Morgunblaðið - 12.10.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 12.10.1983, Síða 48
HOLLLfWOOD Opiö II kvöld jrcattttlifðfrifr AM DD'DaVDV MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Formannskjör á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins: Geir Hallgrímsson gefiir ekki kost á sér GEIR Hallgrímsson, utanríkisráðherra, skýrði frá því á fundi miðstjórnar Sjálfstaeðisflokksins síðdegis í gær, að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs, sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokks- ins, sem haldinn verður fyrstu dagana í nóvember. Geir Hallgrímsson tók við for- mennsku Sjálfstæðisflokksins 12. október 1973 er Jóhann Haf- stein sagði því starfi lausu vegna heilsubrests. Áður hafði Geir Hallgrímsson gegnt starfi vara- formanns Sjálfstæðisflokksins frá landsfundi 1971. Á fundi miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins í gær sagði Geir Hallgrímsson, að það hefði aldrei verið ætlun sín, hvorki í upphafi né sfðar á þessu tímabili að gegna þessu mikilvæga starfi lengur en þennan tíma. Geir Hallgrímsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði þessi 10 ár átt við vandamál og erfiðleika að stríða eins og alkunnugt væri. Hins vegar hefði tekizt að sameina flokkinn að nýju og Sjálfstæðis- flokkurinn mætti vel við una úr- slit síðustu alþingiskosninga enda hefði hann gengið samein- aður til þeirra og jafnframt hefði tekizt að endurheimta meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Þess vegna tel ég þennan tíma heppilegan til for- mannsskipta nú, sagði Geir Hallgrímsson. Líkur benda til, að þrír þing- menn Sjálfstæðisflokksins verði í framboði við formannskjör á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þeir Birgir ísl. Gunnarsson, Friðrik Sophusson og Þorsteinn Pálsson, en það fékkst ekki stað- fest í gærkvöldi. Sjá forystugrein á miðopnu. Patreksfjörður: Heimild til aukningar hlutafjár STJORN Hraðfrystihúss Patreksfjarð- ar hf. hefur heimild aðalfunda tveggja síðustu ára til að auka hlutafé félags- ins í allt að 11 milljónir króna. Það þyrfti að vera enn meira ef vel ætti að vera, að því er Jens Valdimarsson, stjórnarformaður, sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Hópur manna á Patreksfirði hef- ur að undanförnu safnað hlutafjár- loforðum til stofnunar nýs hlutafé- lags sem ætlað er að hefja rekstur í gamla frystihúsinu á Patreksfirði, sem Byggðasjóður keypti á uppboði á dögunum. Segja forráðamenn þessa hóps, að þeir hafi nú safnað rúmum 2 milljónum króna i hluta- fjárloforð. Þeir sögðu blm. Morgun- blaðsins að þeim hefði verið tjáð að í stjórn Framkvæmdastofnunar rík- isins væri meirihluti fyrir því að semja við hópinn um leigu á húsinu. Hreppsnefnd Patrekshrepps hef- ur undanfarið reynt að koma á sam- starfi þessa hóps og stjórnar Hraðfrystihúss Patreksfjarðar. í gærkvöldi átti að vera fundur þess- ara aðila en honum var frestað. I Mbl. í dag er rætt við ýmsa aðila á Patreksfirði um atvinnuástandið á staðnum, hugmyndir um uppbygg- ingu og möguleika á myndun „breiðfylkingar" heimamanna til lausnar vandanum. Sjá einnig: „Sammála um að sam- einast en ... “ á bla. 14—16 í Mbl. Vegagerð ríkisins er orðinn þriðji stærsti notandi á grasfræi í landinu samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Eyvindi Jónassyni hjá Vegagerð ríkisins. Árlega sáir Vegagerðin í um 400 hektara af flögum sem myndast hafa vegna vegaframkvæmda, mest meðfram vegum landsins. Sérstakur flokkur manna á vegum Vegagerðarinnar sér um sáningu í þessi flög og áburðardreifingu f tvö ár á eftir og á þessari mynd sem Snorri Snorrason tók í Vopnafirði í sumar sjást vegagerðarmenn við áburðardreifingu. Ljósm. Snorrí Snorraaon. Kartöfluuppskeran: Fjórðungur af uppskeru í fyrra Kartöfluuppskeran í haust er innan við fjórðung af kartöflu- uppskeru síðastliðins árs, sam- kvæmt upplýsingum sem Eðvald B. Malmquist yfirmatsmaður garðávaxta hefur tekið saman. Telur Eðvald að uppskera bænda til sölu á almennan markað og til útsæðis sé 26—30 þúsund tunnur og af því fara um % hlutar til útsæðis, þannig að lítið verður eftir til neyslu. Uppskeran er nokkuð mis- munandi eftir landshlutum. Lágsveitir Suðurlands koma verst út. Uppskeran í