Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 MorgunbUM/Jtilfiu. í „spyrnu" á Laugaveginum MIKIL MILDI er aö ekki varð stóralvarlegt uraferöarslys á Laugavegi á móts við Mjölnisholt laust eftir klukkan 22 á sunnudagskvöldið. Þar voru í „spyrnu", eins og kallað er, 18 ára piltur á stóru og kraftmiklu Kawasaki-mótorhjóli og ökumaður amerískrar fólksbifreiðar, sem sér- staklega er útbúin til hraðaksturs, að því er vitni herma. Þeir óku á miklum hraða aust- ur Laugaveg, hófu „spyrnuna" á gatnamótum Laugavegar og Snorrabrautar. Kona á lítilli fólksbifreið ók vestur Laugaveg og hugðist beygja upp Mjölnis- holt, þar sem er Timburverslun Árna Jónssonar. Hún kvaðst hafa litið vel vestur Laugaveg eftir umferð en ekkert séð. Siðan heyrði hún þyt, eins og hún mun hafa orðað það, og mótorhjólið skall á hægri hlið bifreiðarinnar og varð af harður árekstur. Það sem varð ökumanni mót- orhjólsins til lífs er að hann var með hjálm og kastaðist yfir bif- reiðina og lenti í götunni, en mótorhjólið stöðvaðist við högg- ið, þannig að það skall ekki á honum. Maðurinn hlaut mikið höfuðhögg en hlaut ekki bein- brot. Óljóst er hvernig ameríska fólksbifreiðin slapp frá þessum hildarleik án þess að lenda í árekstri, en ökumaðurinn hvarf af vettvangi og hefur ekki til hans spurst, þó lýst hafi verið eftir honum. Utanríkisráðherra á fundi í Stapa í gærkvöldi: Nýjar ratsjárstöðvar vegna landhelgisgæslu og flugumferðarstjórnar „BYGGING nýrrar ratsjárstöðvar hefur almenna þýðingu fyrir okkur íslendinga, sem snertir ekki einungis öryggishagsmuni okkar,“ sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, á fundi í Stapa í gærkvöldi. „Bygging nýrra ratsjár- stöðva hefur verulega þýðingu fyrir almenna flugumferðarstjórn á norðurhveli jarðar, sem við höf- um með höndum og höfum tekið að okkur. Nýjar ratsjárstöðvar eru einnig mikilvægar vegna gæslu landhelginnar, sem við höfum takmarkað fjármagn og tækjakost til að annast," sagði utanríkis- ráðherra ennfremur. Geir Hallgrímsson sagði, að stjórnarskiptin í vor hefðu vald- ið þáttaskilum í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. Nú væri ekki lengur hægt að standa gegn nauðsynlegum fram- kvæmdum í þágu varnanna og íslensk stjórnvöld myndu knýja á um þær framkvæmdir, sem fs- lendingar teldu nauðsynlegar hagsmuna sinna vegna, svo sem um byggingu nýrra ratsjár- stöðva. Guðmundur Ágústsson bakarameistari látinn LÁTINN er í Reykjavík Guðmundur Ágústsson, bakarameistari. Guð- mundur var fæddur í Reykjavík hinn 8. nóvember 1916, sonur hjónanna Ingigeröar Sigurðardóttur og Ágústs Guðmundssonar, sjómanns. Guð- mundur lærði bakaraiðn hjá Sveini Hjartarsyni og varð meistari í iðn sipni. Árið 1945 keypti Guðmundur fyrirtæki Sveins, Sveinsbakarí, ásamt öðrum, og rak það allt til þess er heilsan tók að bila. Nú er sonar- sonur Guðmundar einn eigenda Sveinsbakarís, sem er eitt elsta fyrirtæki Reykjavíkur, stofnað 1907. Guðmundur Ágústsson var lengi meðal kunnustu skákmanna fslendinga, og tefldi á fjölmörgum mótum bæði heima og erlendis, svo sem á ólympíumótum og fleiri mótum. Hann varð oft íslands- meistari í hraðskák, og Norðurlandameistari í meistara- flokki varð hann 1949. Guðmund- ur var um skeið formaður Taflfé- lags Reyjavíkur og hann var heið- ursfélagi TR og Skáksambands ís- lands. Guðmundur lætur eftir sig eig- inkonu, Þuriði Þórarinsdóttur Guðmundssonar tónskálds. Þau áttu fimm börn, sem öll lifa föður Sigrún Þorsteinsdóttir, Vestmannaeyjum: Gefur kost á sér til for- manns eða varaformanns SIGRÚN Þorsteinsdóttir, varabæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum, hefur ákveðiö að gefa kost á sér í formannskosningu eða varaformannskosningu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður í byrjun nóvember. í samtali við Morgunblaðið sagði Sigrún að hún hefði tekið ákvörðun um framboð, en ekki væri enn full- ráðið eftir hvoru embættinu