Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983
17
Þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna:
Dagvinnutekjur nægi
til mannsæmandi lífs
Björn Þórhallsson, formaður LÍV, ( raeðustóli. Frá vinstri eru á myndinni
Guðrún Eggertsdóttir og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, fundarritarar, Magnús
L. Sveinsson, þingforseti og Borghildur Kjartansdóttir, varaforseti þingsins.
Morgunblaóið HG.
14. ÞING LÍV haldið að Hótel Húsavik
dagana 14.—16. október 1983 fordKm-
ir harðlega þá árás á samningsrétt og
lífskjör launafólks sem felst í bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar frá 27.
maí sl. Frjáls verkalvðshrevfing í lýð-
ræðisríki getur ekki unað þeirri
mannréttindaskerðingu sem felst f
banni við kjarasamningum til janúar-
loka 1984 og banni við greiðslu dýrtfð-
arbóta á laun í einu eða öðru formi til
1. júní 1985.
í stað öflugrar uppbyggingar at-
vinnulífsins og aukinnar hagkvæmni
hefur efnahagsstefna stjórnvalda
einkennst af rangri fjárfestingu og
reiðileysi í rekstri, sem leitt hefur til
efnahagsvandans í þjóðarbúskapn-
um. Reynt hefur verið að leysa þenn-
an vanda með einhliða kjaraskerð-
ingu launafólksins. Bráðabirgðalög-
in í vor ganga lengra í kjaraskerð-
ingarátt en nokkur dæmi eru um.
Kaupmáttur timakaups verslun-
armanna hefur fallið um nærri 30%
miðað við meðaltalskaupmátt árið
1982. Verslunarfólk, sem hefur í
bandsins.
Björn Þórhallsson, flutti skýrslu
stjórnar Landssambandsins og
sagði þá meðal annars, að enginn
neitaði því, að minnkandi tekjur
þjóðarbúsins hljóti að leiða til
skerðingar á kjörum landsmanna,
né heldur því, að nauðsynlegt væri
að ná niður verðbólgunni. Aðgerðir
núverandi ríkisstjórnar, sem fælust
í mjög mikilli kjaraskerðingu,
myndu hægja verulega á verðbólgu-
hraðanum, en eftir stæði hátt verð-
lag og lágt kaupgjald. Óhugsandi
væri að una þessu lága kaupmátt-
arstigi til lengdar. Verzlunarmenn
þyrftu að sameina kraftana til
þessa, að endurheimta samnings-
réttinn og að honum fengnum að
sækja fram til betri lifskjara. Auk
venjulegra þingstarfa voru þrjú
framsöguerindi flutt. Pétur Blön-
dal, forstöðumaður Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna flutti erindi um
lífeyrismál. Sagði hann meðal ann-
ars, að hækkun meðalaldurs Islend-
inga væri lífeyrissjóðum erfið fjár-
hagslega. Iðgjald væri vegna þessa
ekki nægilega hátt til að greiða
þann lífeyri, sem sjóðirnir hefðu
lofað og þyrfti því að breyta því. Þá
gat Pétur þess, að nauðsynlegt væri
að lina hin skörpu skil, sem yrðu i
lífi manna er þeir hættu vinnu og
færu að þiggja lífeyri.
Sigfinnur Sigurðsson flutti erindi
um vinnutíma. Ræddi hann meðal
annars um styttingu vinnuvikunn-
ar, sveigjanlegan vinnutíma og
hlutastörf og sagði að launþega-
dagvinnutekjur frá 11—13.000 krón-
ur á mánuði getur ekki undir neinum
kringumstæðum tekið á sig þessar
byrðar. Kjaraskerðing verslunar-
fólks er þeim mun tilfinnanlegri en
margra annarra stétta, það hefur í
fæstum tilfellum tækifæri til að
drýgja tekjur sínar með hvetjandi
launakerfi. Á síðustu misserum hef-
ur komið í ljós, að verslunin telur sig
geta tekið á sig stóraukinn launa-
kostnað með tengingu afgreiðslu-
tíma verslana án þess að fá auknar
tekjur á móti. Þar að auki er fjár-
festing í verslunarhúsnæði um þess-
ar mundir meiri en nokkru sinni
fyrr. Rétt er að vekja athygli neyt-
enda á því að þeir greiða fyrir þessa
fjárfestingu í vöruverðinu.
