Morgunblaðið - 12.10.1983, Side 23

Morgunblaðið - 12.10.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Merkileg sjónvarpsdagskrá um Víetnam: Talið er að margir muni sjá stríðið í nýju ljósi Boston, 11. október. AP. NOKKRAR sjónvarpsstöðvar, bandarískar, franskar og enskar, hafa lok- ið gerð 13 klukkustunda langrar heimildarkvikmyndar um Vfetnamstríð- ið. Fyrstu þættirnir af 13 hafa verið sýndir í öllum löndunum og er búist við að margir sjái umrætt stríð í nýju ljósi eftir að hafa séð þættina. Það er mál manna, að sjaldan eða aldrei hafi sjónvarpsstöðvar ráðist í annað eins verkefni og alls voru stöðvarnar 6 ár að ljúka því. Hafði kostnaður þá farið langt fram úr áætlun. Ýmis fyrirtæki, sem jafnan hafa veitt sjónvarpsstöðvum fjárhagsaðstoð, svo sem Mobil- oil, Exxon og fleiri, vildu hins vegar ekki láta bendla sig við fyrirtækið, væntanlega af ótta við, að um umdeilt sjónvarpsefni væri að ræða, eftir því sem tals- maður ABC-sjónvarpsstöðvar- innar sagði. Auk ABC stóðu breska sjónvarpsstöðin BCIT og hin franska Antanne 2 að verk- inu og ýmsar stofnanir greiddu götu þeirra með peningagjöfum. Þættirnir hefjast á því að rak- in er saga ófriðar í heimshlutan- um og nær sú saga 2000 ár aftur í tímann, er Víetnamar áttu í stríði við Kínverja. í síðustu þáttunum er svo komið að falli Saigonstjórnarinnar árið 1975. Margt nýtt þykir koma fram í þáttunum og að sögn kunnugra kennir þar margra grasa. Ein- hver merkilegustu atriði þátt- anna eru viðtöl við herforingja úr röðum Norður-Víetnama sem segja meðal annars, að Norður- Víetnamar hefðu sent fyrstu hermenn sína til Suður-Vfetnam árið 1964, árið áður en Lyndon Johnson Bandaríkjaforseti sendi fyrstu bandarisku hermennina til landsins. Þá viðurkenna ví- etnömsku foringjarnir, að Tet- sóknin mikla árið 1968 hafi mis- heppnast algerlega frá herfræði- legu sjónarmiði. Ýmislegt fleira mætti tína til. Framleiðendur þáttanna hafa reynt að byggja þá ekki upp á sögumanni, heldur var fjöldi við- tala tekinn, alls 300, þar af 100 í Víetnam. Ýmsir, sem frá miklu hefðu haft að segja, neituðu þó að ræða við sjónvarpsmenn. Má þar nefna Robert S. McNamara, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Nguyn Van Thieu, forseta Suður-Víetnam á árunum 1967—1975. Auk viðtalanna er mergð filmubúta úr ýmsum áttum. Tíu sérfræðingar voru sendir út af örkinni til að grúska í filmusöfn- um. Rótuðu þeir í 70 söfnum með þeim árangri að 100 klukku- stundir af kvikmyndum og myndböndum frá stríðinu fund- ust, þar á meðal 1800 frétta- myndir. Filmurnar fundust í Bandaríkjunum, Hanoi, Frakk- landi, Bretlandi, Japan og Vestur-Þýskalandi. Margir munu nú sjá hörmungar Vfetnamstrídsins f nýju Ijósi. Veöur víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrUssel Chicago Oubtin Feneyjar Frankfurt Fmreyjar Genf Helsínki Hong Kong Jerúsalem Jótiannesarborg Kaupmannahöfn Kairó Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Majorka Miami Moskva Nýja Oelhi New York Osló París Peking Perth Reykjavfk Rio de Janeiro Róm San Fransisco Stokkhólmur Sydney Tet Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg Varsjá 3 skýjaó 14 skýjaó 26 heióskírt 22 hálfskýjaó 14 skýjað 15 rlgning 16 rigning 13 heióskfrt 19 þokumóða 15 skýjaó 7 skúr sfó. klst. 19 skýjaó 8 skýjaó 29 heióskfrt 25 heióskfrt 23 heióskfrt 13 skýjaó 29 heióskfrt 28 alskýjaó 24 skýjaó 14 heióskfrt 29 heióskfrt 27 heióskfrt 24 skýjaó 29 rigning 11 skýjaó 30 heióskfrt 16 skýjaó 6 skýjaó 17 skýjað 20 heióskírt 18 skýjaó 4 súld sfð. klst. 35 skýjaó 24 heióskirt 24 heióskfrt 9 rignfng 19 rigning 27 heióskfrt 24 heiðskfrt 13 skýjað • 12 skýjaó 12 skýjaó Kærðir fyrir vopna- smygl til S-Afríku Kaupmannahöfn, 11. október. AP. DANSKA lögreglan gaf í dag út handtökuskipun á útgerðarmann- inn Anders Jensen á grundvelli 24 kæra um vopnasmygl til Suður- Afríku. Jensen, sem er 62 ára, hef- ur þegar flúið land. Hann og félagi hans, Peter Gettermann, voru fyrst kærðir 8. janúar sl. fyrir brot á lögura, sem sett voru 1978 um bann við sölu og flutningi á vopn- um til Suður-Afríku, en með þess- um lögum er verið að framfylgja ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1977. Handtökuskipunin