Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 40
Tölvupappír
IMIFORMPRENT
Hverfisgotu 78. simar 25960 25566
Bítlaæðið
■31PCADWA1
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983
Hásetahlutur
62—63 þús. kr.
„ÞAÐ KK RÉTT að hásetahlutur er þokkalegur ef bátarnir ná sínum hlut, en
þetta er ekki í langan tíma, svona gegnumsneitt fmim mánuði ársins,“ sagði
Gissur Tryggvason, útgerðarmaður í Stykkishólmi, í samtali við Morgunblaðið,
en hásetahlutur á skellískbátum þaðan hefur verið hár.
Verðbreyting varð á hörpudiski 1.
október, og hækkaði hún þá um
30%. Fyrir þá verðhækkkun var há-
setahluturinn 47—48 þúsund að
meðtöldu orlofi. Með þessari 30%
verðhækkun gerir hásetahluturinn
á bilinu 62—63 þúsund krónur. 14
bátar stunda hörpudiskveiðar frá
Stykkishólmi. Farið er út snemma á
morgnana og komið inn seinnipart
dags, þegar bátarnir hafa veitt upp í
kvóta sinn, sem er 6 tonn á dag á
stærri bátunum, en á þeim eru sjö
Verðtryggðir
reikningar
versta ávöxt-
unarleiðin
TÓMAS Tómasson, spari-
sjóðsstjóri í Keflavík, sagði á
fundi í Stapa í gærkvöldi, að
mistök hefðu orðið í fram-
kvæmd vaxtalækkunar.
Bankamenn hefðu undanfar-
in misseri bent fólki á verð-
tryggða reikninga sem bestu
ávöxtunarleiðina, en hefðu
skyndilega vaknað upp við
það, að verðtryggingin væri
versta ávöxtunarleiðin, verri
en að geyma fé á ávísana- og
hlaupareikningum. Vísitalan
hefði farið svo snögglega
niður, að ávöxtun á verð-
tryggðum reikningum hefði
farið niður fyrir allt vel-
sæmi.
manns á móti 4 mönnum á smærri
bátunum. Veiðar hefjast vanalega
seinnipartinn í júlí og standa fram i
miðjan desember, en þá eru bátarn-
ir yfirleitt búnir að veiða það sem
leyft er að veiða árlega. 1 september
var meðalverð fyrir kílóið af hörpu-
diski upp úr bát 6,80 krónur fyrir
kílóið. Gissur sagði að mikil eftir-
sókn væri eftir að komast á bátana
sem stunda hörpudiskveiðarnar.
„Þó að hásetahluturinn sé
kannski hár í dag, þá spilar hann
ekki stóra rullu í meðaltekjum þessa
þorps miðað við önnur sambæriieg
þorp. Þetta þorp er til dæmis með
lægstu meðallaun á Snæfellsnesi,”
sagði Gissur ennfremur.
Milljóna tjón varð í bruna sem varð í grasköggla-
verksmiðjunni Fóður og fræ í Gunnarsholti á
Rangárvöllum á sunnudag. Elsti hluti verksmiðj-
unnar eyðilagðist af eldi svo og vélaturn verk-
smiðjunnar og allt sem í þessum húsum var. Aðra
hluta verksmiðjunnar tókst að verja að mestu,
Milljónatjón í Gunnarsholti
meðal annars sal, þar sem mest öll ársframleiðsla
graskögglaverksmiðjunnar var geymd. Friðgeir
Axfjörð tók myndina í Gunnarsholti á sunnudag.
Sjá „6—9 milljóna króna tjón ...“
á bls. 20—29 í blaðinu í dag.
íslenzka álverið í Straumsvík:
Umfangsmikil
á loftmengun
í
rannsókn
kerskála
„ÞAÐ hefur verió kvartað yfir meng-
un í kerskálunum og okkur tilkynnt
um atvinnusjúkdóma sem eiga rætur
sínar aó rekja til álversins f
Straumsvík. Við teljum að ástandið
sé ekki nógu gott og það stendur til
að gera þarna umfangsmikla úttekt
á mengun í andrúmslofti starfs-
manna. f kjölfar hennar eigum við
að fá nokkuð áreiðanlegar tölfræði-
legar upplýsingar um það hver
mengunin raunverulega er,“ sagði
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri
Vinnueftirlits ríkisins, í viðtali við
blaðamann Mbl. í gær.
Á fundi ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði sl. fimmtu-
dagskvöld tók einn fundarmanna,
starfsmaður álversins í Straums-
vík, til máls og hvatti iðnaðarráð-
herra, Sverri Hermannsson, til að
koma í vinnustaðaheimsókn í ál-
verið til að kynna sér mengunina
innandyra, sem viðkomandi
Með hass fyrir um 4V2 milljón:
Tekinn á bryggjunni með
hassið í ferðatösku sinni
TOLLVERÐIK handtóku 29 ára
gamlan skipverja á togaranum
Karlsefni með 11,3 kfló af hassi í
fórum sínum um klukkan hálfflmm
í gærmorgun. Togarinn var að koma
úr söluferð frá Cuxhaven. Þar keypti
hásetinn hassið fyrir um 47 þúsund
mörk, eða sem nemur hálfri milljón
króna. Söluverðmæti hassins er á
markaði hér talið vera um 4,5 millj-
ónir króna. Þess má geta að Karls-
efni seldi um 230 tonn, einkum
karfa, fyrir 4,8 milljónir. Skipverj-
inn hefur verið úrskurðaður í 30
daga gæsluvarðhald. Hann hefur áð-
ur komið við sögu fíkniefnalögregl-
unnar hér á landi, en ekki hlotið
dóm. Hins vegar hefur hann hlotið
dóm í Danmörku fyrir hasssmygl.