Þing LÍV viðurkennir þann mikla
efnahagsvanda sem þjóðin á nú við
að etja. Þjóðartekjur hafa á stuttum
tíma fallið um nærri 10%. Þessi
vandi á ekki rætur að rekja til þeirra
lágu launa sem stór hluti verslunar-
og skrifstofufólks býr við. Verslun-
armenn eru reiðubúnir til að taka á
samtökin hefðu ætíð goldið varhug
við hlutavinnu. Ástæður þess væru
margar, en sem dæmi mætti nefna,
að vinnuveitendur gætu fengið 50
tíma dagvinnu á viku út úr tveimur
hlutadagsmönnum. Hlutadagsfólk
sætti sig betur við lágu launin en
heilsdagsfólk og héldi því launum
sig að sínum hluta sem nemur falli
þjóðartekna að því tilskildu að aðrir
aðilar í þjóðfélaginu beri réttlátar
byrðar. En sú einhliða kjaraskerðing
launafólks sem nú á sér stað til að
greiða niður verðbólguna er með öllu
óþolandi, enda eru kauptaxtar versl-
unar- og skrifstofufólks fyrir neðan
nauðþurftamörk.
14. þing LÍV gerir eftirfarandi meg-
inkröfur:
1. Verkalýðshreyfingin endurheimti
samningsréttinn nú þegar.
2. Bann við dýrtíðaruppbótum á
laun í hvaða mynd sem er verði úr
gildi fellt.
3. Raunhæfar viðræður um nýjan
kjarasamning verði þegar hafnar
milli verkalýðshreyfingarinnar og
vinnuveitenda. Einnig verði hið
fyrsta tekið upp samstarf hags-
munaaðila um virka atvinnustefnu.
4. Leggja ber sérstaka áherslu á að
hækka laun þess fólks, sem í raun
býr við lægstu launin þannig að
dagvinnutekjur nægi til mannsæm-
andi lífs.
niðri. Hlutadagsfólk tæki vinnu frá
þeim, sem sæktu um heilsdags-
vinnu. Kvenfólk sæktist meira eftir
hlutavinnu en karlmenn. Nauðsyn-
legt væri að vera vakandi fyrir
þessari þróun og berjast gegn
henni.
Hannes Þ. Sigurðsson flutti er-
indi um tölvur og tækninýjungar.
Gerði hann grein fyrir málum þess-
um og lagði áherzlu á að menn
fylgdust mjög vel með þeim. Það
væri sama hvert litið væri, tæknin
og tölvurnar væru að halda innreið
sína í atvinnulífið. Það væri fram-
þróun, sem ekki yrði stöðvuð, en
það vantaði stefnumörkun henni
fylgjandi. Fólk yrði að gera sér
grein fyrir þvf hvernig það ætti að
bregðast við því, að tölvan færi að
keppa við það um vinnuna. Þá væri
það ljóst að samhengi væri á milli
aukinnar tækni og fjölgunar hluta-
starfa, sem væri neikvæð þróun.
Fólk yrði að gæta þess, að störf þess
þróuðust í eðlilega átt með tækn-
inni. Launþeginn yrði að taka við
nýrri tækni, en miklu máli skipti
hverjar afleiðingarnar yrðu. Át-
vinnurekendur og launþegar yrðu
til dæmis að vera samstíga f þessu
máli og gæta þess, að mennta
starfsfólk til þess að tæknin kæmi
að fullum notum. Stéttarfélögin
yrðu að vera á varðbergi fyrir því
að launþeginn fengi f sinn hlut
skerf af því, sem tækni og fram-
þróun skilaði af sér. Verkalýðs-
hreyfingin yrði að vera í stakk búin
til þess að geta fylgzt með þessum
málum.