var gefin út sama dag og danska sjón- varpið sýndi mynd af Jensen, þar sem hann var staddur í Höfðaborg í Suður-Afríku. Har- ald Thomsen, talsmaður dönsku lögreglunnar skýrði frá því, að handtökuskipun hefði verið send til Pretoriu, höfuðborgar Suð- ur-Afriku, eftir diplómatískum leiðum, þar sem Suður-Afríka er ekki aðili að alþjóðalögreglunni (Interpol). Jensen og Gettermann eru einnig ákærðir fyrir „gróf svik“ með því að hafa sjálfir stungið í vasann mörg hundruð þúsund dollara hagnaði fyrir þessa ólöglegu flutninga án þess að gera meðeigendum sínum í fyrirtæki þeirra, Trigon Shipp- ing Ltd., grein fyrir þessu fé. Thomsen sagði, að tilmæli dönsku lögreglunnar um fram- sal væru einvörðungu byggð á þessum meintu svikum, „því að við getum varla vænzt þess, að Suður-Afríkumenn framselji nokkurn mann fyrir að hafa gert þeim svo marga greiða." Uppljóstranir, sem fram hafa komið að undanfðrnu frá tollyf- irvöldum, sjómönnum og lög- reglu gefa til kynna, að Dan- mörk, sem gagnrýnt hefur hvað harðast kynþáttastefnu Suður- Afríku, kunni jafnframt að vera einn helzti vettvangurinn fyrir vopnasmygl til Suður-Afríku. Sprengju- manna leit- að í Burma Rangoon, 11. október. AP. EINN maður var skotinn til bana, annar særðist alvarlega og sá þriðji slapp undan lögreglunni í grennd við Rangoon-fljót f dag, en lögreglan í Burma heldur nú uppi ákafri leit að þeim, sem ábyrgð bera á sprenging- unni í Rangoon á sunnudag, þar sem 19 manns fórust. Þá hefur enn einn maður látið ItTið af völdum sára, sem hann hlaut í sprengingunni. Enginn sönnun hefur þó komið fram um það, að nokkur fram- angreindra þriggja manna hafi verið viðriðinn sprenginguna á sunnudag. Þeim er einfaldlega lýst sem ljósum á hörund og að enginn þeirra hafi talað ensku eða mál þarlendra. Skotið var á þá, er þeir flýðu undan lögreglunni, þegar hún kom til þess að yfirheyra þá. Stjórnvöld í Burma hafa ekkert sagt um hverjir séu grunaðir um ódæðið á sunnudag, en áframhald- andi leit á gistihúsum og á flug- vellinum í Rangoon þykir sýna, að lögreglan útiloki ekki, að útlend- ingar hafi átt aðild að sprenging- unni. Noregur: Helgarveiðibanni á þorski aflétt Osló, 11. október. Frá fréttaritara Morgunblaósina, Per A. Borglund NORSKA sjávarútvegsráðuneytið hefur fellt úr gildi reglugerð um helg- arveiðibann á þorski fyrir norðan 62. breiddargráðu frá og með 28. október nk. Það var norska sjómannasambandið, sem bar fram þau tilmæli, að veiðibanninu um helgar yrði aflétt. Af hálfu sjávarútvegsráðu- neytisins hefur verið tilkynnt, að fylgzt verði náið með því magni, sem veiðist af þorski og að svo kunni að fara, að fyrirhugaðri veiðistöðvun í desember verði flýtt um eina viku. Ekki var fallizt á kröfu út- gerðarmanna í Austur-Finn- mörk um aukningu á þorskveiði- heimild togaranna um 10.000 tonn. Hins vegar féllst sjávarút- vegsráðuneytið á, að allt að 20% af afla togara frá Austur-Finn- mörk megi vera þorskur, eftir að þeir hafi tekið upp veiðar á öðr- um fisktegundum, er þorsk- veiðiheimildir þeirra að öðru leyti hafi verið fullnýttar. 23 9 bóka- og ritfangaverslanir á höfuðborgarsvæðinu. EURQCARD TIL DAGLEGRA NOTA Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hór segir: HULL/GOOLE: Jan ... 17/10 Jan ... 31/10 Jan ... 14/11 Jan ... 28/11 ROTTERDAM: Jan ... 18/10 Jan ... 1/11 Jan ... 15/11 Jan ... 29/11 ANTWERPEN: Jan ... 19/10 Jan ... 2/11 Jan ... 16/11 Jan ... 30/11 HAMBORG: Jan ... 21/10 Jan ... 4/11 Jan ... 18/11 Jan ... 2/12 HELSINKI: Helgafell ... 13/10 Helgafell ... 8/11 LARVIK: Hvassafell ... 24/10 Hvassafell ... 7/11 Hvassafell ... 21/11 GAUTABORG: Hvassafell ... 25/10 Hvassafell ... 8/11 Hvassafell ... 22/11 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ... 26/10 Hvassafell ... 9/11 Hvassafell ... 23/11 SVENDBORG: Hvassafell ... 13/10 Helgafell ... 20/10 Hvassafell ... 27/10 Hvassafell ... 10/11 ÁRHUS: Hvassafell ... 14/10 Helgafell ... 20/10 Hvassafell ... 27/10 Hvassafell ... 10/11 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ... 29/10 Skaftafell ... 26/11 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ... 31/10 Skaftafell ... 28/11 ( SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.