Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 37 fyrir syni sínum og hans fjöl- skyldu. Ég fagna þeirri stund þegar ég kynntist Alla fyrst árið 1959, að dóttir mín kom með þennan myndarlega, unga mann inn á heimili okkar foreldra sinna. Strax frá fyrstu tíð bast með okkur sú vinátta og samhygð sem aldrei féll skuggi á. Alltaf gat ég leitað til hans ef mér lá á að fá aðstoð til einhverra hluta. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta okkur tengdaforeldrum sínum hjálparhönd. Þá er mér kunnugt um góðvild hans í garð þeirra sem minna máttu sín í lífsbaráttunni og ekki höfðu sömu líkamsburði og and- legt atgervi og fjöldinn. Var þá oft svipt upp hurð á heimili hans og hrópað „Hvar er Alli?“ eða litið inn á vinnustaðinn. Alli hafði allt- af tíma fyrir þessa vini sína. Alli var með afbrigðum barn- góður og veit ég að hann hlakkaði mikið til þeirrar stundar að hann gæti hampað barnabörnum sínum. Þann 10. desember 1960 gengu þau í hjónaband dóttir okkar Gústavs Sigvaldasonar, Jónína Guðrún, og Alfreð Guðnason. Var það sannkallaður gæfudagur í lífi þeirra beggja. Dóttir mín hafði orðið stúdent um vorið og var nú sest í Kennara- skóla Islands, en Alli vann hjá Bílasmiðjunni við iðngrein sína, bifreiðasmíði. Þau héldu til hjá okkur hónunum fyrst framanaf, ásamt ungri dóttur sinni. En fljót- lega var hafist handa við að eign- ast þak yfir höfuðið og festu þau kaup á fokheldri íbúð í Voga- hverfi. Þar vann Alli svo í öllum sínum frístundum með sínum annálaða dugnaði, eljusemi og handlagni, því allt starf lék í höndum hans. Þá eignuðust þau þarna elskulegt, snoturt heimili. Dóttir okkar útskrifaðist úr Kenn- araskólanum og hóf kennslu við Hlíðaskóla, sem er steinsnar frá heimili okkar hjóna. Þau hjónin eignuðust þrjú börn: Ásu Kolbrúnu, sem nú er 23 ára, Áslaugu Sigurbjörgu, 19 ára, og Gústav, 17 ára. Öll myndarbörn sem hafa verið okkur afa sínum og ömmu til mikillar gleði og ánægju. Á frumbýlingsárum dóttur minnar og tengdasonar þegar barnaheimilin voru bæði fá og smá, leit ég til með börnunum á meðan dóttir mín stundaði kennslustörf, eða þar til yngsta barnið fæðist og hún helgar sig heimilinu einvörðungu í nokkur ár. Eftir að fjölskyldan stækkaði var ráðist í kaup á stærri íbúð, efri hæð í tvíbylishúsi að Kópa- vogsbraut 41. fbúðin var tilbúin undir tréverk og þurfti því ófá handtökin áður en unnt væri að flytja inn. En ekki skorti Alla fremur en endranær dugnaðinn og kraftinn að byggja upp hið nýja heimili, og þá oftast að loknu dagsverki, en Alli vílaði það ekki fyrir sér frekar en annað. Árið 1969 gátu þau flutt í nýju, glæsi- legu íbúðina sína og hafa búið þar síðan. Fyrir allmörgum árum setti Alli á fót eigið verkstæði og vann þar fyrstu árin við bílaklæðningar, en síðan nær eingöngu við réttingar og sprautun bifreiða. Vann hann jafnframt við tjónaskoðanir hjá Brunabótafélagi íslands, og var það aðallega í ígripum vegna sumarleyfis eða annarra forfalla skoðunarmanns. Mér er afar minnisstæð 7 daga dvöl okkar dóttur minnar og tengdasonar í sumarhúsi að Bif- röst í Borgarfirði í sumar. Þá rigndi látlaust alla 7 dagana, en þrátt fyrir það voru allir ánægðir, ekki síst Álli sem sagðist hafa haft gott og gaman af dvölinni og hvílst afar vel og væri óþarfi að vera að ergja sig á veðurfarinu og var því ólatur að fara í gönguferð- ir og skoða hið markverðasta í nágrenninu. Nú þegar allt virtist bjart fram- undan, börnin uppkomin og örðug- asti hjallinn að baki, Ása Kolbrún, elsta barn þeirra hjóna, búin að stofna sitt eigið heimili með ung- um glæsilegum kennara, Róbert McKee (ættuðum úr Hafnarfirði), og þau nýlega búin að festa kaup á snotru húsi þar í Firðinum, en hin börnin tvö enn í foreldrahúsum, þá dynur reiðarslagið yfir, heimil- isfaðirinn fullfrískur á laugardegi, en