Talsverðar umræður urðu um
þessi mál, en síðan hófust nefnda-
störf og í kjölfar þeirra voru álykt-
anir nefnda lagðar fyrir þingið og
þær ræddar. Kjaramálin fengu
mesta umfjöllun enda voru þing-
fulltrúar sammála um það, að eng-
inn einstaklingur gæti lifað af laun-
um samkvæmt lægstu töxtum. Kom
fram hjá fundarmönnum, að þeir
teldu atvinnurekendur hafa mun
meira til ráðstöfunar, en þeir
þyrftu að greiða í laun. Enda væru
yfirborganir tíðar og um 80%
skrifstofufólks væri á 22% yfir-
borgun að meðaltali. Þingfulltrúar
samþykktu allmargar ályktanir og
verður þeirra helztu getið hér, en
kjaramálaályktunin birt í heild.
Þingið treysti því að Alþingi felldi
nú þegar úr gildi þau ákvæði bráða-
birgðalaganna frá 27. maí sl., sem
banna og takmarka rétt verka-
lýðshreyfingarinnar til að semja
um kaup og kjör. Frjáls samnings-
réttur væri grundvallarréttindi. Þá
skoraði þingið á stjórnvöld, að
hætta að ráðskast með fjármuni líf-
eyrissjóðanna. Skerti það getu sjóð-
anna til þess að veita lán til sjóðs-
félaga. Þá lýsti þingið áhyggjum
sínum vegna hlutastarfa og leggja
bæri á það áherzlu að ekki yrði
samið um hlutavinnu skemmri en
20 klukkustundir á viku. Þá þyrfti
að kanna réttindamál hlutafólks.
Þingið lýsti yfir andstöðu sinni við
lengingu vinnutíma, en taldi rétt að
stuðlað yrði að kynningu á sveigj-
anlegum vinnutíma. Þá samþykkti
þingið að beina þeim tilmælum til
stjórnar sambandsins að gerð yrði
athugun á því hvort yfirborganir
væru tíðar og þá hve miklar og að
fram kæmi skipting yfirborgana
eftir landshlutum og kynjum. Þá
ályktaði þingið um tæknimál, að af-
staða þess til þeirra væri jákvæð og
ekki dygði að standa gegn tækni-
þróun. Hins vegar yrðu menn að
vera á varðbergi gagnvart hugsan-
legum afleiðingum og inn í kjara-
samninga kæmu ákvæði um tækni-
þróun.
HG
HOIVDA 1983
Verö frá kr. 250.000 — Tökum notaöa bíla uppí þann nýja.
Honda a Islandi Vatnagörðum 24 — sími 38772 — 39460.
Kjaramálaályktun LÍV:
Bann við dýrtíðar-
bótum fellt úr gildi
— Verkalýðshreyfingin endurheimti nú þegar samningsréttinn
KJARAMÁL, vinnutími, lífeyrismál og tækninýjungar voru meðal helztu mála,
sem fjallað var um á 14. þingi Landssambands verzlunarmanna, sem haldið var
á Húsavík um síðustu helgi. Rúmlega 80 manns sátu þingið, en nokkurn skugga
á störf þingsins setti deilumál, sem upp kom rétt fyrir þingsetningu og varð til
þess, að fulltrúar Verzlunarmannafélags Suðurnesja, 6 að tölu, sátu ekki þingið.
A þinginu voru flutt ýmis erindi og samþykktar margar ályktanir, meðal annars
um kjaramál. Björn Þórhallsson var endurkjörinn formaður Landssam-
Við minnum á
giróreikning Hjálparstofnunar kirkjunnar
nr. 20005-0.
Búnaðarbanki (slands.