Vill- ingaholtshreppi er til dæmis aðeins um 13% af uppskeru síðastliðins árs en uppskeran í Rangárvallasýslu, er um 19% af uppskeru síðastliðins árs. Skárra er ástandið í Eyjafirði, um 30%, og einna best í Hornafirði, þar sem uppsker- an er yfir 40% af uppskeru síðastliðins árs. Eðvald sagði að upp úr görðunum hefðu komið rúmar 40 þúsund tunnur samkvæmt mælingu í kartöflugeymslun- um en frá því hefði verið dreg- ið 40% vegna áætlaðrar rýrn- unar. Sagði Eðvald að það væri 10% meira en venjan væri að áætla í rýrnun vegna þess hve mikið væri nú af smælki. Uppskeran í fyrra var um 112 þúsund tunur auk þess áætlað að heimilisræktun væri 18 þúsund tunnur. Heim- ilisræktunin í ár er áætluð um helmingur af fyrra árs upp- skeru eða innan við 10 þúsund tunnur. Tekinn fyrir ósidlegt athæfi LIÐLEGA tvítugur maður var handtekinn í fyrrakvöld fyrir að hafa haft í frammi ósiðlegt athæfi við 15 ára stúlku. Maðurinn hafði sig í frammi í Breiðholti síðdegis á mánudag. Málið var kært til Rann- sóknarlögreglunnar. Stúlkan gat gefið lýsingu á manninum og fannst hann skömmu síðar og viðurkenndi brot sitt. Fjárlagafrumvarpiðl984: Heildarútgjöld hækka um 10%, heildar- tekjur um 17,3% frá rauntölum 1983 HEILDARGJÖLD ríkíssjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi verða 17.426 m.kr. og hækka um 34,3% frá fjárlögum 1983 en aðeins um 10% frá endurskoðaðri gjaldaáætlun líðandi árs. Heildartekjur skv. frumvarp- inu verða 17.435 m.kr. og hækka um 34% frá fjárlögum 1983 en um 17,3% frá því sem talið er að verði f raun á þessu ári. „í fjárlagafrumvarpinu fyrir ar með fjárlagafrumvarpinu 1984 felst breytt stefna í ríkis- fyrir 1984 sem lagt var fram á fjármálum og efnahagsmálum frá því sem verið hefur siðustu ár. I frumvarpinu koma í senn fram ýmsir höfuðþættir í efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar á næsta ári og viðleitni hennar til að draga úr ríkisumsvifum án þess að skerða mikilvæga félags- lega þjónustu. Jafnframt er gerð alvarleg tilraun til að setja fram raunhæf, marktæk fjárlög, en skort hefur á hin síðustu ár að fjárlögin gæfu rétta mynd af raunverulegu umfangi í starf- semi ríkisins og væru það hag- stjórnartæki, sem efni standa til,“ segir í upphafi greinargerð- alþingi í gær. Greinargerðin hefst á almenn- um kafla um stöðu efnahags- máia og stefnu ríkisstjórnarinn- ar. Frumvarpið miðar að því að ná jafnvægi á ný í ríkisfjármál- unum, draga úr ríkisumsvifum og útgjöldum og einföldun tolla og aðflutningsgjalda. Hins vegar er sá fyrirvari settur, að ástand efnahags- og rfkisfjármála sé „miklu mun verra en nokkurn óraði fyrir þegar ríkisstjórnin var mynduð“. Þess vegna verði sú stefnubreyting í skatta- og ríkisfjármálum sem boðuð var í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar 26. maí siðastliðinn ekki framkvæmd í einu vetfangi, heldur þurfi að framkvæma hana í áföngum. Byggt er á því við gerð fjár- lagafrumvarpsins að ekki sé meira svigrúm til skattalækkana á næsta ári en þegar er orðið, en lækkanirnar sem til fram- kvæmda hafa komið minnka tekjur ríkissjóðs um 650—700 milljónir króna á næsta ári. Frumvarpið er byggt á því, að skattbyrði heimilanna vegna tekju- og eignarskatta haldist óbreytt í hlutfalli við tekjur. Þetta verður framkvæmt með beitingu skattvísitölu og breyt- ingu á skattþrepum. „Á síðustu árum hefur efna- hagslífið einkennst af eyðslu þjóðarinnar umfram efni,“ segir í greinargerðinni. „Þannig var viðskiptahalli gagnvart útlönd- um 10% af vergri þjóðarfram- leiðslu á árinu 1982. Öhjákvæmi- legt er að draga úr þjóðarút- gjöldum, þannig að þau fari ekki framúr þjóðartekjum. Á sama tíma felur samdráttur í þjóðar- tekjum og heildareftirspurn í sér stórfellt tekjutap fyrir ríkissjóð í aðflutningsgjöldum og sölu- skatti.“ Auk þeirrar tekjuminnk- unar sem áður er getið vegna skattalækkana er gert fyrir tekjutapi sem nemur 1800 millj- ónum króna miðað við raunveru- legar tekjur 1982 vegna minni tekna af innflutningi og sölu- skatti. Heildartekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 17,435 milljónir króna samkvæmt frumvarpinu en útgjöldin eru áætluð 17,426 milljónir. Sjá frásagnir af fjárlaga- frumvarpi á bls. 20 og 21 í Mbl. í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.