hún sæktist. Ástæðu framboðs síns sagði Sigrún m.a. vera þá að ekki væri vanþörf á því að rödd hins al- menna kjósanda heyrðist meira innan flokksforystunnar en verið hefði. Hins vegar sagði Sigrún, að yfirlýsingar frá sér varðandi þessi mál væri að vænta innan tíðar. Sigrún kvaðst lengi hafa tekið þátt í starfi innan Sjálfstæðis- flokksins, en hún hefur verið varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á þessu kjörtímabili og auk þess setið í nefndum á vegum bæjarins. Sigrún Þorsteinsdóttir 8-landa keppnin í skák: Tvísýnt gegn Svíum ÁTTA landa keppnin 1 skák hófst í gær og tefldi íslenzka sveitin við Svía, sem taldir eru vera með sterkustu sveitina í mótinu, 11. umferð. Þremur skákum er lokið og fóru þrjár í bið og hefur íslenzka sveitin l'/i vinning gegn V4 vinningi Svía. Vetraráætlun Útsýnar veturinn 1983—84 fylgir með Morgunblað- inu í dag. Hún er 16 síður að stærð og prentuð í lit. Margeir Pétursson gerði jafntefli við Schneider, Helgi Olafsson vann Axel Ornstein og Karl Þorsteins gerði jafntefli við Winge. Guð- mundur Sigurjónsson fórnaði manni gegn Harry Schussler skömmu áður en skákin fór f bið. Hann vinnur manninn aftur og á einhverja vinningsmöguleika. Jó- hann Hjartarson er með heldur lak- ari biðstöðu gegn Kaizauru, en Ás- laug Kristinsdóttir er líklega með tapaða biðskák eegn Piu Cramling. Guðmundur Agústsson Verðmæti upptækra fíkniefna á viku nema 5 milljónum kr. fslenski fíkniefnamarkaðurinn veltir tugmilljónum á ári SKIPVERJINN sem tekinn var með hassið greiddi fyrir það í Cuxhaven um 47 þúsund v-þýzk mörk eða sem nemur tæpum 500 þúsund krónum. Þetta er mikið fé og mun rannsókn fíkniefnadeildar lögreglunnar beinast að því, hvort skipverjinn hafi verið í slagtogi við menn hér á landi. Gramm af hassi mun vera selt á um 400 krónur á svörtum markaði hér á landi og söluverðmætið því um liðlega 4,5 milljónir króna. Karlsefni seldi í Þýzkalandi í síðustu viku og var söluverð- mæti aflans 4,8 milljónir króna og þótti Karlsefni. gera góða sölu. Það er ljóst að íslenzkur fíkniefnamarkaður veltir tug- milljónum króna á ári. Það sem af er árinu hafa rétt um 15 kíló af hassi verið gerð upptæk af fíkniefnadeild lögreglunnar. Söluverðmæti þess er um 6 milljónir króna á markaði hér á landi. Þá hefur verið lagt á um 400 grömm af amfetamíni og er verðmæti þess talið vera um 1,2 milljónir króna á markaði. í síðustu viku var lagt hald á um 160 grömm af amfetamíni og kókaíni. Tveir ungir menn reyndu að smygla þessu inn í landið og voru þeir teknir við komuna til Keflavíkur frá Amst- erdam. Þeir höfðu sett fíkniefnin inn í gúmmíkúlur, sem þeir síð- an tróðu upp í endaþarminn á sér. Annar hafði komið fyrir fjórum slíkum kúlum, hinn tveimur auk kókaínsins. Menn- irnir voru úrskurðaðir í viku gæzluvarðhald og látnir laxera, sem kallað er. Þeir voru settir á kopp og skiluðu fíkniefnunum. Þessum mönnum hefur verið sleppt úr haldi. Verðmæti þess magns er talið vera um !á milljón króna, þann- ig að heildarverðmæti fíkniefna sem gerð hafa verið upptæk á einni viku nema um 5 milljónum króna á íslenzkum markaði. Þá má nefna að fyrir stuttu fannst stærsta kannabisplanta, sem fundist hefur hér á landi. Hún mældist 2,40 metrar á hæð og mun hassmagn hennar nema um 600 grömmum. Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur í ár lagt hald á helmingi meira magn af fíkniefnum en allt árið f fyrra. Þá var lagt hald á 7,9 kíló af kannabisefnum; lið- lega 6 kíló af hassi, 1,5 kíló af marijúana og 340 grömm af hassolíu. Þá var lagt hald á 73,6 grömm af amfetamíni og 7,3 grömm af kókafni. Þess ber þó að geta, að um 200 kíló af mari- júana komu hingað til lands. Ekkert bendir til að innlendir aðilar hafi staðið að því, að sögn lögreglunnar. Þegar f ár hefur verið lagt hald á um 15 kíló af hassi og 400 grömm af amfeta- mfni. H.Halls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.