árum síðar er safnað undirskriftum á vegum öflug- ustu félagasamtaka í landinu sem hafa 70.000 til 80.000 fé- laga. Mikilli og samræmdri auglýsingaherferð lyktar með því að innan við helmingur fé- lagsmannanna, eða rúmlega 34.000 menn skrifa undir. For- ystumenn í verkalýðshreyfing- unni láta vel af þessari niður- stöðu enda ekki við öðru að bú- ast frá þeim. Aðrir geta ekki litið á það sem neitt sérstakt afrek eins og málum er háttað að þessi fjöldi fólks setti nafn sitt undir mótmæli við afnámi samningsréttar og kjaraskerð- ingunni. Frá fréttamannafundi fjármálaráðherra í ger. Honum á hegri hönd er Höskuldur Jónsson ráduneytisstjóri, en á vinstri hönd Geir Haarde aðstoóarfjármálaráðherra. Við hlið Geirs er Magnús Pétursson hagsýslustjóri. LjÓRm. Mbl. Ólafur K. Maftnúsaon. Kaupmáttur launa 1984 samkvæmt fjárlagafrumvarpi: Að meðaltali sá hinn sami og síðari hluta þessa árs Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp ársins 1984 „EFNAHAGSVANDI þjóðarinnar er mjög mikill og mun meiri heldur en við höfðum upplýsingar um við kosningaundirbúning og þegar stjórnar- myndunarviðreður áttu sér stað. Þennan mikla vanda höfum við átt við að glíma og þetta fjárlagafrumvarp er byggt á því, að ríkisstjórnin nái fram sigri í þeirri keppni sem við eigum í við verðbólguna. Til þess að svo megi verða dugar ekkert annað en samstaða þjóðarinnar allrar," sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra er hann bauð fréttamenn vel- komna til fundar í ger og kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 1984. Albert sagði á fundinum að ríkisstjórnin stefndi að því að ná verðbólguhraðanum niður í 10% í árslok 1984. Með því markmiði væri svigrúmið til launahækk- ana á árinu 1984 að meðaltali 4-6%. Þá kom fram að reiknað er með að kaupmáttur á árinu 1984 verði að meðaltali sá hinn sami og síðasta hluta þessa árs. Þá er reiknað með að fjárfestingar hins opinbera dragist saman um 8—9% á árinu. Fjármálaráðherra sagði að dregið yrði saman á öllum svið- um. Ekki yrðu veittar heimildir til fjölgunar opinberra starfs- manna, þó með þeirri undan- tekningu að nokkrar stöður verða skipaðar vegna fatlaðra og þroskaheftra. Það kom fram að ríkisstjórnin ætlar að fresta framkvæmdum laga sem leiða af sér miklar kostnaðarhækkanir. Ekki var upplýst á fundinum hvaða lög þarna væri um að ræða, en orlofslögin nýju voru nefnd sem dæmi um kostnaðar- freka framkvæmd bæði fyrir ríkissjóð og atvinnurekendur. Það kom og fram, að til að Lánasjóður íslenzkra náms- manna geti staðið við lánveit- ingar ársins 1984 samkvæmt lögum, vantar 150 millj. kr. til viðbótar við fjárveitingu fjár- laga. Reiknað er með 300 millj- óna króna sparnaði í trygginga- kerfinu og sagði fjármálaráð- herra að það yrði alfarið í hönd- um heilbrigðis- og trygginga- ráðherra að gera tillögur um þann sparnað og væri hann með málið í vinnslu. Samkvæmt því sem fram kom á fundinum er ætlast til að með mjög hörðum aðhaldsaðgerðum náist um 2,5% raunlækkun launaútgjalda ráðu- neyta og opinberra stofnana, eða sem nemur 150 millj. kr. og 5% raunlækkun annarra rekstrar- gjalda, sem jafngildir um 95 millj. kr. sparnaði. Fjármálaráðherra var m.a. spurður hvort ákveðið væri í fjárlagafrumvarpinu að fresta virkjunarframkvæmdum, t.d. við Blöndu. Hann svaraði þvf til að það yrði ákvörðun Landsvirkjun- ar hver röðun orkuframkvæmda ársins yrði. Landsvirkjun hefði ákveðna fjárhæð til ráðstöfunar og stjórn hennar ákvæði fram- kvæmdaröðun. Ráðherrann upplýsti að lánsfjáráætlun yrði væntanlega tilbúin áður en hann flytti fjár- lagaræðu sína á Alþingi, en það yrði væntanlega eftir u.þ.b. tvær vikur. Nokkrir stórir þættir fjár- lagadæmisins bíða niðurstöðu lánsfjáráætlunar, svo sem vega- mál, húsnæðismál og orkumál. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu ári til skatta- og tolla- lækkana og niðurfellinga kostar að sögn fjármálaráðherra 650—700 millj. kr. tekjuminnkun á árinu 1984. Fjármálaráðherra sagði að- spurður það rétt vera að hús- næðislánakerfið væri þungur baggi í fjárlagadæmi ársins 1984. Hann upplýsti í því sam- bandi að ríkisstjórnin væri nú að undirbúa útgáfu nýrra spari- skírteina samkvæmt heimild í lánsfjárlögum þessa árs upp á um 200 millj. kr. Þar verður að sögn ráðherrans um tvenns kon- ar kjör að ræða fyrir almenning, annars vegar verðtrygging og hins vegar gengistrygging þar sem miðað yrði við ákveðna gjaldmiðla, svo kallað SDR-kerfi. Það kom einnig fram að fjár- veitingar til jöfnunar húshitun- arkostnaðar landsmanna verða auknar. Yfirdráttarskuld ríkis- sjóðs við Seðlabanka fslands er í dag 1.600 til 1.700 millj. kr. og ræddu þeir fjármálaráðuneyt- ismenn sín á milli um að sú skuld gæti numið 1.100 til 1.200 millj. kr. um áramótin. Einstökum liðum fjárlaga- frumvarpsins eru gerð skil ann- ars staðar í Mbl. í dag, en þess má geta að í lok fundarins kom fram að fjármálaráðherra legg- ur fljótlega fyrir Alþingi frum- varp til laga um sölu ákveðinna ríkisfyrirtækja. Hann sagði að ýmsir aðilar hefðu sýnt áhuga á kaupum einstakra ríkisfyrir- tækja og væri höfð viðmiðun af því í frumvarpinu, sem hann sagði að verið væri að vinna að lokafrágangi á. Fisksölur erlendis: 35 lestir í gúanó TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær, annað í Eng- landi en hitt í Þýzkalandi. Ársæll Sigurðsson HF seldi karfa í Þýzka- landi og fóru 35 lestir aflans í gú- anó. Baldur EA seldi í Englandi. Baldur EA seldi samtals 75 lestir í Hull. Heildarverð aflans var 1.524.600 krónur, meðalverð 20,33. 35 lestir aflans voru ufsi og meðalverð fyrir hann 13,00. 19,6 lestir voru smár þorskur, meðalverð 23,56 og 18,6 lestir voru milliþorskur, meðalverð 30,27. Þá var smávegis af ýsu og steinbíti í aflanum. Ársæll Sigurðsson HF seldi alls 121 lest í Cuxhaven. Heild- arverð var 1.748.700 krónur, meðalverð 14,46. Uppistaða afl- ans var karfi og ef frá eru teknar þær 35 lestir, sem dæmdar voru í gúanó, reyndist meðalverð vera 19,50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.