Morgunblaðið - 12.10.1983, Síða 16

Morgunblaðið - 12.10.1983, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Atvinnuleysi yfirvofandi á Patreksfirdi Hjörleítur Gudmundaaon, verkalýöafólagaformaöur og oddviti: Fyrirtækiö er íþrotum, aveitarfólagiö íþrotum vegna fyrirtækiaina og heimilin aö komaat á þrot... „Það er allt að fara í rúst“ — segir oddvitinn og verkalýðsfélagsfor- maðurinn Hjörleifur Guðmundsson HJORLEIFUR Guðmundsson er oddviti Patrekshrepps og formaður Verkalýðsfélags Patreksfjarðar. Hann var að koma af hreppsnefndarfundi þegar Mbl. hitti hann að máli — á þeim fundi höfðu og verið fulltrúar hóps áhugamanna um rekstur . fiskvinnslu í gamla Skjaldarhúsinu. „Við erum að reyna að kynna okkur sjónarmið manna, svo sveitarstjórnin hafi nægilegar upplýsingar til að geta tekið afstöðu til þeirra mála, er við okkur blasa," sagði Hjörleifur. „Það sýnast helst vera tveir möguleikar fyrir hendi og vonandi verður ekki langt í að við getum tekið afstöðu. Það er ekki endilega það, að báðir hóparnir — HP og áhugamennirnir — vilji fá okkur með en þó er ekki úti- lokað að hreppsfélagið gerist hluthafi í nýjum rekstri eða því sem fyrir er hér. Sveitarfé- lagið hefur áður stutt óbeint við bak þeirra, sem hafa verið í atvinnurekstri hér og við er- um enn tilbúnir til þess. Við höfum t.d. veitt ábyrgðir fyrir skipakaupum og fleira í þeim dúr.“ Hjörleifur sagði að eins og staðan væri í dag hefði sveit- arfélagið „engin efni á at- vinnuleysi, né heldur höfum við efni á að leggja fé í at- vinnutækin á staðnum. Það verður gert allt til að leysa vandann á sem skemmstum tíma og innan þeirra marka, sem sveitarfélagið getur leyft sér. Það er vitað, að fyrirtækið (HP) á ekki peninga en það verður skilyrðislaust að finna lausn á þessu máli. Enn vitum við ekki hvort sú lausn er fyrir hendi." Hraðfrystihús Patreks- fjarðar skuldar hreppsfélag- inu 2—2,5 milljónir króna í skatta og skyldur, að sögn Hjörleifs. Það er fyrir árið í ár og hluta af síðasta ári. „Fyrir- tækið er í þrotum, sveitarfé- lagið er í þrotum vegna fyrir- tækisins og heimilin eru að komast í þrot vegna þessa. Lausnin hlýtur að liggja í því, að þeir, sem eiga mestra hags- muna að gæta, þ.e.a.s. eigend- ur fyrirtækisins, lánadrottnar og almenningur, sameinist um að leysa vandann. Það eru stórar upphæðir komnar í hönk og m.a. þarf að lengja lánstímann, svo að bankarnir koma þarna inn í líka.“ — Nú hefur sveitarstjórnin verið að reyna að koma á sam- starfi milli manna hér heima. Hvernig gengur það? „Við verðum að fá á hreint, að aðilar séu sammála um að leysa vandann á sem allra skemmstum tíma. Það er allt að fara í rúst, svo þetta má ekki taka langan tíma. Ég þori ekkert um það að segja enn hvort möguleikar eru á sam- starfi milli þeirra tveggja hópa, sem við höfum verið að ræða við. Þeir hafa mælt sér mót eftir helgina og vonandi kemur eitthvað út úr því.“ — Hversu lengi heldurðu að fólk hér muni þurfa að bíða eftir Iaununum sínum frá hraðfrystihúsinu? „Ég hef trú á að útborgun- armálið verði leyst sérstak- lega á næstunni. En það er minna mál, þegar til lengri tíma er litið. Hugmynd sveit- arstjórnarinnar er að finna varanlega lausn á vanda at- vinnulífsins hér og sú laun verður að finnast," sagði Hjörleifur Guðmundsson odd- viti og formaður Verkalýðsfé- lags Patreksfjarðar. „Félagslegur vandi ekki síður“ en fjárhagslegur — segir Kristinn Friðþjófsson, forstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar Svalbarða „AÐ MÍNU mati má ekki byggja upp Skjöld og myrða Hraðfrysti- hús Patreksfjarðar í staðinn. Það á vitaskuld að reka bæði fyrirtæk- in myndarlega og um það verða bæjarbúar að sameinast — jafnvel þótt það kosti að sýslumaður og bæjarstjóri þurfi að fara í löndun. Það sem ég á við er að í þessu verða allir að taka þátt og enginn má telja sig of góðan til að stuðla að velmegun í sínu bæjarfélagi," sagði Kristinn Friðþjófsson, forstjóri fískimjölsverksmiðjunnar Svalbarða og atvinnumálanefndarmaður á Patreksfirði, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Kristinn hefur á undanförnum árum verið að byggja upp verk- smiðju sína og þegar við hittum hann að máli voru iðnaðarmenn að vinna