Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 Hið nýja hús Tónlistarskóla A-Húnvetninga. Blönduós: Tónlistarskólinn fær húseign að gjöf LALGARDAGINN 24. september sl. var Tóniistarfélagi Austur-Húnvetn- inga afhent húseignin að Húnabraut 26, Biönduósi, til eignar og afnota fyrir Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Þetta er tveggja hæða steinhús, og var það eign hjónanna Jónasar Tryggvasonar og Þorbjargar Berg- þórsdóttur. Þau hjónin voru miklir unnendur tónlistar og höfðu for- göngu um stofnun tónlistarfélags og tóniistarskóla í Austur-Húnavatns- sýslu. Erfingjar þeirra hjóna af- hentu húsið með þeim óskum að það mætti verða til að efla starfsemi tónlistar i sýslunni i anda þeirra hjóna. Húseign þessi er stórkostleg lyfti- stöng fyrir Tónlistarskólann. Hingað til hefur hann ekki haft fast aðsetur. Kennsla hefur farið fram á ýmsum stöðum á Blönduósi, Skaga- strönd og í Húnavallaskóla. I sept- ember sl. hófst kennsla i þessari nýju húseign og nýráðinn tónlistar- kennari hefur þegar flutt i íbúðina. f vetur verða yfir hundrað nem- endur í Tónlistarskóla A-Húnvetn- inga. Fastir kennarar eru tveir, auk skólastjóra, og stundakennarar eru tveir. Skagafjörður: Nautgripir á fóðr- um bíða slátrunar Bc á MöfðaHtrönd, 17. október. í DAG, 17. október, er bjart veður, en undanfarna þrjá daga hefur verið nokkur stormur og snjókoma. f útsveit- um í Skagafirði eru jafnvel komnir nokkrir skafiar í skjólum. Ekki er farið að lóga nautpeningi ennþá, og er það mjög bagalegt, þar sem allt þarf að hýsa og gefa fóður. En næstum á hverjum bæ er alið upp ungviði, sem lógað er á hausti. Mjólk í samlag hefur nú snar- minnkað, eins og venja er til þegar kýr koma á hús að hausti. Björn í Bie. Málverkauppboð Klausturhóla: Kjarval og Scheving slegn- ir á 148 þúsund krónur — Grindavíkurkaupstaður keypti Grinda- víkurmynd Gunnlaugs Scheving MÁLVERK eftir þá Gunnlaug Scheving og Jóhannes S. Kjarval voru dýrustu verkin, sem slegin voru á málverkauppboði Klausturhóla fyrr í vikunni. Hvort verkið um sig fór á rösklega 148 þúsund krónur að meðtöldum söluskatti, að sögn Hall- dórs Runólfssonar verslunarstjóra Klausturhóla. Mynd eftir Jón Stefánsson var slegin á 142 þúsund krónur, Kjar- valsmyndir á 105 og 37 þúsund krónur, olía og vatnslitir, olíumál- verk eftir Scheving, I fjósinu, seld- ist á tæplega 93 þúsund krónur, verk eftir Snorra Arinbjarnar á 38 þúsund, málverk eftir Eyjólf Ey- fells á 62 þúsund og málverk eftir Svein Þórarinsson á rösk 49 þús- und. Alls voru slegin 83 málverk, og fékkst yfirleitt gott verð að sögn Halldórs. Athygli vakti á uppboðinu hve myndir Gunnlaugs Scheving fóru á háu verði, en verk eftir hann hafa lítið verið í sölu að undan- förnu. Það var Grindarvíkurkaup- staður sem keypti málverkið á 148 þúsund krónur, en það var olíu- málverk frá Grindavík, málað á striga. Mikið gekk á að vanda, þegar busar við Menntaskólann á Akureyri voru teknir í „fullorðinna manna tölu“ við hefðbundna busavígslu á föstudag, þar sem bæði var tollerað og slett skyri. Ljósm.: Gunnar Berg. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Keflavík — laust starf Laus er staöa skrifstofumanns í þinglýs- ingardeild embættisins frá 1. desember 1983. Vélritunarkunnátta æskileg. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar undirrituöum fyrir 1. nóvember nk. Keflavík 11.10 1983. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njaróvík. Sýslumaöurinn í Gullbringusýslu. Starf ferskfisk- matsmanns í Grindavík Starf ferskfiskmatsmanns í Grindavík frá nk. áramótum er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Framleiöslu- eftirliti sjávarafuröa, Nóatúni 17, 105 Reykja- vík fyrir 15. nóv. nk. Aöstoö óskast á tannlæknastofu allan daginn. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Aðstoö — 0406“. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Kona oskar eftir ráöskonustööu i sveit eöa kaupstaö, helst á Suöur- landi Uppl. í sima 16341. I.O.O.F. Rb 4 = 13310188'A— Sk.kv. □ Hamar 598310177—1Frl. Atkv. I.O.O.F. OB-IP = 16510188'/i = □ Edda 598310187—1 Frl.Atkv. □ HELGAFELL 598310187 VI-2 I.O.O.F. 8 = 16510198% = E Systrafélag Fíladelfíu Systrafundur veröur mlövlku- daginn 19. október kl. 20.30 aö Hátúni 2. Margrét Hróbjartsdótt- ir, kristniboöi kemur á fundinn. Mun hún sýna skuggamyndit frá Konsó og flytja hugleiölngu. Kaffiveitingar. Allar konur hjartanlega vel- komnar Stjórnln. ÚTIVISTARFERÐIR Óbyggöaferö um veturnsatur: Helgarferö 21.—23. okt. Vetri heilsaö viö Veiölvötn. Qlst í húsi. Fararstj. Kristján M. Bald- ursson. Uppl. og fars. á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606 (simsvari). Sjáumst. AO KFUK Amtmannsstíg 2B Fundur í kvöld kl. 20.30. Sú ein ar ban í brjóati mér, ég batur kunni þjóna þér. Fundur í umsjá basarnefndar, kaffi. Allar konur velkomnar. Sólargeislínn er sjóöur til hjálpar gömlum blindum mönnum. Tekiö á móti gjöfum og áheitum í sjóöinn aö Ingólfsstræti 16. Blindravinafélag Islands. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Fyrsti sýnikennslufundur vetrar- ins veröur þriöjudaginn 18. október kl. 8.30 í félagsheimilinu aö Baldursgötu 9. Matreiöslu- maöur sýnir úrbelningu á kjöti o.fl. Konur fjölmennið! Fíladelfía Almennur biblíulestur kl. 20.30. Ræöumaöur Elnar J. Gíslason. I handmenntaskólinn l 91 - 2 76 44 , FáW KYHHIHGARWIT SKÚLASS SEWT HEIM | Biblíuleshrlngur í kvöld kl. 20.30. Lögg. skjalaþýö. og dómtúlkur. Hafnarstræti 11, sími 14824. Víxlar og skuldabréf i umboössölu. Fyrirgraiöslustofan, Vasturgötu 18, aimi 16223. borlaifur Quömundsaon, heima 12469. Trésmióurinn sími 40379 Ýmlss konar aöstoö. Kvöld- og helgarvinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.