fallinn frá að morgni næsta dags. Eg kveð Alla tengdason minn þakklát fyrir allt sem hann var okkur hjónunum, og bið góðan Guð að gefa dóttur minni, börnum hennar, systrum hins látna og öðrum nánum vandamönnum styrk í þeirra sáru sorg. Ása Pálsdóttir Þegar ég frétti um andlát móð- urbróður míns, Alfreðs Guðnason- ar, rifjaðist upp fyrir mér sumarið 1959 er ég stóð á hlaðinu í Varma- dal á Stokkseyri og kvaddi for- eldra mína, þá 12 ára gamall. Þau voru að fara til útlanda og skyldi ég vera á meðan í umsjá ömmu, afa og Alla frænda. Ég horfði þög- ull og kvíðinn á eftir þeim, en Alli tók í hönd mína og leiddi mig niður að höfn, þangað sem öll ævintýrin áttu eftir að gerast. Hann sá og skildi hvernig litlum dreng leið á slíkri stundu. Alli var þá enn í foreldrahúsum, 25 ára gamall. Hann stundaði sjó- mennsku þetta sumarið og sótti sjóinn á fjarlæg mið og eru mér minnisstæðar þær stundir, sem við amma sátum og hlýddum á aflafréttir í útvarpinu. Það hýrn- aði yfir ömmu þegar Álftanesið var nefnt, aflinn skipti engu máli. í landlegum notaði Álli hvert færi sem gafst til að komast austur til foreldra sinna. Hjá þeim var hug- ur hans, mér fannst þetta afar eðlilegt, Varmadalur var heimili hans. Ég skynjaði ekki þá, að ung- ur maður hafði ef til vill um eitthvað annað að hugsa. En í hvert skipti sem hann kom átti hann stund fyrir lítinn frænda og voru þær stundir sem ég átti með honum stórkostlegar. Þegar við ókum á Chevrolettinum hans til Selfoss eða út að vita, óskaði ég þess að leiðin tæki aldrei enda. Eftir að Alli eignaðist sina eigin fjölskyldu leitaði hugur hans ávallt til Stokkseyrar til aldraðra foreldra sinna. Á milli þeirra ríkti mikill kærleikur allt til hinstu stundar. Amma lést árið 1974, en afi lést árið 1982. Það var Álla erfið stund er hann lagði hönd sína á höfuð föður síns í hinsta sinn. Þannig sýndi Alli samferða- mönnum sínum að þar fór drengur góður. Þó svo að leiðir okkar lægju ekki oft saman nú seinustu ár, þá er mér það bæði ljúft og skylt að minnast þeirra ára er lífið var að byrja og þeirra stunda sem við áttum saman, þegar kærleikur í hvers annars garð var það eina sem máli skipti. Nú er frændi minn svo skyndi- lega og óvænt farinn á fund for- eldra sinna, hjá þeim var hugur hans. Það er fjölskyidu hans styrkur að vita að í návist þeirra leið honum vel þó ef til vill enginn skilji, hvorki skyldur né vanda- laus, hve sterk ítök þau áttu í hjarta hans. Ég og fjölskylda mín sendum eiginkonu, börnum og öðr- um ástvinum einlægar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Alfreðs og styrki þau í sorg sinni. Birgir frændi í dag er kvaddur hinstu kveðju Alfreð Guðnason, bifreiðasmiður. Er ég frétti hið skyndilega lát hans brast sá strengur er hafði bundið okkur vináttuböndum um nokkurra ára skeið. Maðurinn með ljáinn hefur hér enn látið til skar- ar skríða gegn manni á besta aldri, og í þetta sinn var aldurtil- inn einn af hinum svokölluðu menningarsjúkdómum. Ég kynntist Alfreð fyrir nær sjö árum, er hann innti iðulega störf af hendi hjá Brunabótafélagi Is- lands, er viðkomu umferðarslys- um, og er þar átt við tjónskoðanir á bifreiðum er lent höfðu í óhöpp- um og matsgjörðir þeim viðkom- andi. Föstudagurinn 7. október sl. mun mér seint líða úr minni, en þann dag unnum við að ofan- greindum verkefnum. Sá dagur hygg ég að hafi verið síðasti starfsdagur hans. Annasamt hafði verið um daginn, en klukkutíma fyrir lokun sló ró á, og áttum við gott spjall saman og þá kom fram sá innileiki er einkenndi Alfreð. Hann var ekki sú manngerð, er bar tilfinningar sínar á torg, og allra síst átti ég von á að ferðin í dag væri sú hinsta með Alfreð. Kveðjustundin var runnin upp fyrr en varði. Sú stund er okkar allra bíður í þessum hverfula heimi. Alfreð var dulur maður að