við uppsetningu blönd- unartanka við verksmiðjuna. Þar var ekkert atvinnuleysi að sjá enda sagði Kristinn að sig vant- aði fólk í vinnu frekar en hitt. „Ætli ég fái ekki nokkra karla þegar búið er að loka hjá hinum," sagði hann og hló við. Hann er einn af forvígis- mönnum undirbúningsnefndar stofnunar fiskvinnslu, og færðist undan því að ræða ástandið á staðnum mikið. „Eitt skal ég þó segja þér,“ sagði hann, „og það er hið fornkveðna: Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja. Staðreyndin er sú, að hér hefur aldrei verið hægt að reka fiskvinnslu og útgerð nema með aðkomufólki. Ég var nýlega að glugga í gömul bréf frá afa mín- um, sem var hér með útgerð upp úr aldamótum, og þá sá ég að 1914 og ’15 var hann að falast eftir mönnum á vertíð af Snæ- fellsnesi." Kriatinn Friöþjófaaon foratjóri fískimjöiaverkamiöjunnar: Ekki síöur fólagalegt vandamii en tjir- hagalegt. Kristinn sagði að um stríð hefðu tveir togarar verið gerðir út frá Patreksfirði og að áhöfnin hefði að mestu verið samsett af Bolli Ólafaaon, talamaöur undirbúninganefndar til atofnunar Hakvinnalu: Samatarf viö kaupfólagiö kemur ekki til mila nema atofnaö veröi nýtt hlutafilag um rekaturinn. „Höfum áhuga á að bjarga byggð arlaginu og fasteignum fólks“ — segir Bolli Ólafsson, einn úr hópi fólks, sem vill hefja rekstur í frystihúsi Byggðasjóðs Bolli Ólafsson, forstöðumaður heilsugæslustöðvarinnar á Patreks- fírði, er einn helsti talsmaður áhugamannahópsins, sem óskað hefur eftir við Byggðasjóð, að fá frystihús Skjaldar á leigu og hefja þar rekstur. Hann sat sem slíkur hreppsnefndarfundinn á laugar- dagsmorgun ásamt nokkrum félög- um sínum, þeim Hilmari Jónssyni, sparisjóðsstjóra og hreppsnefnd- armanni, Kristni Friðþjófssyni, for- stjóra og aðaleiganda fískmjöls- verksmiðjunnar Svalbarða, Héðni Jónssyni, Stefáni Egilssyni og Hall dóri Arnasyni en þrír þeir síðast- nefndu eru sjómenn og útgerðar- menn. Bolli var einn helsti hvat- amaður söfnunar hlutafjárloforða til undirbúnings stofnunar hlutafé- lags heimamanna um rekstur í Skildi, eins og gamla frystihúsið er jafnan kallað á Patreksfírði. Sú undirskriftasöfnun hófst í byrjun ágúst. „Við erum með á sjötta tug nafna á lista og með yfir tvær milljónir króna í hlutafjárloforð," sagði Bolli í sam- tali við fréttamann Morgunblaðsins. „Við teljum víst, að semji Byggðasjóð- ur við okkur, þá munum við fá fleiri menn í hópinn og að hlutafé verði að minnsta kosti þrjár milljónir. Þetta eru menn úr öllum stéttum, útgerðar- menn, bæði smáir og stórir, iðnaðar- menn, verslunarmenn og fleiri. Þetta fólk vill koma á laggirnar fyrirtæki, sem hægt er að binda meiri vonir við en hægt hefur verið hér undanfarin ár.“ Bolli sagði að frumkvæði heima- manna í atvinnumálum hefði horfið þegar Vatneyrarfyrirtækin hefðu lagt upp laupana um 1960. „Þótt við eigum hluta í okkar eigin ógæfu þá á Lands- bankinn, í gegnum þrjú fyrirtæki, líka sinn hlut,“ sagði hann. „Bankinn hef- ur skrúfað fyrir fyrirgreiðslu til fyrir- tækja í erfiðleikum, án þess að þau væru þó gjaldþrota. Þannig var til dæmis með Vatneyrarfyrirtækin, sömuleiðis með þann aðila, sem keypti á eftir. Næstu menn, sem voru mestan part smáútgerðarmenn og flestir Tálknfirðingar, tóku allt á leigu og út úr því kom Skjöldur. Þeir fóru héðan um 1980.“ Bolli sagðist hafa bent á það á hreppsnefndarfundinum um morguninn, að nú væri allt útlit fyrir að í vetur yrðu gerðir út jafnmargir bátar frá Patreksfirði og Skjöldur einn gerði út þegar fyrirtækið gafst upp á limminu, eða þrír bátar og tog- ari. „Hér hefur fækkað um 2—3 báta árlega undanfarin þrjú ár,“ sagði hann. „Tveir bátar voru seldir í burtu í fyrra og einn er að fara núna. Þegar hér var allt í fullum gangi fyrir fjór- um til fimm árum voru hér ellefu bát- ar. Það er því ekki að ástæðulausu, að okkar áhugi beinist að því að koma á rekstri til að bjarga byggðarlaginu og fasteignum fólks. Hér standa nýleg einbýlishús auð og fleiri væru farnir ef þeir kæmust í burtu." Hann sagði að þetta væri einmitt ástæðan fyrir þeirri breidd, sem hefði náðst í hópinn, er nú vildi fara af stað. „En hér eru vitaskuld ýmsir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.