Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 41 fclk í JIi fréttum L Sting í Police: Losaði sig við eiturlyfin þegar hann sá hvert stefndi + Breska hljómsveitin Police nýtur mikilla vinsælda nú um stundir og só sem þar er fremst- ur í flokki kallast Sting þótt hann heiti réttu nafni Gordon Sumner. Sting er forríkur oróinn, marg- milljóneri, en þeir eru fáir, sem komast óskaddaðir frá frægöinni og því lifi, sem flestir popptón- listarmannanna lifa. Sting hefur átt í erfiðleikum vegna kókafn- neyslu, hann er skilinn við konu sína og börnin tvö og hjákona hans, sem hann vill þó ekkert við kannast, á von á barni f desem- ber. Sting var kvæntur leikkonunni Frances Tomelty og þegar hann var að vinna sig upp stóð hún með honum í gegnum þykkt og þunnt. Þegar Petur fór að ganga komu hins vegar brestirnlr ( Ijós. Sting tók upp samband viö leik- konuna Trudie Styler og hjá hennl var hann öllum stundum en lét ekki sjá sig heima hjá sér. Tom- elty var þá nóg boðiö og nú eru þau skilin. Sting kynntist iíka elturlyfjun- um, sem meira en nóg er af í popptónlistarheiminum, og varð smám saman háður kókaíni. Hann geröi sér Ijóst hvert stefndi og nú er ár llöiö frá því hann venti sínu kvæöi í kross. -Ég ákvað aö hætta alveg og sem betur fer var ég ekkl jafn djúpt sokkinn og sumir aörir, sem komnir eru í heróínið. Þetta var þó enginn hægöarlelkur því að það verður ekki þverfótaö fyrir eiturlyfjunum hjá því fólki, sem ég umgengst mest,“ segir Sting. Sting ólst upp í fátækrahverfi ( Newcastle ( afar trúrækinni fjöl- skyldu en hefur haft heldur lítiö samband viö systkini sín og for- eldra. Eftir aö þeir í Pollce settust aö í Bandaríkjunum hefur Sting ekki komið til heimabæjar síns og segist raunar ekkert hafa þangaö aö sækja. Mállýskan, sem töluö er í Newcastle, stóö honum fyrir þrlf- um framan af en nú hefur hann lagt hana af og tileinkað sér þaö staölaða málfar, sem hann segir aö sé nauösynlegt til aö ná langt ( poppheiminum. Sting, eöa Gordon Sumner róttu nafni, var meö eindæmum mikill kvennabósi í æsku og er enn. Aö skyldunámi loknu fór hann í kennaraskóla og seglr bróöir hans, aö ástæöan hafi ver- ið sú ein, aö þar voru stelpurnar ( miklum meirihluta. Af þessum sökum var hann kallaöur „sting- ur“ og Sting heitir hann enn í dag. Hundskossinn reið baggamuninn + Debra Winger, sem margir muna e.t.v. úr myndinni „Urban Cowboy", hefur um nokkurt skeið verið óaöskiljanlegur förunautur Roberts Kerrey, sem er ríkisstjóri ( Nebraska í Bandaríkjunum, og hefur ekki veriö beöiö eftir ööru en að þau gengju í þaö heilaga. Nú er þó komiö babb í bátinn og finnst mörgum Nebraskabú- anum sem þaö komi ekki til mála lengur aö Debra veröi þar ríkís- stjórafrú. Ástæöan er mynd, sem birtist fyrir löngu í einhverju blaöi, af Debra þar sem hún var nakin aö ofanveröu, topplaus meö öörum oröum, og þaö, sem verra var: Hún var aö kyssa hund beint á munninn. E. TH. MATHIESEN H.F. Allt á skrifstofuna ★ Skrifborð ★ Skjalaskápar ★ Tölvuboró ★ Veggeiningar L ★ Norsk gæóavara ★ Ráögjöf við skipulagningu DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888 Nú mælum við barnaherbergið og gefum barninu okkar vönduö og hentug húsgögn. Hér er tegund 2024, bekkur meö hiilum yfir, til í furulit. Stærö: hæð 167, lengd 197, breidd 75. Verö meö dýnu og 3 púöum 9.930,-, útborgun 2.000,- og rest á 6 mán- uöum. Bekkurinn stakur kostar 7.370,-. Hér er gagnlegur hlutur þar sem vantar klæöaskápa í herbergi. Teg. 2033, er til í furulit. Stæröir eru: hæö 167, lengd 274, breidd 75. Verö meö dýnu og þrem púöum: 14.390,-, útborgun 3.000,- og rest á 7 mánuöum. Hringdu til okkar eöa líttu inn, við höfum geysilegt úrval húsgagna sem henta vel í lítil barnaherbergi. HAGSÝNN VELUR ÞAD BESTA HDS6A6NAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK 8 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.