eðl- isfari, en hreystimenni, hægur og prúður í framkomu allri, og var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Ég átti þvi láni að fagna að koma á heimili þeirra, en þar sá ég, að í öndvegi sat fegurð og fal- legir hlutir, er sýndu innsýn þeirra hjóna, auga fyrir því er fag- urt er. Heimili þeirra ber vott um það. Lífsstarfið tengdist bifreiða- smíði og flestu er hana varðaði. Fer ekki milli mála, að verklagnin og samviskusemin sátu ætíð i fyrirrúmi, enda bar handverk hans á ýmsum verkefnum því glöggt vitni. Er eitthvað bar að varðandi ökutæki mitt, stóð ekki á aðstoð, og svarið alltaf: „Ég bjarga því,“ og því kippt í lag. Eigi fékk ég þá hjálpsemi fullþakkað, er dagur rann. Alfreð var sannur vinur í raun. Störf sín hjá BKÍ vann hann af mikilli samviskusemi, og kom það fyrir, er að kvöldi var komið, að ég fékk hringingu frá Alfreð, og þá var það í sambandi við oft anna- samt starf vegna atriða, er hann kvaðst ekki hafa skilað sem skildi, en vildi koma á framfæri ábend- ingum og leiðréttingum varðandi sitt starf. Slíkt kunni ég vel að meta. Það er einkenndi starf hans hjá BÍ var róleg íhugun og grand- varleiki. Því miður er ég lítt kunnugur ætt hans og uppruna, en eitt sannfærðist ég um: Hann var inni- legur Stokkseyringur, og er vinir komu í heimsókn hjá okkur i BÍ barst Stokkseyri oft í tal og gaml- ir kunningjar. Hann var Stokks- eyringur af lífi og sál og Stokks- eyringafélagið í Reykjavík átti góðan hauk í horni þar sem hann fór. Á kaffikvöldum þess félags naut Alfreð góðra minninga og upprifjana frá æskuslóðum. Á þessari kveðjustund veit ég að allir er honum kynntust hjá Bfsjá á bak góðum félaga. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, kvað skáldið, og 49 ár er stutt ganga i lifsins ólgusjó, en enginn ræður sínum næturstað. Hvíli hann í friði. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum. „Um skamt, ef til vill, endað er, mitt æfiskeið í veröld hér, ó, hjartans huggun stærsta, þá hlýt ég krónu glæsta.“ (Gl. sálmab. 1909.) Magnús J. Tulinius Við hjónin vorum harmi slegin sunnudaginn 9. október sl. er við fréttum að Alfreð kunningi okkar væri látinn. Þau hjónin Alli og Nína voru gestir okkar kvöldið áð- ur, þar sem Alli var hinn hressasti og ekki að sjá hvað væri í vænd- um. Þó að við höfum ekki þekkt Alla lengi kynntumst við kostum sem prýða góðan dreng. Hann var ró- lyndur maður og undi sér best í fámennum hóp. Við komumst líka fljótt að því hversu barngóður hann var er við hjónin komum í heimsókn með litinn son okkar. Það var gott að leita ráða hjá hon- um hvað viðkom viðgerðum húss okkar, en hann var verkmaður mikill og smiður góður. Síðasta kvöldið er hann var hjá okkur gengum við um húsið og sýndum honum nýjasta verk okkar, og fengum hans álit og auðvitað mátti stóla á það að hann þekkti þar til. Genginn er gegn og góður mað- ur og biðjum við honum blessunar og þökkum samfylgdina. Ekkju hans og vinkonu okkar, Nínu, svo og börnum þeirra, Ásu, Sibbu og Gústa, vottum við dýpstu samúð. Þórunn og Magnús Vetrarfagnaður Fríportsklúbbsins veröur haldinn fimmtudaginn 20. október í Bústaöa- kirkju og hefst kl. 8. Boröaö veröur hitt og þetta, svolítiö af þessu, mikiö af hinu. Skemmtikraftar munu koma á staöinn og skemmta ásamt Baldri og Gunna. Tilkynniö þátttöku í verslunina Bonaparte símt 28319 eöa 45800, Bílaleigu Akureyrar sími 31615 og Vík- urbæ Keflavík 2042. Kveöjum gott sumar með góöri þátttöku. Vetrarnefndin. Glugginn 30 ára Full búð afnýjum vörum 10% afsláttur í dag í tilefni afmælisins. Glugginn, Laugavegi 40. Þú einfaldlega ýtir á toppinn á dælunni og út kemur ákveðinn skammtur. Þægilegra og hagkvæmara getur það ekki verið. Innflutningsdeild Sambandsins Byggingavörur - Hoítaqorðum - Simi 812 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.