Tollverðir leituðu um borð i
Karlsefni þegar skipið lagðist að
bryggju en fundu ekkert. Athug-
ull tollvörður kom síðar auga á
skipverjann með ferðatösku á
bryggjunni. Tollvörðurinn bað
hann opna töskuna og kom þá
hassið í ljós í tveimur plastpok-
um. Þar með var mesta fíkniefna-
smygl sem upp hefur komið hér á
landi uppvíst fyrir næstum algera
tilviljun. Hassið hafði skipverjinn
falið undir netatrossum á dekki.
Það var í 10 pokum og í hverjum
poka voru fjórir hleifar; hver 250
MorgunblaSiö/ FriSþjófur.
Ilassið var í plastpokum og f hverjum poka eru fjórir hleifar, hver 250
grömm á þyngd.
grömm að þyngd. Auk þess var
nokkurt magn upptekið.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík vinnur að rannsókn
málsins og beinist rannsóknin
einkum að því, að ganga ur
skugga um, hvort maðurinn sé í
félagi við fjársterka menn hér á
landi. Samkvæmt heimildum Mbl.
hugðist skipverjinn fara i næstu
veiðiferð togarans og að hann hafi
jafnvel tekið að sér að kaupa
hassið fyrir aðra.
Sjá: „Verðmæti upptækra fíkni-
efna á viku um 5 milljón krónur“ á
blaðsíðu 2.
starfsmaður sagði sjaldan eða
aldrei hafa verið meiri. í tilefni af
þessari yfirlýsingu var leitað álits
Eyjólfs Sæmundssonar, forstjóra
Vinnueftirlitsins, og Ragnars
Halldórssonar, forstjóra ÍSAL.
Eyjólfur Sæmundsson sagði, að
ÍSAL fylgdist sjálft með vissum
þáttum mengunarmála, auk þess
færi maður á vegum Vinnueftir-
litsins í álverið hálfsmánarlega til
eftirlits. Hann sagði þurrhreinsi-
búnaðinn, sem nýverið var tekinn
í notkun I álverinu, af fullkomn-
ustu gerð. Við uppsetningu hans
hefði kerjum einnig verið lokað,
en jafnframt hefði loftræstivift-
um í rjáfri skálanna verið fækkað.
Við þá rekstrarerfiðleika sem
fyrirtækið hefði átt við að stríða
hefði þó orðið að opna ker og
ástandið við það orðið mjög
slæmt. Nú teldi fyrirtækið að
þessir tímabundnu erfiðleikar
væru að mestu yfirstignir og því
ætti að vera unnt að hefja þessa
umfangsmiklu könnun við eðlileg
skilyrði.
Eyjólfur sagði rannsóknina,
sem hefst á næstu dögum, taka
um hálfan mánuð og yrðu tekin
mörg hundruð sýnishorn við ýms-
ar aðstæður og á aðskiljanlegum
stöðum. Rannsóknin á ekki aðeins
að leiða í ljós, hversu mikil meng-
unin er, heldur einnig uppsprettur
hennar. Hann sagði einnig, að það
væri fyrst núna sem unnt væri að
framkvæma slíka könnun með vís-
indalegum aðferðum, án erlendrar
aðstoðar, þar sem Vinnueftirlitið
hefði nú útbúnað og mannskap til
verksins. Úttektin verður unnin af
starfsmönnum Vinnueftirlitsins í
samvinnu við starfsmenn ÍSAL.
Efnagreiningar fara fram á rann-
sóknarstofu ÍSAL.
Ragnar S. Halldórsson, forstjóri
ÍSAL, kvað það rétt vera að fram
ætti að fara umfangsmikil könnun
á stöðu þessara mála. Hann sagði
það þó fráleitt, sem haldið hefði
verið fram, að mengun hefði auk-
ist frá því sem áður var. Hversu
mikil mengunin væri kæmi í ljós í
umræddri könnun, niðurstaða
hennar myndi leiða það í ljós.
Stórvirk
bruggtæki
finnast í
heimahúsi
Lögreglan í Reykjavík lagöi hald
á um 160 lítra af bruggi og fullkom-
in brugg- og eimingartæki í íbúð í
Austurbænum á sunnudag. Auk
þess fundust um 20 lítrar af spíra í
íbúóinni. Fullorðinn maður var
handtekinn og hefur hann viður-
kennt að hafa bruggað mjöð og síð-
an eimað, en játning liggur ekki
fyrir á því hvort hann seldi áfengi.
Allar líkur benda þó til þess.
Aðfaranótt sunnudagsins
komu lögreglumenn að tveimur
ölvuðum unglingum í Banka-
stræti. í fórum sínum höfðu þeir
tvær áfengisflöskur. Aðra keypta
í ríkinu en hin var þriggja pela
spíraflaska. Piltarnir voru færðir
til yfirheyrslu.
Framburður þeirra reyndist
ósamhljóða og svo fór, að pilt-
arnir skýrðu frá því hvar þeir
hefðu fengið áfengið.